Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 2
2
MORGUNBLAÍ)IEÍ, FÖSTUDAGUR 27. MAI 1988
Samþykkt ríkisstjórnarinnar:
Aætlun um jafn-
rétti hjá ríkinu
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti tillögur frá félagsmálaráðherra um að
lagt verði til við ráðuneyti og ríkisstofnanir að gera áætlun til fjög-
urra ára um jafnrétti kynja. I þessum áætlunum eiga ráðuneyti, fyrir-
tæki og stofnanir að setja sér markmið i jafnréttismálum sem stefnt
verði að á tilteknum tíma, hvað varðar stöðuveitingar, launamál, starfs-
auglýsingar, námskeið og tilnefningar í nefndir. Áætlanirnar eiga að
miðast við árin 1989 til og með 1992.
Lagt verður til að hver stofnun bílastyrk.
skili þessum áætlunum til viðkom-
andi ráðuneytis fyrir 1. nóvember
nk. og mun ráðuneytið síðan senda
þær áfram til Jafnréttisráðs sem sér
um útgáfu og kynningu. Lögð verður
áhersla á að hvert ráðuneyti og hver
ríkisstofnun kynni sína ásetlun fyrir
starfsmönnum og við gerð áætlana
verði haft sem nánast samstarf við
starfsmenn.
Á ríkisstjómarfundinum í gær
kynnti Jóhanna Sigurðardóttir
skýrslu nefndar sem fjallaði um jafn-
réttismál hjá hinu opinbera. Helstu
niðurstöður nefndarinnar eru þær að
launamunur kynjanna í dagvinnu sé
um 5-7% innan Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og um 17% hjá
Bandalagi háskólamanna en sagt að
þessi launamunur skýrist að mestu
leyti án tillits til kynferðis. Þá kemur
fram að karlar vinna mun meiri eftir-
vinnu en konur, en hjá almennum
félagsmönnum í BSRB fengu karlar
í mars-apríl 68,2% ofan á dagvinnu
sína með yfírvinnu en konur 34,9%.
Þá fá konur einungis greitt um 10%
af þeirri upphæð sem ríkið greiðir í
Tillögur nefndarinnar lúta einkum
að því hvemig megi tryggja betur
jafnrétti við ráðningar og stöðuveit-
ingar á vegum hins opinbera. Þá
bendir nefndin á nauðsyn þess fyrir
jafnrétti í launum karla og kvenna
að dregið verði úr yfírvinnu og vinn-
utími styttur.
Með hliðsjón af þessari niðurstöðu
hefur félagsmálaráðherra nú skipað
nefnd sem á að endurskoða jafnrétt-
islögin. Á nefndin sérstaklega að
athuga hvemig draga megi úr laun-
amisrétti karla og kvenna, jafna
hlunnindagreiðslur og auka hlutdeild
kvenna í nefndum og ráðum. í nefnd-
inni eiga sæti Jóna Ósk Guðjóns-
dóttir formaður Sambands alþýðu-
flokkskvenna, Þómnn Gestsdóttir
formaður Landssambands sjálfstæð-
iskvenna, Unnur Stefánsdóttir form-
aður Landssambands framsóknar-
kvenna og Lára V. Júlíusdóttir að-
stoðarmaður félagsmálaráðherra.
Ritari nefndarinnar er Elsa Þorkels-
dóttir framkvæmdastjóri Jafnréttis-
ráðs.
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Slysavarnamennimir úr Sandgerði koma með trilluna til hafnai'.
Sandgerði:
Sigldi á fullri ferð upp 1 fjöru
Grindavík.
FIMM tonna plasttrilla sigldi á
28 mflna ferð upp í Býjarskers-
eyri við innsiglinguna i Sand-
gerðishöfn. Einn maður var um
borð og leikur grunur á að hann
hafi verið ölvaður. Varð honum
ekki meint af. Félagar úr slysa-
Könnun Kjararannsóknarnefndar:
Kaupmáttur j ókst
um 15,2% á einu ári
vamasveitinni Sigurvon í Sand-
gerði fóm á björgunarbátnum
Sæbjörgu og drógu trilluna til
hafnar þar sem lögreglan úr
Keflavík tók á móti sjómannin-
um.
Tildrög slyssins voru þau að
trillan, sem er aðkomubátur í
Sandgerði, kom inn í höfnina um
miðjan daginn í gær að vestan og
vakti háttalag sjómannsins athygli
þeirra sjómanna sem unnu við að
landa úr bátum sínum.
Fljótlega hélt trillan út innsigl-
inguna og tók stefnuna á Eldeyjar-
boða en þar hafa bátar verið að
físka. Stefnan var hins vegar
skrykkjótt og skyndilega urðu
menn vitni að því að trillan stefndi
á land á fullri ferð. Félagar úr
slysavarnasveitinni Sigurvon voru
ræstir út og sóttu þeir bátinn.
Að sögn eins slysavamamanns-
ins hafði sjómaðurinn orðið yfir
sig hræddur þegar báturinn stran-
daði og fleygði hann sér í sjóinn
og hugðist bjarga sér á sundi.
Honum hafði hins vegar snúist
hugur þegar í sjóinn var komið
og kraflað sig aftur um borð þar
sem honum tókst að koma bátnum
á flot. Var hann lagður aftur á
stað á miðin með mikið skemmda
utanborðsvélina höktandi, þegar
slysvamamennimir komu honum
til bjargar.
Kr. Ben.
KAUPMÁTTUR starfsstétta inn-
an Alþýðusambands íslands jókst
iiin 15,2% að meðaltali á tfmabilinu
frá 4. ársfjórðungi 1986 til 4. árs-
fjórðungs 1987 að því er fram
kemur i niðurstöðum könnunar
Kj ararannsóknamef ndar. Greitt
tímakaup hækkaði um 42,4% að
Hafrannsóknastofnun:
Tilrauna-
veiðar á
langlúru
„Rannsoknaskipið Árni Frið-
riksson kannar langlúrustofn-
inn við Suður- og Suðvesturland
i júní og júlí nk. og það verður
í fyrsta skipti sem Hafrann-
sóknastofnun kannar stofninn
með tilraunaveiðum," sagði
Jakob Jakobsson, forstöðumað-
ur Hafrannsóknastofnunar, í
samtali við Morgunblaðið.
„í fyrra vom veidd 5.000 tonn
af langlúru hér við land og við
ætlum að kanna hvort stofninn
þolir meiri veiðar árlega. Það em
verulegar líkur á að Ámi Friðriks-
son kanni loðnugengd við Austur-
Grænland í september nk. en þær
rannsóknir gætu e.t.v. leitt til sam-
komulags Islendinga, Grænlend-
inga og Norðmanna um skiptingu
loðnukvótans.
Rannsóknaskipið Bjami Sæ-
mundsson kannar gulllaxstofninn
við Suðurland í ágúst og septemb-
er nk. Við höfum kannað stofninn
að vori til en þær veiðar gengu
ekki vel og nú viljum við kanna
hvort betra er að veiða gulllaxinn
síðsumars," sagði Jakob.
meðaltali á þessu tímabili og fram-
færsluvisitalan um 23,6%.
Kaupmáttur iðnaðarmanna jókst
mest á þessu tímabili eða um 26,1%,
skrifstofukarla um 19,1%, verka-
kvenna um 14,7%, skrifstofukvenna
um 12,3%, afgreiðslukvenna um
12,1%, afgreiðslukarla um 10,3% og
verkamanna um 10,1%. Vinnutími
þessara starfsstétta styttist að með-
altali um eina klukkustund á þessu
tímabili, úr 49,2 stundum á viku í
48,2.
Samkvæmt könnuninni eru heild-
arvikutekjur fullvinnandi fólks á 4.
ársfjórðungi sem hér segir: Verka-
menn eru með 16.660 krónur, Verka-
konur með 13.423, iðnaðarmenn með
23.210, karlar við afgreiðslustörf
með 18.614, konur við afgreiðslu-
störf með 14.026, skrifstofukarlar
með 22.322 og skrifstofukonur með
15.231 krónu.
Á milli 3. og 4. ársfjórðungs 1987
jókst kaupmáttur verkamanna um
5,1%, verkakvenna um 5,8% iðnaðar-
manna um 7,4%, afgreiðslukarla um
9,3%, afgreiðslukvenna um 3,1%,
skrifstofukarla um 14,3% og skrif-
stofukvenna um 15,5%.
Fjármálaráðherra
stöðvar lagningu
hitaveitu í flugstöð
Grindavík. ^
HITAVEITA Suðurnesja hefur
enn ekki byijað framkvæmdir
við hitaveitulögnina í flugstöð
Islendingur á leið tíl starfa í Líbanon:
••
Oryggi mitt tryggt
eins og kostur er
RAGNAR Guðmundsson, sem er
forstöðumaður þróunarstarfs í
Líbanon á vegum Sameinuðu
þjóðanna og sérlegur sendifuli-
trúi aðalritara SÞ i Beirút, mun
á næstunni flytjast til hinnar
stríðshijáðu borgar til dvalar
um óákveðinn tíma, en fram að
þessu hefur hann haft aðsetur i
New York. Ragnar er nýkominn
frá Líbanon þar sem hann var
að undirbúa verkefnin framund-
an og afhenda embættisskilríki
sin.
Ákveðið var á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna þann 3. desember
síðastliðinn að hefja sérstakt átak
til endurreisnar í Líbanon. Ragnar
var fenginn til þess að stjóma verk-
efninu en bið varð á því að hann
hæfi störf þar sem óttast var um
öryggi hans í landinu. Hann sagði
í samtali við Morgunblaðið að rejmt
hefði verið að tryggja öryggi hans
eins og framast væri kostur og
hann færi sennilega til Beirút í
byrjun júlí til lengri dvalar.
I starfí Ragnars felst yfírumsjón
og samþætting hinna ýmsu verk-
efna á vegum SÞ í landinu og milli-
ganga milli stjómvalda í Líbanon
og hjálparstofnana og óháðra
lfknarfélaga, sem í landinu starfa.
Starf SÞ í Líbanon hefur að mestu
leyti legið niðri síðan 1985, þegar
síðustu erlendu starfsmennimir
yfírgáfu landið af öryggisástæðum.
Þó hafa 30 Llbanar verið að störf-
um, en nú bætast alþjóðlegir full-
trúar við og skrifstofur verða opn-
aðar bæði í Austur- og Vestur-
Beirút.
Baríst er í suðurhluta Vestur-
Beirút og flóttamannabúðum Pal-
esttnumanna, en rólegt er í austur-
hlutanum, þar sem Sýrlendingar
halda uppi eftirliti. Ragnar sagði
miklau- skemmdir vera í borginni
og hún liti út eins og Berlín eftir
seinna stríð. Hann sagðist vera
mátulega bjartsýnn á endurreisnar-
starfíð framundan, en lagði áherslu
Ragnar Guðmundsson
á að starf sem þetta tæki sinn tíma,
enda þyrfti í fyrstunni að athuga
á hvaða svæðum væri hægt að
koma einhveiju starfí við.
Ragnar hefur starfað á vegum
SÞ um 20 ára skeið, meðal annars
við Menningarmálastofnun SÞ,
UNESCO, sem ráðunautur í Suð-
austur-Asíu og á vegum Þróunar-
hjálpar SÞ í Kabúl, höfuðborg Afg-
anistans.
Leifs Eirikssona, þar sem Jón
Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, hefur neitað
meira fjármagni í stöðina, sem
meðal annars á að greiða þessar
framkvæmdir. Kostnaður er nú
áætlaður um 80 milljónir króna.
Að sögn Júlíusar Jónssonar,
framkvæmdastjóra jjármálasviðs
Hitaveitu Suðurnesja, var gerður
samningur um lagningu heitavatn-
slagnar í stöðina 1985. „Sam-
kvæmt þeim samningi átti þessum
framkvæmdum að vera lokið 14.
apríl síðastliðinn. Menn hafa hins
vegar ekki farið í_ gang þar sem
fjármagn vantar. Áætlaður kostn-
aður við þetta verkefni er um 80
milljónir króna,“ sagði Júlíus.
Síðastliðinn vetur sat starfs-
fólkið í flugstöðinni í peysum og
úlpum þegar verstu kuldaköst
vetrarins gengu yfír og allt útlit
er á að svo verði einnig næsta
vetur. Nú sér bráðabirgðalögn
Flugstöðinni fyrir heitu vatni og
er hún látin flytja meira vatn en
hún á í raun að gera.
- Kr.Ben.
o
INNLENT