Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 68
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1988
VERÐ I LAUSASOLU 60 KR.
Frystihús flytja
inn fiskunibúðir
Umbúðaiðnaðurinn ekki samkeppnisfær,
segir framkvæmdastjóri SH
UMBÚÐIR fyrir fiskafurðir til útflutnings fást í sumum tilvikum fyr-
ir umtalsvert lægra verð erlendis en hér á landi. Þessi munur liggur
á bilinu 20-40%. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur undanfarið
keypt umbúðir frá Bandaríkjunum, Englandi og Finnlandi. Að mati
viðmælenda blaðsins er fyrirsjáanlegt framhald á þessum viðskiptum
haldi innlendur kostnaður áfram að hækka umfram þann erlenda og
gengið verður stöðugt.
„Rekstrarkostnaður í þessum iðn-
aði hefur hækkað um 40-50% á
undanfomu ári. Það er með umbúð-
ir eins og aðrar iðnaðarvörur hér á
landi. Framleiðendur eru einfaldlega
ekki samkeppnisfærir," sagði Bjami
Lúðvíksson framkvæmdastjóri hjá
Sölumiðstöðinni.
Að sögn Kristjáns Jóhanns Agn-
arssonar framkvæmdastjóra Kassa-
gerðarinnar hefur sveiflukennd eft-
irspum alltaf þekkst í umbúðaiðn-
aði. „Við gerum að sjálfsögðu kann-
anir á verði umbúða eins og við-
skiptavinir okkar. Mér er kunnugt
um að verð í Bandaríkjunum er nú
lægra en hjá okkur og veldur þar
miklu fall dollarans. Á hinn bóginn
emm við fyllilega samkeppnisfærir
við Norðurlöndin svo dæmi sé
nefnt," sagði Kristján.
Hann kvaðst kannast við að fisk-
útflytjendur hefðu keypt ýmsar teg-
undir umbúða erlendis. Viðskiptin
Sjúkrastofnanir
á Suðurlandi:
Fjöldifólks
sendur heim
verði verkfall
SENDA þarf fjölda fólks heim
af sjúkrastofnunum á Suður-
landi komi til boðaðs verkfalls
ræstingafólks á miðnætti í
nótt. Mestur vandi blasir við
Heilsuhælinu i Hveragerði og
Sjúkrahúsi Suðurlands. Af
Heilsuhælinu þurfa 160 manns
að fara heim og 15 af Sjúkra-
húsinu en auk þess er fjöldi
fólks sem ekki er hægt að
senda heim af heilsufarsástæð-
um.
Komi til verkfalls verður fólkið
á Heilsuhælinu sent heim strax
á morgun vegna yfirvofandi alls-
heijarverkfalls þar á föstudag.
Fólkið sem dvelur þar er hvað-
anæva að af landinu og hefur
beðið lengi eftir plássi. Þar eru
um 20 manns sem nýkomnir eru
úr aðgerðum á sjúkrahúsum og
ekki er hægt að senda heim.
Eiríkur Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri Heilsuhælisins
sagði að sótt yrði um undanþágu
vegna þessa fólks. Hann sagði
að ef til þess kæmi að senda
þyrfti fólk heim yrði starfsemin
lengi að komast í gang aftur auk
þess sem stofnunin tapaði öllum
sfnum tekjum á meðan, sem eru
um háif miiljón króna á dag.
Á Sjúkrahúsi Suðurlands verða
allar innlagnir stöðvaðar, engar
aðgerðir gerðar, þeir útskrifaðir
sem hægt er að útskrifa og heim-
sóknir til sjúklinga takmarkaðar.
Bjami Jónsson framkvæmda-
stjóri sagði að það væru um 3/4
hlutar sjúklinganna sem ekki
væri hægt að senda heim.
Undanþágubeiðnir stofnan-
anna verða teknar fyrir í tengsl-
um við samningafund aðila sem
hefst kiukkan 14 í dag.
Sig. Jóns.
væru hinsvegar í eðlilegu horfi og
enga stökkbreytingu að merkja. I
sama streng tók Eggert Hauksson
framkvæmdastjóri Plastprents. „Það
er mikið að gera núna hjá okkur.
Við misstum hluta af viðskiptum
fyrir nokkrum mánuðum, en það
hefur jafnað sig talsvert," sagði
Eggert.
Eggert sagði að kostnaður í fyrir-
tækinu hefði aukist mikið á undan-
fömum mánuðum. Aðeins hluta
hans hefði verið hleypt út í verðlag-
ið. Þrátt fyrir það væri hækkunin
umtalsverð á síðastliðnu ári. „Okkur
hefur í raun aldrei verið stillt eins
upp við vegg. Þótt nóg sé að gera
núna gefur það enga vísbendingu
um framtíðina," sagði hann, en benti
jafnframt á að viðskiptin við físk-
vinnsluna væru aðeins 20% af veltu
fyrirtækisins.
Að sögn Bjama Lúðvíkssonar er
enn óvemlegur hluti umbúðanna
keyptur að utan. Hinsvegar væri
verðið áberandi lægra erlendis á
fleiri tegundum umbúða en oft áður.
„Gengisfelling upp á 15 prósent
myndi afmá þennan mun á einni
nóttu. Það veltur allt á framhaldinu
hvað verður. Við leitumst að sjálf-
sögðu við að ná niður heildarkostn-
aði og á meðan dollarinn er boðinn
á útsölu þá verðum við að nýta okk-
ur tækifærið," sagði Bjami.
Morgunblaðið/Rúnar Þor Bjömsson
Ein bleikja og 12 hornsíli
Tæplega fjörutíu keppendur tóku þátt í árlegri dorgveiðikeppni
á Mývatni, sem haldin var síðastliðinn laugardag. Veðurguðirnir
skörtuðu sínu fegursta og kannski þess vegna var veiði treg. Á
myndinni er einn veiðimannanna, Baldvin Björnsson, sem hlaut
verðlaun fyrir fjölda tegunda, en auk einnar bleikju fékk hann
12 hornsili.
Sjá frétt á bls. 37.
Stakkanes HU:
Rakstá
ísjaka
Leki kom að skip-
inu sem sigldi fyrir
eigin afli til hafnar
Rækjutogarinn Stakkanes frá
Skagaströnd rakst á ísjaka um
hádegisbilið í gær. Skipið var á
leið á veiðar og var statt um 40
mílur norður af Skaga þegar
óhappið átti sér stað. Talsverðar
skemmdir urðu á stefni Stakka-
nessins og kom rifa á byrðing
þess aftur i mannaíbúðir í fram-
skipinu. Skipveijum tókst að
þétta að mestu lekann inn í íbúð-
irnar og höfðu dælur vel undan.
Skipið var væntanlegt fyrir eigin
vélarafli til Akureyrar seint í
gærkvöldi.
„Við vomm að nálgast veiðisvæð-
ið þegar óhappið varð og ég niður-
sokkinn í fískikortin," sagði Ásgeir
Þórðarson skipstjóri á Stakkanes-
inu í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Stakkanesið sigldi á jak-
ann á fullri ferð. Ásgeir sagði að
ekki hefði verið búist við ís á þess-
um slóðum, hann hefði fengið þær
upplýsingar að þama væri íslaust.
Jakinn var stakur og stóð lítið upp
úr sjó, af þeirri gerð sem sjómenn
kalla „flatköku". ísjakinn sást ekki
í ratsjá. Rækjutogarinn Sigurður
Pálmason frá Hvammstanga fylgdi
Stakkanesinu fyrsta spölinn að
landi, en síðan fóra þeir á Stakka-
nesinu einskipa og bjóst Ásgeir
skipstjóri við að koma til Akureyrar
rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Ekki urðu meiðsli á mönnum við
óhappið.
MÉðhinartíllaga væntanleg
- víðtæk áhrif verkfallsins
Verkfallsboðun hjá varnarliðinu kærð til Félagsdóms
Mjólkurskortur í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag
FUNDI deiluaðila í verkfalli
verslunarmanna lauk á ellefta
tímanum i gærkvöldi og hafði
ekkert þokast í samkomulagsátt
um launaliðina, en samkomulag
tekist um ýmis minni atriði. Að
höfðu samráði við samningsað-
ila tilkynnti sáttasemjari, Guð-
laugur Þorvaldsson, að hann
myndi nú hefja undirbúning að
því að leggja fram miðlunar-
tillögu og var talið að það gæti
orðið á miðvikudagsmorgun.
Viðræðum er því lokið í bili.
Mjólkurbirgðir verslana voru á þrotum í gær.
Morgunblaðið/Þorkell
Samninganefndirnar þurfa
ekki að taka afstöðu til miðlun-
artillögunnar. Þær geta lagt
hana beint undir dóm umbjóð-
enda sinna í atkvæðagreiðslu
innan tímamarka sem sátta-
semjari setur.
Verkfallsboðun Suðumesja-
manna hjá vamarliðinu á
Keflavíkurflugvelli hefur verið
kærð til Félagsdóms. Að óbreyttu
hefst verkfall hjá Verslunar-
mannafélagi Suðumesja á mið-
nætti og hefur það víðtæk áhrif á
millilandaflug. Talsmenn Amar-
flugs segjast þó áfram munu halda
uppi flugi á milli landa og stöðvar-
stjóri sjá um innritun farþega.
Innanlandsflug Flugleiða hefur
stöðvast, en minni flugfélög halda
uppi ferðum.
Verkfallið er þegar farið að
hafa víðtæk áhrif. Útlendingar
hafa afpantað ferðir í miklum
mæli og standa hótel nú nánast
auð. Þar eru einungis stjómendur
við störf og sinna brýnustu þjón-
ustu. Farið var að ganga verulega
á mjölkurbirgðir verslana í
Reykjavík í gær og bjuggust kaup-
menn við að verða mjólkurlausir
í dag. Ekki skorti þó aðrar vörur
í þeim búðum sem höfðu opið.
Á Alþingi var rætt um verk-
fallið í gær. Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra sagði í umræðun-
um, að ríkisstjómin hefði ekki í
hyggju að leysa verkfallið með
löggjöf. Hann sagði ábyrgðina í
deilunni vera samningsaðilanna og
á meðan sáttatillaga sé ekki kom-
in fram, sé ekki við því að búast
að ríkisstjómin hafi bein afskipti
af deilunni.
í samningaviðræðunum hefur
verið rætt um að taka upp ein-
hvers konar bónusgreiðslur til
verslunarfólks. Ekkert hefur þó
verið rætt um útfærslu þeirrar
hugmyndar enn, en ákveðið að
ræða málið nánar. Verkfallsverðir
VR hafa haft sérstakar gætur á
fyrirtækjum þar sem þeir teija að
verkfallsbrot hafi verið ítrekuð og
gruna þeir nokkur stórfyrirtæki
um að reka skrifstofur sínar í
trássi við verkfallið.
Á bls. 28, 29, 38 og 64 í blað-
inu í dag er nánar sagt frá verk-
fallinu og áhrifum þess.