Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Forystumenn. Fremstur situr Dr. Stuart Barlow, framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka fiskimjölsframleið-
enda og talið frá vinstri eru Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags islenzkra fiskmjölsframleiðenda,
Jón Reynir Magnússon, formaður félagsins og Haraldur Gislason, forseti alþjóðasamtakanna.
Félag íslenzkra fiskmjölsframleiðenda:
Markaðskönnun að
hefjast í Evrópu
Gerð gæðastuðla fyrir mjöl og lýsi vel á veg komin
FÉLAG íslenzkra fiskmjölsframleiðenda var stofnað um það leyti, sem
Alþjóðasamtök fiskimjölsframleiðenda voru að komast á legg til þess
í upphafi að gerast aðili að þeim. Þau hafa á stefnuskrá sinni ýmis-
legt, sem íslendingar höfðu áhuga á. Þar á meðal var samræming á
reglugerðum og gæðastöðlum við mjöl- og lýsisframleiðslu. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er Jón Ólafsson og formaður Jón Reynir Magn-
ússon. Félágið hefur sett mark sitt á alþjóðasamtökin, meðal annars
með þvi að Islendingar hafa tvivegis verið forsetar þeirra. Núverandi
forseti er Haraldur Gíslason í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið ræddi
við þá um samstarfið við alþjóðasamtökin og það, sem helzt væri á
döfinni.
„Við erum hér á landi langt
komnir í gerð gæðastuðlanna og
vitum að Danir og Norðmenn eru
það einnig," sagði Jón Ólafsson.
„Það er nauðsynlegt til að geta
kynnt mjölið erlendis af einhvetju
viti og selt það með eins konar
gæðatryggingu. Nú erum við að
heija markaðskönnum í Evrópu í
samstarfí við Utflutningsráð Is-
lands. Við höfum í hyggju að byija
í Bretlandi og nota síðan niðurstöð-
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89
ur þess til áframhalds í Evrópu.
Þetta er nauðsynlegt til þess að við
getum áttað okkur á því hvar við
stöndum.
íslenzkur fískimjölsiðnaður er nú
á eins konar krossgötum. Við stönd-
um frammi fyrir því að taka í notk-
un nýjan tækjabúnað, sem kostar
með uppsetningu óhemjufé. Starfs-
leyfí verksmiðjanna hvað varðar
mengun umhverfis rennur út innan
tveggja ára. Þá verður að breyta
rekstrinum og fara út í dýrar fjár-
festingar á búnaði. Eins og ástand-
ið er í dag, getum við það ekki
nema einhver breyting verði á fjölda
verksmiðja. Verksmiðjurnar eins og
þær eru í dag, standa ekki undir
kaupum á þessum tækjum og upp-
setningu þeirra, til þess fá þær of
lítið hráefni hver fyrir sig og nýting-
artíminn er of stuttur. Það verður
að fækka verksmiðjunum, en með
hvaða hætti, er óljóst enda er það
geysiviðkvæmt mál. Það mætti í
þessu skyni koma á einhvers konar
úreldingarsjóði til að hjálpa mönn-
um að hætta.
Við fáum mikið af upplýsingum
frá alþjóðasamtökunum og miðlum
þeim einhveiju líka. Þau eru vak-
andi yfír öllu, sem er að gerast og
má þar nefna lýsisskattinn hjá EB
og hugmyndir Þjóðveija um bann
á innflutningi á fiskilýsi af sérstök-
um ástæðum fyrir nokkrum vikum
síðan. Nokkrum dögum áður en
þetta átti að fara fyrir Sambands-
þingið í Bonn, sendu Alþjóðasam-
tökin öllum sínum mönnum hrað-
skeyti um samræmdar aðgerðir til
að koma í veg fyrir þetta. íslenzka
sendiráðið í Bonn mótmælti þessu
meðal annars. Með samhæfðum
mótmælum var þessi hugmynd
kæfð í fæðingu. Það er á þennan
hátt, sem þeir aðstoða okkur meðal
annars. Við njótum ennfremur nið-
urstaðana úr alls konar rannsókn-
um á vegum samtakanna," sagði
Jón.
Jón Reynir Magnússon sagði, að
mjöl og lýsi væri ekki auglýst eins
og venjuleg vara, en samtökin hefðu
engu að síður unnið mjög mikilvægt
starf í auglýsingu þessara afurða.
„Það hafa þáu gert með þátttöku
í ýmis konar rannsóknum, meðal
annars fóðurrannsóknum," sagði
Jón Reynir. „Niðurstöður eru síðan
notaðar til að kynna möguleika á
notkun mjöls og lýsis og hugsanleg-
um kaupendum eru kynntar þessar
niðurstöður. Niðurstöður úr rann-
sóknum á hertu lýsi hafa meðal
annars orðið til þess að koma í veg
fyrir bann við notkun fiskilýsis í
smjörlíki innan EB og verða líklega
til þess að leyfílegt verður til að
nota það í Bandaríkjunum."
Haraldur Gíslason bætti því við
að síðan færu fulltrúar samtakanna
til dæmis á ráðstefnur í fískeldi og
landbúnaði með niðurstöður rann-
sókna sinna. þar sýndu þeir fram á
aukinn vaxtarhraða og betri nýt-
ingu með því að gefa fískimjölið.
Þetta væri í raun óbein auglýsing
en áhrifamikil
„Mengunarvamir eru kostnaðar-
samt fyrirtæki og vegna þess hve
lítið magn fer í gegn um hveija
verksmiðju, standa þær ekki undir
því. Við Stuart Barlow komum fyr-
ir nokkru í verksmiðju í Suður-
Ameríku sem tók á móti 540.000
tonnum á einu ári, vinnslugetan var
2.000 tonn á sólarhring og 4.000
tonna þróarrými. Við slíkar aðstæð-
ur er ýmislegt hægt. Kostnaður
tækjabúnaðar fyrir megnunarvam-
ir er tugir milljóna á hveija verk-
smiðju og því er þeim mikill vandi
á höndum," sagði Haraldur Gísa-
son.
Lýsi í smjörlíki -
mjöl í kýr og grísi
Finna þarf möguleikana og nýta sér
þá, segir Dr. Stuart Barlow,
framkv.stj. Alþjóðasamtaka fiski-
mjölsframleiðenda
í Alþjóðlegum samtökum fiski mjölsframleiðenda eru 13 lönd, þar
á meðal allir helztu útflytjendur á fiskimjöli, Evrópulönd, Banda-
rikin, Suður-Amerikulöndin, Ástralía og Suður-Afríka. ísland er eitt
þessara landa og hefur tvívegis lagt samtökunum til forseta þeirra.
Núverandi forseti er Haraldur Gislason frá Vestmannaeyjum og
fyrir 6 árum gegndi Jón Reynir Magnússon þessu embætti. Fyrir
nokkru var framkvæmdastjóri samtakanna Dr. Stuart Barlow hér
á landi til að ræða málin við íslenzku framleiðendurna. Morgun-
blaðið ræddi þá við hann um það, sem helzt er á döfinni hjá samtök-
unum.
Öflum og miðlum
upplýsingum
„Viðfangsefni okkar eru nokkuð
fjölbreytt," sagði Barlow. „Fyrst og
fremst rekum við eins konar upplýs-
ingabanka, við söfnum upplýsing-
um frá meðlimum um flest eða allt,
sem kemur þessum iðnaði við og
upplýsingum um samkeppnisgrein-
ar okkar og markaðsmáí. Þessum
upplýsingum miðlum við síðan til
meðlimanna. Við eyðum talsverðum
tíma í fyrirgreiðslu af ýmsu tagi
og beitum þrýstingi okkar til að
hafa áhrif, ýmist á alþjóðleg mál-
efni eins og áætlanir Evrópubanda-
lagsins um toll á dýrafitu, eða af-
markaðri málefni eins og löggjöf
matvælaeftirlits Bandaríkjanna. Þá
leggjum við mikla áherzlu á ýmis
konar rannsóknir og þróunarverk-
efni til að auka möguleika físki-
mjölsframleiðenda til að hagnast á
framleiðslu og sölu afurðanna og
kynnum og rekum áróður á alþjóð-
legum vettvangi fyrir notkun físki-
mjöls og lýsis.
Verð lækkar líklega
en fellur ekki lengur
Samkeppni í sölu þessara afurða
er hörð og er aðallega við afurðir
úr sojabaunum. Við verðum þvi að
gæta þess að verð á afurðum okkar
verði ekki of hátt í samanburði við
sojamjölið og olíuna. Árið 1987 var
framleiðsla okkar 15% minni en
árið áður og birgðir í árslok þriðj-
ungi minni. Þar sem við höfum
haft minna að selja, hefur verð
heldur hækkað. Fiskimjölið er því
tvöfalt hærra í verði en sojamjöíið.
Það er líklegt að á þessu ári nái
framleiðslan fyrri mörkum, þar sem
veiðar í Suður-Ameríku ganga nú
betur en í fyrra. Því mun verð held-
ur lækka á næstunni, en ekki falla
eins og áður hefur komið fyrir, eft-
ir að við höfum dottið út af mark-
aðnum og þurftum að „kaupa" okk-
ur inn á hann að nýju með lágu
verði.
„Landvinningar“
í Austurlöndum
Til þessa hefur Evrópa verið
stærsti markaðurinn fyrir fiskimjöl
og er enn mjög mikilvægur markað-
ur, en Austurlönd fjær taka æ
meira til sín. Við höfum verið svo
heppnir að tveir af forsetum sam-
taka okkar hafa verið íslendingar.
Núverandi forseti er Haraldur
Gíslason og Jón Reynir Magnússon
var forseti fyrir 6 árum. Þeir hafa
báðir verið forsetar á erfiðum
tímum og farizt lausn mála vel úr
hendi. Þegar við Jón Reynir unnum
saman töldum við okkur vita af
möguleikum á mjölsölu til Kína.
Kínveijar höfðu þá verið að kaupa
smáslatta af fískimjöli, samtals um
30.000 tonn á ári. Við settum sam-
an sendinefnd og fórum austur og
tímasetningin var fullkomin. Nú
kaupa Kínveijar um 200.000 tonn
af fískimjöli árlega og önnur lönd
þar eystra keyptu um 250.000 tonn
árið 1986 og 350.000 í fyrra. Aust-
urlönd fjær eru því orðin einn mikil-
vægasti fískimjölsmarkaðurinn í
heimi. Sú staða dregur úr þörf okk-
ar til að koma aukinni framleiðslu
inn á Evrópu og veldur því að verð
Iækkar minna en ella. Lýsisverð
hefur verið í miklum öldudal. í fyrra
var verðið lægra en nokkum tíman
í sögunni. Það hefur hækkað lítil-
lega á þessu ári, en gæti verið mun
hærra.
Gæðamjölið getur
gert gæfumuninn
Fyrir 6 árum opnaðist möguleiki
í Austurlöndum fjær og við nýttum
okkur hann. Nú erum við að ræða
um ný tækifæri á næstu árum og
hvaða leiðir við ættum að fara. Við
sjáum fyrir okkur aukna möguleika
á sölu, bæði lýsis og mjöls. Hvað
mjölið varðar hefur sölu verið hátt-
að þannig, að verð miðast við verð
á öðrum afurðum, sem mjölið kepp-
ir við. Ef verð á fískimjöli er í réttu
samhengi við til dæmis sojamjöl,
er hægt að selja. Á síðustsu árum
hefur framleiðsla sérstaks gæða-
mjöls aukizt og sala þess til vand-
fysinna kaupenda, sem greiða hátt
verð. Þetta mjög hefur verið notað
í fískeldi og eldi á grísum. Fyrir
nokkrum mánuðum flæddi þurr-
mjólk yfír alla markaði vegna mik-
illar offramleiðslu á mjólk í Banda-
ríkjunum og innan Evrópubanda-
lagsins. Sú staða er ekki lengur,
heldur er framboð lítið og verð á
þurrmjólkinni hátt. Því velta bænd-
ur því fyrir sér hvað þeir eigi að
gefa grísunum, sem eru í frum-
bemsku sinni mjög viðkvæmir fyrir
fæðunni. Gæðamjölið uppfyllir þær
kröfur, sem þarf fyrir grísina og
selst á hæsta verði. Fyrir fímm
árum var reglan sú, að holdanaut-
um og mjólkurkúm var ekki gefið
fískimjöl. Það var talin sóun á pró-
teini, því nautgripimir þyrftu ekki
á svo góðu próteini að halda og því
borgaði sig ekki að eyða fé í físki-
mjölið. Fyrir fímm árum benti ráð-
gjafi okkar í Cambridge háskólan-
um okkur á, að fram væru komnir
sérstaklega kynbættir nautgripir,
hraðvaxta hoídanaut og afurða-
GAMAPOKKUN
Fyrirhafnarminni flutningar
Þú getur fengið gámana til þín og gengið frá vörunni sjálfur. Við
komum og náum í hann og flytjum um borð. Þú færð kæli- og
frystigáma undir matvöru og gáma undir grófa vöru, s.s. bygging-
ar- og járnvörur, útgerðarvörur o.fl. Kynntu þér einfalda leið að
þægilegum flutningum.
'f'>"P— 11) H|l | lip.FWW'.- j 'n ii ’ ' nmli ■ n j 1 ‘ 'l j,i
NTJTIMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
® 28822
vMrnTfeT^Tr^nTTTTi
fffffi
ffftt