Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 að láta hana verða henn- ar vör. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Hver er skýringin í dag að þú kemur seint til vinnu? Með morgunkaffinu Ég hef verið að velta því fyrir mér hví hann hafi keypt kylfuna? Um bjórinn og nýju umferðar- lögin Til Velvakanda. Enn er bjórmálið á ferðinni. Það er búið að eyða löngum tíma í það mál og það var samþykkt í neðri deild. Ekki fá þeir neitt þakklæti frá mér sem voru með því frum- varpi. Þið hafið gleymt bölinu og erfiðleikunum sem þjóðin á í stríði við, áfengisneyslu og eiturlyf. Er þetta ekki nóg þó ekki sé farið að leyfa bjór? Réttara hefði verið að takmarka bjórleyfi ferðafólks og leyfa svo sem fjórar til fímm dósir á mann. Eða banna bjórinn alveg — þá hefði verið hægara að fylgj- ast með smygli. Já, þjóðin hefur liðið mikið fyrir ölæði því flestir glæpir eru gerðir í ölæði. Ég ætla ekki að fjölyrða um það því almenningur veit allt um þessi mál. Ég er ekki fanatískur og get vel tekið staup en það er með gætni og með góðum. félögum. En það eru ekk'i allir sem kunna að fara með þennan drykk. Nú á efri deild eftir að fjalla um þetta bjórmál og það eru skoðunar- góðir menn og hugsa um velferð þjóðarinnar, og munu fella það. Þeir hafa gert það fyrr. Ég má til með að minnast á nýju umferðarlögin. Ég er hlynntur bílbeltanotkun, þó það geti verið hættulegt að vera spenntur í belti ef bíll fer í sjó eða í á. Þá er hætt við að verði dauðsföll. En ég er ekki eins ánægður með ljósanotkun alltaf er bíll er settur í gang, sem þingmaðurinn Salóme Þorkelsdóttir kom á. Því það eru allir góðir bílstjórar sem fara eftir aðstæðum hverju sinni. Oþarft er að nota ljós þegar sólin er skærust, þá ber lítið á ljósunum. Óþarfí var að setja lög um stöðuga ljósanotkun allt árið. Það hefði mátt hafa þrjá til fjóra mánuði um hásumarið ljóslausa, því hætt er við að ljósanotkun á þeim tíma dragi lítið úr slysunum. Það er hraðinn og vitleysan sem veldur slysunum. Það er skrítið að sjómenn þurfí ekki einnig' ljós því það er slökkt á vitum í þijá til íjóra mán- uði á sumrin. En fastalandið þarf ljós. Já, það er ekki nóg að komast á þing. Menn verða að vera gætnir í hugsun og samvinnuþýðir. Það er Til Velvakanda. Nokkrar fyrírspumir til H.Í.K. um kennslulyktir kennara þar sem engan hefi ég hitt sem hefur svar á reiðum höndum við eftirfarandi spurningum. 1) Kennari sem varð sjötíu ára 10. janúar 1988 - hvenær ársins verður hann að hætta kénnslustörfum hjá ríkinu í síðasta lagi? 2) Kennari sem verður sjötíu ára 2. september 1988 - hvenær ársins verður hann að hætta störfum í síðasta lagi. of mikið sett af lögum sem eru til lítilla bóta. 3) Kennari sem verðu sjötíu ára 30. desember 1988 - hvenær ársins verður hann að hætta störfum í síðasta lagi. 4) Er ekki almenna reglan sú að ríkisstarfsmaður verði að hætta störfum á því almanaksári sem hann verður sjötugur en hann ræð- ur hvenær ársins hann hættir eftir sjötugt? Gildir þá ekki sama regla um kennara og aðra ríkisstarfsmenn? Gunnar Finnbogason, skólastjóri. Ingimundur Sæmundsson Fyrirspurn til H.Í.K.: Gildir ekki sama regla um kennara? HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Nú stefnir í það, að Borgarleik- húsið verði opnað haustið 1989. Það verður mikill viðburður í menningarlífi Reykvíkinga og raunar þjóðarinnar allrar og þá ekki síður í langrj sögu Leikfélags Reykjavíkur. Borgarleikhúsið er myndarleg bygging og yfirleitt sýnist fólk vera ánægt með útlit hénnar, hvað sem á eftir að verða, þegar inn kemur. En að einu leyti hafa borgaryfírvöldum verið mis- lagðar hendur við þessar fram- kvæmdir. Hvernig í ósköpunum stendur á því að það hefur verið þrengt svo mjög að þessari bygg- ingu, sem raun ber vitni? Það fer ekkert á milli mála, að einu húsi er ofaukið á milli Borgar- leikhússins og Kringlunnar. Þar komast ekki fyrir þau hús, sem þar eru í byggingu. Afleiðingin er sú, að umhverfi Borgarleikhússins verður alls ekki eins skemmtilegt og orðið hefði, ef húsi hefði ekki verið troðið alveg upp við leik- húsið. Hver ber ábyrgð á þessu? Hvers vegna er þetta gert? Það er hörmulegt að veija svo miklum fjármunum, sem ganga til bygg- ingar Borgarleikhússins og sitja uppi með umhverfi, sem hæfir alls ekki þessu dýra húsi. XXX Fréttamenn Stöðvar 2 hafa leið- inlegan sið, þegar þeir eru að lesa fréttir. Þegar einn þeirra vísar til annars, byijar sá hinn sami nánast alltaf á því að segja: já (!) o.sv. frv. Þetta minnir Víkveija á ósið, sem tíðkaðist um skeið í Dag- blaðinu gamla, þegar nánast allar fréttir byijuðu á beinni tilvitnun í viðmælanda blaðsins og þær byij- uðu alltaf á annaðhvort ,já“ eða „nei“ ! Ef fréttamennirnir halda, að þessi eilífu já hljómi vel í frétta- lestri er það hinn mesti misskiln- ingur. xxx Víkveiji hefur nokkrum sinnum hvatt forráðamenn Listahá- tíðar til þess að’ fá óperusöng- konuna Editu Gruberovu, sem syngur við Vínaróperuna til þess að koma hingað á Listahátíð. Þessi frábæra söngkona er þessa dagana að slá í gegn í Covent Garden 5 London og gagnrýnandi eins Lund- únablaðanna hafðj þau orð um, að hún væri snillingur á sínu sviði. Samkvæmt upplýsingum Víkveija háir það forráðamönnum Listahá- tíðar mjög, að þeir eru einungis valdir til tveggja ára og geta ekki skuldbundið Listahátíð til lengri tíma, en listamenn á borð við Grub- erovu og aðra í þeim flokki eru búnir að binda sig nokkur ár frám í tímann. Þessu þarf að kippa í lag. j ÍfLWfiÓa 10 3TU^d í/íffl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.