Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
25
Viltu sparifé þínu
einfalda og örugga
óvöxtunarleiÖ sem
tryggir þér allt að
8.5% raunávöxtun?
Hefðbundin spariskírteini með
7,2% ársvöxtum. Binditíminn er 6
ár en lánstíminn allt að 10 ár. Að
binditíma liðnum eru bréfin inn-
leysanleg af þinni hálfu og er ríkis-
sjóði einnig heimilt að segja þeim
upp. Segi hvorugur skírteinunum
upp bera þau áfram 7,2% ársvexti
út lánstímann, sem getur lengst
orðið 10 ár.
Með spariskírteinum ríkissjóðs get-
ur þú á einfaldan og öruggan hátt
ávaxtað sparifé þitt með allt að
8,5% ársvöxtum. Að auki eru spari-
skírteini ríkissjóðs að fullu
verðtryggð. Ríkissjóður býður nú
til sölu þrjá flokka verðtryggðra
spariskírteina.
1. Söfnunarskírteini sem greiðast eftir
2 ár með 8,5% ársvöxtum.
2« Söfnunarskírteini sem greiðast eftir
3 ár með 8,5%
ársvöxtum.
Pú tekur enga áhættu
meÖ sparifé þitt ef
þú fjárfestir í spari-
skírteinum ríkissjóðs
Spariskírteini ríkissjóðs eru
eitt öruggasta sparnaðarformið
sem völ er á í dag. Að baki
þeim stendur öll
þjóðin og ríkissjóður tryggir fulla
endurgreiðslu á gjalddaga. Slíkt
öryggi býður enginn annar en ríkis-
sjóður.
Spariskírteini ríkis-
sjóÖs eru tekju- og
eignaskattsfrjáls
Eins og sparifé í bönkum eru spari-
skírteini ríkissjóðs tekju- og eigna-
skattsfrjáls. Þau eru innlent lánsfé
og draga því úr erlendri skuldasöfn-
un, sem gerir þau að enn betri fjár-
festingu.
Þótt lánstími spariskírteinanna sé
ekki liðinn er almennt hægt að selja
þau í gegnum Verðbréfaþing
íslands. Þannig getur þú losað fé
þitt með stuttum fyrirvara.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
l.'fl.D 2 ár 8,5% 1. feb '90
l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb '91
1. fl. A 6/10 Ar 7,2% 1. feb '94-’98
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðia-
banka íslands og hjá löggiltum
verðbréfasölum, sem m.a. eru við-
skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir,
pósthús um land alit og aðrir verð-
bréfamiðlarar. Einnig er hægt að
panta skírteinin með því að hringja
í Seðlabankann í síma 91-699863,
greiða með C-gíróseðli og fá þau
síðan send í ábyrgðarpósti.
Spariskírteini ríkissjóðs eru verðtryggð og bera aukpess háa vexti
■" i jó-ið'íiíiflbfaEV ðjn áj'Tm3>:a.6i»6,vi9é Viiriil c r LI f t «4 j í*9 1 uíjíííb
RIKISSJOÐUR ISLANDS
iw Ki'iiiiiíqniiV: