Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 64
f 64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 IfCBAAllfl „ Bg he-f i hyggja Cub fa.ro.! sóló-ferb í K/'íngum jör£>'\na. V7lt \pij komfl. me& ■?" TM Rog. U.S. Pat. Off.—all riflhts reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Er þetta hjá kattavinun- um. — Getið þið ‘hjálpað manni ofan úr tré? Kossarnir þínir voru inni- legri þegar þú varst frosk- ur... HÖGNI HREKKVÍSI Minka- veiðar skipta sköpum Til Velvakanda. Minkur er alveg framandi a(j- skotadýr í íslenska lífríkinu. Það er nóg til þess og ástæðan fyrir því, að hann hefur raskað fuglalífínu ofboðslega. Sundfuglar sem halda sig mest á vötnum, tjörnum og ám hafa orðið afar hart úti. Endur, lóm- ar og himbrimar nánast horfið á stórum landsvæðum. Líkur gegnir víða um sundfugla við sjá, t.d. lunda, teistu og æðarfugl. Af einhverjum ástæðum hefur mófuglum fækkað geigvænlega. Fyrir voru refír, ránfuglar og hraftiar, sem lifðu á þessum sömu tegundum meira og minna. Afar erfítt mun að meta hverju afskipti manna af þessum þáttum lífríkisins ollu. Menn veiddu refí, drápu emi svo við sjálft íá að þeir yrðu al- dauða, en sumir veiddu sjófugla og tóku feikn af eggjum þeirra, t.d. æðarfuglsins. Óhugsandi er að fá að vita hvemig „ósnortin náttúra Islands" væri án tilverknaðar mann- anna. Hér verður sleppt að meta þann usla sem villiminkur gerir í vötnum Til Velvakanda. Ég keypti rístertu frá Ragnars- bakaríi nú í dag og ætluðum við hjónin að gæða okkur á þessari brúnu köku sem er með súkkulaði- húð og einhveijum bitum klesstum í hana. Þetta var nú allt gott og blessað, en þegar átti að skera þessa köku molnaði _ hún eins og kurl undir hnífnum. Ég sótti beitt- asta vopn heimilisins og það fór eins. Verst þótti mér að gamli rak- og ám varðandi silung og lax. Ef áhrifín em áþekk og á fuglalífið, er ekki um smámuni að ræða. Samt er trúlegt að stór vannýtt vötn þoli að þar sé grisjað. Bjami Valdimarsson stingur uppá því 10. jan. í Mbl., að „veita auknu fé til vísindarannsókna". „Rannsaka aftur (?) hvort verðlaunaðar veiðar á mink valdi fækkun þeirra eða séu bara eðlilegt afrán (?) úr stofninum.“ Þama er ekki beðið um neitt smáræði, þó vantar að fá ýmislegt hnífurinn hans afa skyldi ekki vera lengur til, hann hefði kannski dug- að, og þó. Nú vildi ég biðja framleið- endur þessarar rístertu að segja mér, og þá auðvitað fleimm, hvem- ig á að skera þetta þannig að ekki fari allt í mola og út um allt? Ég nenni ekki að borða kökur með skeið enda ekki til þess ætlast, vona ég- Sælkeri , að vita. Hvað á að rannsaka þetta lengi? Á hve stóm svæði? Setjum svo að valdar yrðu 3 sýslur og mink- ur alfriðaður þar í 7 ár, 10 ár eða 12 ár. Rannsóknin ein yrði ekki dýr. Telja (á skýrslum) unnin minkabæli á síðasta ári fyrir friðun. Telja þau aftur að rannsóknaámnum liðnum. En hver tekur að sér að borga öll þau hundmð dúnkílóa sem hyrfu samtals öll þau ár? Já og áfram þangað til dúnn yrði jafn mikill á nýjan leik. Er þá ekki nefnt neitt annað sem viðbúið er að raskist, t.d og m.a. í næstu sýslum við, þegar minkar fara að flæða út af friðaða svæðinu. Hætt við að þeir yrðu vand- taldir. Já, vel á minnst: Hvaða sýslur ætti að leggja undir mink? Kannski Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu? Eða þá Skagafjarðar-, Húnayatns- og Strandasýslu? Éða ísafjarðar- Barðastrandar- og Dalasýslu? Eða Snæfellsness- Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu? Eða meinar Bjami e.t.v. landið allt á einu bretti? Það væri fróðlegt að vita. Játvarður J. Júlíusson Hvernig á að skera kökuna? Víkverji skrifar Víkveiji er einn þeirra bifreið- eigenda sem hefur nokkrar áhyggjur af því hvemig gamla bílnum hans reiðir af þegar nýja blýlausa bensínið kemur hér á markað um mánaðamótin. Þess vegna notaði hann tækifærið þegar hann átti síðast leið á bensínstöð og spurði bensínafgreiðslumennina hvort ekki væri ömggt að þar myndu liggja fyrir upplýsingar um það hvaða bifreiðategundir og ár- gerðir myndu þola blýslausa ben- sínið og hvaða bílar ekki. Stöðvarstjórinn sagði hins vegar að bifreiðaeigendur yrðu sjálfir að hringja í viðkomandi bifreiðaumboð og afla þessara upplýsinga. Víkverji er hins vegar ekki alveg sáttur við þessi svör og að olíufélögin ætli að skjóta sér undan ábyrgð með þess- um hætti. Það er hæpið fyrir olíufé- lögin að ganga út frá því að allir bifreiðaeigendur séu svo vel upp- lýstir um nýja bensínið að þeir muni hafa fyrir því að afla þessarar vitneskju. Ólíufélögin em það vel mönnuð að ekki ætti að vera ofverk þeirra að afla upplýsinganna og láta skrá um þetta efni liggja frammi á bensínstöðvunum. Reynd- ar ætti þetta að vera sjálfsögð þjón- usta af hálfu olíufélaganna. Ljóst er að það em síður en svo allir bílar sem munu þola blýlausa bensínið, því að Víkveiji heyrði bensínafgreiðslumanninn tuldra um leið og lauk við að setja bensín á einn bílinn:„Það held ég að það verði eitthvað að gera hér við super- bensíntankinn þegar nýja bensínið verður komið á hinn tankinn." XXX Víkveiji hrökk heldur en ekki í kút þegar hann var að fletta Morgunblaðinu í vikunni og rak augun í tónlistargagnrýni Jóns Ás- geirssonar með fyrirsögninni: „Hrikalegur sellóleikur". Athygli Víkveija var þegar vak- in, kannski vegna þess að honum þótti fyrirsögnin benda til þess að tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins væri þar í aftökustellingum. Þess í stað birtist þama einhver mesta lofgjörð sem lengi hefur mátt lesa um sellóleik í íslenskri tónlistargagnrýni. Ýmsir hafa síðan haft orð á því við Víkveija að þeim hafi fundist kynleg notkun Jóns Ásgeirssonar á orðinu „hrikalegur" um frábæran sellóleik. Greinilegt er að fólk á því ekki að venjast að þetta lýsingarorð sé notað með þessum hætti í um- sögn um klassíska tónlist. Þegar hins vegar betur er að gáð er al- vanalegt að orðið „hrikalegur" sé notað í þessu samhengi í hástemmd- um lýsingum á frammistöðu popp- ara og alþýðutónlistarmanna. Mörgum þykir t.d. Eric Clapton hrikalega góður gítarleikari. Jón Ásgeirsson er auðvitað hrika- lega hress maður en um leið meðal virtustu tónlistargagnrýnenda okk- ar. Um árabil hefur hann starfað innan um ungt fólk sem kennari við Kennaraháskólann og þekkir því vafalaust vel til orðfæris ungu kyn- slóðarinnar. Víst er líka að með því nota lýsingarorðið hrikalegur í fyr- irsögn um umræddan sellóleik, eignaðist hann marga nýja lesendur að tónlistargagnrýni sinni. Engu að síður verður Víkveiji að viðurkenna að hann er svo íhaldssamur í orðavali um klassíska tónlist að hann á erfítt með að kyngja hrikalegum sellóleik í já- kvæðri merkingu. XXX Svo er það sagan um sóknar- prest Hafnfirðinga sem rakst á aldið sóknarbarn sitt og spurði: „Hvernig stendur á því að ég hef ekki séð þig við messu í kirkjunni okkar upp á síðkastið." Hafnfírðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði svo: „Ja, ég hef bara ekki verið þar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.