Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
55
leg kaflaskil í lífi manns, það voru
tímamót. Sjóndeildarhringurinn
stækkaði og annað meira, það
fæddist með manni samkennd, ekki
síst þeim sem komu úr stijálbýlinu,
það gerðist eitthvað stórkostlegt
sem greyptist í meðvitundina og vék
ekki þaðan, eitthvað sem aldrei var
uppgert, eitthvað sem enginn reyndi
að útskýra.
Með þessum línum vil ég minn-
ast þessa látna skólabróður míns
einmitt vegna þess, að alltaf þegar
við hittumst á þessum 50 árum sem
liðin eru frá veru okkar á Núpi var
það svo augljóst hvað hann átti
ríkulega þessa samkennd. Við
dvöldum sitt á hveiju landshominu
mestallan þennan tíma, hann spurði
æfinlega hvort ég hefði hitt eða
frétt af þessum eða hinum skólafé-
Iaganum.
Mér kom því ekki á óvart þegar
hann fyrir rúmum tveim árum
hringdi til mín og sagðist vera
ákveðinn í að smala saman þeim
sem hann næði til af hópnum frá
Núpi til að hittast eina kvöldstund,
spjalla saman og vera glöð. Alltof
margir höfðu þegar horfíð yfir
móðuna miklu. Fýrr en varði var
samt þessi meining komin í kring
og stefnt var á Skíðaskálann í
Hveradölum.
Hjá sumum var þetta fyrsti fund-
ur á þessum 50 árum sem liðin
voru frá samverunni á Núpi, og
veran sú var auðvitað engu lík af
fyrra lífshlaupi. Þannig fór líka að
mati þeirra sem nutu, að þetta kvöld
var heldur engu öðru líkt. Það var
hreint eins og óendanleiki himins-
ins, eitthvað eins djúpt og óskiljan-
Ieikinn.
Eitt fór ekki milli mála, þetta var
kvöld Kristjáns Guðmundssonar,
hann sá um undirbúninginn, hann
mælti fýrir hópnum, hann leiddi
sönginn, dansinn, og spjallaði af
lífí og sál. Kvöldið sannaði það að
samkennd varir lengi og er tilbúin
uppá yfirborðið hvenær sem hennar
er leitað.
Þeir sem voru í forsvari og
kenndu við Núpsskóla lögðu mikla
áhérslu á ræktun mannkosta og
virðingu fyrir lífinu í hvaða mynd
sem það var, því var samkenndin
góð.
Þannig hafa nú sköp runnið að
þetta var svanasöngur Kristjáns í
þennan hóp. Engar vangaveltur
gagna jrfir því hversvegna líf okkar
á þessari jörð er svo mislangt, aftur
á móti vil ég trúa því að ekki sé
sama hvemig deginum í gær var
varið svo sá í dag megi notast okk-
ur, ijarlægt er mér samt að vega
það til greiðslu í öðru lífi. Ég þakka
Kristjáni þessa gleðilegu stund sem
þessi hópur átti saman í forðabúri
afar sælla minninga, þannig lagði
hann morgundeginum til það sem
varir þó hann sé nú allur, mér er
nær að halda að ég mæli þar einn-
ig fyrir munn hinna sem þama
komu saman.
I annan stað minnist ég Kristjáns
sem sveitunga míns. Hann fæddist
að Brekku á Ingjaldssandi og ólst
þar upp í óvenju stómm systkina-
hópi sem öll reyndust mannkosta
fólk svo af bar. Kristján fór ekki
yfir lækinn að sækja vatnið. Hann
tók við föðurleifð sinni og hóf sitt
lífsstarf á eigin vegum sem bóndi
að Brekku. Astina sína sótti hann
rétt yfir Onundarfjörðinn, að Flat-
eyri. Hann kvæntist Árelíu Jóhann-
esdóttur 19. september 1948, sem
uppalin var í föðurhúsum á Flat-
eyri. Þeim varð 12 bama auðið og
segir það sína sögu, 10 þeirra em
á lífi, tvö létust i fmmbemsku. Öll
era bömin uppkomin og bera for-
eldrum sínum fagurt vitni.
Samtíðin hefur lengst af ekki
gert mikið úr því starfí sem er að
ala upp böm, miklu fremur hefur
hún bitnað á þeim sem þar draga
þyngstu hlössin, það er þó fólkið
sem gefur þjóð sinni mest, einstakl-
inga sem halda áfram að skrifa
söguna þegar svo er komið sem
hér. Það var fyrirhyggja að velja
börnum sínum jafn verndað um-
hverfi og Ingjaldssandurinn er. Þau
af bömum þessara hjóna sem ég
hef séð til og haft spumir af bera
því glöggt merki að heimilið hafí
einnig verið vemdað, jafnt að innri
gerð sem ytri.
Foreldrar okkar Árelíu vom ná-
grannar í Dýrafirði þegar þau vom
að eiga sín böm, með þeim á báða
vegu var einnig frændsemi. Sigríður
systir Árelíu er gift bróður Krist-
jáns, Jóni H. Guðmundssyni skóla-
stjóra, þau eiga líka stóran bama-
hóp. Það er mér sérstök ánægja
Magnea G. Magnús
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 1. ágúst 1901
Dáin 1. apríl 1988
Hún Magga er dáin. Fullu nafni
hét hún Magnea Guðrún Magnús-
dóttir. Hún fæddist í Hraunkoti í
Grímsnesi og fluttist tveggja ára
að aldri til Reykjavíkur með foreldr-
um sínum, Kristbjörgu Sveinsdóttur
og Magnúsi Magnússyni. Upp frá
því átti hún heima í Reykjavík. Hún
tengdist æskuheimili mínu Hofs-
stöðum í Garðahreppi á þann veg
að hún giftist Helga Kristmanni
Helgasyni frá Vífilsstöðum, en hann
var uppeldisbróðir móður minnar.
Ólust þau upp saman á sveitabýlinu
Vífilsstöðum í sama hreppi, en þessi
hreppur heitir nú Garðabær. Heima
á Hofsstöðum var Magnea alltaf
kölluð Magga hans Helga og held
ég að þau hafi verið mjög samrýnd
hjón, eiginlega vom þau alltaf eins
og nýtrúlofuð í mínu minni. Þau
eignuðust sex böm: Magnús, d. 1.2.
1978, Svein, d. 11.3. 1985, Helga
Kristmann, Halldór Ragnar,
Magneu Elísabet og Kristbjörgu
Sveinu.
Þegar Magga og Helgi komu í
heimsókn með bamahópinn, en það
gerðu þau oft, var hátíð í bæ. Þau
komu alltaf færandi hendi, oft með
stórgjafir, sem oft tengdust af-
mælum. En minnisstæðust em mér
bakaríisvínarbrauðin, sem þau
færðu okkur heimilisfólkinu með
kaffinu á sólríkum sumardögum og
þegar verið var í heyi. Þá var fjör
í kringum heyskapinn og öllum létt
í skapi. Svona stórheimsóknir
tíðkuðust í gamla daga, þrátt fyrir
að samgöngumar væm ekki eins
örar og í dag, en fólk hafði eitt í
ríkara mæli en nú, en það var tími.
Helgi, maður Möggu, var vél-
stjóri á togaranum Geir í Reykjavík
lengst af og var oft langdvölum að
heiman. Varð Magga þá oft að taka
ákvarðanir á eigin spýtur. Man ég
eftir því, að einu sinni mubleraði
hún upp stofuna heima hjá sér með
brúnum flauelismublum. Þetta
gerði hún að Helga Qarverandi og
þótti mér undravert hvað þetta vom
fínar mublur og hitt að hún skyldi
gera þetta ein.
Magga var falleg kona, alltaf
stillt og prúð. Og einstaklega glöð,
ég man ekki eftir henni öðmvísi.
Hún tók öllu, sem að höndum bar
með stakri ró. Þessari rósemi hug-
ans hefur hún þurft átakanlega á
að halda hin síðari ár, því að á ein-
um áratug missti hún sex ástvini.
Og þessari rósemi og heilbrigði
hugans hélt hún til dauðadags. Með
þessum fátæklegu orðum votta ég
öllum aðstandendum Möggu sem
eftir lifa, innilega samúð mína.
Sigurlaug Gísladóttir
Bergur Lárusson
Akureyri - Minning
Bergur Lámsson kaupmaður er
til moldar borinn i dag. Hann var
eftirminnilegur og sérstæður per-
sónuleiki, sem sjónarsviptir er að.
Bergur fæddist á Tjöm á Skaga
hinn 28. mars árið 1920, sonur
hjónanna Lárasar Frímannssonar
og Ámínu Ámadóttur. Þegar Berg-
ur var 10 ára gamall fluttust þau
hjón ásamt bömum sínum frá
Káifshamarsvík til Daivíkur, þar
sem þau bjuggu í Háagerði, torfbæ
upp undir Ufsafjalli, en hann eyði-
lagðist í jarðskjálftanum 1934.
Reisti Láms þá hús niðri á Dalvík,
lund og gamansamur, hann var
mikill áhugamaður um þau mál,
sem hann taldi að gætu orðið Akur-
eyri til framfara og bar glöggt
skynbragð á þjóðmál og hafði gam-
an af að ræða þau. Hann var snjall
kaupmaður og var ótrúlegt að fylgj-
ast með því, hvemig svipur hans
og yfirbragð skóverslunarinnar
breyttist eftir að hann og þau Ásta
eignuðust og tóku .við rekstri henn-
ar.
Bergur Lámsson fylgdi Sjálf-
stæðisflokknum að málum. Hann
kom mjög við sögu er íslendingur
sem enn stendur. Þessi fjölskylda
gat sér öll mjög gott orð á Daivík.
Bergur átti við mikla vanheilsu
að stríða á uppvaxtarámm sínum,
en hann var þeirrar gerðar að erfíð-
leikamir stældu hann, svo að hann
braust úr fátækt til bjargálna og
kom víða við í lífshlaupi sínu. Ég
kynntist honum eftir að hann hafði
fest kaup á skóverslun MH Lyngdal
á Akureyri 1970 og skaust stundum
þangað inn í kaffísopa til að leita
frétta eða fá góð ráð, eftir því sem
iá «íóð.i iBergur vár jafnan Jéttur í i
var endurreistur á haustdögum
1973 ásamt ýmsum öðmm góðum
mönnum og lagði þá mikið starf
af mörkum
Bergur hafði alia tíð mikið yndi
af því að skjótast á sjóinn þegar
færi gafst. Hann lét sig málefni
smábátasjómanna mjög varða og
var formaður smábátafélagsins
Varðar.
Þau Bergur og Ásta Tryggva-
dóttir kona hans vom mjög sam-
hent og samrýnd- Þau byggðu sér
sumarbústað í; Sörlatungu í Hörgí l
árdal, þar sem þau átti sér sælu-
reit, sem þau hurfu til að loknu
daglegu amstri. Þar hafa þau unnið
mikið ræktunarstarf, enda höfðu
þau unun af slíku eins og heimili
þeirra ber vott.
Nú er þungur harmur kveðinn
að Ástu og Gísla, sem unnið hefur
að rekstri MH Lyngdals með for-
eldrum sínum. Þessar línur bera
þeim innilegar samúðarkveðjur frá
okkur hjónum. Guð blessi minningu
Bergs Lámssonar. 11. ,-j .
ea insa iniatj mu Halldór Blöndal .
að vita þennan glæsilega afkom-
endahóp stækka svo mjög frænd-
garð minn. Þetta er fólk sem kemur
til með að þétta þau göt sem mað-
ur sjálfur varð oft og tíðum að láta
sér nægja að horfa í gegnum.
Þrátt fyrir farsællega unninn dag
var engin kvöldkyrrð sest að Krist-
jáni, hann tilbað lífíð og vildi halda
áfram að þjóna því eins og hann
hafði jafnan gert. Hann var ræktun-
armaður til munns og handa. Vann
ótrauður að þeim hugsjónum sem
í heiðri vom hafðar svo mjög í
Núpsskóla, manngildið ofar öðm.
Hæfíleikar hans biðu ótrauðir eftir
að skipta frá erli æfistarfsins til
hugðarefnanna sem þurft höfðu hjá
honum sem fleiram að víkja til hlið-
ar í einhveijum mæli.
Saga hans er ekki einstæð nema
fyrir þá sem deildu lífi sínu með
honum, þeirra saga verður áfram
hans.
Ég þakka gömul og ný kynni við
þetta ágætis fólk og votta konu
Kristjáns, bömum og öllum að-
standendum samúð mína og minna.
Jónína Jónsdóttir
Nú þegar Kristján bóndi er geng-
inn til hinstu hvíldar eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm er okk-
ur ljúft og skylt að færa honum
þakkir fyrir góð og þroskandi kynni.
Kristján var fæddur á Brekku á
Ingjaldssandi við Önundarfjörð,
sonur hjónanna Guðrúnar Magnús-
dóttur og Guðmundar Einarssonar
bónda og refaskyttu þar í sveit, en
um Guðmund hefur Teodór Gunn-
laugsson frá Bjarmalandi skrifað
bókina „Nú brosir nóttin".
Kristján kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Árelíu Jóhannesdótt-
ur, 19. september 1948, dóttur
hjónanna Jónu Sigurðardóttur og
Jóhannesar Andréssonar, sjómanns
frá Flateyri.- Kristján og Árelía
eignuðust 12 böm, en tvö létust í
bemsku. Það hefur trúlega oft ver-
ið erfitt hjá þeim að sjá fyrir upp-
eldi 10 bama en kærleikann eða
umhyggjuna hefur ekki skort, því
öll em þau mannkosta fólk, en þau
em: Eygló, gift Guðmundi Emils-
syni, Guðrún, Elísabet, gift Odd-
bimi Stefánssyni, Guðný, gift Sig-
urði Ringsted, Guðmundur, sambýl-
iskona hans er Elín Gylfadóttir,
Jóhannes, sambýliskona hans er
Halldóra Sigurðardóttir, Kristján,
Finnbogi, sámbýliskona hans er
Magnea Guðmundsdóttir, Helga
Dóra, gift Ásvaldi Magnússyni, og
Halla Signý, gift Sigurði Sverris-
syni. Barnabömin em orðin 17.
Kristján var mikill unnandi
íslenskrar náttúm og átti auðvelt
með að koma orðum að þeim hug-
hrifum er hún hafði á hann. Krist-
ján hafði ferðast töluvert um landið
og var aðdáunarvert hve vel hann
þekkti sveitir þess og sögu, enda
var hann ættfróður maður með
ágætum. Kristján var vel mælskur
og var unun að-hlýða á sögur frá
því hann var á togumm á yngri
ámm eða aðrar frásögur úr lífi
hans og starfí, svo lifandi og mynd-
rænar að þeir er á hlýddu vorii
nánast orðnir þátttakendur. Einnig
flutti hann hinar ágætustu tækifær-
isræður blaðalaust. Kristján var
mikill og góður félagsmálamaður
og var valinn til margra trúnaðar-
starfa fyrir sveit sína og stétt.
Hann var drengskaparmaður til
orðs og æðis og var ekki maður sem
tranaði sér fram, heldur valinn af
samferðamönnum sínum sakir
mannkosta.
Oft var glatt á hjalla þegar safn-
ast saman var sumarkvöldin fögur
heima í stofunni á Brekku, gítarinn
tekinn upp og sungið og spilað. En
söngurinn var og er þeim í blóð
borinn hjónunum Árelíu og Krist-.
jáni og börnunum. Ég er þess full-
viss að Árelía hefði náð langt í söng-
listinni hefði hún fengið tækifæri
eða haft aðstöðu til söngnáms. Við
minnumst þess hve gleðin geislaði
af Kristjáni á þessum góðu stundum
og hve hann gaf öðmm af gleði
sinni. Ef erfiðleikar steðjuðu að bar
hann þá ekki á torg, og flíkaði ekki
tilfinningum sínum ef hann átti
undir högg að sækja. Er það trú
okkar að stundum hafi það verið
þungur baggi að bera. En sam-
heldni ijölskyldunnar er fádæma
góð, og vitum við að það hefur
veitt honum mikinn styrk á erfiðum
stundum.
Við munum minnast Kristjáns
tengdaföður okkar með virðingu og
þakklæti og biðjum góðan guð að
styðja og styrkja Árelíu, tengda-
móður okkar.
Fyrir hönd tengdabarna,
Sigurður B. Ringsted
Gunnar Dagbjartur Guð■
mundsson —
Fæddur 1. júll 1912
Dáinn 2. apríl 1988
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lðnd.
Sú ströndin stijála og auða
er stari ég héðan af,
er ströndin striðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
(Vald.Briem)
Ef ég ætti að gefa lýsingu á
manni sem hafði hina góðu eigin-
leika huglífsins, laus við alla yfír-
borðskennd, hrekklaus, orðvar og
vel greindur, þá get ég tvímæla-
■laust nefnt Gunnar Dagbjart Guð-
mundsson 6em nú hefur kvatt hina
skammvinnu stund jarðlífsins. Ég
hef þá trú að hann sé nú kominn
yfir á það tilvemsvið sem sálma-
skáldið á við í þessum sálmi sínum,
þar birtist von og trú á framhald
lífsins, á æðra tilverasviði.
Kunningsskapur minn við Gunn-
ar heitinn byijaði löngu áður en
hann gerðist vistmaður í Víðinesi.
Við unnum oft saman við hafnar-
vinnu og á ýmsum stöðum. Harð-
skeyttari manni hef ég sjaldan unn-
ið með en honum, það tímabil sem
ég hafði fullan áhuga á vinnu, en
hann átti að baki sér margfalt fleiri
starfsár en ég. Nú síðastliðin sjö
ár hef ég oft komið í Víðines og
talaði þá stundum við hann, en
dagar koma og dagar enda, það er
hinn raunvemlegi gangur jarðlífs-
ins en saknaðartilfínningin er ekki
það sem við getum búið til sjálf,
■ hún- my ndast aðeins ef sá sem kveð-
Kveðja
ur var okkur hlynntur og samhliða
því hugarfarslega hreinn, en það
var Gunnar Dagbjartur Guðmunds-
son tvímælalaust. Blessuð veri
minning hans.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gröa í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjl
(Vald.Briem)
Þorgeir Kr. Magnússon
Blómœtofa
Ftíðfinns
Suöurtandstjraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tii kl. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar við ðll tilefni.
Gjafavörur.