Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
67
Borgarsljóri vegna tilmæla félagsmálaráðherra:
Ekki áður farið fram á frest-
un vegna kæru af þessu tagi
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri
hefur sent Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra eftir-
farandi bréf vegna tilmæla ráð-
herra um að frestað verði fram-
kvæmdum við grunn væntanlegs
ráðhúss:
„Vísað er til bréfs yðar dags. 22.
apríl sl., þar sem þeim tilmælum
er beint til borgarstjóra „að hann
beiti sér fyrir að framkvæmdum við
grunn ráðhúss verði frestað, þar til
kæran hefur verið afgreidd í félags-
málaráðuneytinu". Jafnframt segir
í bréfi ráðuneytisins „að framan-
greinda kæru sendi ráðuneytið sam-
dægurs til umsagnar byggingar-
nefndar Reykjavíkur og skipulags-
stjórnar, sbr. 8. mgr. 8. gr. bygg-
ingarlaga nr. 54/1978. Umbeðnar
umsagnir hafa enn ekki borist...“
Vegna þessa síðara atriðis er
rétt að taka fram, að nefnd kæra
var lögð fram á fyrsta fundi bygg-
ingamefndar eftir að hún barst
nefndinni. Byggingarnefnd sam-
þykkti að óska umsagnar skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings um
efnisatriði kærunnar eins og ævin-
lega er gert þegar kærur berast til
byggingamefndar. Umsögn skrif-
stofustjórans verður lögð fyrir
byggingamefnd 28. apríl nk. og
verður afstaða nefndarinnar send
yður að loknum þeim fundi. Með-
ferð þessarar kæm er því að öllu
ieyti hin sama og allar aðrar kæmr
hafa fengið, sem félagsmálaráðu-
neytið hefur sent byggingamefnd
til umsagnar.
Að öðm leyti vil ég taka fram
eftirfarandi: Ekki hefur áður verið
farið fram á frestun framkvæmda,
vegna kæm af þessu tagi, og er
þar um vafasamt fordæmi að ræða.
Þeir aðilar, sem andæft hafa
ákvörðun borgarstjómar
Reykjavíkur, hafa á öllum stigum
málsins sent athugasemdir og
kæmbréf í allar áttir, nú nýlega til
„lífríkisnefndar náttúmvemdar-
ráðs“ og jafnan krafist þess að all-
ar framkvæmdir væm stöðvaðar
meðan hin ýmsu bréf þeirra hafa
verið til meðferðar.
Slíkum bréfum og kæmm er
hægt að halda uppi út í hið óendan-
lega, og það getur ekki verið vilji
ráðuneytisins né annarra opinberra
aðiia að ýta undir málatilbúnað af
því tagi. Minna má á að Guðrún
Jónsdóttir, arkitekt, sem hvað ákaf-
ast hefur beitt sér gegn byggingu
ráðhúss, sendi félagsmálaráðuneyt-
inu umfangsmikla „kæm“, þar sem
flest var tínt til. Itarleg athugun
þriggja lögformlegra aðila sýndi að
ekkert þeirra atriða stóðst skoðun.
En sá forsendulausi málatilbúnaður
varð þó til þess að staðfesting á
skipulagi gamla bæjarins dróst um
tæpa 4 mánuði.
Sú kæra, sem er á ferðinni að
þessu sinni, er að mati borgaryfír-
valda á mjög veikum gmnni reist
og kemur ekki til álita. í annan
stað er afar erfitt að fresta fram-
kvæmdum á þessum viðkvæma
stað, enda hlýtur vilji allra að
standa til þess að þeim ljúki sem
fyrst.
Þrátt fyrir framangreinda ann-
marka og fjölmarga aðra vill borgin
teygja sig til hins ýtrasta til að
verða við tilmælum, sem frá félags-
málaráðuneytinu berast, sé þess
nokkur kostur. Því óska ég eftir
að upplýst verði hið fyrsta um tvö
atriði:
I bréfi ráðuneytisins er rætt um
frestun framkvæmda við gmnn ráð-
hússins „þar til úrskurður ráðuneyt-
isins liggur fyrir". Því þarf að fá
upplýst um hve langan frest er ver-
ið að ræða og hvemig fara skuli
með greiðslu þess mikla kostnaðar,
sem hlýst af frestun framkvæmda.
Að síðustu skal tekið fram að
gert er ráð fyrir að byggingarnefnd
taki byggingamefndarteikningar til
meðferðar fímmtudaginn 28. apríl
nk.“
Ráðhúsið við Tjörnina;
Aukafundur í skípulags-
stj órn vegna graftrarleyfis
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, telur sig ekki geta
fellt úrskurð i kæru íbúa við Tjarnargötu vegna ákvörðunar bygging-
amefndar Reykjavikur um að veita graftrarleyfi eða byrjunarleyfi
til framkvæmda við ráðhúsið við Tjörnina. Hefur ráðherra beint
þeim tilmælum til Davíðs Oddssonar borgarstjóra, að framkvæmdum
verði frestað þar til úrskurður hefur verið felldur en skipulags-
stjórn rikisins, sem ráðherra leitaði umsagnar hjá, frestaði á síðasta
fundi sínum afgreiðslu málsins. Hefur ráðherra óskað eftir að hald-
inn verði aukafundur i skipulagsstjórn á miðvikudag. Fundur í bygg-
ingamefnd Reykjavíkur verður haldinn á fimmtudag og þá verða
teikningar ráðhússins að öllum líkindum samþykktar og byggingar-
leyfið veitt. Borgarstjóra mun siðan staðfesta leyfið á fundi sínum
5. mai, næstkomandi. Félagsmálaráðherra mun i dag úrskurða i
kæra ibúa við Tjamargötu vegna niðustöðu skipulagsstjóraar um
stækkun ráðhúsreits.
Á síðustu tíu árum hefur bygg-
ingamefnd Reykjavíkur veitt 44
graftrarleyfí eða lejrfi til byijunar-
framkvæmda en Stefán Thors
skipulagsstjóri ríkisins, telur að slík
leyfí brjóti í bága við byggingarlög.
í fyrstu málsgrein, 9. gr. laganna
segir að, „Óheimilt er að grafa
grunn, reisa hús eða breyta því eða
notkun þess eða gera önnur þau
mannvirki, sem áhrif hafa á útlit
umhverfis, nema að fengnu leyfi
viðkomandi byggingamefndar."
Síðar segir, að byggingarleyfí skuli
vera skriflegt og öðlist gildi þegar
sveitarstjóm hafí staðfest sam-
þykkt byggingamefndar og bygg-
ingarfulltrúi áritað aðaluppdrátt.
„Aðaluppdrættir af ráðhúsinu
hafa ekki legið fyrir ennþá og því
hefur ekki verið hægt að gefa út
endanlegt byggingarleyfí," sagði
Stefán. „Ef þessari fyrstu máls-
grein væri beitt á sama hátt og
sagt óheimilt er að reisa hús. Þá
er hægt að byggja hús í stórum
stíl eingöngu með samþykki bygg-
ingamefndar án þess að skilyrðum
fyrir byggingarleyfí sé fullnægt.
Þess vegna ber að skoða 9. gr. lag-
anna í heild en ekki eingöngu fyrstu
málsgrein.
{bygginarreglugerð, sem útskýr-
ir lögin enn frekar er fjallað um
byggingarleyfí og þar segir;
„Óheimilt er að hefja byggingar-
framkvæmdir, þar með talinn
grunngröft eða breytingar á húsi
nema með leyfí byggingamefndar."
Ég skil þessa grein þannig að með
leyfí byggingamefndar sé átt við
fullt byggingarleyfí og að ekki sé
til neitt, sem heitir graftrarleyfí eða
leyfí til að rífa hús“.
Stefán sagði að veiting graftrar-
leyfa gæti átt rétt á sér í vissum
tilvikum. „í tillögu að nýjum bygg-
ingarlögum, sem við Gunnar Sig-
urðsson byggingarfulltrúi
Reykjavíkurborgar, höfum verið að
vinna að ásamt öðmm, er gert ráð
fyrir ákvæði um að byggingamefnd
geti veitt leyfí til könnunar jarðvegs
á lóð. Þetta var sett inn vegna þess
að graftrarleyfí á sér ekki stoð í
lögunum," sagði Stefán. „Það vill
því miður þannig til að graftrarleyf-
ið fyrir ráðhúsið kemur upp núna
en í grundvallaratriðum er það
spumingin um hvemig túlka beri
lögjn. Það hefði verið betra ef um
aðra byggingu væri að ræða, sem
ekki er jafn viðkvæm. Okkur hefur
fundist veiting graftrarleyfa orka
tvímælis en látið vera að gera nokk-
uð meðal annars vegna þess að lög-
in em i endurskoðun. Nú þegar í
fyrsta sinn er spurt um gildi graftr-
arleyfís get ég ekki lagt til annað
en að svarað verði á þennan veg.“
í skipulagsstjóm ríkisins eiga
sæti Snæbjöm Jónasson vegamála-
stjóri, Hermann Guðjónsson vita-
og hafnarmálastjóri, Garðar Hall-
dórsson húsameistari ríkisins, Sig-
urgeir Sigurðsson bæjarstjóri og
Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
Ályktanir ráðstefnu um tónlistarskóla:
Fleiri nemendur fái tæki-
færi til tónlistarnáms
Frá ráðstefnu Félags tónlistarskólakennara sem bar yfirskriftina
„Ráðstefna um tónlistarskóla".
DAGANA 16. og 17. apríl var
haldin ráðstefna á vegum Félags
tónlistarskólakennara sem bar
yfirskriftina „Ráðstefna um tón-
listarskóla“. Tilgangur ráðstefn-
unnar var að fá þá fjölmörgu
kennara sem kenna við hinar
ýmsu deildir tónlistarskólanna til
að bera saman hugmyndir sinar
og reynslu f þeim tilgangi að
styrkja starf skólanna og bæta
gæði kennslunnar. Fluttir voru
fjölmargir athyglisverðir fyrir-
lestrar og unnið f umræðuhóp-
um.
Ráðstefnan beinir eftirfarandi
ályktunum til yfírvalda menntamála
og fjármála:
1. Nú þegar verði að nýju ráðinn
námsstjóri tónlistarskóla í fullt starf
til að sinna þeim fjölmörgu verkefn-
um á sviði tónlistarfræðslu sem nú
bíða úrlausnar.
2. Gerð verði tilraun með sam-
starf nokkurra tónlistarskóla og
grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu
til að reyna breytt fyrirkomulag
tónlistarfræðslu í þeim tilgangi að
fleiri nemendur fái tækifæri til tón-
listamáms. Tilraunin miðist einkum
við nemendur á forskólaaldri og í
fyrstu beklqum grunnskóla og nái
til almennrar tónlistarkennslu og
hópkennslu á hljóðfæri.
3. Lokið verði hið fyrsta við
námsskrárgerð í öllum hljóðfæra-
greinum og tónfræðagreinum. Jafn-
framt verði hafín endurskoðun og
endurútgáfa á þeim námsskrám
sem þegar hafa verið gefnar út.
4. Verulegt átak verði gert á
sviði grunnmenntunar, endur-
menntunar og framhaldsmenntunar
fyrir tónlistarkennara, einkum í
tengslum við væntaniegan Tónlist-
arháskóla íslands.
5. Aukið verði tónleikahald starf-
andi listamanna í tónlistarskólum
og unnið að því að nemendur tón-
listarskóla taki meiri þátt í almennu
tónleikahaldi, ekki eingöngu sem
flytjendur heldur einnig sem hlust-
endur og njótendur.
6. Tryggð verði áframhaldandi
aðild ríkisins að rekstri tónlistar-
skólanna eins og nú er. Tónlistar-
skólar eru hluti af fræðslukerfínu
og eiga þvf að starfa undir yfirum-
sjón menntamálaráðuneytisins.
Varað er alvarlega við hugmyndum
um breytingar á rekstrarformi tón-
listarskólanna eins og þeim sem
fram komu á síðastliðnu ári og
fyngsluip við áform um breytt
verkaskipti ríkis og sveitarfélaga.
(FréttatUkynning)
pEKI
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
reimskífur