Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MA{ 1988 Sálgreining, marx- ismi og merking orða Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson Frederick Crews: Skeptical Engagements. Oxford University Press 1986. Frederick Crews er prófessor í ensku og enskum bókmenntum í Berkeley. Hann er kunnur gagnrýn- andi og bækur hans m.a. eru The Pool Perplex, E.M. Forster: The Perils of Humanism, The Sins of the Fathers: Hawthome’s Psychological Themes og The Random House Handbook. Höfundurinn skrifar inngang að bókinni, þar sem hann tekur ástæð- umar fyrir útgáfu hennar. Inntak bókarinnar er „áratuga ígrundun um bækur og hugmyndir, sem hafa vakið áhuga minn á einhvem hátt“. Bókin er safn áður birtra ritgerða og ritdóma frá síðasta áratug og efnin eru meira og minna um eða tengd freudisma, marxisma og rit- skýringu Derrida og fleiri „decon- structionalista". Fyrsti hluti greinasafnsins heitir „Freisting freudismans", þar em fímm greinar, um freudismann og Freud. Crew var lengi vel „haldinn freudisma" eins og hann segir og það tók hann talsverðan tíma að losa sig úr kenningakerfinu, sem freudistar telja stutt vísindalegum rannsóknum og algildum fræðileg- um rökum. í greinunum sýnir Crew fram á haldleysi rannsóknanna og rakanna. Undanfarið hefur fjöldi rita komið út, þar sem freudisminn er talinn ýmist hugarfóstur Freuds, meira og minna sprottinn af mikilli þrönghyggju, eða beinlínis skekktu raunskyni, sem m.a. Crew telur að hafí stafað af ofneyslu kókaíns vegna nefkvilla, um það leyti sem Freud vann að sálgreiningarkenn- ingum sínum, eða mjög vel gerð spilaborg, sem höfundurinn reisti upp af mjög takmörkuðum og ein- hliða rannsóknum á sálarlífí sálsjúks fólks af millistéttum í Vínarborg á síðustu áratugum 19. aldar. Sál- greiningin mótaðist upp úr þeim ÞAÐ BESTA SEM ÞÚ FÆRÐ ! Sjö plötur í algjörum sérf lokki AHA - STAY ON THESE ROADS Eins og þú veist liklega nú þegar er hér um að raeða alveg frábæra plötu sem þú bara verður að eignast. VISITORS - VISITORS Stórskemmtileg plata sem inniheldur ekkert nema topplóg. Um það eru allir sammála sem á hafa hlýtt. SADE - STRONGER THAN PRIDE Ein sérstæðasta söngkorta heims með einstaklega seyöandi og góða plötu sem þú hlýtur að hrífast af. PRINCE - LOVESEXY Besta Prince-platan til þessa, stútfull af gæðalögum sem enginn Prince aðdá- andisleppir að eignast. FLEETWOODMAC- TANGOIN THE NIGHT Hvert lagið af öðru á þessari plötu fer á toppinn, enda hvert öðru betra. PREFAB SPROUT - FROM LANGELEY PARK TO MEMPHIS Hreint út sagt frábær plata sem skilið á htýjustu móttökur allra sem hafa smekk fyrir lögum á borð viö .King of Rock n'Roll" og „Cars and Giris". 10.000 MANIACS -INMY TRIBE Ein besta plata sem út hef ur komið á þessu ári. Frábær lög, frábærir textar, frábær söngkona. Semsagt: Frábær plata. PÓSTKRÖFUÞJÓNUSTA Hringdu i síma 11620 eða 28316 og við sendum i hvelli , SKAL nusnmTKCn ■ aufaitx-KAUMRÁ*- srta oosntAHDOðru. hafuakfiaþi rannsóknum sem læknismeðferð. Lækningin hefur löngum viljað dragast sé þeirri aðferð beitt, sumir höfundar telja að vandfundinn sé sá sjúklingur sem hafí læknast. Rannsóknir Freuds á sektarkennd- inni leiddu hann til þeirra ályktana, sem rekja mætti ástæðuna til föður- morðsins í árdaga (sbr. Tomem and Taboo), hann studdist við kenningar Lamarcks um að áunnin einkenni erfðust. Crew rekur kenningar Freuds í þessum greinum og sömu- leiðis haldleysi skoðana hans um kynhneigðina sem kveikju allra mennskra athafna og lykilinn að skilningi á öllu mennsku háttemi. Freud reisti kenningar sínar í sálfræði á þeirri grundvallarskoðun að sjúklegt ástand væri lykillinn að þekkingunni á sálrænum viðbrögð- um og háttemi þeirra, sem telja mætti andlega heilbrigða. Frávikin frá því sem kallast eðlileg hegðun og viðbrögð opinberaði honum algild íögmál, sem hann taldi vera. Crew telur að draumtúlkanir Freuds séu tíndar saman úr draumaráðninga- bókum fyrri tíma og aðlagaðar kyn- hneigðarkenningum hans eins og aðrar kenningar hans um sálfræði. Gervivísindi og Freud Crew telur hinn mikla byr sem kenningar Freuds hlutu eftir því sem leið á öldina hafi m.a. stafað af þörfum manna fyrir auðveldar út- skýringar, sem nota mætti til þess að ráða ástæður fyrir viðhorfum og gjörðum manna. Þessar kenningar voru fundið fé þeirra pólitísku stefna, sem töldu borgarastéttina höfuð óvin sinn og hemil á mótun samvirks samfélags. Crew telur að arfleifð Freuds sé gervivísindi og innantómar falskenningar um mannlegt eðli og að fylgismenn hans hafi staðið saman eins og veggur gegn allri gagnrýni á þetta kenningakerfí. Orsökina að fylgi hans sé að leita í frábærum hæfileik- um hans sem rithöfundar og stílista, hann átti auðvelt með að fá menn á sitt mál og kerfíð varð mönnum opinberun sannleikans. Crew sjálfur var altekinn af þessu kerfí, gagntek- inn af því og heillaður af snilldarleg- um útlistunum höfundarins. Ástæðumar fyrir áhrifamætti kenninga Freuds myndi vera efni í langa ritgerð, e.t.v. er trúarþörf eitt svaranna, dulhyggjudútl og hentugt uppflettikerfí, þar sem fínna má svör við fjölmörgum spumingum um ástæður og viðbrögð. Bókmennta- skýring og rýni hefur leitað í þetta kerfí, reyndar með misjöfnum ár- angri, þótt reynt hafi verið að end- umýja það og auka í ritskýringar- skyni (Jacques Lacan: Écrits, Le Moi dans la théorie de Freud dans la technique de la psychoanalyse etc.). Eins og Freudistar telja þá eina hæfa til þess að fjalla um freud- isma, sem hafa farið í gegnum sál- greininguna, og því marklaust allt tal þeirra, sem hafa ekki kynnst freudismanum „innanfrá", eins telja marxistar að allt mannkynið skiptist í tvennt, þá sem hafa uppljómast af sannri meðvitund, „réttri vitund", og hina, sem eru haldnir „falskri vitund". Marxismi er marklaus Crew fjallar um ritskýringar og marxisma í öðrum kafla ritsins í fjórum greinum. í grein sem nefnist „Dialectial Immaterialism" þar sem höfundurinn lýsir marxismanum sem kenningu, sem sé marklaus í flestra augum, en lifði þrátt fyrir það sem hugmyndafræði í vissum hópum. Greinin snertir einnig freud- isma og þá stefnu vissra málvísinda- manna, sem starfa í anda og eru haldnir hugmyndafræðum „decon- structionalista", svo sem Derrida, Lacan, Foucault. Crew skrifar: „Marxisminn held- ur velli sem hugmyndafræði þar sem hann er ekki framkvæmdur, en al- staðar þar sem marxistar hafa náð völdum hefur orðið slík breyting á samfélaginu og einkalífí manna að sæmilega upplýst fólk sem ekki er hamið bak við jámtjöldin, á æ erfíð- ara með að trúa á útópíu marxis- mans. Þeir sem enn vona „að Eyjólf- ur hressist" eru mjög hvarflandi í afstöðu sinni." Franskir marxistar voru áhrifa- mestir um miðja öldina, en þar hafa orðið hvörf, fáir andmarxistar eru harðari en þar. Jiirgen Habermas getur vart kallast marxisti lengur. Crew nefnir fleiri höfunda, meðal Englendinga E.P. Thompson og Perry Anderson. Aftur á móti er kominn upp hópur, einhverskonar marxískir bastarðar, þar sem bland- ast saman marxismi, struktural- ismi, deconstructionalismi, femin- ismi og slatti af hommum og lesb- íum ásamt grasrótarsinnum, og hafa þeir grafíð um sig innan banda- rískra háskóla og skólakerfís og víðar og eiga að spámanninn Fredrick Jameson, þá einkum rit hans The Political Unconscious: Narrative with a Socially Symbolic Act. „Jameson skrifar eins og Marx, að hugsjón frelsisins verði aðeins framkvæmd í framtíðinni og einnig að í árdaga hafí ríkt „frelsi". En það er fátt auðveldara en að gera sér hugmyndir um mannlíf, sem engar heimildir eru til um. Jameson telur að þá hafí mannkynið lifað í átakalausu samfélagi, engin verka- skipting, ekkert kynslóðabil, ein- staklingar fundu ekki fyrir sér sem einstaklingar heldur sem hluti heild- ar, einstaklingsbundin meðvitund Sigmund Freud þekktist ekki, menn voru hluti heild- ar og náttúru.“ Framtíðarsýn í dulvitund Hugmyndin um frumkommún- ismann er kveikja sannrar vitundar og allt það sem stangast á við kenn- ingakerfið er „fölsk vitund" borg- arastéttarinnar. Marxisminn og bastarðs-marxismi Jamesons er full- komið kerfí, vísindalegt og jafn- framt siðferðilega kórrétt og síðast en ekki síst „söguleg nauðsyn", sem öll saga mannkynsins stefnir að. Jameson bætir nú við í „The Politi- cal Unconscious", að vissan um framtíðarsýn marxismans búi í dul- vitund hvers og eins og því sé fram- kvæmd þess ekki aðeins „söguleg nauðsyn" heldur einnig sálræn nauðsyn, sem enginn geti skorast undan. Andstæðingar kenninganna ganga ómeðvitað erinda þeirra með því að bæla hvötina í þetta verald- lega trúarkerfi, sem að orskar stöð- uga spennu og sundrun kapítalískra samfélaga, sem eru því vígð feigð og hel. Fjörrunin frá innsta eðli mannsins er hlutskipti andstæðinga kerfísins. Með því að bæta innstu hvöt dul- vitundarinanr við „sögulega nauð- syn“ virðist ýmsum marxistum, sem misst hafa trúna, kenningamar vera opinberun og endurreisn átrúnaðar- ins. Frankfurt-skólinn, Marcuse, Ad- omo, Horkheimer og Habermas leit- uðust við að gagmýna marxismann á marxískum forsendum og endur- lífga kenningakerfið um leið og þeir bentu á það sem úrskeiðis hafði farið um framkvæmdina þar sem kerfínu hafði verið komið á. Þessir höfundar beittu rökum og skyn- semi, en það dugði ekki, grundvöllur kenningarinnar var hugarburður bundinn vissum tímum og viðhorf- um, spennitreyja sem lamaði alla mennsku. í stað þess að öðlast frelsi frá nauðsyninni, lagðist hin dauða hönd marxískrar nauðsynjar yfír þær þjóðir sem voru ofúrseldar kenninga-ófreskjunni. Því urðu kenningar Jamesons og fleiri í hans dúr opinberun og upp- ljómun. Ástæðumar fyrir óskeikul- leika kerfisins fundust sem sagt í dýpstu hvötum dulvitundarinnar. Ný sending af sundbolum frá ht « jA T 4 utiuf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.