Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
KEPPNI á Andrésar andar leik-
unum á skíðum hófst á fimmtu-
dag. Mótiö er nú haldið í 13.
sinn í Hlíðarfjalli viö Akureyri.
Keppendur að þessu sinni eru
alls 541 og í fararstjóm um
160 manns. Mótið hefur gengið
mjög vel.
Keppt er í svigi, stórsvigi, stökki
og göngu. Yngsti keppandinn er
aðeins fjögurra ára, en þeir elstu
tólf ára. Verðlaunin hafa skiptst
nokkuð jafnt á milli liða fyrstu tvo
keppnisdagana.
Góöar aöstœöur
„Þetta er án efa albesta veður sem
við höfum fengið og mesti snjórinn.
Þá held ég að áhorfendafjöldinn
hafi aldrei verið meiri og það sýnir
að mótið vekur eftirtekt," sagði
Gísli Kristinn Lórenzson, formaður
mótsstjómar, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Enn sem komið er ráðum við vel
við þennan mikla ijölda og með litl-
um breytingum tel ég að við getum
haldið 700 manna mót. Hins vegar
er Lundarskóli þétt setinn, en það
er gististaður þess aðkomufólks
sem keppir á mótinu."
Mótið er styrkt af dönsku Andrés-
ar-útgáfunni og Skipadeild SÍS gef-
ur vegleg verðlaun. I svigi, stórs-
vigi og stökki fá sex efstu menn
verðlaun en í göngu þrír, þar sem
keppendur eru mun færri.
Nánar verður greint frá Andrésar
andar leikunum í blaðinu á þriðju-
daginn.
Morgunblaðið/Reynir Eiríksson
Elnn keppenda á Andrésar-leikunum, sem standa nú sem hæst á Akureyri,
undirbýr sig áður en hann heldur niður brautina.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Bein útsending
Amorgun klukkan 13.30 að íslenskum tíma'hefst úrslitaleikur
Arsenal og Luton í ensku deildarbikarkeppninni í knattspym-
unni. Bjami Felixson verður með beina útsendingu í sjónvarpinu frá
Wembley og byrjar hún klukkan 13.20. Fái ensk lið að taka þátt í
Evrópumótunum í haust, öðlast sigurvegarar leiksins þátttökurétt í
Evrópukeppni félagsliða.
Morgunblaðið/Júlíus
Keppendur í Víðavangshlaupi ÍR leggja af stað á sumardaginn fyrsta. Sigurvegarinn, Jóhann Ingibergsson er númer 56.
í fremstu röð, en annar frá vinstri í rauðri peysu er Már Hermannsson, UMFK, sem varð annar.
Eygði sigur allan tímann
- sagði Jóhann Ingibergsson, trésmiður úr Garðabæ,
eftirsigursinn í 73. víðavangshlaupi ÍR
„ÉG taldi mig eiga mikla mögu
leika á sigri, eygði hann allan
tímann. Eg réð hraðanum
lengst af en lét Má ekki sleppa
frá mér þegar hann tók foryst-
una og reyndi að hrista okkur
af sér undir lokin. Sigurinn var
ánægjulegur,11 sagði Jóhann
Ingibergsson FH eftir sigur
sinn íVíðavangshlaupi ÍR, hinu
73. í röðinni, á sumardaginn
fyrsta. Hann sigraði eftir
hörkukeppni við Keflvíkinginn
Má Hermannsson og Bessa
Jóhannesson, ÍR-ing í mikilli
framför. Jóhann og Már hiupu
síðustu 50 metrana hlið við
hlið eins og fætur toguðu en á
síðustu skrefunum komst Jó-
hann aðeins fram úr. FH-ingar
sigruðu í 3ja karla sveit og
Borgfirðingar í sveit 30 ára og
eldri, en ÍR-ingar unnu sveita-
keppni 5 og 10 manna, 3ja
kvenna sveit, 3ja meyja sveit
og 3ja sveina sveit.
Mér fínnst ég vera í betri
æfingu en nokkru sinni
aour og vonast til að bæta árangur
minn í langhlaupum, einkum 5 km
hlaupi, í sumar. í
hlaupinu skilaði
tveggja vikna æf-
ingadvöl í Portúgal
um páskana sér
mjög vel,“ sagði Jóhann. Hann er
nýr í hópi sigurvegara í hinu sögu-
fræga hlaupi, en þann flokk skipa
nú 37 hlauparar. KR-ingar hafa
oftast átt fyrsta mann í mark í
Víðavangshlaupi ÍR, eða 24 sinnum,
en ÍR-ingar 19 sinnum. Jóhann er
27 ára trésmiður úr Garðabæ, en
hefur keppt fyrir FH undanfarin
ár. Hann varð í öðru sæti í hlaupinu
í fyrra, fjórði í hitteðfyrra og níundi
árið 1985.
Ágúst
Ásgeirssort
skrífar
SPÁDU / L/Ð/N OG
SP/LADU MED
Hægt er að spá í leikina símleiðis og
greiða fyrirmeð kreditkorti.
Þessi þjónusta er veittalla föstudaga frá kl. 9:00
til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30.
Síminn er 688 322
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturínn þar sem þekking
margfaldar vinningslíkur.
Leiklr 23. april 1988 K
1 X 2
1 Charlton - Newcastle 2 Derby - Southampton 3 Oxford - Everton
4 Portsmouth - Norwich 5 O.P.R. - Sheffield Wed. 6 West Ham - Coventry
7 Wimbledon - Chelsea 8 Ipswich - Middlesbro 9 Leeds-Oldham
10 Manchester City - Bradford 11 Plymouth - Crystál Palace 12 Stoke - Swindon
Strax eftir rásmark röðuðu Már,
Bessi og Jóhann sér í fremstu sæti
og Daníel Smári Guðmundsson
USAH fylgdi þeim eftir nær allt
hlaupið. Már hafði forystu meðan
hlaupið var inni í Hljómskálagarðin-
um, en Jóhann réði ferðinni næstu
tvo kílómetrana. Þegar komið var
inn í Hljómskálagarðinn á ný, eftir
rangsælis hring um Vatnsmýrina,
greikkaði Már sporið. Um 200
metra frá markinu í Tjarnargötu
að sjá var hann með þriggja til fjög-
urra metra forskot á Jóhann og
Bessi var annað eins á eftir Jó-
hanni. Strax og komíð var inn í
Tjamargötu náði Jóhann Má. Hlupu
þeir eins og fætur toguðu síðustu
metrana og kom Jóhann hársbreidd
á undan í mark, sem áður segir.
„Eg hélt ég væri öruggur með sig-
ur þegar við vorum að koma inn í
Tjarnargötuna í lokin. Það hefði
óneitanlega verið skemmtilegra að
vinna en ég er ekki óánægður. Nú
sé ég betur hvar ég stend æfinga-
lega,“ sagði Már Hermannsson,
sem verið hefur einn bezti lang-
hlaupari landsins undanfarin ár.
Hann sigraði í hlaupinu í fyrra.
Bessi náði sínum langbezta árangri
í hlaupinu og Gunnlaugur Skúlason,
sem varð fimmti, hefur einnig tekið
miklum framförum, en hann hefur
æft með ÍR-ingum í vetur.
Fyrst kvenna í hlaupinu varð Marta
Emstsdóttir ÍR og er hún í það
góðri æfingu að hún varð númer
16 í mark, en allir keppendur eru
ræstir samtímis af stað. Hefur
Marta ekki látið barneignir aftra
sér frá hlaupum og virðist jafnvel
í betri æfingu en áður. Önnur varð
Fríða Rún Þórðardóttir UMFA og
þriðja Rakel Gylfadóttir FH.
Alls komu 88 hlauparar í mark, þar
af 20 af veikara kyninu. Elzti kepp-
andinn var Jón Guðlaugsson HSK
sem er á 62. ári. Hann hefur hlaup-
ið vel á þriðja tug víðavangshlaupa
ÍR. Sá yngsti til að leggja af stað
var 7 ára en þeiryngstu í mark á 11.
Athygli vakti góð þátttaka 12
heilsubótarskokkara af Seltjamar-
nesi í hlaupinu, sem kepptu undir
merkjum Trimmklúbbs Seltjamar-
ness (TKS). Þá kepptu tveir skokk-
arar í skokkfélagi slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli (SK). Auk þessa
kepptu 19ófélagsbundnirhlauparar
(Ófb).
IR-ingar voru aðsópsmiklir í sveita-
keppninni, unnu fimm bikara af
sjö, sem keppt var um. Keppt var
um bikara, sem Morgunblaðið gaf,
nema í tveimur yngstu flokkunum.
Keppt var um Rönning-bikarinn í
sveitakeppni sveina og um bikar
gefinn af Júlíusi Hafstein, formanni
Iþróttabandalags Reykjavíkur, í
meyjaflokki.
Hér á eftir fer röð keppenda í mark
í 73. Víðavangshlaupi ÍR:
1. Jóhann Ingibergsson FH.........13:28
2. Már Hermannsson UMFK...........13:28
3. Bessi Jóhannesson ÍR...........13:34
4. Daniel Guðmundsson USAH........13:41
5. Gunnlaugur Skúlason UMSS.......14:02
6. Frímann Hreinsson FH...........14:08
7. Ágúst Þorsteinnson UMSB........14:16
8. Steinn JóhannssonFH............14:19
9. Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR... 14:20
10. Kristján Skúli Ásgeirsson ÍR..14:32
11. Garðar Sigurðsson ÍR..........14:33
12. Sigmar Gunnarsson UMSB........14:45
13. Hafsteinn Óskarsson ÍR........14:47
14. Bjami Ingibergsson UMSB.......14:57
15. Guðni Einarsson USyS..........15:05
16. Marta Emstsdóttir IR..........15:06
17. Kári Þorsteinsson UMSB........15:44
18. Agnar Steinarsson IR..........15:51
19. Ingvar Garðarsson HSK.........16:06
20. Hörður Gunnarsson UMSB........16:30
21. ísleifur Karlsson UBK.........16:39
22. Friða Rún Þórðardóttir UMFA...16:51
23. Amaldur Gylfason lR...........16:53
24. Þorgeir Óskarsson IR..........16:55
25. Ólafur Friðrik Gunnarsson Ófb.17:03
26. Rakel Gylfadóttir FH..........17:07
27. Helgi B. Birgisson ÍR.........17:09
28. Ingvar Baldursson Ófb.........17:18
29. Gunnar Birgisson ÍR...........17:27
30. Bragi Viðarsson SR...........17:27
31. Magni BjömssonÓfb............17:27
32. Viðar Toreid Kárason SR......17:34
33. Benedikt Höskuldsson TKS.....17:35
34. Steinunn Jónsdóttir ÍR.......17:39
35. Andrés Siguijónsson ÍR.......17:39
36. BirgirÞ. Jóakimsson ÍR.......17:45
37. Jón Guðlaugsson HSK..........17:45
38. Sigurður Ásgeirsson TKS......17:46
39. Margrét Brynjólfsdóttir UMSB.17:55
40. Vöggur Magnússon Ófb.........18:13
41. Höskuldur E. Guðmannsson Ófb.... 18.22
42. Aron Haraldsson UBK..........18:25
43. Sigurjón Andrésson ÍR........18:48
44. Agnar Magnússon Ófb..........18:48
45. Stefán Þór Stefánsson ÍR.....18:57
46. Þorbjörg Jensdóttir ÍR.......19:02
47. Sigurður Bjömsson Ófb........19:07
48. Styrmir Sævarsson ÍR.........19:14
49. Ásgeir Rúnarsson Ófb.........19:25
50. Þorvaldur Kristjánsson Ófb...19:32
51. Jóhannes Þorgeir Emstsson TBR ..19:41
52. Sævar Magnússon UMSB.........19:51
53. AnnaMarfa Sigurðardóttir Ófb.19:51
54. Þorbergur Karlsson TKS.......19:64
55. FríðaBjamadóttirófb..........20:03
56. Einar Magnússon TKS..........20:12
57. Hilmar F. Thorarensen TKS....20:37
58. Hjalti Siguijónsson ÍR.......20:44
59. Ólafur Ó. Jósepsson ÍR.......20:58
60. Anton Sigurðsson ÍR..........21:02
61. Hjördls MagnúsdóttirTKS......21:08
62. Jóhann Hannesson ÍR..........21:28
63. Kristján Jóhannsson TKS......21:33
64. Sigurður Jónatansson Ófb.....21:33
65. Ólafur R. Ósvaldsson ÍR......21:54
66. Emst Hemmingsen TBR..........21:59
67. Amgerður Viðarsdóttir ÍR.....22:23
68. Margrét JónsdóttirTKS........22:31
69. Guðrún Einarsdóttir TKS......22:54
70. Al Fahland SK................23:06
71. Katrín Pálsdóttir TKS........23:09
72. Már Gunnarsson TKS...........23:23
73. GuðmundurÞorvaldsson ÍR......23:25
74. Ásdfs María Rúnarsdóttir Ófb.23:29
75. Guömundur Sigurðsson TKS.....23:30
76. Bergur P. Tryggvason ÍR......23:43
77. Elísabet Gunnarsdóttir ÍR....23:44
78. Karlotta Jóhannesdóttir Ófb..24:22
79. Magnús Pétursson ÍR..........25:16
80. Páll Guðmundsson ÍR..........25:16
81. Hákon Ólafsson ÍR............25:31
82. Karen EmstsdóttirÁ......;...26:38
83. Rakel Þorsteinsdóttir Ófb....27:06
84. Haraldur Stefánsson SK.......27:17
85. Gestur Baldursson Ófb........27:18
86. EyvörPála JóhannesdóttirÓfb..28:51
87. SvanhvítK. IngibergsdóttirÓfb. ...28:55
88. Baldur Garðarsson Ofb........32:40
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / VÍÐAVANGSHLAUP ÍR
SKÍÐI / ANDRÉSÖND
Fjölmennasta
skíðamótið
gengur vel í
blíðskaparveðri
á Akureyri