Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
21
Þing Málm og skipasmíðasambandsins:
Fræðslu og öryggismál
viðfangsefni þingsins
Tveggja ára stórátaki í vinnuverndarmálum hrundið af stað
FRAMTÍÐ í málmiðnaði var yfir-
skrift 13. þings Máhn og skig-
asmíðasambands íslands (MSÍ)
sem lauk í gistihúsinu við Sigtún
á þriðjudag. A þinginu voru
fræðslumál og starfsaðstæður
málmiðnaðarmanna efst á baugi.
í umræðum um ályktanir þings-
ins siðasta fundardaginn kom
fram að málmiðnaðarmenn telja
greinina i mikilli kreppu, jafnvel
þeirri alvarlegustu frá upphafi.
Skýringanna sé að leita í erfiðri
samkeppnisstöðu fyrirtækjanna,
flótta ungs fólks úr greininni,
lélegum kjörum og aðbúnaði.
Málmiðnaðarmenn líta á það sem
höfuðverkefni sitt að bæta verk-
þekkingu og taka ríkan þátt í
skipulagi og þróun fyrirtækj-
anna.
Til þess að ná þeim markmiðum
sem sett voru fram í ályktun þings-
ins um atvinnumál telja málmiðnað-
armenn að stjómendur fyrirtækj-
ann og ráðamenn þjóðarinnar þurfi
að breyta viðhorfum sínum.
Tryggja þurfi sömu fyrirgreiðslu til
útgerðar vegna nýsmíði, breytinga
og viðgerða hvort sem verk sé unn-
ið hérlendis eða erlendis.
Ferðaskrif
stofa opnuðí
Hveragerði
Hveragerði.
FERÐASKRIFSTOFA hefur ver-
ið opnuð í Hveragerði. Er hún
tii húsa í nýbyggðu verslunar-
húsi að Breiðumörk 10. Eigandi
hennar er Valgarð Runólfsson
sem i áraraðir hefur verið skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Hvera-
gerðis.
Aðspurður sagðist Valgarð
mundi bjóða ferðir innanlands og
utan. Hann hefði tekið að sér um-
boð fyrir Flugleiðir og bflaleigu,
Utsýn og Faranda og gæti einnig
boðið upp á ferðatryggingar.
Þá mun hann veita upplýsingar
fyrir ferðamenn og er sú þjónusta
kostuð af Hveragerðisbæ.
Kvaðst Valgarð vona að Hver-
gerðingar og aðrir notfærðu sér
þessa nærtæku þjónustu.
Skrifstofustúlka hefur verið ráð-
in Bryndís Forberg.
— Sigrún
Þá gagmýndu þingfulltrúar skip-
asmíðastöðvar fyrir að senda heldur
verkefni úr landi en að skipta við
keppinauta sína innanlands. „Fyrir-
tæki þurfa að hafa samvinnu sín á
milli til að dreifa áhættu og gætta
eðlilegrar hagræðingar og sérhæf-
ingar," segir orðrétt í plagginu.
Fræðslumál voru í brennidepli á
þinginu. Var m.a. fjallað um endur-
menntunarsjóð málmiðnaðarmanna
sem stofnaður var með samkomu-
lagi MSÍ og Sambands málm og
skipasmíðastöðva síðastliðið sumar.
„Þörfm fyrir endurmenntun hefur
aldrei verið brýnni en nú...Þær
greinar sem ekki leggja neitt af
mörkum til endurmenntunar munu
standa frammi fyrir því að fá hvorki
hæfa starfskrafta úr röðum þess
fólks sem kemur inn á vinnumark-
aðinn né eiga þess kost að endur-
þjálfa fólk til nýrra starfa innan
viðkomandi greina," segir í ályktun
um þessi mál.
Þingið lagði áherslu á að endur-
menntun færi fram á landsbyggð-
inni þegar því yrði við komið. Á
höfuðborgarsvæðinu væru fjórir
skólar sem biðu upp á menntun í
iðngreininni en Vestfírðingar og
Austfirðingar hefðu enga aðstöðu
fyrir slíka kennslu.
Þingfulltúar telja mörgu ábóta-
vant í öryggismálum málmiðnaðar-
manna. Gagnrýni þeirra beinist
jafnt að vinnuveitendum, ríkisvald-
inu og starfsmönnunum sjálfum.
Tillögur þingsins gera ráð fyrir
að hafíð verði tveggja ára stórátak
í öryggis og vinnuvemdarmálum
málmiðnaðarmanna og liggji niður-
staða þess fyrir á þingi MSÍ árið
1990. I þessu skyni vilja þeir ráða
sérstakan starfsmann sem njóti
launa frá Vinnueftirliti ríkisins til
þess að sinna vinnuvemdarmálum.
Þá er þeim tilmælum beint til aðild-
arfélaga sambandsins að virkja
öryggistrúnaðarmenn á vinnustöðv-
um. Félögin leggji jafnramt fram
skýrsla um aðbúnað tvisvar á ári.
Málm og skipasmíðasamband Is-
lands var stofnað árið 1964. Guðjón
Jónsson sem gengdi varafor-
mennsku í sambandinu frá stofnun
þess til ársins 1976 og formennsku
frá þeim tíma gaf ekki kost á sér
til endurkjörs að þessu sinni. Við
embætti hans tók Öm Friðriksson.
Varaformaður var kosinn Guð-
mundur Hilmarsson en aðrir í stjórn
em Hákon Hákonarsson, Óskar
Amórsson og Einar Gunnarsson.
Meðstjómendur em Jóhann Sævar
Kristbergsson, Guðmundur S.M.
Jónasson, Rúnar Bogason og Har-
aldur Guðmundsson.
„Framtíð greinarinnar bygg-
ist á menntun og fræðslu“
- segir Guðjón Jónsson fráfarandi formaður
Málm og skipasmíðasambands íslands_____
ÞINGI Májm og skipasmíða-
sambands Islands lauk í gisti-
húsinu við Sigtún á þriðjudag.
Við stjórnarkjör gær tók Öm
Friðriksson við formennsku i
sambandinu af Guðjóni Jóns-
syni sem gengt hefur starfinu
um 12 ára skeið og gaf ekki
kost á sér.
„Framtíð þessarar iðngreinar
byggist fyrst og fremst á menntun
og fræðslu. Þeir sem ráða yfír
þekkingu og hæfni geta selt vinnu
sína,“ sagði Guðjón Jónsson í
samtali við Morgunblaðið við lok
þingsins. „Það er staðrejmd að
ungir menn fást ekki til vinnu í
þessari grein, því þetta em
tvímælalaust með óþrifalegri og
vandasamari störfum. Á meðan
við getum ekki boðið upp á betri
starfsskilyrði og hærri laun verður
ekki spomað við þessasri þróun.
Ég lít á það sem eitt brýnasta
verkefni okkar að ná greininni upp
úr þessu óþrifaástandi."
„Að sjálfsögðu em næg verk-
efni og atvinna forsenda þess að
einhverjar breytingar verði á
starfsskilyrðum í greininni. Fyrir-
tæki sem í raun hanga á horri-
minni og em í hálfum rekstri em
þess vart megnug að koma til
móts við kröfur okkar um betri
aðbúnað," sagði Guðjón en þing-
fulltrúar fjölluðu nokkuð um erfíð-
leika skipasmíðaiðnaðaríns.
„Skipasmíðir og viðgerðir em
viðamestu verkefni félagsmanna
og því ekki að ósekju að samband-
ið taki á þessum vanda. Því miður
virðist stefna stjórnmálamanna
vera sú að láta þessi verkefni úr
landi. Við höfum ásamt eigendum
fyrirtækjanna kvartað aftur og
aftur yfír því ósamræmi sem ríkir
varðandi bankaábýrgðir. Þegar
viðgerðir em unnar erlendis fæst
bankaábyrgð samstundis, en lána-
fyrirgreiðsla er minni ef verkefnið
er unnið innanalands," sagði Guð-
jón.
wm
Guðjón Jónsson
„Nú er talið að íslendingar
muni greiða 3 milljarða króna
fyrir viðgerðir á skipum erlendis
á þessu ári. Ef menn em að
kveinka sér undan 15 milljarða
viðskiptahalla ætti þessi skerfur
að koma fyrst til athugunar."
Guðjón sagði einnig fráleitt að
skipasmíðastöðvar létu sjálfar
hluta verkefna úr landi í stað
þess að leita til aðila innanlands,
eins og raun væri á í nokkmm
tilvikum.
Samningar félagsmanna hafa
verið lausir síðan um áramót og
að sögn Guðjóns er það efst á
baugi í kjaramálum að færa taxta
að greiddu kaupi. Það væri óeðli-
legt að kaup gmndvallaðist á per-
•sónulegu samkomulagi starfs-
manna við vinnuveitendur sína.
„Við höfum til þessa ekki viljað
blanda okkur í þessa samninga-
gerð heldur bíða og sjá hvemig
þessari hrinu ljúki. Sambandið
mun taka að sér samningagerð
fyrir aðildarfélögin eins og áður.
Við höfum ekki sett fram eina
ákveðna kröfu um prósentur og
er ekki ljóst hvaða aðferð myndi
henta best til að færa taxtana að
greiddu kaupi. Þar koma til at-
hugunar starfsaldurshækkanir,
hækkanir á gmnnkaupi og sér-
greiðslur," sagði Guðjón Jónsson.
OTENJULEQ UTSALA
FYRIR VANDLÁTA
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI ,
Eggert feldskeri rýmir til fyrir
nýjum vöru:
M
Útsalan hjá okknr stendnr til 30. apríl.
Eggert býðnr loðfeldi og leðnrvörnr
á lækknðn verði, til þess að liægt sé
að rýma til fyTir nýjum vörnm.
Þetta er einstakt tækifæri. Eggert feldskeri
efnir ekki til útsöln á liverjn ári,
svo að nú getnr þú vafalaust fnndið
eittiivað vlð þitt liæfi.
s
Uf
>
EGGERT
feldskiri
Efst á Skólavörðustígnum,
sími 11121.
SEM SAGT: OVENJULEG UTSALA FYRIR VANDLATA