Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
VERKFALL VERSLUN ARMANN A
Verkfallsstj órn VR:
Unnid á skrifstofum
á bak við læstar dyr
TÖLUVERT var. um verkfallsbrot á félagssvæði VR í gær, að sögn
Kristins Stefánssonar, sem sæti á i verkfallsstjórn VR, en hann sagðist
ekki vita til þess að nokkurs staðar hefði komið til ryskinga vegna
verkfallsvörslu. Hann sagði að mikið bærist af ábendingum um að unn-
ið væri á skrifstofum á bak við læstar dyr og í að minnsta kosti tveim-
ur tilvikum hefði matvöruverslunum verið lokað hjá „síbrotamönnum".
Þeim yrði sýnd aukin harka framvegis. Rúmlega 200 manns sinntu
verkfallsvörslu á vegum VR í gær og sagði Kristinn að gott skipulag
væri nú komið á vörsluna og erfitt væri orðið að fela verkfallsbrot.
Kristinn sagði að VR hefði fengið úr sumum af viðkomandi fyrirtækj-
Qölda ábendinga um vinnu á skrif-
stofum, en eigendur svöruðu oft í
síma og neituðu að fleiri væru við
vinnu þar. Verkfallsverðir hefðu hins
vegar séð starfsmenn fara inn og út
um, og bifreiðum starfsmanna hefði
verið lagt þar fyrir frarnan, þannig
að gildar ástæður væru fyrir grun-
semdum manna. Kristinn sagði að
ábendingar hefðu komið um verk-
Morgunblaðið/Emilía
Gengið um borð í Arnarflugsvél á leið til Akureyrar í gær.
Leiguflug í verkfalli:
Lítil aukning, mik-
ið um fyrirspurnir
VERKFALL verslunar- og skrif-
stofufólks hefur ekki enn haft telj-
andi áhrif á starfsemi litlu flugfé-
laganna i Reykjavík, þótt innan-
landsflug Flugleiða hafi stöðvast.
Nokkur aukning hefur þó orðið á
farþegaflutningum félaganna úti
á landi. Vöruflutningar hafa dreg-
ist mjög saman. Mikið er um fyrir-
spurnir og sögðu talsmenn félag-
anna, að svo virtist sem fólk vildi
bfða átekta fram eftir vikunni i
þeirri von, að verkfallinu linnti.
Allt rólegt ennþá
Hjá leiguflugi Helga Jónssonar var
allt rólegt í gær. Helgi Jónsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að bókað
væri tvo til þijá daga fram í tímann.
„Fólk er ekkert á ferðinni ennþá. Það
breytist þó væntanlega ef verkfallið
dregst á langinn," sagði Helgi. Hann
taldi að það hefði sín áhrif, hve verk-
failið lamar allt athafnalíf. Hann
sagðist anna vel öllum fyrirspumum
og geta bætt við eftir þörfum. Hjá
Helga er afgreiðsla fyrir Flugfélag
Norðurlands og Flugfélag Austur-
lands. Helgi sagði að famar hefðu
verið fímm ferðir á dag til Akureyrar
og fimm ferðir til Austurlands, að
mestu leyti á vegum þessara félaga.
og hefur til þess eina 19 sæta vél
og þijár tíu sæta vélar.
Búast við annasamri helgi
„Það hefur aukist töluvert hjá okk-
ur, séi-staklega til Vestmannaeyja,"
sagði Halldór Ámason hjá Leiguflugi
Sverris Þóroddssonar. Hann sagði að
pantað væri fyrir daginn í dag og
að nokkuð væri að gera í leiguflugi
vítt og breitt út á land, einnig hefðu
komið fyrirspumir um flug til út-
landa. Halldór sagðist búast við ann-
asamri helgi, ef verkfallið dregst á
langinn. Flugfélagið Emir á ísafírði
hefur aðstöðu hjá Leiguflugi Sverris
Þóroddssonar og sagði Halldór að
meira væri að gera hjá þeim nú í
verkfallinu, einkum f farþegaflutn-
ingum til og frá ísafírði.
Margar fyrirspurnir
Mikið hefur verið um fyrirspumir um
flug hjá leiguflugfélaginu Vestur-
flugi, en ekki hefði í gær farið að
gæta aukinna farþegaflutninga. Jón-
as Jónasson hjá Vesturflugi sagðist
búast við aukningu upp úr miðri viku
ef verkfall stendur þá enn. í gær
hamlaði veður flugi á marga staði.
fallsbrot hjá Eimskip, sem fengið
hefði undanþágu vegna samskipta
við skip útj á hafí, og gæti undanþág-
an verið dregin til baka ef það kæmi
í ljós að fleiri væru þar við vinnu en
leyfilegt væri.
Um helgina var einna mest um
verkfallsbrot í sölptumum og bakar-
íum, að sögn Péturs A. Maack, form-
anns verkfallsstjómar VR. Pétur
sagði að þar væri mikið af unglingum
í vinnu, sem oft vissu lítið um rétt-
indi sín og skyldur - „verkfallsvarslan
hefur að stórum hluta verið fólgin í
aukakennslu fyrir nemendur." Ungl-
ingamir óttuðust að missa vinnuna
ef þeir mættu ekki til starfa, en flest-
ir yrðu við beiðni verkfallsvarða um
að hætta.
Yfirborgaðir verk-
fallsbijótar
Pétur sagði að flest verkfallsbrotin
væru á þann veg að VR-félagar væru
við vinnu, einkum í stærri fyrirtækj-
unum. Víða væri viðkvæðið þar að
menn segðust vera yfirborgaðir og
teldu sér þess vegna ekki skylt að
taka þátt í verkfalli sem ætti að knýja
fram taxtahækkanir, en slíkt væri
að sjálfsögðu ekki gild afsökun. „Þeir
sem em yfírborgaðir verða að gera
sér grein fyrir að aðrir hafa barist
þeirra kjömm. Það má nefna að 40%
kvenna á skrifstofum em á flötum
töxtum."
Einnig er mikið um að eigendur
bijóti gegn verkfallinu í smærri fyrir-
tækjum og verslunum, að sögn Pét-
urs. Hann sagði að á skrá hjá VR
væm nokkrir tugir „síbrotamanna",
sem hefðu verið staðnir að verkfalls-
broti oftar en einu sinni og sumir
mörgum sinnum, og í framtíðinni
yrði tekið harðar á þeim en gert hefði
verið hingað til. Hann sagði að um
helgina hefði komið til ryskinga á
tveimur stöðum. Kaupmaður í Nóat-
úni hefði lagt hendur á unga konu
og slitið af henni armbandsúr og við-
skiptavinur hefði í einu tilfelli ráðist
á verkfallsvörð. í hvomgu tilfellinu
hefðu þó nokkur meiðsli orðið.
Enn deilt um öryggisverði
í Kringlunni
Pétur A. Maack sagði. að verkfalls-
stjóm VR hefði sannanir fyrir því að
öryggisverðir tilkynntu um komu
verkfallsvarða í gegnum labb-rabb
tæki og menn hlypu búð úr buð til
að vara eigendur við svo að verkfalls-
bijótar gætu forðað sér í tæka tíð.
Hann sagðist hafa óskað eftir þvf að
VR-maður fengi labb-rabb tæki til
að fylgjast með fjarskiptum, en því
hefði verið neitað. VR hefði hins veg-
ar verið boðið að hafa mann í stjóm-
stöð öryggisgæslunnar, en menn
hefðu ekki séð ástæðu til að notfæra
sér það boð, ennþá að minnsta kosti.
Pétur sagðist vilja taka fram að það
væm einungis örfáar verslanir í
Kringlunni sem væm sek um verk-
fallsbrot, en Kringlan fengi slæmt
orð á sig vegna þeirra.
Tíu undanþágur frá verkfallinu
vom gefnar í gær og nokkrar um
helgina. Þeirra helstar vom undan-
þágur fyrir læknaritara, símastúlkur
hjá læknum og aðföng - þar á meðal
mjólk - til ríkisspítala, elli- og hjúk-
ranarheimila og dagheimila.
Rútur halda áætlun
Mun mínni vöruflutningar
Ámi Ingvarsson framkvæmda-
stjóri Amarflugs innanlands var einn
i afgreiðslunni í gær. Hann sagði að
farþegaflutningar hefðu heldur dreg-
ist sáman verkfallsdagana og vöm-
flutningar minnkað að mun. „Það
virðist sem fólk hafí haft góðan fyrir-
vara á ferðalögum sínum, fólk hefur
líka minna að gera núna,“ sagði Ámi.
Hann sagði pantanir einnig vera
nokkm minni en venjulega, en mikið
um fyrirspumir. Ámi sagði dálítið
hafa verið um leiguflug, þó ekki mik-
ið. Þegar Morgunblaðsmenn bar að,
var Twin Otter vél að leggja af stað
með hóp skíðamanna til Akureyrar.
Amarflug innanlands heldur uppi
áætlunarflugi til 9 staða á landinu
TAFIR verða ekki á ferðum áætl-
unarbíla af völdum verkfallsins.
Bilstjórarnir selja sjálfir farmið-
ana i bilunum og taka við pökkum
við bilana.
Hólmar Magnússon bílstjóri á
Keflavíkurrútunni var í óða önn að
selja farmiða þegar Morgunblaðið
kom að Umíerðarmiðstöðinni í gær.
Hann sagðist vera önnum kafínn all-
an tímann sem staldrað er við og svo
væri um aðra bílstjóra einnig. Far-
þegar stóðu í biðröð við dyr bílsins
og þegar Hólmar hafði lokið við að
afgreiða þá, þurfti hann að taka við
pökkum þar sem pakkaafgreiðsla
Umferðarmiðstöðvarinnar er lokuð.
Því verða viðskiptavinimir að koma
með pinkla stna rétt áður en bfllinn
á að fara og afhenda þá bflstjóranum.
Farþegum hefur ekki fjölgað vegna
verkfallsins að sögn Hólmars. Þó
hélt hann að þess gætti e.t.v á lengri
leiðunum. Tafír hafa ekki orðið af
völdum verkfallsins á ferðum áætlun-
arbflanna, en upplýsingakerfi Um-
ferðarmiðstöðvarinnar og ýmis þjón-
usta við farþega hefur stöðvast.
Morgunblaðið/BAR
Pétur A. Maack, formaður verkfallsstjómar VR, ræðir við hóp verk-
fallsvarða áður en farið er i könnunarferð í Kringluna.
Magnús L. Sveinsson, formaður VR:
Sama staðan og í
byrjun viðræðna
„ÞAÐ hefur ekkert gengið á
sáttafundum verslunarmanna og
vinnuveitenda um helgina,“ sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, í samtali við Morgunblaðið
í gær, en fjórtán stunda samn-
ingafundi deiluaðila lauk hjá
ríkissáttasemjara á fjórða tíman-
um aðfaranótt mánudags.
„Það var rætt um launamálin á
fundinum á sunnudag, en vinnuveit-
endur gefa ekkert eftir, þannig að
það situr allt við það sama í því.
Þetta er sama staðan og þegar við
byrjuðum. Það er því augljóst að
verkfall verslunarmanna mun
standa í einhvem tíma enn, en það
er sorglegt að það skuli ekki hafa
fengist umræða um aðalmálið fyrr
en í gær, 10 dögum eftir að við
boðuðum verkfall."
Magnús sagði að hugmyndir um
bónuskerfi fyrir afgreiðslufólk hafi
borið á góma á fundinum á sunnu-
dag. Enn lægju ekki fyrir ákveðnar
tillögur um þetta mál, en rætt hefði
verið um að stofna nefnd viðræðu-
aðila sem myndi fjalla um hvemig
hægt væri að koma bónuskerfi á.
Reykjavík:
Orðið mjólkurlaust
ENGIN mjólk fékkst síðdegis í gær
í flestum þeim verslunum sem
höfðu opið í Reykjavík. Morgun-
blaðið ræddi við nokkra kaupmenn
og höfðu flestir sömu sögu að
segja, mjólkin búin eða að klárast.
Aðeins í einni verslun var búist
við að mjólkin dygði þar til í dag,
í Kjörvali í Mosfellsbæ.
Rætt var við kaupmenn I nokkmm
verslunum víðs vegar um Reykjavík-
ursvæðið. Þeir bám sig vel, þrátt
fyrir verkfallið. Sögðust eiga nægar
vörur — nema mjólk. Sumir vom
einnig að klára osta og aðrar mjólkur-
vömr. Ólafur Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Kjörvals reiknaði með
að mjólkin dygði til hádegis. Allir
kaupmennimir kváðust vera vel birg-
ir af öðmm drykkjarvörum.
Vilhelm Andersen fjármálastjóri
Mjólkursamsölunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að ekkert
hefði verið afgreitt frá Mjólkursam-
sölunni síðan á föstudag. Hann sagði
alla mjólk nú fara til vinnslustöðv-
anna sem næstar em, en hægt yrði
að afgreiða mjólk strax og verkfalli
lýkur. Mikil mjólk var afgreidd
síðustu dagana fyrir verkfall, þó sagði
Vilhelm að það hefði dreifst á nokkra
daga. Því hefði föstudagurinn ekki
verið svo ýkja frábmgðinn venjuleg-
um föstudegi. Ekki sagði hann að
mjólk hefði verið afgreidd samkvæmt
undanþágum í gær.
Verkfallsstjóm VR hefur veitt und-
anþágur til að afgreiða nauðsynjar
til sjúkrastofnana og bamaheimila.
Seinkun á verkfallsboðunum:
Sökin líklega hjá við-
takendum skeytanna
- segir Olafur Eyjólfsson, deildar-
stjóri hjá Pósti og síma
NOKKRUM verkföllum hefur verið frestað vegna þess að fulltrúar
vinnuveitenda segjast ekki hafa fengið skeyti með verkfallsboðun
frá fjórum félögum verslunarmanna á réttum tíma. Ólafur Eyjólfs-
son, deildarstjóri hjá Pósti og síma í Reykjavík sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær að ekki væri unnt að greina frá gangi á send-
ingu skeyta, þar sem ieynd hvíldi yfir öllum fjarskiptum. Skeytasend-
ingar væru ipjög öruggur fjarskiptamáti og sökin f þessum málum,
ef einhver væri, lægi hjá viðtakendum skeytanna.
„Við emm bundin þagnareiði Björgvin Lúthersson, stöðvar-
héma eins og allir fjarskiptamenn. stjóri hjá Pósti og síma í Keflavík,
Það er reynt að fara eins dult með
starfsemina hér á ritsímanum og
hægt er, vegna þeirra sem eiga
hlut að máli. Þessi umflöllun í fjöl-
miðlum um þessi mál er tilefnis-
laus. Það er auðvitað hægt að vé-
fengja allt og það verður þá bara
að fara fynr dómstóla með það,“
sagði Ólafur Eyjólfsson.
sagði að öll fimm skeytin frá Versl-
unarmannafélagi Suðumesja hefðu
verið send strax áfram til ritsímans
í Reykjavík, þar á meðal skeytið til
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna, en VSS sagðist ekki hafa
fengið skeytið fyrr en á þriðjudag,
þó að það hefði verið sent á föstu-
dag.