Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 4

Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 4
4 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandið; Tap á frystingu 10 til 12% ef fiskverð hækkar um 10% TAP Á FRYSTINGU verður 10 til 12% ef fiskverð hækkar um 10%, að sögn Bjarna Lúðvíks- sonar, aðstoðarforstjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Arna Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra Félags Sam- bandsfiskframleiðenda. Sjó- mannasamband íslands og Landssamband íslenskra út- vegsmanna vilja fá 10% hækkun á lágmarksverði sjávarafla en ákvörðun um hækkunina var vísað til yfirnefndar verðlagsr- áðs sjávarútvegsins á fundi ráðsins sl. þriðjudag. Fyrsti fundur nefndarinnar var í gær en lágmarksverðið gildir tii 31. maí nk. og kjarasamningar Sjó- mannasambands íslands eru lausir um helgina. „Fiskverðið þyrfti að hækka um 15% ef við ættum að fá sömu launahækkun og aðrir hafa fengið en ég túlka nýsett bráðabirgðalög þannig að laun sjómanna megi ekki hækka meira en 10%,“ sagði Óskar Vigfússonj formaður Sjó- mannasambands Islands, í samtali við Morgunblaðið. „Enda þótt lágmarksverðið hækki um 10% verður útgerðin rekin með lítils háttar tapi en við stöndum með sjómönnum hvað þessa hækkun varðar," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ," sem sæti á í yfimefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins fyrir hönd seljenda. „Ef fískverð hækkar um 10% eykst tapið á frystingunni um 5,5 til 6%,“ sagði Ámi Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags Sam- bandsfískframleiðenda, en hann á sæti í yfímefndinni fyrir hönd kaupenda. „Eftir gengisfellinguna var tapið 2,8%, samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar, en tapið eykst um 3% vegna verðlækkunar á þorskflökum á Bandaríkjamark- aði,“ sagði Ámi. „Tapið á frystingunni eykst um 5% ef fískverð hækkar um 10%,“ sagði Bjami Lúðvíksson, aðstoðar- forstjóri SH, sem einnig á sæti í yfímefndinni fyrir hönd kaupenda. „Tapið á frystingunni var 3% eftir gengisfellinguna en tapið eykst um a.m.k. 2% vegna verðlækkunar á þorskflökum á Bandaríkjamark- aði,“ sagði Bjami. VEÐUR 12.00: ÍDAGkl. Heimild: Veðurstofa islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 í gaer) VEÐURHORFUR í DAG, 27. MAÍ 1988 YFIRLIT f GÆR: Um 500 km vestur af Skotlandi er nærri kyrrstæð 1.000 mb lægð og 1.025 mb hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. Um 300 km suðaustur af hvarfi er 996 mb iægð sem þokast suðaust- ur. Hiti breytist litið. SPÁ: Fremur hæg austan- og norðaustanátt um allt land. Þoku- súld eða rigning austanlands en annars þurrt. Víða léttskýjaö á Suövestur- og Vesturlandi. Hiti 5—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austan- og norðaustan- átt um allt land. Skýjað, dálítil rigning og fremur svalt við norður- og austurströndina. Þurrt og víðast léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. TÁKN: Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * ■»*■»* Snjókoma * •» * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Suld OO Mistur -j- Skafrenningur Þrumuveður W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hltl veftur Akureyri 13 skýjað Reykjsvik 11 léttskýjaft Björgvin 17 skýjað Helsinki 18 hátfskýjaft isn Mayen +1 súld Kaupmannah. 20 lóttskýjað Narssarssuaq 12 skýjað Nuuk 3 rlgning Ósló 18 hálfskýjað Stokkhólmur 21 lóttskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 25 mistur Aþena vantar Barcelona 21 skýjað Chicago 11 lóttskýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 12 skúr Hamborg 25 léttskýjað Las Palmas 23 hálfskýjað London 15 rigning Los Angeles 13 lóttskýjað Lúxemborg 23 skýjað Madrid 21 lóttskýjað Malaga 27 lóttskýjaft Mallorca 23 rykmistur Montreal 10 skýjað New York 11 skýjað Paris 18 skýjað Róm 23 þokumóða San Diego 17 alskýjað Wlnnipeg 8 léttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Ólaf sson og Lísa Bertelsen við dysina við Kópavogslæk. Dys við Kópa- vogslæk opnuð Tennur og kjálkabrot ofarlega í haugnum VIÐ Kópavogslæk, austan Hafn- arfjarðarvegar, vinna fomleifa- fræðingar að því að opna dys frá 17. öld. Þegar blaðamann bar að höfðu fornleifafræðingar komið niður á kjálkabrot og tennur úr manni. Munnmælasögur herma að í Árbæ hafi maður búið á móti hjónum. Maðurinn einhleypi og eiginkonan eiga að hafa fellt saman hugi og konan mælst til þess að eigin- manninum yrði ráðinn bani. Þau drekktu eiginmanninum í Elliðaán- um og fyrir það voru þau dæmd til dauða og tekin af lífi á aftökustað við Kópavogslæk. Þar eru nú frið- lýstar fomminjar og vinna fom- leifafræðingamir Guðmundur Ól- afsson og Lísa Bertelsen að upp- greftri þar. Að sögn Guðmundar var til siðs að vegfarendur köstuðu steinum í dysina og gijóthrúgan, ásamt rót- um í jarðvegi, torveldar uppgröft- inn. Guðmundur telur ástæðuna fyrir því hve ofarlega í haugnum þessi bein fínnast vera þá, að 1972 tóku einhveijir sig til og opnuðu dysina og fjarlægðu þaðan höfuð- kúpu. Henni var síðan komið fyrir aftur í dysinni. Fyrir dymm stendur að breikka veginn til austurs og em því síðustu forvöð að kanna dysina til hlítar og koma því undir þak sem þar kann að leynast. Staðgreiðslan: Unglingar greiða 6% UNGLINGAR, sem ekki ná því að verða 16 ára á þessu ári greiða 6% í tekjuskatt og útsvar samkvæmt skattalögum. Sam- kvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskaítstjóra hafa allir ungl- ingar, sem ná 16 ára aldri á þessu ári, væntanlega fengið skattkort, en þeir sem yngri eru fá hins vegar engin slík kort enda njóta þeir ekki persónuafsláttar. Skatthlutfall unglinga yngri en 16 ára er alls 6% í tekjuskatt og útsvar án tillits til hvort launin em há eða lág. Samkvæmt nýju skatta- lögunum er tekjuskatturinn 4% af telq'uskattsstofni og útsvarið 2%. Hans G. Andersen veitt friðarverðlaun Aður veitt Jóhannesi Páli II og de Cuellar HANS G. Andersen sendiherra hafa verið veitt friðarverðlaun E.W. Thurston menntaskólans í Westwood í Massachusettsfylki í Bandaríkjunum, World Diplomat Award. Honum voru veitt verð- launin sem fulltrúa íslensku þjóð- arinnar hjá Sameinuðu þjóðun- um. Meðal þeirra sem áður hafa fengið þessi verðlaun má nefna Jóhannes Pál páfa II, Perez de Cuellar, framkvæmdasljóra Sameinuðu þjóðanna og tvo for- vera hans í starfi, U’Thant og Kurt Waldheim. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir, að E.W. Thurston-skólinn hefur í þijá áratugi lagt sérstaka áherslu á fræðslu um Sameinuðu þjóðimar og hefur átján sinnum veitt þessa viðurkenningu fyrir framlag til friðar og eflingar mann- réttinda. Hans veitti verðlaunum viðtöku við athöfn í aðalstöðvum S.Þ. og var þar minnst framlags íslendinga til friðarmála með leið- togafundinnum í Reykjavík 1986 og til réttindabaráttu kvenna í heiminum. Við sama tækifæri voru sendi- herranum afhent heillaóskaskjöl frá Michael Dukakis, ríkisstjóra Massachusetts og líklegasta for- setaframbjóðenda Demókrata- Hans G. Andersen sendiherra. flokksins, og frá forseta fylkisþings Massachusetts , George Keverian. Einnig bárust Hans G. Andersen heillaóskir frá þingmönnum Massachusettsfylkis, þeim Edward Kennedy, John Kerry og John J. Moakley auk annarra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.