Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 19

Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 19 Brýnþörf samstöðu um stefnu og aðgerðir í byggðamálum eftir Vigfús B. Jónsson Byggðamál eru eitt þeirra mála, sem mjög hafa verið í umræðunni hérlendis á undanfömum árum, og ber þar hvað hæst áhyggjur manna af sífelldri efnahagslegri þenslu í Reykjavík og nágrenni og svo sam- drætti í byggðarlögunum úti um land, sem leiðir til minnkandi gengis þeirra á hinum ýmsu sviðum. Fjöldi fólks skilur, að það er lífsnauðsyn okkur íslendingum að nýta skyn- samlega öll lands- og sjávargæði, hvar sem þau er að finna, og að það verði best gert með því að veija byggðahringinn umhverfis landið eftir því sem við verður komið. Sama fólk skilur líka, að þjóðin getur ekki lifað sem borgríki við Faxaflóa og að fall byggðanna úti um land hlýt- ur að kippa vissum stoðum undan Reykjavík og nágrenni, því sam- dráttur og hrun í atvinnurekstri úti á landi getur þýtt það sama fyrir þjónustugreinamar í Reykjavík. Það þarf tæpast um það að deila, að til- vist landsbyggðar er meginforsenda þess, að þjóðin sé sjálfri sér nóg um sem flesta hluti. Slíkt hefur reyndar hingað til þótt lífsnauðsyn hverri þjóð, enda þótt ótrúlegur fjöldi manna hérlendis hafi oftrú á inn- flutningi í sem flestum greinum, þrátt fyrir stórhættulega skulda- söfnun okkar .erlendis. Áðumefnd þensla í Reykjavík og nágrenni hefur að sjálfsögðu orðið til að auka á lífskjaramisgengi og valdið því stór- alvarlega fyrirbæri, að fólk hefur misst trú á umhverfi sitt og horfíð úr heimahögum í þeirri trú, að betra sé að fjárfesta í steinsteypunni í Reykjavík, heldur en atvinnurekstri og rýmandi fasteignum úti á landi. Einnig hefur þessi þróun skapað óæskilega spennu á milli lands- byggðar og Reykjavíkursvæðisins, sem þróast getur í hættulega tog- streitu og átök, ef ekki verður að gert. Megin orsakavaldur þessarar þróunar er auðvitað sá, að alltof mikill hluti þess fjármagns, sem myndast í hinum ýmsu byggðum landsins, streymir á einn eða annan hátt til Reykjavíkur og nágrennis. Það sýnist því vera eitthvað athuga- vert við fjármagnsstýringuna og ekki að furða, þótt mörgum þyki sumt skjóta skökku við, t.d. að það skuli rísa verslunarhallir í Reykjavík uppá milljarða króna samtímis því, að hin lífsnauðsynlegu hafnarmann- „Það er útbreidd skoð- un víða um land, að því nær sem dragi Lækjar- torgi því óljósara sé fólki á hverju þjóðin lifi. Því verður það að kallast einkennilegt, að landsbyggðarfólk skuli sækja sér þingfulltrúa einmitt suður á Lækj- artorg. Hveiju, sem það veltir, þá sýnist nú reyndar eðlilegt, að landsby ggðarfólk manni eigin sæti á Al- þingi. I þvi sambandi verður mér svona rétt hugsað til þess, hvernig upplitið yrði á blessuðu fólkinu í henni Reykjavík, ef við lands- byggðarmenn færum að sækjast eftir þing- sætum þess. En það hefur ekkert að óttast, því slíkir bjartsýnis- menn erum við ekki og nóg um það.“ virki umhverfis landið líða mjög fyr- ir fjármagnsskort til viðhalds og umbóta. Þrátt fyrir allt þetta bendir fátt til þess, að taka eigi í taumana svo straumhvörfum valdi, nema þá að síður sé að sumu leyti. Sveitarfé- lög úti um land telja sig hart leikin af ríkisvaldinu, lögboðin fjárframlög til hinna ýmsu greina skila sér illa og söluskattur hefur verið lagður á innlend matvæli. Allt þetta er lands- byggðinni mjög í óhag og sérstak- lega verður að telja álagningu sölu- skattsins hið mesta óhappaverk einkum í sambandi við landbúnað- inn. Auðvitað er það mál út af fyrir sig, sem ekki verður rætt hér nán- ar, en vert er þó að geta þess, að svartur markaður er þegar tekinn að blómstra í skjóli söluskattsins, svo gæfulegt, sem það er. Óneitanlega fékk það mörgum bjartsýni, að um síðustu alþingis- kosningar bar fátt meira á góma, en byggðamál og helst svo að sjá, að meginhluti frambjóðenda væru nokkurs konar byggðarhetjur albún- ar til stórátaka. Það olli því von- brigðum að strax eftir kosningar dofnaði eldmóðurinn hjá flestum og byggðamálin féllu í skuggann, enda sígur nú víða á ógæfuhlið og þess skulu menn minnast, að léttara er að koma í veg fyrir hvers konar þróun, heldur en að stöðva hana. Nú er þaö íj'arri mér að kenna stjóm- málamönnum um allt, sem aflaga fer, enda ráða þeir ekki öllu í þessu landi. Hins vegar er ábyrgð þeirra mikill og ekki er mér grunlaust um, að sumir í þeim hópi hafi visst van- mat á gildi landsbyggðarinnar og þeirri verðmætasköpun, sem þar fer fram, að ógleymdu því menningar- hlutverki, sem þær gegna, því að sjálfsögðu liggja rætur íslenskrar menningar um allar byggðir lands- ins. Það er útbreidd skoðun víða um land, að því nær sem dragi Lækjart- orgi því óljósara sé fólki á hveiju þjóðin lifí. Því verður það að kallast einkennilegt, að landsbyggðarfólk skuli sækja sér þingfulltrúa einmitt suður á Lækjartorg. Hveiju, sem það veltir, þá sýnist nú reyndar eðlilegt, að landsbyggðarfólk manni eigin sæti á Alþingi. f því sambandi verð- ur mér svona rétt hugsað til þess, hvemig upplitið yrði á blessuðu fólk- inu í henni Reykjavík, ef við lands- byggðarmenn færum að sækjast eft- ir þingsætum þess. En það hefur ekkert að óttast, því slíkir bjartsýnis- menn emm við ekki og nóg um það. Orð em til alls fyrst að sagt er og því held ég, að nauðsynlegt sé að líta á byggðamálin frá ofurlítið öðm sjónarhomi, en stundum er gert, og færa umræðuna um þau á hærra plan, en verið hefur. Sannleik- urinn er sá að vandi landsbyggðar- innar hefur um of verið einangraður við einstakar byggðir, sem bjargað er fyrir hom, en aftur á móti skort víðtækar aðgerðir, sem koma þeim öllum til góða og styrkja undirstöður þeirra. Þá hefur umræðan um þessi mál ekki alltaf verið sem skyldi. Hún hefur í mörgu falli verið um of bland- in ásökunum, skilningsleysi, tilfínn- ingum og menn jafnvel slegið um sig með slagorðum á borð við það, að tvær þjóðir séu orðnar í landinu. En auðvitað er bara ein þjóð í þessu landi og umrædd vandamál að sjálf- sögðu vandamál hennar allrar, en ekki bara hluta hennar. Allavega hefur téð umræða ekki náð því marki að skapa þá samstöðu í byggðamál- um, sem telja verður nauðsynlegan undanfara þess, að þau leysist far- sællega. Vart verður um það deilt að sanngirni og skilningur séu meg- in forsendur mannlegra samskipta og einmitt í þeim anda verður að ræða og leysa byggðamálin. Verði það ekki gert, þá er fullkomin hætta á því að hið versta gerist, sem sé það, að brátt dragi til aukinnar Kleppjámsreykjum. Aðalfundur Sölufélags garð- yrkjumanna var haldinn föstu- daginn 22. april síðastliðinn. Að- almálefni fundarins að þessu sinni voru markaðsmál og hinn nýi grænmetismarkaður, sem settur var á stofn í vor svo og nýálagður söluskattur á græn- meti. Nú er fengin nokkur reynsla af markaðnum. Hafa uppboðin gengið vel, en verð á agúrkum er þó í krónutölu sama og fyrir ári síðan. Það vill segja að nýálagður sölu- skattur dæmist á framleiðendur al- farið. Kom fram sú krafa framleið- enda að hluti af söluskattinum verði endurgreiddur. Annars væri hætta á því að þannig fari fyrir garðyrkj- unni, að leitað verði til sexmanna- nefndar um verðlagningu á græn- meti og mismunur verði fenginn sem niðurgreiðslur. Það er ekki ósk framleiðenda að svo fari. Nokkuð eru skiptar skoðanir um sölulaun, sem framleiðendur greiða afurðadeildinni. Inni í þeirri greiðslu er auglýsinga- og markaðskostnað- Vigfús B. Jónsson spennu og átaka milli landsbyggðar og Reykjavíkursvæðisins. Hitt er svo víst að byggðamálin verða ekki leyst með einhvers konar patentlausn eða pennastriki. Þau krefjast aðgerða, sem byggjast á víðtækri samstöðu allrar þjóðarinnar. Reynumst við ís- lendingar ekki menn til að ná slíkri samstöðu, þá tel ég sjálfstæði okkar teflt í tvísýnu. Höfundur er hreppsijóri og bóndi á Laxamýri í S-Þing. Nú á næstu vikum mun söludeild Sölufélagsins flytja að Höfðabakka 9 og mun við það fara fram nokkur endurskipulagning á söludéildinni. Leysir þetta nokkum vanda afurða- deildarinnar sem hefur verið í þröngum húsakosti. • Nokkur bið- staða er í nýbyggingarmálum eins og er og er málið í afgfreiðslu hjá umhverfísmálaráði Reykjavíkur- borgar. Nokkur endurskipulagning fer fram á verslun Sölufélagsins. I ráði mun vera að auka vöruframboð fyrir garðeigendur og auka þjón- ustu við garðyrkjubændur og hefur Armann Eiríksson verið ráðinn til að annast þjónustu við garðyrkju- bændur. Söludeild Sölufélagsins mun fara út í framleiðslu á hrásal- ati í einhveijum mæli. Nýkjörna stjóm Sölufélags garð- yrkjumanna skipa Öm Einarsson, Rúnar Baldursson, Ólafur Stefáns- son, Bergþór Úlfarsson og Georg Ottósson. Framkvæmdastjóri er Hrafn Sigurðsson og markaðsstjóri er Kristján Benediktsson. Bernhard Aðalfundur Sölufélags garðyrkjumanna: Söluskatturinn dæm- ist á framleiðendur ur. Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg fjár festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu innan ákveðins tíma. Sé greiðsla fýrir gjaldfallin Bankabréf ekki sótt strax, bera þau almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið- skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa- deildum í útibúum bankans um land allt. KÚ Landsbanki Mk Islands MÉÉ. ÉM Banki allra landsmanna . i n ! fo&icmi £v.^>vlitfl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.