Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 fclk í fréttum LOS ANGELES Islenskar stúlkur í sljörnufans Stöllumar Svava Schiöth og Steinunn Friðjónsdóttir, sem báðar vinna hjá Flugleiðum, fóru nýlega. í tveggja vikna frí til Astr- alíu og Nýja Sjálands. Á leiðinni í fríið gerðu þær stuttan stans í kvik- myndaborginni Los Angeles, þar sem þær gistu á glæsihóteli í Be- verly Hills. Ævintýrin létu ekki á sér standa. Kvöldið sem Svava og Steinunn komu á Beverly Hilton hótelið var haldin þar mikil veisla til heiðurs leikaranum Jack Lemmon. í veisl- unni var margt frægra manna úr kvikmyndaheiminum, sötrandi kampavfn í sínu fínasta pússi. Fólk sem var á útleið úr samkvæminu bauðst til að láta þeim stöllum eftir miðana sína, svo þær mættu beija dýrðina augum. Þekktust þær vit- anlega boðið og kváðust raunar hafa stungið dálítið í stúf við aðra gesti, svona aldeilis ótilhafðar. Ekki kom það þó í veg fyrir að kyntákn- ið Michael Douglas byði þeim faðm- inn. Bandaríska kvikmyndastofnunin hélt Lemmon veisluna, en árlega er ein kvikmyndastjama heiðruð með þessum hætti og hefur siðurinn verið hafður uppi síðan 1973. Um er að ræða nokkurs konar heiðurs- verðlaun fyrir glæstan afrakstur ævistarfs innan kvikmyndanna. Áður hefur fólki eins og Orson Welles, Bette Davis, Henry Fonda, Alfred Hitchcock og John Huston hlotnast heiðurinn. Steinunn Friðjónsdóttir og Svava Schiöth ásamt Jack Lemmon, heið- ursgesti kvöldsins i hófi Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar. Miehael Douglas heldur utan um Steinunni Friðjónsdóttur og Svövu Schiöth á Hilton hótelinu í Beverly Hills í marsmánuði. JOHN GIELGUD Leikur nú á sviði eftir tíu ára hlé Breski leikarinn Sir John Gielgud, 83 ára gamall, leikur safnvörð í verkinu „The Best of Friends" sem sýnt er í Appollo leikhúsinu i Lundúnum. Rosemary Harris leikur nunnu í verkinu. Ray McAnaUy fer með hlutverk George Beraard Shaw. Breski leikarinn Sir John Gi- elgud leikur nú á sviði að nýju eftir tíu ára hlé. Hann hef- ur einbeitt sér að kvikmyndaleik undanfarin ár og fannst kominn tími til að vinna aftur í leikhúsi. Verk Hugh Whitemores, „The Best of Friends" eða Aldavinir, veitti honum kærkomið tækifæri til að snúa aftur til leikhúslífsins í West End. Gielgud er nú 83 ára gamall og segir í viðtali í leikskrá með verkinu að þótt kvikmyndir gefí meira í aðra hönd og vinnan við þær sé auð- veldari, sé nauðsynlegt að leika á sviði til að viðhalda minni og einbeitingu. Gielgud á glæstan leikferil að baki en kveðst þó ekki hafa mik- ið gagnlegt að segja við unga leikara. „I leikhúsinu er farið að líta á mig sem nokkurs konar Dalai Lama, gamalt skrímsli með góð ráð undir rifí hveiju," segir hann í viðtalinu. Eftir sjö áratuga búsetu í Lundúnum flutti hann út fyrir borgina ásamt sambýlis- manni sínum í Qörutíu ár, Mart- in Hensler. Hann hefur notið sveitasælunnar í tíu ár og segir tímann fljótan að líða. Af því hljóti að mega draga þá ályktun að hann sé býsna hamingjusam- ur. Langur tími leið áður en Gi- elgud lét til leiðast að leika að ráði í kvikmyndum. „Ég var nógu vitlaus til að fúlsa við kvikmyn- dasamningum í nafni hins eina sanna leikhúss, vegna þess hve illa ég kunni við sjálfan mig í þeim fáu myndum sem ég hafði gert með Hitchcock og Jesse Matthews. Ég hélt mig við Ieik- húsin og átti aldrei peninga fyrr en ég var farinn að nálgast sjö- tugt og fékk Óskar fyrir leik í kvikmyndinni Arthur," segir Gi- elgud í viðtalinu. „Núorðið býðst mér yfírleitt að leika menn sem komnir eru á grafarbakkann, sem í sjálfu sér gæti verið gagnleg æfíng fyrir það sem koma skal," segir Gielgud og bætir við að hann hyggist halda áfram að leika meðan hann tóri. Einhveijir kynnu að ætla að hár aldur setji leikara ákveðin takmörk, minnið geti til dæmis brugðist. Ekki var slík ellimerki að sjá eða heyra á Gielgud í „The Best of Friends", þótt verkið byggist á löngum samtölum persóna - eða eintali. Leikritið er í raun samlestur þriggja úrvalsleikara upp úr bréfum sem bárust milli rithöf- undarins George Bemards Shaw, sem írinn Ray McAnally leikur, nunnunnar Laurentiu McLachlan, sem leikin er af Ro- semary Harris, og safnvarðarins Sir Sidney Cockerell, sem John Gielgud leikur. Þremenningamir áttu lítið sameiginlegt annað en vináttuna, sem reyndist haldgóð eins og nafn verksins gefur til kynna. Höfundur leikritsins, Hugh Whitemore, hefur skrifað íjölda verka fyrir leikhús og sjónvarp að ógleymdum kvikmyndahand- ritum. Hið nýjasta er handrit myndarinnar „84 Charing Cross Road“ sem hér var sýnd fyrir skömmu. James Roose-Evans heitir leikstjóri verksins, en hann er eini leikstjóri Bretlands sem einnig er prestur. Höfundurinn, Hugh White- more, vann verkið upp úr bréf- ntn rithöfundar, nunnu og safn- varðar - aldavina. James Roose-Evans er leik- stjóri verksins. Hann hefur get- ið sér orð fyrir ljómandi vinnu- brögð og það að vera einasti ieikstjóri Breta sem einnig er prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.