Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 26
26___________MORGUNBLAÐIÐ,. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988_ Að sækja vatnið yfír lækimi eftirÁrna Björnsson Það er viturra manna siður, þá þeir verða ráðþrota, að leita sér ráðgjafar. Þennan sið ætlar fjár- málaráðherra vor augsýnilega að halda er hann horfír ráðþrota á það, að stjómendur Landakotsspít- ala hafa eytt miklu meira í rekstur spítalans en þeim var skammtað af fjármálaráðuneytinu eftir ráð- leggingum Hagsýslustofnunar og svo þá skelfílegu staðreynd að hvert mannsbam á Akureyri étur lyf fyr- ir sjö þúsund krónur á ári. Er nema von að manninum blöskri? Að fjármálaráðherra hafí áhyggj- ur af útgjöldum til rekstrar ríkis- bákninu er eðlilegt, en þegar talað er um að fá erlenda ráðgjafa og endurskoða heila málaflokka, virð- ist eðlilegt að frumkvæði að slíkri skoðun komi frá þeim ráðherra sem málaflokkurinn heyrir undir, eða hvers vegna kemur ekki heilbrigðis- ráðherra fram með svona hugmynd? Hann er þó að stjóma heilbrigðis- kerfínu. Finnst honum allt vera í lagi og sér ekki ástæðu til þess að leita ráða, eða er þetta kannski ein af uppákomum í þessari rikisstjóm, þar sem einstakir ráðherrar virðast telja það skyldu sína að hlaupa í fjölmiðla með hvað eina sem þeim dettur í hug án þess að hafa ráðg- ast um það áður við samstarfs.menn sína? Ekki leyfí ég mér að efast um það eitt augnablik, að fjármálaráð- herranum gangi nema gott eitt til. Honum hlýtur að blöskra, hve mik- ið heilbrigðisþjónustan kostar, ekki síst með tilliti til þess, að við íslend- ingar emm ein heilsubesta þjóð í heimi. Það verður laglegt árið 2000 þegar allir em orðnir heilbrigðir. Svo er ekki einu sinni víst að hin góða heilsa okkar íslendinga sé dýra heilbrigðiskerfínu að þakka, heldur því, að við étum mikið af físki, öndum að okkur tiltölulega hreinu lofti, a.m.k. utan Reykjavík- ur, drekkum gott vatn og búum í sæmilegustu húsum. Ráðherrann skilur að vonum ekki hvað hér er á seyði og því verður honum sem vitmm manni að leita hollra ráða. Þau ráð hyggst hann sækja um langan veg eða alla leið ril Banda- rílq'a Norður-Ameríku. Um það má spyija, hvort þar sé bestra ráða að leita því þar er heilbrigðisþjónustan ennþá dýrari en hér á landi, en heilsufar mun verra mælt á þá mælikvarða sem heilbrigði þjóða almennt er mælt á, t.d. ungbama- dauða og meðalaldur. Væri ekki eðlilegra að leita til þjóða, sem hafa ódýrari heilbrigðisþjónustu og sam- bærilegt eða betra heilsufar miðað við þá mælikvarða sem að framan em nefndir og mundu Japanir þá sennilega verða fyrir valinu. En þurfum við erlend ráð, og er líklegt að þau komi okkur að gagni? Sá sem þetta ritar, hefur átt þess kost í löngu starfí í heilbrigðiskerfinu að vinna með og hafa samskipti við útlendinga, sem hingað hafa verið FÉLAGI fyrrverandi sóknar- presta ' hefur borist framlag, 250.000 krónur, úr Stofnunar- sjóði Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar. Gísli Sigurbjöms- son forstjóri afhenti stjórn Fé- lags fyrrverandi sóknarpresta þetta fé í formi gjafabréfs, en það var í tilefni 65 ára afmælis Grundar og 35 ára afmælis Dval- arheimilisins í Ási í Hveragerði, eru það til samans 100 starfsár. Jafnframt sé þess minnst á þess- kallaðir til ráðgjafar. Þetta hafa verið hinir mætustu menn og oft hafa ráð þeirra verið höfð til hlið- sjónar við ákvarðanatökur, einkum ef um hefur verið að ræða sérhæfð verkefni. Oftar hafa þó ráðin ekki nýst sem skyldi vegna þess að for- sendur þær sem ráðgjífamir hafa gengið út frá em allt aðrar en þær sem við búum við hér. Af sjónarhóli útlendinga, sér- staklega frá margmilljónaþjóðum, er nefnilega ekkert vit í því að reka hér sjálfstætt þjóðfélag, hvað þá að þetta þjóðfélag þjóni þegnum sínum eins vel eða betur en þau sem bæði em stærri og ríkari. Engin þjóð í víðri veröld af svipaðri stærð og við, og þær em ekki margar, heldur uppi heilbrigðisþjónustu á borð við okkar. Við reynum stundum að bera okkur saman við einingar með svip- aðan fólksfjölda, t.d. lén í Svíþjóð, en þau era hluti af stórri ríkisheild og sækja því ákveðna þætti heil- brigðisþjónustunnar út fyrir landa- mæri sín, þar sem sú þjónusta hef- ur verið byggð upp sameiginlega fyrir nokkur lén, eða jafnvel allt landið. Við íslendingar höfum frá upp- hafí miðað okkar heilbrigðisþjón- ustu við það að vera sjálfum okkur nógir í flestu. Sú stefna helgast af legu landsins og tungumáli sem við einir tölum. Segja má með nokkmm sanni, að með bættum samgöngum og bættri málakunnáttu þjóðarinnar ætti að taka þessa stefnu til endur- skoðunar og viðra þá hugmynd að gera verktakasamninga við heil- brigðisstofnanir í nágrannalöndum um að veita okkur þjónustu í vissum greinum læknisfræði, þar sem efni- viður er tæplega nægur til að þeir sem þjónustuna eiga að veita fái nægilega þjálfun. Ég er þó ekki viss um að menn yrðu almennt ánægðir með að flytja út sjúklinga í enn meira mæli en við nú geram og svo er ekki endilega víst að sum af löndunum sem næst okkur liggja séu aflögufær um þá þjónustu sem við þyrftum á að halda. Utanferðir sjúklinga kosta líka mikið þegar allt er reiknað. Því er ekki endilega víst að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna í heild mundi minnka að mun þó við legðum í spamaðarskyni niður þjónustu í ákveðnum sérgreinum læknisfræð- innar og settum traust okkar á út- lendinga, fyrir nú utan það að ör- yggi slíkrar þjónustu gæti verið fallvalt. í því virðist fólgin nokkur þversögn, að bætt heilsufar skuli ekki sjálfkrafa stuðla að lækkun á kostnaði við heilbrigðisþjónustuna. Þegar betur er að gáð liggur það í augum uppi. Hluti af betra heilsu- fari er lenging á meðalaldri, og eft- ir því sem æviárin verða fleiri em meiri líkur til að einstaklingurinn fái sjúkdóma sem þarfnast læknis- hjálpar til að gera lífsframlenging- una þess virði að lifa hana. Við bætt heilsufar og betri efna- hag breytast kröfur til heilbrigðis- þjónustunnar og sú áherslubreyting um tímamótum, að Félag fyrrver- andi sóknarpresta hafí haldið mess- ur á Gmnd, sem ljúft og skylt sé að þakka. En þessi tengsl em mik- ils virði öldmðu fólki er ber vinar- hug til sinna gömlu sóknarpresta. Þess er óskað að stofnaður verði Starfssjóður fyrrverandi sóknar- presta með cfangreindu framlagi og haldi verði Minningar og heið- ursgjafabók félagsins. (Ur fréttatilkynningu) er ekki endilega til þess fallin að minnka kostnað. Þróun í tækjabúnaði, bæði til aðgerða og rannsókna, hefur aukið kostnað og af því að fólkið vill fá og er vant að fá góða þjónustu, viljum við, sem þá þjónustu veitum, eiga þess kost að beita fullkomn- ustu tækni til að uppfylla þær kröf- ur. Þá komum við aftur að stærð eða réttara sagt smæð þjóðfélags- ins, því mörg hinna fullkomnu lækningatækja geta afkastað mun meira en þörf er fyrir í svo litlu þjóðfélagi og sama má raunar segja um þjónustuna í hinum svokölluðu þrengri sérgreinum læknisfræðinn- ar. Teljist hún viðunandi eða góð, verður að vera hægt að veita hana stöðugt, það þýðir að hún verður að vera í höndum fleiri en eins ein- staklings, þó verkefnin séu í sjálfu sér einungis eins manns verk. Þrátt fyrir þetta er íslensk heil- brigðisþjónusta ekki dýrari en í löndum sem við bemm okkur oftast saman við, þ.e.a.s. Norðurlöndin. Hvað með heilsugæsluna, hina fyrirbyggjandi læknisfræði? Getum við ekki fyrirbyggt þá sjúkdóma, sem kosta okkur mest í dag, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og fleira? Því miður verður að svara þess- ari spumingu neitandi, þó við þekkj- um ákveðna áhættuþætti, eigum við ennþá langt í land með að skilja eðli og orsakir sjúkdómanna, hvað þá að fyrirbyggja þá, og meðan svo er verðum við að beita dýrri tækni við lækningar og rannsóknir. Tækist okkur hinsvegar að fyrir- byggja þá sjúkdóma sem fylgja ell- inni, mundi sérhver einstaklingur endanlega þurfa á félagslegri að- stoð að halda í einhverri mynd. Loks megum við ekki gleyma því, að heilbrigðisþjónustan verður að vera þess megnug að bregðast við óvæntum hlutum og nægir að minna á alnæmi í því sambandi. Sérhver þjóð verður því að halda uppi heilbrigðiskerfí, sem í flestum tilvikum er sérstakt fyrir hana, og kostnaður við það ræðst af efnahag þjóðarinnar og kröfunum, sem hún gerir til kerfísins. Þegar við ræðum um íslenska heilbrigðisþjónustu og hvað hún kostar, er nauðsynlegt að skoða hana í ljósi þeirra þjóð- félagshátta sem við búum við og höfum búið við undanfarin ár. Það sem einkennir þjóðfélagið fyrst og fremst er offjárfesting og óstjóm, alls staðar í öllum myndum, og er heilbrigðisþjónustan þar ekki und- anskilin. Það væri í sjálfu sér verðugt rannsóknareftii að leita orsaka þessa þjóðarsjúkdóms, en það er utan við ramma þessarar ritsmíðar. Sú staðreynd er hinsvegar ljós, að þeim sem þjóðin hefur kjörið til að stjóma fjármálum þjóðarinnar, hef- Arni Björnsson „Um allt land má sjá sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar, sem eru allt of stórar miðað við þann fólksfjölda, sem þær eiga að þjóna, og í ýmsum greinum sem tengjast læknisfræði og verið er að byggja yfir er byggt yfir þarf ir miklu stærra þjóðfé- lags.“ ur mistekist svo gjörsamlega að eftir eitthvert mesta góðæri í sög- unni þjáist þjóðin af verðbólgu, sem virðist illlæknanlegri en versta krabbamein og marar í botnlausu skuldafeni. Svo þegar spyma á við fótum er gripið til smáskammtalækninga, sem em í því fólgnar að leggja á matarskatta og skerða framlög til menningar, svo sem mennta- og heilbrigðismála, „en böllin (s.s. bíla- kaup, sólarlandaferðir, verslunar- hallir og opinberar pjattbyggingar) verða að kontinuerast". Þjóðarsjúkdómurinn á sinn þátt í kostnaðinum við heilbrigðisþjón- ustuna. Um allt land má sjá sjúkra- hús og heilsugæslustöðvar, sem em allt of stórar miðað við þann fólks- fjölda, sem þær eiga að þjóna, og í ýmsum greinum sem tengjast læknisfræði og verið er að byggja yfír er byggt yfír þarfir miklu stærra þjóðfélags. Þessi mikla fjárfesting hefur ekki ennþá a.m.k. skilað sér í bættu heilsufari, en hún hefur leitt af sér ýmsar aðrar greinar læknisfræði jafn þarfar, hafa ekki getað haldið í horfínu. Það er afar erfítt að gera hag- kvæmnisútreikninga í heilbrigðis- kerfinu og því veit enginn í raun og vem hvar kostnaðarmörkin em. Við íslendingar höfum ekki eytt óeðlilega miklu fé í heilbrigðisþjón- ustu ef á heildina er litið, hins veg- ar hefur fjármagninu ekki alltaf verið stýrt rétt. Höfuðástæðan er rangar stjóm- unaraðferðir. Bygging, dreifíng og stærð mannvirkja hefur oft ráðist af kröfum sem byggst hafa á því að mannvirkin em borguð að mest- um hluta úr sameiginlegum sjóðum. Slíkt hlýtur að freista til að byggja of stórt. Þegar mannvirkin em svo loksins fullgerð og tilbúin til notk- unar, kemur í ljós, að rekstrarkostn- aðurinn, sem sveitarfélögin sjálf eiga að bera mestan hluta af, er allt of hár miðað við hlutverkið. Miðstýring er ljótt orð, en það má miðstýra á margan hátt. í fyrsta lagi þarf að gera heilbrigðisáætlun, sem byggist á raunhæfu mati á þörf en stefnir ekki á útopíu. í öðm lagi þarf að skipta heil- brigðiskerfinu í einingar, þar sem hverri einingu er úthlutað ákveðnu verkefni. Stærð eininganna sé látin ráðast af fólksfjölda og landfræði- legum aðstæðum, svo og verkefni þau sem hverri einingu era ætluð, allt frá frumheilsugæslu upp í sér- hæfðustu lækningarannsóknir og aðgerðir. Til þess að leysa þessi verkefni af hendi fái hver eining fasta fjár- veitingu sem er nögu há til að veita góða þjónustu, en stjómendur ein- ingarinnar hafi fijálsar hendur til að ráðstafa fénu, sem þeir hafa til umráða, og bera á því ábyrgð að það nýtist sem best. Eðlilegast er að sveitarfélögin reki og fiármagni einingamar, þar sem hin minna sérhæfða læknis- þjónusta er veitt, enda sé þeim gert það kleift af hálfu ríkisvaldsins. Stærstu og sérhæfðustu einingar þ.e.a.s. stóm sjúkrahúsin, sem veita þjónustu á landsvísu, verði áfram rekin af ríkinu undir eftirliti, sem fyrst og fremst miðar að því að koma í veg fyrir fjölföldun á dýmm tækjabúnaði og sérhæfðri þjónustu. Fjárframlög til sjúkrahúsanna miðist við þau verkefni, sem þeim er ætlað að sinna, en stjómendur stofnananna hafi frjálsar hendur um skiptingu fjárins innan stofnun- ar, en beri jafnframt ábyrgð á því að halda útgjöldum innan fjárveit- ingar. Tekið sé upp gæðamat á þjónustu eftir nánar tilteknum regl- um, en höfuðáhersla þó lögð á innra gæðamat hverrar einingar. Á ein- hvem þann hátt sem hér hefur ver- ið lýst held ég að byggja mætti inn í heilbrigðiskerfíð hvata til bættrar þjónustu og um leið fjárhagslegs aðhalds. Góð heilbrigðisþjónusta er dýr og ekki annað fyrirsjáanlegt en að hún verði dýr áfram. Reynsl- an er sú, að með batnandi lífskjör- um aukast kröfumar til heilbrigðis- þjónustunnar (sjá mynd) og er það raunar í samræmi við kröfur til annarra lífsgæða. Því held ég að á meðan lífsgæðakapphlaupið heldur áfram, fylgi heilbrigðisþjónustan í kjölfarið. Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu verður því ekki minnkaður, nema á kostnað þjónustunnar, en áherslupunktunum má breyta og þeir munu að sjálfsögðu breytast með þjóðfélagsháttum, og með skynsamlegri stjómun má vafalaust koma í veg fyrir að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna flæði yfír alla bakka. Mjög mikill áhugi er á Norður- löndum á því að gera sameiginlega úttekt á kostnaði og framleiðni heil- brigðisþjónustunnar í þessum lönd- um. Sótt hefur verið til Norræna hagrannsóknarsjóðsins um styrk tii slíkrar rannsóknar. Ég held þó að með því að nota þá vitneskju sem við höfum um íslenska heilbrigðiskerfið megi þar mörgu breyta og margt bæta og það án þess að eyða offjár í erlenda ráðgjöf. Spumingin er raunar sú, bæði í heilbrigðismálum og öðmm málum, sem snerta heill og velferð þjóðar- innar, hvort stjómmálamenn þora að stjóma. Heimildir: Framkvœmdanefnd um framtíðarþró- un á vegnm forsœtisráðuneytis. Sérrit I. Gróandi þjóðlif, nóv. 1986. Heilbrigðisáætlun 1987. Höfundur eryfirlæknir og for- maður læknaráðs Landspítalans. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund: Félag fyrrverandi sókn arpresta veitt framlag ÚTGJÖLO TIL HEILBRK30ISMÁLA 5000 7000 .OOOO IIOOO 13000 LANDSFRAMLEIOSLA Á ÍBUA US DOLLAR ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍBUA ILÓORÉTTUR ÁSI OG LANDSFRAMLEIOSLA Á ÍBÚA ILÁRÉTTUR ÁS) FYRIR 23 LÖND Á DOLLARAGENGI 19B2 Myndin sýnir einnig að ríkar þjóðir eyða tiltölulega meiru til heil- brigðisþjónustu en fátækar. Fyrir hveija 10% aukningu í þjóðartekj- um verður 14% aukning í útgjöldum til heilbrigðismála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.