Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
63
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
/ \e i/^vwí u USft/ 'U If
Þessir hringdu . . .
Ráðhúsið rétt staðsett
Gestur gamli hringdi:
„Ég tel að ráðhúsið sé rétt stað-
sett við Tjömina, þama miðsvæð-
is er kjörinn staður fyrir ráðhús.
Ráðhúsið mun ekki spilla Tjöm-
inni heldur verða heíini til vemd-
ar. Hugmyndaflugið hefur farið
út í öfgar hjá mörgum og hafa
heyst fáránlegustu tillögur um
ráðhúsið, s.s. að byggja það í
Breiðholti eða í Öskjuhlíð. Það var
rétt hjá borgarstjóra að taka ekki
mark á slíkum tillögum. Ég tel
að dugur,-dáð og dregnskapur
hafi einkennt störf Davís Odds-
sonar alla tíð.
Vandað efni í Stundinni
okkar
Islensk kona sem búsett er er-
lendis hafði samband:
„Ég hef fylgst með bamaefni
í erlendum sjónvarpsstöðvum og
einnig hér á landi og hefur það
komið mér skemmtilega á óvart
hversu Ríkissjónvarpið stendur
sig vel að þessu leyti. Það er sérs-
taklega vandað efni í Stundinni
okkar enda sitja krakkamir eins
og límdir fyrir framan sjónvarpið
meðan hún stendur yfir. Ég vil
þakka umsjónarfólki þáttarins
fyrir vel unnið bamaefni."
Slæm umgengTii
R.S. hringdi:
„Ég varð vitni að því um dag-
inn þegar ég ók eftir Ármúlanum
að ökumaður kastaði tómri öldós
út um gluggann á bíl sínum og
lenti hún í götunni. Þetta fínnst
mér alveg forkastanlegt, að fúll-
orðinn maður skuli haga sér
svona. Það er stundum sagt að
það séu bara krakkar sem kasta
rusli á almannafæri en þama var
um fullorðinn mann að ræða. Ég
trúði varla mínum eigin augum.
Svona mönnum þyrfti að kenna
mannasiði."
Kettlingur
Kettlingur fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 39289.
Læðu vantar heimili
Litla fallega tveggja ára gamla
læðu bráðvantar gott heimili
vegna flutnings eiganda af
landinu. Ef einhver vill aumka sig
yfir hana er síminn 13119 eftir
kl. 18. Hildigunnur.
Winter-hjól
Rautt og hvítt Winter-hjól
hvarf frá Kaplaskjólsvegi 89 fyrir
skömmu. Þeir sem orðið hafa var-
ir við hjólið eru vinsamlegast
beðnir að hringja.í síma 18580.
Kvengullúr
Kvengullúr fannst sl. föstu-
dagsmorgun við Arnarhól. Upp-
lýsingar í síma 19300, innan-
hússíma 144, að deginum eða
24426 á kvöldin.
Gleraugu
Spangargleraugu töpuðust við
Laugaveg föstudaginn 15. apríl.
Finnandi er vinsamlegst beðinn
að hringja í síma 82771.
Fyrirgefning og vald
Til Velvakanda.
Ég heyrði Sigurbjöm Einarsson
biskup nota þessi tvö orð í þætti
síhum „Spumingum svarað" er
hann svaraði spumingum Sigurðar
Líndal fimmtudaginn 27. mars um
sakramenti kirkjunnar, kaþólskrar
og lútherskrar. Ég hlýddi á svör
hans með velþóknun því mér hefur
alltaf fundist lífssýn hans til fyrir-
myndar. En svör hans varðandi
Kurt Waldheim og glæpi hans er
ég ekki eins sátt við og það eru
fleiri sama sinnis.
Hve lengi á að bera kala til og
dæma menn sem voru neyddir til
að hlýða fyrirskipunum í stríði? Nú
voru það, því miður, ekki nasistar
einir sem frömdu glæpi í síðari
heimstyijöldinni, ef marka má grein
í Morgunblaðinu sunnudaginn 27.
mars undir stórfyrirsögninni Ver-
öld. Undirtitill: Gjöreyðing - Blóð-
bað sem erfítt er að réttlæta. Eng-
in málsbót er það forseta Austurrík-
is, það skal fúslega viðurkennt.
Glæpum nasista megum við aldrei
gleyma, segir biskup. Eiga böm og
bamaböm fyrverandi glæpamanna
að líða fyrir syndir feðranna, eiga
þeir sem nú byggja lönd nasista um
ár og aldir að lifa í skugga þessara
synda? Hvemig verður sú þjóð sem
fær þá tilfinningu að þurfa að
skammast sín fyrir uppruna sinn?
Er nema von að eldri kynslóðir kjósi
þögn, kannski í trausti þess að smá
fymist sá óskapnaður sem framinn
var í hildarleik heimstyijaldarinnar
síðari. Getum við sem fylgdust með
stríðinu úr fjarlægð, getum við tek-
ið okkur það vald að dæma aðra
og misgjörðir þeirra. Hvað um fyrir-
gefninguna? Hveiju svaraði Kristur
Pétri, er hann vildi fá að vita hve
oft hann ætti að fyrirgefa bróður
sínum? Kristur sagði: „Ekki segi
ég þér: allt að sjö sinnum, heldur
allt að sjötíu sinnum sjö“.
Því er haldið fram að þegar
glæpamenn hafi afþlánað sekt sé
mál þeirra úr sögunni. Því miður
er þetta ekki satt, einu sinni glæpa-
maður, alltaf glæpamaður. Það er
það sem í raun snýr að fyrrverandi
refsiföngum og bömum þeirra.
Ómaklegt að tarna! Er það okkar
að halda á lofti, kynslóð fram af
kynslóð, sögum um ávirðingar sam-
ferðarfólksins eða syndum? Hvaða
tilgangi þjónar það? Að mínu mati
engum tilgangi, heldur elur það af
sér hatur, ekkert annað. Eigum við
að hatast við kirkjunarmenn vegna
fyrri trúarbragðastyijalda? Nei, og
aftur nei. Ég er þeirrar gerðar, að
mér stendur stuggur af hatri og
langrækni, og svo mjög að ég kýs
að gleyma og grafa djúpt í jörð þau
ósköp af glæpum sem framin voru
á styijaldarárunum, sum í nafni
réttlætisins, ættjarðarinnar eða af
skyldu vegna heraga. Þau ósköp
eru þegar rituð á spjöld sögunnar
og geymast. En við sem upplifðum
minnst af þeim hrellingum þurfum
ekki að muna þessa atburði og okk-
ur ber að fyrirgefa í nkfni þess sem
sagði á krossinum: „Faðir, fyrirgef
þeim, þeir vita ekki hvað þeir
gjöra".
Ég endurtek það, að ég er ekki
sátt við þá fullyrðingu að aldrei
skulu gleymast syndir hermanna í
stríði eða afbrot samferðarmann-
anna. Sigurvegaramir eru hylltir
sem hetjur dagsins en sá sem tap-
ar, í hann er sparkað og skal spark-
að alltaf og ævinlega. Er það rétt-
lætanlega að engu sé gleymt og
ekkert fyrirgefið? Mér finnst það
ekki. Því hugrenningar annarra les-
um við ekki og hver veit hve mikið
margur hefur liðið hið innra með
sjálfum sér vegna þess sem hann
aðhafðist einhvem tíma á lífsbraut-
inni. Það gæti verið þungbærara
en þyngsti kross og ærið nóg að
bera þann kross, þótt við þyngjum
hann ekki með áfellisdómum.
Hulda Sigmundsdóttir
Eftirmáli.
Kurt Waldheim segist hvergi
hafa komið nálægt þessum glæpum
nasista. Þar skrökvar hann að þjóð
sinni, sem hann hefði ekki þurft
að gera, því hann er á þeim aidri
að hann hlaut eitthvað að vita um
þessi ósköp. En hann velur að þykj-
ast ekkert vita'. Því miður gera það
margir, vilja ekki kannast við að
hafa gert eða sagt ýmislegt rétt
eins og þeir óttist að tapa andlit-
inu. Að tapa því þegar þeir viður-
kenna sannleikann. Að mínu viti
er það mesti misskilningur að sann-
leikurinn þoli ekki oftast dagsljósið.
En þetta hef ég reynt af mætasta
fólki, að það þykist ekkert muna
og stendur fast á því þegar það
vill ekkert muna. En i þessu tilfelli
hefði það verið farsælast að segja
satt. Waldheim hlaut að vita að
hann stæði uppi sem ósanninda-
maður áður en yfir lyki.
Grábröndóttur
kettlingur
Þessi grábröndótti kettlingur fór
að heiman frá sér að Hrísateig 26
hinn 20. apríl. Hann er sex mánaða
með hvítar hosur, hvitur á kvið og
bringu og er með rauða hálsól.
Þeir sem orðið hafa varir við kisa
eru vinsamlega beðnir að hringja í
síma 34667.
með færanlegum rimlum
HURÐIRHF
Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655
Stærsta
húsgagnaverslun
landsins
er opin alla virka daga
eins og venjulega.
husgagna-höllin
REYKJAVÍK