Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
Dagvistarstofnanir Selfoss:
Foreldrakaffi og myndlist-
arsýning í tilefni afmælis
Selfossi.
STARFSFÓLK á dagvistarstofn-
unum Selfoss og börnin sem þar
dvelja héldu nýlega á 20 ára af-
mæli stofnananna þessa dagana.
Sett var upp sýning með vinnu
barnanna og leikskólar og dag-
heimili höfð til sýnis.
Myndlistarsýning bamanna var
í sýningarsal safnanna á Selfossi
þar sem voru myndir og ýmis fönd-
urverkefni sem unnin hafa verið.
Miðvikudaginn 13. apríl var fjöl-
skyldukaffí þar sem foreldrar
mættu og þágu góðgerðir. Fjöldi
fólks lagði leið sína á sýningu bam-
anna og fylgdist með öðmm liðum
dagskrárinnar sem gengist var fyr-
ir í tilefni 20 ára aftnælisins.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Margrét Guðbjörg, Málfríður Erna, Árni Grétar og Kristín Hrefna
frá leikskólanum á Asheimum komu inn á sýninguna beint af lei-
kvellinum.
TILKYNNING FRA
VERZLUNARMANNAFÉLAGI
REYKJAVÍKUR
Þeir sem mega vinna í verkfalli
V.R. í apríl 1988.
Einkafyrirtæki:
Þeir sem mega vinna eru: Eigandi, maki
og börn sem eru undir 16 ára aldri. Þó
má maki ekki vinna ef hann hefur sannan-
lega ekki framfærslu af fyrirtækinu, t.d.
ef eiginkona rekur verslun, en eigin-
maðurinn er í fullu starfi annarstaðar eða
vinnuveitandi.
Starfsmenn á skrifstofum:
Þeir sem mega vinna eru: Framkvæmda-
stjórar, starfsmannastjórar og skrifstofu-
stjórar, ef þeireru ekki félagsmenn ÍV.R.
Sameignarfélög:
í sameignarfélögum gilda sömu reglur og
í einkafyrirtækjum, en eigendur geta verið
fleiri.
Hlutafélög:
Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli,
nema arðgreiðslur til þeirra nemi hærri
upphæð en launagreiðslur frá hlutafélag-
inu til þeirra.
Verslunarstjórar:
Verslunarstjórum í stærstu verslunum er
heimilt að framkvæma eftirlit og/eða
gæslu, að fenginni undanþágu hjá verk-
fallsstjórn.
Ráðstefna um nýjar og betri leiðir í málefnum aldraðra:
Málefni aldraðra í brennidepli
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boð- forstöðumaður Hlífar á ísafirði, Páll Gíslason,
aði nýlega til ráðstefnu um nýjar og betri leiðir yfirlæknir og borgarfulltrúi og Steinunn Sig-
í málefnum aldraðra á Islandi, með auknum urðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Einnig voru
sjálfsákvörðunarrétti og nýjum, hagkvæmum almennar umræður og pallborðsumræður. Ráð-
ráðstöfunum i byggingamáium eldri borgara. stefnuna sótti á annað hundrað manna víðs
Framsöguerindi fluttu Asgeir Jóhannesson, vegar af landinu. Hér að neðan er drepið á
formaður Sunnuhlíðar í Kópavogi, Jón Adolf nokkur þeirra mála sem þar bar á góma.
Guðjónsson, bankastjóri, Halldór Guðmundsson,
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ræðir við tvo þátttakendur í ráðstefn-
unni, séra Sigurð H. Guðmundsson og Hrafn Pálsson deildarstjóra.
Nýta þarf betur fé
og eignii' sem til eru
Dregið úr áherslu á dvalarheimili, segir
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra
„VIÐ erum að velta því fyrir okkur hvernig er hægt að nýta
þá fjármuni og þær eignir sem til eru í þjóðfélaginu,“ sagði
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
aðspurður um hvers hann vænti af ráðstefnunni um nýjar leið-
ir í húsnæðismálum aldraðra. „Fjöldi aldraðra býr í húsnæði
sem hentar ekki lengur þörfum þeirra og hentaði betur yngra'
fólki. Þá er spurningin hvemig getum við komið á þessari
nauðsynlegu breytingu."
„Ég hefði talið fulla ástæðu til
að stjómvöld gæfu betri gaum
nýstárlegum leiðum Sunnuhlíðar-
samtakana í Kópavogi. Þar hefur
bankakerfið komið inn í sem virk-
ur þátttakandi, sem er mjög mikil-
vægt. Með þessu er ég ekki að
segja að hlutverki hins opinbera
sé lokið, síður en svo, það eru
mörg verk í gangi víðs vegar um
land sem hið opinbera verður að
halda áfram að stuðla að.
Dregið úr áherslu á
dvalarheimili
Ef til vill varð mesta breytingin
í þessum málum þegar fram-
kvæmdasjóður aldraðra var stofn-
aður árið 1981. Siðan var hann
felldur inn í málefni aldraðra 1982.
Nú er verið að vinna að endurskoð-
un laga um málefni aldraðra sem
falla úr gildi í lok þessa árs. Þau
drög sem fyrir liggja eru að mestu
byggð á eldri lögum en þó er þar
að fínna nokkrar breyttar áhersl-
ur. Þær eru á þann veg að við
viljum, leggja aukna áherslu á
heimaþjónustu, bæði hvað varðar
heimilishjálp og heimahjúkrun, til
að aldraðir geti sem lengst búið í
eigin íbúð, við sínar eðlilegu að-
stæður í heimabyggð og sem virk-
ir þátttakendur í þjóðfélaginu.
Breytingin er sú að það er fremur
en hitt dregið úr áherslu á dvalar-
heimilin en við teljum að hlutverk
hins opinbera sé fremur að leggja
áherálu á hjúkrunarþjónustuna
þegar heimaþjónustan dugar ekki
lengur.
Markaþarf
Framkvæmdasjóði aldraðra
tekjur
í drögunum er auk þess gert
ráð fyrir að halda Framkvæmda-
sjóði aldraðra gangandi og marka
honum tekjur. Um síðustu áramót
féll niður nefskattur sem runnið
hafði til sjóðsins með gildistöku
staðgreiðslukerfísins. Þar sem svo
mörg verkefni á vegum sjóðsins
eru enn í gangi eða óunnin tel ég
nauðsynlegt að marka honum tekj-
ur um það þarf að ná samstöðu á
næstunni. Þar hef ég í huga fund-
in verði viðmiðun, sem framlög
hins opinbera til sjóðsins verði
reiknuð út frá. Þar mætti ef til
vill miða við fjölda aldraðra á
hverjum tíma. Við sjáum fram á
að öldruðum mun fjölga, lífaldur
er að lengjast og heilsufar að
batna þannig að aldraðir geta æ
lengur dvaldið á heimilum sínum
við eðlilegar aðstæður. Því kann
að draga úr kostnaðarauka sem
fylgir breyttu greiðslufyrirkomu-
lagi þar sem ef til vill væri unnt
að draga úr þeirri áherslu sem
lögð hefur verið á dvalarheimilin.
Breyta þarf
greiðslufyrirkomulagi
Einnig er mjög mikilvægt að
breyta um áherslur í svokölluðu
vistunarmati. Þetta þarf að gera
í góðu samkomulagi við félaga-
samtök og einstaklinga sem mest
hafa lagt á sig í þessu sambandi.
En það er mjög mikilvægt að opin-
bert fé nýtist fyrst og fremst þeim
sem mesta Jiörf hafa fyrir þessa
þjónustu. Ég hef hreyft hug-
mynduym um að við breytum því
fyrirkomulagi sem nú er varðandi
greiðslur einstaklinga fyrir dvöl á
stofnunum. í dag er það svo að
tryggingakerfið greiðir fyrir dvöl
á dvalarheimili og hjúkrunarstofn-
un en dugi sú greiðsla ekki til og
einstaklingurinn hafí lífeyristekj-
ur, þá ganga þær tekjur að hluta
til greiðslu fyrir dvöl á dvalar-
heimili. Þama skapast mikið mis-
ræmi, því að þegar og ef þessir
einstaklingar lenda inni á sjúkra-
húsi þá tekur ríkið við og greiðir
allan kostnað vegna þeirra. Þá,
þegar þeir eru orðnir langlegu-
sjúklingar á hjúkrunarheimili, fara
þeir að safna sínum lífeyrissjóðs-
tekjum án þess að geta nýtt sér
þær. Mér fínnst ástæða til að
breyta þessu og hef lagt til að
tryggingakerfið taki að sér þessar
greiðslur alfarið. Hér verður að
vera breyting á, hvort sem sam-
staða næst svo um að skipa málum
á þennan veg eða einhvem ann-
an,“ sagði Guðmundur Bjamason
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra.