Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 33 Gjörbreytt samskíptí risaveldanna frá 1985 - segir George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Brussel, frá Kristófer M. Kristínssyni, fréttaritara Morgiinbladsins. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gærmorgun fund með Atlantshafsráðinu í Brussel og gerði utanrikisráðherrum og öðrum fulltrúum aðildarríkja NATO grein fyrir viðræðum sínum við Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Moskvu í síðustu viku. Eftir fundinn með ráðinu átti Shultz viðræður við Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur. Ræddu þeir afstöðu Bandaríkjastjórnar til þingsályktunartillögu, sem nýverið var samþykkt á danska Þjóðþinginu, um kjarnorkuvopn í danskri lögsögu á friðartímum. George Shultz sagði á blaða- mannafundi í Brussel að nokkur árangur hefði náðst í viðræðum hans og sovéskra ráðamanna í Moskvu og benti jafnframt á að samskipti stórveldanna hefðu batn- að til muna frá árslokum 1985. „Ég tel að menn geti greint árangur á velflestum sviðum og ef staðan nú er borin saman við þá sem var ríkjandi í árslok 1985 held ég að óhætt sé að tala um mjög mikla breytingu til hins betra," sagði Shultz. Hann sagði ærin verkefni liggja fyrir Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sov- étleiðtoga er sá fyrmefndi færi til Moskvu í lok maí. Enn væri mikið starf óunnið áður en leiðtogar risa- veldannna gætu undirritað sam- komulag um helmings fækkun langdrægra kjamorkuvopna en hins vegar væri ljóst að umræðuefnin 18 slasast og 3 er saknað ÁTJÁN skipveijar slösuðust og þriggja er saknað eftir spreng- km___: « BANDARlKIN Charleston. Suöur-Karólínu. j 18 slasast og 3 er saknaó eftir elds- voða um borö. aERMÚÖA- EVJAR Atíantshaf Kafbáturinn Bonefish (SS-582) Stærð; 2,894 tonn ((kafi) Lengd: 73 m Vólar: 3 diesel-vólar, 2 rafvélar. Hraði: 15hnútará yfirborðt, 21 hnútur 1 kafi Áhöfn:Venjulega 85, 92 aö þessu sinm.__________________ Vopn: 6 tundurskeytarennur HEIMILD: Jane's Rghilng Shþe ingu og bruna í bandariskum kafbáti út af Canaveralhöfða í Florida á sunnudag. Áhöfnin yfirgaf kafbátinn og skip í grenndinni leituðu þeirra sem er saknað um nóttina. Bill Sonntag yfirlautinant sagði að hinir slös- uðu hefðu verið fluttir með flug- vélamóðurskipi á hersjúkrahús. Þrír þeirra væru taldir alvarlega slasaðir. Hann sagði að þriggja skipveija úr 92 manna áhöfn væri enn leitað. Ekki er vitað hvað olh sprengingunni. Myndin af kafbátnum, sem nefnist Bone- fish, var tekin árið 1962. ERLENT KRGN / Morgunblaölö/ AM Vestur-Þýzkaland: Eftírmaður Wörners óþekktur Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Vestur- Þýzkalands, hefur skipað Rupert Scholz, lítt þekktan embættis- mann frá Vestur-Berlín, i starf varnarmálaráðherra. Tekur hann við af Manfred Wömer, sem tekur við starfi fram- kvæmdastjóra NATO1. júlí næst- komandi. Wömer mun láta af starfi vamar- málaráðherra Vestur-Þýzkalands 19. maí og tekur Scholz þá við. Wömer hefur gegnt starfi vamar- málaráðherra í sex ár. Scholz er fímmtugur og hefur verið dómsmálaráðherra Vestur- Rupert Scholz Reuter myndi ekki skorta. Leiðtogamir mjmdu m.a. ræða ýmsar hliðar af- vopnunarmála, tvíhliða samskipti ríkjanna, mannréttindamál og svæðisbundin ágreiningsefni af ýmsu tagi. Shultz kvaðst ekki fá séð að það myndi spilla fundinum þótt sáttmáli risaveldanna um upp- rætingu meðal- og skammdrægra kjamorkueldflauga á landi, sem leiðtogamir undirrituðu í Washing- ton í desember á síðasta ári, hefði ekki verið formlega staðfestur. Shultz sagði góðar horfur á því að viðræður um niðurskurð hins hefðbundna herafla gætu skilað árangri í framtíðinni. Yfirlýsingar Sovétmanna bentu til þess að þeir væru reiðubúnir til viðræðna á breiðari gmndvelli en áður. Að loknum viðræðunum í Moskvu brá Shultz sér í ferð um Úkraínu og Georgíu. Aðspurður um ástæðu þessa kvaðst hann Iöngum hafa talið æskilegt að kynnast lífi alþýðu manna utan þeirra höfuðborga sem hann sænti heim í starfí sínu. Sam- kvæmt heimildum í Brassel mun Shultz hafa látið gestgjöfum sínum eftir að skipuleggja heimsóknina og mun það hafa komið honum á óvart að þeir kusu að sýna honum kirlg'ur auk þess sem honum var boðið í messu. Shultz sagði á blaða- mannafundinum í Brassel að menn hlytu að gera sér grein fyrir mikil- vægi þess að hann og aðrir reyndu að kynnast sovésku þjóðlífí sem best. Rætt við Dani í viðræðum sínum við Uffe Elle- man-Jensen sagðist Shultz hafa lagt áherslu á að árangursríkt starf Atlantshafsbandalagsins í gegnum tíðina bygðist ekki síst á samstöðu aðildarríkjanna. Með þessu móti hefði tekist að tryggja fríð í Evrópu auk þess sem góður árangur hefði náðst í samningum við Sovétmenn. Vildu ríki NATO njóta góðs af þessu starfi yrðu þau að sama skapi að axla þá ábyrgð sem því fylgdi að eiga aðild að bandalaginu. Reufcer Lögreglumenn Ieiða John Demjanjuk í járnum út úr dómssalnum í Jerúsalem. Hann var dæmdur til dauða í gær fyrir að bera ábyrgð á aftökum á 800 þúsund gyðingum. Demjanjuk dæmd- ur til að hengjast lonisalom Pantor Jerúsalem. Reuter. Stríðsglæpamaðurinn John Demjanjuk var dæmdur til dauða í gær fyrir aðild sina að aftöku hundruð þúsunda gyðinga i fangabúðum nasista f seinni heimsstyrjöldinni. Sannað þótti að Demjai.juk væri ívan grimmi, varðstjórinn l Tre- blinka-dauðabúðunum í Póllandi, sem var haldinn kvalalosta. Hann var dæmdur til hengingar og brat- ust út fagnaðarlæti í démssalnum, þegar dómur var kveðinn upp. Zvi Tal, dómari, sagði að oftast væri hægt að fyrirgefa glæpamönnum en þó væri útilokað að fyrirgefa manni, sem bæri ábyrgð á morðum á 800 þúsund gyðingum. Eina refs- ingin sem honum bæri væri heng- ing. Dauðadómi var síðsta fullnægt í fsreal árið 1962 þegar Adolf Eich- mann, einn af upphafsmönnum Gyðingaofsókna nasista í Þýzkl- andi, var hengdur. Dóminum yfir Demjanjuk er sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar ísraels. Staðfesti rétt- urinn dóminn á Demjanjuk enn von um að lenda ekki í gálganum því forseti fsraels, Chaim Herzog, getur þyrmt lífi hans að tilmælum dóms- málaráðherra landsins. Demjanjuk hélt ætíð fram sak- leysi sínu og baðst vægðar. Þegar hann kom í dómssalinn til að heyra dóminn hrópaði hann á hebresku: „Ég er saklaus". í salnum vora m.a. menn sem lifðu af fangavist í dauðabúðum nasista og fögnuðu þeir niðurstöðunni. Demjanjuk er 68 ára Úkraínu- maður. Hann var framseldur frá Bandaríkjunum í hitteðfyrra. Rétt- arhöld yfir honum stóðu í rúmt ár. Hann hefur ætíð haldið því fram að hann hafí aldrei komið í Tre- blinka-búðimar og segist vera fóm- arlamb hræðilegra mistaka manna, sem farið haf mannavillt. ROSE: Lokaskjal Yínarráð- stefnunnar í augsýn Aukinn þrýstingur á ríki um að virða gerða samninga, segir Hjálmar W. Hannesson sendiherra Berlínar undanfarin ár. Hann var kjörinn á þing borgarinnar fyrir þremur árum. ZOrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara NOKKUR hreyfing er komin á samningagerð fulltrúa 35 ríkja á Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) í Vínar- borg. Vonir standa nú til að henni ijúki fyrir júlílok. Hlutlausu þjóð- irnar tólf hafa hafist handa við gerð heildardraga að lokaskjali. Þær byggja starf sitt fyrst og fremst á tillögum sem hafa kom- ið frá ríkjum í austri og vestri og reyna að finna milliveg sem öll rikin geta sætt sig við. Aðildarríki Varsjárbandalagsins leggja höfuðáherslu á öryggismál á ráðstefnunni en Vesturlandaþjóð- imar minna stöðugt á mikilvægi mannréttindamála. Allar líkur benda til að lokaskjalið feli í sér ákvæði um framhaldsfund af Stokkhólmsráðstefnunni þar sem aðgerðir til að auka traust og ör- yggi í hermálum verði ræddar sér- staklega. Viðræður 23ja ríkja í Atl- antshafsbandalaginu og Varsjár- bandalaginu um jafnvægi á sviði hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu verða væntanlega í sömu borg og þessi framhaldsfundur. Fulltrúar Morgrinblaðsins. rílganna vinna nú að gerð erindis- bréfs um slíkar viðræður í Vínar- borg samhliða RÖSE-ráðstefnunni. Ágreiningur ríkir enn um hvemig hlutlausu ríkin eigi að fylgjast með framvindu afvopnunarviðræðnanna þegar þær heijast. „Hugmyndin um Stokkhólm II, eins og framhaldsfundurinn af ráð- stefnunni þar er kallaður, sýnir að það er komið form á samvinnu Evrópuríkjanna á sviði öryggis- rnála," sagði Hjálmar W. Hannes- son, nýskipaður sendiherra íslands í afvopnunarmálum. „En við fulltrú- ar Vesturlandaþjóða hér á Vínar- ráðstefnunni viljum einnig fá ein- hveiju áorkað á sviði mannréttinda- mála. Aðildarríki Helsinkisáttmál- ans í Austur-Evrópu hafa marg- brotið mannréttindaákvæði hans án þess að nokkuð sé við því að gera. Nú höfum við lagt til að stjóm- völdum aðildarríkjanna verði gert skylt að svara kvörtunum um mannréttindabrot sem berast frá þegnum þeirra. Þetta er ekki stórt skref en þó liður í auknum þiýst- ingi á ríkin að virða samþykktir sem þau hafa gert.“ Allt bendir til að Sovétmenn fái að halda fund um mannréttindamál í Moskvu eins og þeir lögðu til í upphafi Vínarráðstefnunnar í nóv- ember 1986. Þrír mannréttinda- fundir verða væntanlega eftir að Vínarráðstefnunni lýkur og áður en þjóðimar koma aftur saman að þremur áram liðnum í Helsinki. Þessir fundir verða væntanlega í París og Kaupmannahöfn og loka- fundurinn í Moskvu. Sérfræðinga- fundir um upplýsingaflæði og á sviði efnhags- og umhverfísmála verða væntanlega einnig á milli ráðstefnanna. Aðildarríki Helsinki-sáttmálans frá 1975 verða að samþykkja loka- skjal Vínarráðstefnunnar einróma til að það hafi gildi. Fulltrúar Möltu töfðu Madrid-ráðstefnuna lengi með málþófí. Óttast er að fulltrúar Rúmeníu verði ósamvinnuþýðir á lokastigum ráðstefnunnar í Vín og kunni jafnvel að beita neitunarvaldi svo að fundir hennar dragist á lang-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.