Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 29 Utanríkisráðuneytið kærir til Félagsdóms: Verkfall á Keflavíkur- fluffvelli sagt ólöglegt Utanríkisráðuneytið telur verkfall Verslunarmannafélags Suðurnesja ekki geta náð til starfsmanna á Keflavíkurflug- velli og hefur kært verkfalls- boðun félagsins til Félagsdóms. Verkfalli VS, sem átti að taka gildi í gær, var frestað til mið- nættis í kvöld, þriðjudag, gegn þvi að Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna félli frá kæru til Félagsdóms um að verkfalls- boðunin væri ólögleg, þar sem skeyti frá VS hefði borist of seint. „Þeir hjá Vamarmálanefnd standa á því fastar en fótunum að þeir hafí einhvemtíma samið mann- réttindi af fólki sem vinnur á Keflavíkurflugvelli," sagði Hólm- fríður Ólafsdóttir hjá Verslunar- mannafélagi Suðumesja. Hún sagði að VS hefði ekki verið sagt frá þessum samningi og því teldu menn hjá VS sig vera í fúllum rétti að fara í verkfall á Keflavíkurflug- velli, eins og annars staðar á félags- svæði VS. Um þriðjungur félags- manna VS, eða 250-275 manns, vinna á Keflavíkurflugvelli. Arnarflug mun ekki stöðvast - segir Kristinn Sigtryggsson forstjóri ARNARFLUG mun ekki stöðvast af völdum verkfalls verslunar- og skrifstofufólks á Suðurnesj- um, að sögn Kristins Sigtryggs- sonar forstjóra félagsins. Hann sagði stöðvarstjóra félagsins í flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli geta annað innritun far- þega. Kristinn sagði að farmiðasala væri ekki vandamál, þar sem Ferða- skrifstofa ríkisins væri opin ásamt mörgum minni ferðaskrifstofum. Þar væri hægt að fá farmiða, þrátt fyrir verkfall. Við innritun til flugs í sjálfri flugstöðinni tæki stöðvar- stjórinn þar. Nokkuð hefur verið um afþantanir hjá Amarflugi í síðustu viku og þessari. Kristinn sagði að hugsanlega yrðu tafir við innritun og því væri mikilvægt fyr- ir væntanlega farþega að koma tímanlega., Þrátt fyrir verkfall Verslunar- mannafélags Reykjavíkur eru öll kvikmyndahús borgarinnar opin. Eigendur húsanna og fjölskyldur þeirra halda húsunum opnum og að sögn Grétars Hjartarsonar, sem rekur Laugarásbíó sem verktaki, eru engar horfur á að verkfallið dragi úr starfsemi þeirra. Grétar sagði að öll húsin væm Verslunarmannafélag Suður- nesja fór í tveggja daga verkfall árið 1982 og eins dags verkfall árið 1977, og var þá minnst á þetta mál af utanríkisráðuneytinu, en ekki fékkst þá úr því skorið, sagði Hólmfríður. Morgunblaðið/Emilía Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu. Erlendir gestir hafa hraðað sér að yfirgefa hótelið eins og sjá má á táknrænan hátt á lyklatöflunni. Hótelin að tæmast Nýting úr 70% í 15% á Sögu Bíóin eru opin opin. í Háskólabíói væri BSRB fólk við störf en alls staðar annars stað- ar héldu eigendur og fjölskyldur þeirra opnu. Hann sagði að öll væm bíóin vel byrg af sælgæti og gosdrykkjum. „Þótt að starfsfólkið sé heldur færra en venjulega hefur þjónustan aldrei verið persónu- legri,“ sagði Grétar. „Og þótt verk- fallið dragist á langinn stöðvar það ekki okkar starfsemi." VERKFALL verslunar- og skrif- stofufólks hefur haft veruleg áhrif á rekstur hótelanna. Fór þeirra áhrifa að gæta strax og verkfal! var boðað. Nú er reynt að halda uppi lágmarksþjónustu á hótelum, en afpantanir berast stöðugt erlendis frá. Um helgina flýttu erlendir hótelgestir sér af landinu, til þess að lokast ekki hér inni. Af þeim sökum hafa sum hótelin nálega tæmst, t.d. fór nýtingin úr um 70% um helg- ina niður i um 15% á Hótel Sögu í gær. Fimm milljóna tap - Þegar Morgunblaðsmenn komu að gestamóttöku Hótel Sögu í gær var Konráð Guðmundsson hótelstjóri þar einn að störfum og kvaðst aðal- lega vera í því að taka á móti af- pöntunum. Á sunnudag fóm þeir gestir sem höfðu ætlað að dvelja fram yfír helgina og stóð hótelið nálega tómt eftir. Sagði Konráð að nýtingin hefði fallið úr um 70% í um 15%. Hann bjóst við að saman- lagt tap hótelsins af þessum sökum, tapaðar gistinætur og töpuð veit- ingasala, næmi um fímm milljónum króna fram til mánaðamóta. Drag- ist verkfallið á langinn, þótt ekki væri nema út vikuna, sagði Konráð að það þýddi að fyrsta vika maí- mánaðar tapaðist. Yrði þar um að ræða hærri upphæðir, þar sem þá er komið sumarverð sem er hærra en núgildandi verð. Konráð sagðist líta með kvíða til næstu daga. Næsta helgi, sem var mjög vel set- Lítið var um að vera í gestamóttöku Hótels Loftleiða í gær. Þar var Geirlaug Magnúsdóttir gestamóttökustjóri að afgreiða einn af fáum erlendum gestum sem eftir voru, þegar Morgunblaðsmenn komu þangað. in á Hótel Sögu er e.t.v. ónýt og þegar er farið að gæta afpantana fyrir aðra helgi. Hann sagði við- skiptavini óánægða með að þurfa að breyta áætlunum sínum, þeir séu í því að breyta flugpöntunum og hótelpöntunum. Konráð hafði, ásamt aðstoðarhótelstjóra og mót- tökustjóra, staðið samfellt alla helg- ina við afgreiðslu á Sögu. í gær var farið að hægjast um og skiptu þau þá með sér vöktum. 5 ráðstefnur tapaðar Á Hótel Loftleiðum er svipað ástand. Fjórar stórar ráðstefnur höfðu verið afpantaðar þegar á sunnudag og sú fímmta var afboðuð í gær. í gestamóttöku hótelsins voru við störf Guðrún Sveinbjamar- dóttir starfsmannastjóri og Geir- laug Magnúsdóttir gestamóttöku- stjóri. Geirlaug sagði að væntanleg- ur væri 120 manna hópur um miðja vikuna, en ekki var enn ljóst í gær hvort hann gæti komið. Hún sagði erfitt að gera sér grein fyrir, hve mikið tap væri vegna verkfallsins, þar sem afpantanir í gegn unvtölvu- kerfí Flugleiða bærust ekki. Þar er skrifstofufólk í verkfalli og því kom- ast upplýsingamar ekki til skila. Hún bjóst við að nýting hótelsins væri um helmingur þess sem venju- lega er á þessum tíma. Pró- 1988 Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. /FQniX gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart Kæliskápar án frystis, 6 stærðir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir K 130 130 ltr. kælir K395 382 ltr. kælir KF 120 103 ltr. kælir 17 ltr. frystir KF 195 S 161 ltr. kælir 34 ltr. frystir KF233 208 ltr. kælir 25 ltr. frystir KF250 173 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF 344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massif (nær óbrjótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrim). Sjálfvirk þiðing. Stilhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. tla***J 4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum skúffum, 5 stærðir llniimnrV 'CnTmTT • Blltsst d Bi -1 B| i i § 4-stjömu frystikistur, fullinnréttaðar |5 gtffÉll VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangnm, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum. GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði. Góðir skilmálar - Traust þjónusta. FS100 100 ltr. frystir FS 175 175 ltr. frystir FS146 146 ltr. frystir FS240 240 ltr. frystir FS330 330 ltr. frystir HF234 234 ltr. frystir HF 348 348 ltr. frystir HF462 462 ltr. frystir /FQmx ábyrgð f 3ár /rQniX Hátúni 6A SÍMI (91)24420 n JiJsri*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.