Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 5 Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 1988: Hæstu styrkir til Hóladóm- kirkju og Listasafns Sigurjóns LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1988 og þar með elleftu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 59 umsóknir um styrki að fjárhæð um 30 millj- ónir króna. Hóladómkirkja og Listasafn Siguijóns Ólafssonar hlutu hæstu upphæð við úthlutun að þessu sinni, 260 þúsund krónur hvor. Styrknum til Hóladómkirkju verður varið til viðgerðar á altar- isbrík kirkjunnar en styrknum til Listasafns Siguijóns Ólafssonar til endurbyggingar á vinnustofu listamannsins og lokafram- kvæmda við viðbyggingu safnsins. Styrk að upphæð 230 þúsund krónur hlutu Félag norrænna for- varða, til undirbúnings útgáfu á fyr- irlestrum á ráðstefnu félagsins hér á landi, og Collegium Musicum í Skálholtskirkju til að rækta tónlistar- starf íslendinga, meðal annars með tónleikahaldi í Skálholtskirkju. Hús- friðunamefnd ísaflarðar hlaut 220 þúsund króna styrk til viðgerða á verslunarhúsum í Neðstakaupstað og Byggðasafn Snæfells- og Hnappa- daissýslu hlaut 200 þúsund krónur til endurbyggingar og viðgerðar á Norska húsinu í Stykkishólmi. Af öðrum umsækjendum sem hlutu styrk má nefna Stofnun Sig- urðar Nordals, 185 þúsund krónur .til viðgerða á húsnæði stofnunarinn- ar, Sögufélagið, 170 þúsund til útg- áfu 11. og síðasta bindis Landsyfir- réttar- og Hæstaréttardóma 1802 til 1874 og Náttúruvemdarráð, 170 þúsund til rannsókna á votlendis- svæðum á Suðurlandi. Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Friðlýsingarsjóður verja árlegum styrk til náttúravemd- ar á vegum Náttúravemdarráðs og Þjóðminjasafnið skal veija árlegum styrk til varðveislu fomminja, gam- alla bygginga og annarra menning- arverðmæta á vegum safnsins. Nátt- úravemdarráð hefur ákveðið að veija styrknum m.a. í framkvæmdir við ferðamannaaðstöðu í Ásbyrgi, nýja girðingu á Húsafelli, búnað á tjald- svæði í Skaftafelli, athugun á gróð- urfari Geitlands og fleira eftir því sem styrkurinn hrekkur til. Þjóð- minjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og mun hann m.a. renna til framhalds fomleifa- rannsókna á Stóra-Borg undir Eyja- flöllum, til viðgerðar á Tungufells- kirkju í Hreppum, til framhaldsvið- gerða á Krýsuvíkurkirkju og til að halda áfram tölvuskráningu allra safngripa. Stjóm Þjóðhátíðarsjóðs skipa Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Bjöm Bjamason aðstoðarritstjóri, Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra og Gils Guð- mundsson fyrrverandi forseti sam- einaðs þings. Svala-sending til Grænlands bíður útskipunar við Reykjavíkurhöfn Svali til Grænlands Grænlenska fyrirtækið CKF import ApS hefur keypt Svala reglulega af Sól h.f. Útflutning- Katrín dansar í Köln Katrín Hall ballettdansari. KATRÍNU Hall, ballettdansara, hefur verið boðinn árssamningur við Tanz Forum, dansflokk Köln- aróperunnar, næsta leikár. Hún fór utan 17. mai til að lfta á að- stæður og dansa aðalhlutverk i nýju dansverki eftir Jochen Ulrich sem frumsýnt verður i Kölnarópe- runni i júní. Jochen Ulrich er list- dansstjóri Kölnaróperunnar. Hann setti hér upp verk sitt „Ég dansa við þig“ á siðasta leikári hjá íslenska dansflokknum og fleiri verk. Katrín Hall var nemandi í List- dansskóla Þjóðleikhússins og kom til liðs við íslenska dansflokkinn 1982. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara, þegar fyrst var veitt úr sjóðnum. Hún hefur dansað i fjölmörgum sýningum í Þjóðleik- húsinu og oft í sólóhlutverkum. Hún dansaði m.a. annað aðalhlutverkið í Dafnis og Klói. Katrín hefur sótt framhaldsnámskeið í ballett í Dres- den, Köln og New York. Þó Katrín sé núna að dansa í Köln og verði þar næsta leikár, mun hún koma heim á Listahátíð til að dansa í ballettinum „Af mönnum" eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson en það verk hlaut fyrstu verðlaun í nor- rænni keppni danshöfunda er fram fór í Osló um siðustu helgi. ur þessi hófst í júní i fyrra og hefur magnið aukist með hverri sendingu. Stærstu sendingu til þessa, um 45 tonnum af Svala- fernum, var skipað út i Græn- landsfarið Magnus Jensen hinn 17. þ.m. Verðmæti farmsins mun hafa verið um 2 milljónir og að sögn Ama Ferdinandssonar, sölumanns hjá Sól h.f., era þessi viðskipti mikil- væg fyrirtækinu og vonast er til að þau haldist óbreytt. Nú ætli Grænlendingar að setja toll á inn- flutta svaladrykki, til vemdar inn- lendri framleiðslu, þar sem þeir eru að hefja átöppun svala- og gos- drykkja. „Fyrirsjáanlegt er að þessi tollur muni gera Svalanum okkar erfitt fyrrir á grænlenskum mark- aði“, sagði Ámi. Sól hf. ætlar þó. ætla að mæta þessari samkeppni og halda áfram að reyna að selja Grænlendingum Svalann. trá AEG Nú bjóöum við v-þýsku AEG á sérstöku tilboðsverði Nú kosta ryksugumar hjá okkur minna en þær gerðu í febrúar og síðan hafa orðið tvær gengisfellingar. AEG Vampyr406 • 1000w • Dregur inn snúruna • Stillanlegursogkraftur 0 Poki4,51itra • Sogkraftur 48 ltr pr. sek. 0 2fylfiihlutir Verð kr. 7.994, STGR. AEG Vampyr 506 0 llOOw 0 Dregur inn snúruna 0 Hólf fyrir fylgihluti 0 Poki6.51ítra 0 Stillanlegur sogkraftur 0 4fylgihlutir 0 Sogkraftur 60 ltr. pr. sek. Verð kr. 9.481, STGR. m f* Acu AFKÖST ENDING GÆÐI AEG lieimilistæki -þvíþú hleypir ekki hveiju sem er í heimilisverkin! Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lúgmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.