Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
A tuttugu ára afmæli Is-
lenskrar tónverkamiðstöðvar
Rætt við Bergljótu Jónsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson og Þorkel Sigurbjörnsson
Þau fara með stjórn íslenskrar tónverkamiðstöðvar, f.v. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Bergljót
Jónsdóttir framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar og Þorkell Sigurbjömsson tónskáld.
í dag heldur íslensk tónverka
miðstöð upp á tuttugu ára afmæli
sitt. Miðstöðin og merkt starf
hennar hefur áður verið kynnt hér
á tónlistarsíðunni, en á þessum
tímamótum er við hæfi að heyra
aðeins af sögu afmælisbamsins,
en jafnframt að gleyma sér ekki
í fortíðinni, heldur huga að því,
sem liggur fyrir.
Bergljót Jónsdóttir er fram-
kvæmdastjóri íslenskrar tónverka-
miðstöðvar, en í stjóm sitja Þorkell
Sigurbjömsson, Hjálmar H. Ragn-
arsson og Karólina Eiríksdóttir. Ka-
rólína var flarverandi, þegar forvitn-
ast var um tónverkamiðstöðina í
fortíð, nútíð og framtíð, var í Svíþjóð
að kynna óperu sína, sem verður flutt
á sumarhátíðinni í Vadstena í júlí.
Þorkell hefur verið viðloðandi mið-
stöðina frá stofnun, svo hann man
vel tilurð hennar.
Þ.S.: „Upphafið varð allt í miklu
írafári, eins og gerist oft hjá okkur,
en aðdragandinn var langur. Hug-
myndin lá f loftinu í Tónskáldafélag-
inu alveg frá um 1960. Ég kynntist
svona stofnun fyrst í Hollandi 1962
og kom uppveðraður heim síðsumars
og sagði að nú yrði eitthvað að gera.
En enn leið og beið. Sama sagan og
nú, peningaleysi, en líka vegna þess
að fyrirkomulagið þvældist svolítið
fyrir okkur. Hvort stofnunin ætti að
vera opin öllum, eða valið lið eins
og hjá Hollendingunum til dæmis.
Hvort stofnunin ætti að vera opin-
ber, eða á vegum tónskáldanna
sjálfra.
A endanum komu svo tónskáld
saman 1968 og gerðu alvöru úr hug-
myndunum, samþykktu stofnskrá og
öllum var fijálst að taka þátt. Það
reyndist vera góður hluti íslenskra
tónskálda, sem vildu taka þátt í
stofnuninni."
Til hvers var svo tónverkamið-
stöðin stofnuð?
Þ.S.: „Staðreyndin er sú, að það
er mjög dýrt að afrita tónverk og
tónskáld þurftu iðulega að gefa af-
svar, ef þau voru beðin um afrit af
verkum sínum. Hugmyndin var því
að bindast samtökum um að útvega
afrit af íslenskum verkum, svara
fyrirspumum, líkt og nú, gefa út,
kynna og dreifa íslénskum verkum
eftir föngum og sjá um tengsl við
flytjendur og áheyrendur.
Við settum okkur strax í samband
við svipaðar stofnanir í öðrum lönd-
um og höfum átt mikið og gott sam-
starf við þær. Hingað til hefur fjár-
mögnunin að mestu verið úr eigin
sjóðum tónskáldanna, er nú um
helmingur þaðan og helmingur af
fjárlögum, sumsé frá ríkinu."
HHR: „Talandi um markmið þá
má ekki gleyma að tónlist er nú einu
sinni þannig, að hún verður að heyr-
ast, ekki nema hálfur leikur, þegar
hún hefur aðeins verið skrifuð. Það
er því Kka hlutverk tónverkamið-
stöðvarinnar að sjá til þess að íslensk
tónlist graflst ekki í skúffum, heldur
heyrist. Það má ugglaust færa dijúg
rök fyrir því að gróska í tónlist hér
eigi rætur að rekja til starfsemi tón-
verkamiðstöðvarinnar.
Það berast hingað um tvöþúsund
fyrirspumir af einu eða öðru tagi
árlega. Reyndar merkilegt, að þetta
er eina listgreinin, sem hefur komið
sér upp nokkurs konar útflutnings-
miðstöð.“
ÞS: „Reyndar merkilegt, hvað tón-
skáld hafa alla tíð verið félagslega
sinnuð. Á þessu ári er Norræna tón-
skáldaráðið hundrað ára, er eldra
heldur en Norrænrf*félögin.“
Og hvernig hefur svo starfsemi
tónverkamiðstöðvarinnar undið
fram?
HHR: „Starfsemin hefur vaxið
hægt og bítandi, fyrirspumum flölg-
að. Það var mikið stökk fram á við,
þegar var hægt að ráða starfsmann.
Líka til bóta, þegar verslunin ístónn
var sett á stofn. Hugmyndin er að
reka verslun, þar sem fólk getur
haft aðgang að íslenskri tónlist, auk
annars efnis viðvílq'andi tónlist. Þetta
er eina nótnaverslunin og auðvitað
er hægt að panta þar hvaða nótur
sem er.
Fyrir þremur ámm var byijað að
gefa út hljómplötur í samvinnu við
Ríkisútvarpið, mjög eflandi fyrir mið-
stöðina, svo mjög, að nú em veggim-
ir að springa utan af okkur. Nú er
verið að byija á nótnaútgáfu aftur,
eftir að hún hefur legið niðri í nokk-
ur ár. Einhvem veginn er þetta svo,
að þegar eitt verkefnið er frá, opn-
ast upp níu önnur.“
BJ: „Við byrjum á að gefa út kam-
mer- og sólóverk af ýmsu tagi, bæði
fyrir flytjendur hér, en líka til að
geta staðið betur að kynningu og
dreifingu erlendis. Við byijum með
fimm hefti. Við notum verk, sem
liggja fyrir í fallegri hreinskrift höf-
undar, því þau er hægt að prenta
beint, þarf ekki að setja þau.
Nú emm við líka að gefa út nótur
fyrir byijendur, létt píanólög fyrir
byijendur, eftir Elías Davíðsson
skólastjóra ■ tónlistarskólans á Ól-
afsvík. í framhaldi af þessari bók
koma fjórhent lög, líka fyrir byijend-
ur. Það er ætlunin að stórefla útgáfu
fyrir nemendur, okkur flnnst það
vera stórmál að til sé íslensk tónlist
fyrir íslenska nemendur, auðvitað
með fullri virðingu fyrir Bach, Beet-
hoven og öðmm snillingum. Þetta
er semsagt upphaf að verki, sem
síðan á að rúlla áfr'am.
Vonandi er svo stutt í fyrsta hljóm-
diskinn okkar. Þar er að flnna íslensk
verk í flutningi Hamrahlíðarkórsins,
sem Þorgerður Ingólfs- dóttir stjóm-
ar. Þessi útgáfa tengist tuttugu ára
afmæli kórsins, mest verk, sem hafa
verið samin fyrir kórinn. Svo er í
vinnslu diskur með Sinfóníuhljóm-
sveitinni undir stjóm nýja aðalstjóm-
anda hennar, Petris Sakaris. Á hon-
um em fjögur, íslensk verk eftir Jón
Nordal, Hafliða Hallgrímsson, Magn-
ús Blöndal Jóhannsson og Leif Þórar-
insson. Erling Blöndal Bengtson
sellóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir
em einleikarar þar. Við vonumst til
að diskurinn komi vel út. Við hyggj-
um á frekara samstarf við Paul Zu-
kofsky, sem stjómaði síðustu plötu
okkar, en hann hlaut nýlega menn-
ingarverðlaun DV.“
HHR: „Plötuútgáfan hefur gjör-
breytt möguleikum til að kynna
íslenska tónlist erlendis. Af öðmm
útgáfumálum má nefna bók um
íslenska tónlist eftir sænska gagn-
rýnandann og tónlistarfræðinginn
Göran Bergendal. Bókin kemur út á
ensku og íslensku fyrir haustið og
• er yflrlit yfir íslenska tónlist fram á
Úr
tónlistarlífinu
Sigrún Davíðsdóttir
Einleikarar mánudagskvöldsins á æfingu nú í vikunni. Frá vinstri
Hólmfríður óbóleikari, Ármann básúnuleikari og Guðný söngkona.
Mozart, Bach og Berio
Einleikaraprófstónleikar á næstunni
Beethoven og Brahms á tónleik-
um Kammermúsíkklúbbsins
Strengjatríóið, sem spilar á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á
sunnudag kl. 16. Frá vinstri Laufey Sigurðardóttir, Richard Talkow-
sky og Helga Þórarinsdóttir. Á myndina vantar Þorstein Gauta píanó-
leikara, sem spilar með þeim.
Nú er tími útskriftartónleik-
anna að renna upp. Á mánudags-
kvöldið verða einir slfkir i Bú-
staðakirkju kl.20.30. Þar koma
fram þrír nemendur Tónlistar-
skólans i Reykjavík, öll að taka
einleikarapróf nú i vor. Þetta eru
þau Hóhnfríður Þóroddsdóttir,
Guðný Ámadóttir og Armann
Helgason.
Hólmfríður hefur lagt stund á
óbóleik, spilar þama óbókonsert eftir
Johann Chr. Bach. Guðný er í söngn-
ámi, syngur þjóðlög í útsetningu
Lucianos4Berios. Sjaldan of oft end-
urtekij^hvað það er vel þegið að
heyra tónlist, manna eins og Berios,
senf er eitt þekktasta samtímatón-
, skáldið okkar. Hljóðfæri Ármanns
ér klarínettið og hann spilar þama
klarínettukonsert Mozarts, sem aldr-
ei heyrist’of oft.
Þessi hluti prófsins er sumsé ein-
Jeikur ieða -söngur með hljómsveit
'og það er hljómsveit úr skólanum
undir stjóm Marks Reedmans, sem
spilar.
Síðdegis næstkomandi laugardag
verða aðrir tónleikar með nemendum
skólans, sem eru að ljúka einleikara-
eða - söngvaraprófi. Hallfríður Ólafs-
dóttir, sem er að hverfa úr skólanum
eftir flautunám, spilar flautukonsert
eftir Danann Nielsen. Pétur Eiríks-
son stundar básúnúblástur og spilar
þama túbukonsert Vaughans Will-
iams. Tveir söngvarar koma fram.
Marta Halldórsdóttir syngur Sjö frú-
arljóð eftir Alban Berg, en margir
þekkja Mörtu úr' Litla sótaranum,
sem hún hefur sungið í hjá íslensku
, óperunni undanfarið. Anders Joseps- '
I son er sænskur söngnemi og útskrif-
*ast með þremur ópemaríurn á þess-
um tónleikum. Þama leikur Sinfóníu-
hljómsveitin okkar undir stjóm Páls
P. Pálssonar.\Varla hægt að hugsa
sér betri fjölskylduskemmtun en að
steðja á þessa tvenna tónleika Tón-
listarskólans í Reykjavík.
Á morgun, sunnudag, kl. 16
verða haldnir síðustu tónleikar
Kammermúsikklúbbsins á þessu
starfsári. Þar spila sainan þau
Laufey Sigurðardóttir fiðluleik-
ari, Helga Þórarinsdóttir lágfiðlu-
leikari og Richard Talkowsky
sellóleikari. Þau flytja trfó í Es-
dúr op. 3 eftir Beethoven. Eftir
hlé slæst Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son píanóleikari í hópinn og saman
flytja þau kvartett eftir Brahms
í g-moll op.25. Og athugið, að hér
er boðið til síðdegistónleika kl. 16,
tilvalin fjölskylduupplyfting.
Strengjaleikaramir spila öll að
staðaldri með Sinfðníuhljómsveitinni,
auk þess að leika kammertónlist.
Þeir, sem voru á síðustu áskriftartón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar,
muna vísast eftir að Helga lék þar
fallega einleik í Don Kíkóta eftir
Strauss. Á tónlistarsíðunni um dag-
inn var sagt frá glæsilegri frammi-
stöðu Þorsteins Gauta á þingi evr-
ópsku píanókennarasamtakanna í
London, svo síðustu viðfangsefnin
séu tínd til. Talkowsky hefur spilað
með hljómsveitinni í vetur, en hverf-
ur á braut í sumar. Er fastráðinn
við Sinfóníuhljómsveitina í Barcelónu
og kom aðeins hingað í ársleyfl það-
an, en fregnum aðeins eftir veturse-
tunni hér og lífínu í Barcelónu.
„Ég var við nám í Boston hjá sama
kennara og Helga og Laufey og þar
byijuðu tengslin við ísland. Áðor en
1 ég fluttist hingað í haust hafði ég
komið hingað nokkrum sinnum, með-
al annars spilað á tónleikum Kam-
mermúsíkklúbbsins fyrir fimm árum.
•Hafði séð glefsur af Kfínu hér og
langaði að kynnast því betur, sjá
hvort veturinn væri eins dimmur og
sagt var.“ Og það er á Talkowsky
að skilja, að honum hafi fundist hann
jafnvel enn myrkari en hann hafði
getað ímyndað sér, þó hann hafí
svosem ekki mörg orð um það. Og
hann sá ekki aðeins vetrarmyrkrið í
höfuðborginni, heldur líka fyrir norð-
an, því fram til jóla kenndi hann á
Akureyri, flaug alltaf á milli, þangað
til tókst að útvega fastan kennara á
staðnum. En hvað með líflð I Barcel-
ónu?
„Barcelóna er stórborg, um þijár
milljónir íbúa, blómlegt menningarlif
og það á líka við um tónlistarlífíð.
Þar er Sinfóníuhljómsveit og ópera,
með eigin hljómsveit, auk minni
hópa. Stórborgarandrúmsloft og
sumarólympiuleikar yflrvofandi
1992, sem virðast vera á góðri leið
með að æra borgarbúa. En þetta er
yndisleg borg og stórkostlegt menn-
ingarlíf, sem þrífst þar. Ég var ár í
sinfóníuhljómsveit i Ekvador, en fór
svo til Barcelónu. Kennari minn
hvatti mig til að sækja um þegar
stofnuð var kammersveit í Barcel-
ónu, hvað ég og gerði. Spilaði með
henni í tvö ár, en fór þá yfir í sin-
fóníuhljómsveitina.