Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Minning: Halldóra Halldórs dóttir Mýrum Fædd 15. nóvember 1888 Dáin 13. apríl 1988 Þann 13. apríl sl. lést í sjúkrahús- inu á Selfossi Halldóra Halldórs- dóttir, Mýrum í Villingaholtshreppi. Halldóra var fædd í Nesi í Selvogi 15. nóvember 1888 og hefði því orð- ið 100 ára í haust. Foreldrar hennar voru þau Sigur- björg Sigurðardóttir frá Kvíarvöllum í Garði og Halldór Halldórsson bóndi í Sauðholti í Holtum. Halldóra ólst upp í Sauðholti, elst af stórum systkinahópi, til 23 ára aldurs en þá flutti hún sig í Villinga- holtsheppinn og réð sig í vist að bænum Mjósundi hjá þeirri miklu sómakonu Þórunni Jónsdóttur. Svo skemmtilega vildi til að sama daginn og hún flutti í hreppinn var einmitt kirkjan í Villingaholti vigð. Næstu árin stundaði hún margvísleg störf bæði í Villingaholtshreppnum og í Reykjavík en árið 1919 giftist hún Sigurði Guðmundssyni frá Saurbæ í Villingaholtshreppi sem þá hafði nýlega hafið búskap að Jaðar- koti í sömu sveit. Ekki var jörðin stór og húsakynni heldur bágborin en ungu hjónin voru full bjartsýni og lögðu ótrauð á brattann. Þau eign- uðust 5 böm en eitt þeirra lést ungt að árum. Böm þeirra eru: Halldór, sjómaður, f. 1920, d. 1944, Guð- munda Oddbjörg, húsmóðir í Reykjavík, f. 1920, Kristinn, bóndi að Mýrum, f. 1923, Jóhanna Guðrún, húsmóðir að Mýrum, f. 1926 og Sigríður Friðsemd, húsmóðir í Kópa- vogi, f. 1929. Lífsbaráttan var hörð á þessum tíma og snemma þurftu bömin að Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI AUSTURBÆR Síðumúli o.fl. Stigahlíð 49-97 Sæviðarsund, hærri tölur Barónsstígur VESTURBÆR GARÐABÆR Framnesvegur1-35 Lundir hjálpa til en búið stækkaði og lagt var á ráðin um byggingu nýs íbúðar- húss. En þá dundi ógæfan yfir. Sig- urður lést 1936 aðeins 41 árs að aldri og eftir stóð Halldóra með 5 böm og þau elstu aðeins 16 ára. Skuggi kreppuáranna lá eins og mara yfir þjóðinni og víst er að það voru ekki margir sem trúðu á það að Halldóru tækist að halda búinu. En með sína sterku guðstrú og óbil- andi bjartsýni að leiðarljósi neitaði hún að gefast upp, heldur barðist áfram með dyggri aðstoð bamanna. Nýtt íbúðarhús var byggt og búskap- urinn óx og dafnaði og samsvei- tungar hennar lærðu fljótt _að hér var engin meðalkona á ferð. Ákveðin og föst fyrir en hjartagæskan og glaðværðin alltaf í fyrirrúmi og þess- ir eiginleikar hennar fleyttu henni yfir margan erfiðan hjallann. Sorgin bankaði þó aftur á dymar á þessum árum er eldri sonur henn- ar, Halldór, drukknaði árið 1944 en þá eins og svo oft áður og síðar fann hún styrk í bæninni til Guðs. Ekki er svo hægt að tala um bömin henn- ar Dóru, eins og hún var oftast nefnd, að ekki sé getið um Margréti Sigurgeirsdóttur, nú búsett á Sel- fossi. Dóra frétti af Margréti, þá 5 ára gamalli í Reykjavík, og veikind- um sem hijáðu flölskyldu hennar. Hún tók stúlkuna þegar í stað til sín austur í Jaðarkot og þar ílentist hún og var alin upp sem eitt af bömum hennar. Hafði Dóra ávallt mikið dá- læti á henni Möggu og var það ör- ugglega gagnkvæmt. Orð verða svo fátækleg þegar maður ætlar að reyna að lýsa öllum þeim tilfinningum sem hrærast með manni á svona kveðjustund. Minn- ingar þjóta framhjá eins og myndir á tjaldi en sumar staldra auðvitað lengur við en aðrar. Það var heldur hryssingslegt vor- kvöld 1954 þegar 10 ára strákhvolp- ur úr Vesturbænum í Reykjavík var skilinn eftir í ókunnu húsi meðal fólks sem hann hafði aldrei séð, á bænum Mýrum í Villingaholtshreppi. Þangað hafði hann ráðið sig sem snúninga- strák um sumarið og þóttist nú held- ur betur maður með mönnum. En þegar fylgdarmaður kvaddi og hann varð allt í einu einn eftir þá brast nú kjarkurinn og tárin læddust fram. Þá voru ekki höfð mörg orð, en Döra tók hann í fangið og umvafði hann þeirri hlýju og hjartagæsku sem hún átti svo mikið af og sem hann þarfn- aðist svo mjög þetta kvöld. Þessa nótt sofnaði hann í rúminu hjá Dóru og næsta dag skein sólin skært og feykti burut öllum trega og söknuði. Rigningarsumarið 1955 var erfitt sumar og oft komu menn inn blautir og kaldir frá verkunum en alltaf var Dóra nálægt með hlýja ullarsokka, eða teppi til að koma lífí í kaldar hendur og fætur. Já, það er margs að minnast frá þessum dögum og þeir eru örugglega margir snúningastrákamir sem nutu þess sama og undirritaður á þeim árum sem liðin eru. Árið 1954 tók Kristinn sonur hennar við búskapnum, keypti bæinn Mýrar í Villingaholtshreppi og hóf þar myndarbúskap ásamt systur sinni Jóhönnu Guðrúnu. Dóra fluttist með þeim að Mýrum og hefur búið þar síðan í öruggum og traustum faðmi þeirra Kristins og Jóhönnu. Böm hennar öll héldu miklu sam- bandi við hana og mörg em þau bamabömin sem stigið hafa sín fyrstu spor í atvinnulífinu á Mýmm. Bamabömin em orðin 14, bama- bamabömin 17 og fimmti ættliður- inn fæddist sl. ár. Dóra var mikil fjölskyldumann- eskja og lagði mikla áherslu á að halda sterku sambandi við bömin. Þetta kunnu þau vel að meta og rómaður var stuðningur og styrkur sá sem tengdasonur hennar Ágúst Steindórsson ávallt sýndi henni og ekki síst nú þegar hallaði að leiðar- lokum. Dóra fylgdist ávallt vel með og mikið var hún stolt af að sjá hvernig búið blómstraði hjá Kristni syni sínum. Þá tók hún virkan þátt í starf- semi kvenfélagsins og er reyndr heið- ursfélagi þess, hún var einnig elsti íbúi hreppsins. Þegar hinsta ferðin er hafín og komið er að kveðjustund þá verður okkur, vinum og ættingjum, tregt um mál. En þótt söknuðurinn sé mikill og tregi þungur þá mun minn- ingin lifa. Minningin um mikla per- sónu, konu sem aldrei gafst upp þótt á móti blési um stund, glæsileg- an fulltrúa bændastéttarinnar, sem ávallt hafði að leiðarljósi sterka og innilega guðstrú og óbilandi bjartsýni Ég sendi fjölskyldu hennar og vin- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Einar Gunnar Bollason í dag, 23. apríl verður jarðsungin frá Villingaholtskirkju hún amma mín, Halldóra Halldórsdóttir. Hún var fædd í Nesi í Selvogi 15. nóv. 1888, dóttir Halldórs Hall- dórssonar og Sigurbjargar Sigurð- ardóttur. Eins árs fluttist hún með föður sínum að Sauðholti i Holtum. Þegar hún var á sínum yngri árum var hún í kaupavinnu í Villinga- holtshreppnum. Þar kynntist hún manni sínum Sigurði Guðmunds- syni frá Saurbæ í sömu sveit. Þau hófu búskap að Jaðarkoti í Villinga- holtshreppi. Böm þeirra eru: Tvíburamir Guðmunda og Halldór fædd 26. sept. 1920, Kristinn fædd- ur 5. apríl 1923, Jóhanna fædd 3. mars 1926, Sigríður fædd 28. sept. 1929, sem er móðir mín og Mar- grét fædd 1. sept. 1936, en hana tók amma að sér. Amma missti mann sinn úr lungnabólgu á miðjum aldri frá ungum bömunum. Það segir sig sjálft að þetta hefur verið þungur róður fyrir ömmu þar sem Hún þurfti nú að gegna tveimur hlut- verkum. Ungur fór elsti sonur hennar, Halldór á sjóinn að afla heimilinu tekna. Hann fórst með togaranum Max Pemberton aðeins 24 ára. Þetta hafa verið miklir erfiðleikar sem fjölskyldan þurfti að ganga í gegnum. En með óbifandi dugnaði og trú hefur hún sigrast á þeim erfiðleikum. Þá tók hún að sér fóst- urdótturina Margréti. Amma bjó sín búskaparár í Jaðarkoti. Hún fluttist svo að Mýmm í Villingaholtshreppi er böm hennar Kristinn og Jóhanna keyptu þá jörð. Amma átti riokkra mánuði í það að verða 100 ára er hún lést. Hún mundi því tímana tvenna. „Sem bam þurfti hún að vinna mikið og yfír sláttinn var hún vön að fara ofan kl. sex á morgn- ana til að sækja hrossin. Hun sagði mér frá jarðskjálftanum sem varð á Suðurlandi fyrir aldamótin. „Það var eins og alda sem kæmi eftir jörðinni sem fólk stóð ekki af sér.“ Ég kynntist ömmu er ég fór að vera í sveit á Mýmm á sumrin. Amma var sérstakur persónuleiki, hún var ákveðin, en öllum vildi hún vel. Gott lag hafði hún á bömum gaf þeim festu og ástúð, góð var hún að leggja lífsreglurnar enda búin að reyna margt um dagana. Hún var vön að segja „vertu trúr í litlu sem stóm“. Það hefur verið mér og fleirum góður skóli að hafa fengið að alast upp í návist hennar. Amma hafði gaman af því að spila, þær vom margar ánægju- stundimar sem við, bömin, áttum með henni við spil. Ef einhver átti um sárt að binda var hún tilbúin að hjálpa. Hún var alltaf tilbúin að taka upp hanskann fyrir þann sem minna mátti sín. Amma var hrein og bein í öllu og aldrei baktalaði hún fólk. Hún var léttlind og kát og hafði gaman af að gera að gamni sínu. Amma gerði gott úr öllu. Gestrisin var hún og skemmtileg heim að sækja. Amma var með trúustu mann- eskjum sem ég hef þekkt. Alltaf á sunnudögum hlustaði hún á mess- una í útvarpinu og söng með. HÚn kunni margar bænir og sálma. Oft fór hún með sálma og hafði guðs orð á vörum. Hún var alltaf að þakka guði það sem hann hafði gert fyrir hana. Amma var dugleg að kenna bömum sem að Mýrum komu bænir og sálma. Amma bað mikið. Hún sagði mér er hún varð níutíu og níu ára að aldrei hefði hún náð þessum aldri nema með guðs hjálp. Síðustu árin á Mýrum naut hún góðrar aðhlynningar bama sinna Jóhönnu og Kristins, eiga þau miklar þakkir skildar. Amma var búin að vera á Sjúkra- húsi Suðurlands núna eftir áramót- in. Á skírdag heimsótti ég hana, þá var hún furðu hress. Núna hefur hún yfirgefið okkur hér á jörð. Hún er farin til fyrirheitna landsins. Góður guð blessi hana nú sem áður. Sigþór K. Ágústsson Hún amma er gengin yfir móð- una miklu. Um kl. 8 að kvöldi 13. apríl reif hún sig lausa og lagði af stað til síns fyrirheitna lands. Henn- ar kall var komið. Hún var búin að gera sitt — það vitum við öll — en munum öll sakna hennar mikið. „Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (Sveinbjöm Egilsson) Amma Halldóra var í huga okkar aldrei gömul þótt árin væm að nálg- ast eitt hundrað, það gerði gleði hennar og hlýtt faðmlag. Við mun- um minnast þess hve hún tók alltaf vel á móti okkur er við heimsóttum hana til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Hún óskaði alltaf skjótra end- urfunda. Amma var vön að lofa Guð og sagði: „Við munum hittast fljótt, ef Guð lofar.“ Alltaf vildi hún vita hvemig við öll hefðum það. Okkur bamaböm- um mun aldrei líða úr minni sú mikla og góða hvatning og sam- kennd. Mörg okkar áttum þess kost að dvelja hjá ömmu sumarlangt, að hjálpa til í sveitinni hjá henni, Kidda og Jóu. Heyskapurinn og skepnu- haldið var okkur öllum sameiginlegt kappsmál að færi sem best úr hendi. Ömmu tókst að hvetja okkur og samstilla með sínu hugarþeli. Ekki mátti koma illa fram við skepnumar og fuglamir áttu sér griðarstað í nálægð hennar. Þetta veganesti sem amma gaf okkur viljum við þakka fyrir — því lífsins gangur og samskipti við aðra menn eru einmitt farsælust á þenn- an veg. Virðing fyrir öðrum og trú- mennska í starfi sagði amma okkar að væri það sem við þyrftum að tileinka okkur. Gæta skildum við eigna annarra betur en okkar eigin. — Þessi atriði koma svo oft í hug- ann þegar við hugsum til ömmu: „Vertu dyggur, trúr og tryggur tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hiyggur athuga ræðu mína.“ (Hallgrímur Pétursson) Hvað er hægt að gefa ungu fólki meira í veganesti en slíkan kærleik? Það er margt sem sækir á hug- ann á þessari kveðjustund. — En slíkt verður seint upptalið. Nú er rödd ömmu þögnuð. En við munum minnast orða hennar. Það sem hún gaf okkur munum við reyna að varðveita af öllu hjarta. Amma hefur svo sannarlega lok- ið sínu dagsverki. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (Vald. Briem.) Megi Guð vísa henni leiðina — og hið eilífa ljós lýsa henni. Þess óska barnabörnin. Guðmundur Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.