Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
56
Kveðjuorð:
Sigurður Jónsson
Fæddur 29. febrúar 1912
Dáinn 16. apríl 1988
Ég var staddur ásamt stórum
hópi bakara og eiginkonum þeirra
á sýningu í Heming í Danmörku
er ég fékk þær fréttir að meistari
minn hefði dáið aðfaranótt laugar-
dagsins 16, apríl hjá systur sinni í
Keflavík. Ég heimsótti hann á
Landspítalanum á skírdag, og var
hann þá óðum að ná sér, eftir
hjartaáfall. Á lífsleiðinni kynnist
maður einstaklingum sem hafa af-
gerandi áhrif á ævi manns. Ég var
15 ára, er við Sigurður kynntumst
fyrst og ég þá hjá Byggingarfélag-
inu Brú, sem Sigurður var hluthafí
í. Sigurður hafði keypt steinofn af
Náttúrulækningafélagsbakaríinu í
Tjamargötu sem þá var hætt starf-
semi sinni og þurfti að koma ofnin-
um í burtu.
Hann kom og fékk fáeina stráka
til liðs við sig frá Brú og eftir það
var fastmælum bundið, að ég kæmi
til hans sem lærlingur í bakaraiðn
þá um haustið.
Margt annað lærði ég hjá Sig-
urði en bakstur, sem reynst hefur
mér vel á lífsleiðinni. Hann var
duglegur verkmaður, stundvís,
heiðarlegur og mátti ekkert aumt
sjá án þess að rétta fram hjálpar-
hönd.
Sigurður var glaðvær og hafði
gaman af strákapörum, mér em
minnisstæðar margar góðar stundir
með honum í vinnu og sundi, en
sund stundaði Sigurður á hveijum
degi í tugi. ára.
Að lokum vil ég þakka Sigurði,
fyrir það sem hann kenndi mér og
veit, að við eigum eftir að hittast
‘aítur á æðra tilverustigi.
Ég og fjölskylda mín vottum
Sæmundi, fjölskyldu svo og öðrum
aðstandendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Evert Kr. Evertsson
Mig langar í örfáum orðum að
minnast vinar míns Sigga sem
kvaddi þennan heim aðfaranótt 16.
apríl sl.
Ég kynntist honum fyrir 20 árum
þegar ég byrjaði að vinna hjá hon-
um í Bakaríinu Austurveri. Hann
tók mér vel frá upphafí og alltaf
var gott að vinna hjá honum. Kon-
an mín Pálína byijaði að vinna hjá
honum 1972 og vann í nokkur ár,
einnig hafa næstum öll mín böm
unnið hjá honum í nokkum tíma.
Alltaf var hann mjög góður við mig
og mína fjölskyldu og bömunum
mínum þótti alltaf mjög gaman að
fara með mér upp í bakarí og hitta
Sigga.
Siggi var mjög góður maður, allt-
af mjög glaðlegur og góður við alla
og vildi hjálpa öllum sem þurftu á
hjálp að halda. Og þegar ég fór út
til London í hjartaþræðingu þá
veitti hann fjölskyldu minni mikinn
stuðning á þessum erfíða tíma.
Hann var alltaf með annan fótinn
í bakaríinu því það var hans líf að
hugsa um bakaríið.
Ég mun ætíð minnast Sigga með
virðingu og með þakklæti fyrir að
hafa kynnst honum og unnið með
svo mikilhæfum manni. Ég og fjöl-
skylda mín kveðjum Sigga með
miklum söknuði og þakklæti fyrir
langt samstarf og vottum Sæmundi
syni hans, konu, bömum og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Kaj Nielsen og fjölskylda
„Þú áttir vinur létta og glaða lundu
þú lífið öðrum gjörðir hlýtt og bjart.
En nú finnst þeim, sem áður með þér undu,
að yfir grúfi næturmyrkrið svart.
Þér þótti vænt um alit hið hreina' og háa,
en helst um það, sem lyftir mannsins sál,
úr heimi burtu héðan frá því lága
til hæða, það er söngsins töfra mál.
Þú lifir ofar döprum jarðardölum
á dauðans rúnum glögg nú veistu skil,
úr himins ofan glæstum sólar sölum
þú sendir kveðju frænda’ og vina til.
Þinn andi lifir ofar skýi háu
en allt á jörðu er dapurt kyrrt og hljótt
þar holdið geymist undir leiði lágu
og litla blómið hvíslar, góða nótt!
(GÞG í „Æskunni".)
Með örfáum orðum langar mig
að minnast elskulegs vinar okkar,
Sigurðar Ó. Jónssonar.
Óllum fínnst okkur sárt að þurfa
að kveðja þá sem okkur þykir
vænt um, en þegar minningamar
eru eingöngu ljúfar og góðar er
maður svo þakklátur að hafa feng-
ið að kynnast og eyða stundum
með svo einstökum manni sem
Sigurður var.
Hvar sem hann var ríkti glað-
værð og gleði og jákvætt hugarfar
var hans séreinkenni.
Þrátt fyrir hans veikindi, sem
hann gerði ekki mikið úr, lét hann
sig ekki vanta í Sundlaugarnar,
þar sem hann átti sínar góðu
stundir með vinum og kunningj-
um. Bakaríið hans átti hug hans
allan og var hann þar, þar til
síðasta þrekið þraut, „bara að
baka pínulítið", eins og hann sagði
sjálfur.
En nú er hann allur, og kominn
tii Jónu sinnar sem hann elskaði
svo heitt.
Sæmundi syni hans og fjöl-
skyldu og öðrum aðstandendum
votta ég dýpstu samúð.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
kæran vin með söknuði.
Blessuð sé minning Sigurður
Ó. Jónssonar.^
Ólöf Antonsdóttir
og fjölskylda.
f dag verður til grafar borinn
Sigurður Ó. Jónsson bakarameistari
einn af elstu og dyggustu félögum
í Landssambandi bakarameistara.
Sigurður fæddist og ólst upp í Vest-
mannaeyjum. Hann fékk snemma
áhuga fýrir bakaraiðn og tók aðeins
nítján ára gamall sveinspróf, frá
Magnúsi Bergssyni í Magnúsarbak-
aríi í Vestmannaeyjum. Strax að
því loknu fór hann til tveggja ára
framhaldsnáms í iðn sinni til Dan-
merkur. Eftir heimkomuna 1933
starfaði hann hjá Alþýðubrauðgerð-
inni til ársins 1942, er hann stofn-
aði, ásamt Eðvaldi Bjamasyni
Höfðabakarí, og Hlíðarbakarí fjór-
um árum síðar.
Árið 1935 kvæntist hann Jónu
Sæmundsdóttur sem lést í maí
1985, og eiga þau einn son Sæ-
mund bakarameistara, og ásamt
honum stofnaði Sigurður síðan
Bakaríið Austurver Stigahlíð árið
1959, og Bakaríið Austurver Háa-
leitisbraut árið 1967.
Sigurður var einn af stofnendum
Landssambands bakarameistara,
og afar virkur og tryggur félagi
þar. Hann stóð einnig að stofnun
Rúgbrauðsgerðarinnar, Sultu- og
efnagerð bakara og Eggjabús bak-
arameistara og var einatt í farar-
broddi hvað varðaði allar nýjungar
innan stéttarinnar.
Fáir eða engir hafa útskrifað jafn
marga bakarasveina, og séð þannig
stéttinni fyrir nýjum kröftum.
Ég var sjálfur svo heppinn að
njóta leiðsagnar hans og kunnáttu,
og er einn af þeim flölmörgu bökur-
um, sem Sigurður uppfræddi og
útskrifaði á sínum starfsferli. Við
lærlingar hans kynntumst einstakri
vinnusemi hans, ósérhlífni og góðu
skapi, og á milli okkar hefur ætíð
síðan ríkt innileg vinátta.
Ég vil persónulega og fyrir hönd
félaga okkar í Landssambandi bak-
arameistara votta Sæmundi og fjöl-
skyldu hans innilega samúð. Við
sjáum nú á bak góðum og glöðum
félaga, sem við minnumst með eftir-
sjá og virðingu.
F.h. Landssambands
bakarameistara, Haraldur
Friðriksson formaður.
Genginn er til náða, okkar ein-
lægi vinnuveitandi, starfsfélagi og
sanni vinur. Okkur starfsfólki í
bakarríi Sigurðar heitins setur
hljóða, við trúum vart slíkri hel-
fregn, þar sem við sjáum fyrir okk-
ur slíkt skarð ófyllt í hugum okkar.
Sigurður heitinn gekk ekki heill til
skógar, það var okkur fullkunnugt
um.
Á leið lífsins getur brugðið til
beggja vona við hvert eitt fótmál.
Samt sem áður verður slík fregn
sem þessi, ávallt reiðarslag. Minn-
ingar hrannast upp, atburðir, atvik
frá liðnum dögum, liðnum tíma
skjóta upp. Okkur starfsfólki er
sannarlega ljúft að minnast þessa
manns, slíks drengs, góðmennis, en
það er erfítt í fátækum orðum að
festa í blað kynni, vináttu, sam-
starf og ekki síst umhyggju Sigurð-
ar heitins við starfsfólk sitt, slíkt
var hjartalag hans. Þá viljum við
geta þess sem einkenndi hann í
daglegu fari, og er hverjum mikil
náð er hlýtur slíka vöggugjöf úr
hendi Guðs. Su gjöf var lundarfar
hans, gleði og gáskarík lund. Þegar
hæst bar sindraði af honum eins
og af geislum sólar. Þegar kemur
að kveðjustund er okkur þakklæti
efst í huga, til þess er öllu jarðlífí
ræður fyrir að hafa fengið að starfa
fyrir svo elskulegan húsbónda sem
við söknum nú.
Elsku Sæmundur, Snæfríður og
börn við biðjum ykkur guðs blessun-
ar á þessum erfíðu tímamótum.
Starfsfólk Bakaríinu
Austurveri
Okkur hjónin langar til þess að
minnast í fáum orðum góðs vina-
fólks, þeirra hjónanna Sigurðar
Ó. Jónssonar og Jónu Þórunnar
Sæmundsdóttur. Þau voru okkar
bestu vinir, á milli okkar ríktu
óijúfanleg vináttutengsl allt til
lokadægra. Jóna Þórunn lést árið
1985, en Sigurður 16. apríl 1988.
Jóna Þórunn var fædd 20. júlí
1916. Foreldrar hennar voru Sæ-
mundur Þorsteinsson frá Vatns-
dalshólum í Mýrdal og Guðrún
Marsibil Jónsdóttir frá Eiði í Garði.
Guðrún móðir Jónu var dóttir hjón-
anna Jóns Ólafssonar og Þórunnar
Bjömsdóttur. Systur átti Jóna er
Margrét heitir, hún er fædd 9.
júní 1914.
Sigurður var fæddur 28. febrú-
ar 1912 í Vestmannaeyjum. Sem
Minning:
Ásgeir G. Sigurðsson
frá Bæjum
Fæddur 7. október 1917
Dáinn 25. mars 1988
Hann kom hér í sumar, hann
Geiri frá Bæjum, en svo var hann
jafnan kallaður frá yngstu tilveru
sinni af vinum öllum og kunningjum
og allar götur til síðasta dags. Hann
kom hingað með bílinn sinn með
Djúpbátnum á leið sinni suður.
. Skrapp útí Unaðsdalskirkjugarð, til
að huga að og laga leiði foreldra
sinna, kom við hjá Salbjörgu á
Lyngholti og borðaði þar, kom svo
hingað og sagðist bara vilja soldinn
kaffisopa. Brosmildur, bjartur og
hlýr í öllu viðmóti eins og jafnan
spjallaði hann við okkur, af þeim
innileika og viðmótsþýðu sem hon-
um var jafnan lagið, og svo sannar-
lega skildi hann eftir í vitund okkar
þá uppljómun gamalla kynna og
einlægra samskipta allra, sem lengi
mun í vitun okkar geymast, og þar
var eins í bænum, hann skildi eftir
iþá heiðríkju, sem virkaði sem
geislablik í tilveru allri. Þetta urðu
svo hans hinstu spor hér um fornar
feðraslóðir, sem engum gat þá til
hugar komið, að svo yrði stutt til
síðustu stundar iífs hans á jörðu
hér.
Ásgeir Guðmundur Sigurðsson
var sonur Sigurðar Ólafssonar,
bónda hér í Bæjum, og konu hans,
Maríu Ólafsdóttur. Hann ólst upp
hér í Bæjum í stórum systkinahópi,
glaður við sitt og tilveru alla, og
þó margbýlt og fjölmennt væri þá
hér á bæjunum var einstakt hvað
allt sambýli var hér bjart og vina-
legt hjá ungum sem öldnum. Það
var eins og allir væru sem ein kær-
leiksrík fjölskyida í öllu dagfari sínu
og öllum þætti í raun og veru vænt
um alla.
í raun var það tilvera þeirra sem
á þeim árum litu ljós þessa heims,
þar sem Ásgeir ólst upp, í sveitum
þessa lands, að taka hverju því sem
að hendi bar til að framfleyta
lífsþörfum sínum. Þá sáu unglingar
ekki aura til neinna sinna lífsins
þarfa, heldur urðu að skapa sér það
af eigin hugviti og framsækni. Að
slá grasið með orfí og ljá, raka á
reipin og vinda hey á klakk, sitja
hjá kvíám og smala fé, róa til fískj-
ar með árinni einni, og sigla byr í
björtu leiði, en þó oft að nauðbeita,
og við baming að etja þar til landi
að ná.
En þessum systkinum öllum var
gefínn sá meðfæddi eiginleiki í
vöggugjöf, að lagnin og snilldin var
þeim svo í blóð borin, hverju og
einu, að í höndum leirra lék listin
við hvert það verk sem þau gáfu
sig að. Man ég löngum þá listrænu
hæfíleika, sem þessum bræðrum
vóru svc eiginlegir, og þó talið
væri að Ásgeir hefði lært jámsmíði
í skipasmíðastöð M. Bemharðsson-
ar á ísafirði hefði eins mátt segja,
að hann hefði getað kennt öðrum
það, sem hann átti að læra, enda
þótt æfíngin skapi á allan máta
kunnáttu og leikni. En fjórir þeirra
bræðra lærðu einmitt hjá MarzeK-
usi, Ásgeir jámsmíði, en hinir þrír
skipasmíði, einn sem allir áttu það
sameiginlegt, að vera búnir að
vinna þar lengi áður en til lærdóms
voru taldir, nema Ásgeir byrjaði þar
svo til strax sem nemandi, en lær-
dómurinn snerist allur um það að
afla sér réttinda í hverju fagi, því
kunnátta án réttinda var er tímar
liðu lítils metin.
Man ég vel er Ásgeir kom í smiðj-
una hjá Massa, er rauðglóandi jám-
ið dengdi hann af þeirri list, að oft
var unun á að horfa, vann ég þá
hjá Marzelíusi um tíma við skipa-
smíði og oft þurftum að koma í
smiðjuna til Geira með eitt og ann-
að að vinna úr, og ávallt var þar
sama broshýra svipnum að mæta
og mildum og hlýjum samskiptum
öllum. Var oft unun á að horfa
marga þá vandgerðu hluti, sem
honum vom í hendur faldir í öllum
sínum kúnstarinnar gerðum, en
aldrei skildi þar hver sá hlutur frá
gengin vera að ekki passaði ná-
kvæmlega í legu sinni og gerð allri
svo sem best mátti.
En þótt eidsmíðin væri Ásgeiri
leikur einn og list var ekki síður
vandgerð öll sú völundarsmíð í þeim
margbreytilegustu gerðum öllum,
sem plötu- og jámsmíði, rafsuðu
og ótrúlegustu uppákomur til-
heyrðu því starfi, sem Ásgeir vann
að í Skipasmíðastöð Marzelíusar.
Vissi ég að Marzelíus mat Ásgeir
mikils og þótti óhætt að trúa honum
til allra þeirra vandasömu verka
sem hveiju sinni uppá féllu til úr-
lausnar í tilbrigðum daganna, vissi
ég einnig að með þeim ríkti verð-
skuldað og gagnkvæmt traust og
vinátta, enda vann Ásgeir þarna
samfellt um 40 ára skeið, en síðustu
árin flutti hann sig svo í hið stóra
og umfangsmikla fyrirtæki Pólinn
á ísafírði.
En fyrir utan listina með eldinn,
jámið og stálið í öllum sínum marg-
breytilegu sköpunarverkum, átti þó
Ásgeir ekki síður aðra listgáfu
umtalsverða og öfundsverða, en það
var hinn meðfæddi sönghæfíleiki
hans. Var hann bæði í Karlakór
Isafjarðar, _ Sunnukómum og
Kirkjukór ísafjarðarkirkju. Var
hann oft fenginn hér um Djúp til
að syngja við jarðarfarir, en í söng
hans virtist ótakmarkaður kraftur,
mildur, þýður og tær. Raddstyrkur
hanns bergmálaði sem jötunefldur
unaður, sem nær gat dáleitt mann
í unaðsmildum töfrabjarma, og lyft
huganum til æðra veldis i draum-
kenndum munaði, svo allt annað
varð að engu í knngum mann þá
stundina.
En hér, sem endranær, féll eplið
ekki langt frá eikinni, því faðir
hans var söngmaður mikill og for-
söngvari í Unaðsdalskirkju meðan
hans naut við hér í sveit.
Ásgeir svelgdi í sig sagnfræði
og sögu, á sínum yngri árum, stál-
minnugur og greindur vel, enda
skemmtin í frásögn um sögu lands
°g þjóðar og ýmissa þeirra þátta,
sem markverðir þóttu í sögu liðinna
alda. Gamansamur og glettinn í
góðra vina hópi og alltaf hinn sami
drengur í umgengni allri og bar
með sér léttan blæ, sem lýsandi
geisla um vegferð hans alla. Og um
verkin hans þurfti ekki að tala.
Væri sagt að Geiri í Bæjum hefði
þar við sögu komið voru þau inn-
sigluð í þann ramma, sem ekki
þurfti um að efast, að vel myndi
duga.
Nemandi í Reykjanesskóla varð
Ásgeir fyrstu ár hans hér í Djúpi.
Mátti segja að hann og aðra ungl-
inga hér við Djúp þyrsti í námsað-
stöðu, sem ekki hafði verið hér um
að ræða með viðráðanlegu móti,
enda tóku við sér í lærdómi öllum
með þeim eindæmum gagns og
þroska, að tiltekið var, enda varð
það veganesti þeim dýrmætur sjóð-
ur um veg þeirra allan.
Það var hádegi hamingju hans
og sólblik um veg hans allan er
hann gekka ð eiga Onnu Hermanns-
dóttur Hermannssonar og konu
hans, Salóme Gunnarsdóttir, á
Svalbarði í Ögurvík, þeirra dreng-
skapar og dugandi hjóna, enda sam-
búð þeirra allar götur verið þeim
sem dans á rósum í öllum samskipt-
um þeirra á lífsleiðinni. Gengu þau
í hið heilaga hjónaband 30. október
1941 og hafa átt heimili sitt á