Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 12

Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Stórmerkileg sýning Myndlist Bragi Ásgeirsson „Börn hafa hundrað mál“ nefnist stór og mikil sýning er gistir Kjarvalsstaði fram til 29. maí. Við heiti sýningarinnar bæt- ist raunar einnig þessi eðlilega setning; „en frá þeim tekin nítíu og níu“. Hvort tveggja má að miklu leyti til sanns vegar færa því að það er alveg víst, að tilfinninga- og skynsvið bama er mjög víðfeðmt og að þau missa heilmargt af uppr- unalegum kenndum sínum gagn- vart umheiminum við að komast í snertingu við „siðmenninguna“. Þetta gerist í öllum tilvikum ef þess er ekki gætt í almennu skóla- námi að viðhalda og helst þroska enn frekar þessar náttúrulegu kenndir. Um leið og bamið lærir að lesa þá opnast að vísu alveg nýr heimur fyrir því, en um leið glatar það smám saman hæfileik- anum til að tjá sig hreint og um- búðalaust í hvers konar mynd- táknum og litum. Bamið virðist hafa innbyggða tilfinningu fyrir línum, lit og formi svo og uppruna- lega skipulagsgáfu, sem það á auðvelt með að þroska. Línan er mjög tilfínningarík og ræðst m.a. af geðshræringum bama og hjartslætti í frum- bemsku, segir þannig mikla sögu af sálarástandi bamsins. Línan er þannig einmitt, eins og Henri Matisse skilgreindi svo réttilega: „hin teiknandi hendi listamanns- ins, er framlenging sálarinnar." Litir bama em samræmdir þann- ig, að litafræðingar gætu vart gert betur og þessu fylgir næm tilfínning fyrir hrynjandi, þýðingu hlutfalla og frásagnargildi stærð- arhjutfalla. Öllu þessu viðheldur hinn fmm- stæði maður, svo sem við getum séð á híbýlum þeirra, klæðum, trú- arlegum táknum og listsköpun, sem tengist helgiathöfnum, hind- urvitnum og hvers konar dagleg- um athöfnum svo og gerð brúks- hluta. Hér er um að ræða þörfina fyr- ir það að komast af — lifa. Sömu þörf og gerir t.d. hreiður fuglsins að listaverki — hlýtur því að telj- ast frumhvöt. Þá er og mjög merkilegt til at- hugunar, að þegar tengsl manna við allt tillært hafa verið rofin, t.d. við sinnisveiki, þá vakna þess- ar tilfínningar oft aftur, enda er list geðsjúkra merkilegt rannsókn- arefni og nú á dögum víða mikil- vægur þáttur í endurhæfíngu þeirra. Það má og alveg álykta það, að mörg af þeim skilningarvitum, sem vísindamenn nútímans eru að rannsaka hjá dýrum og okkur þykja stórmerkileg og torráðin, hafi maðurinn haft til að bera í árdaga — annars hefði hann ein- faldlega ekki komist af. Og skyldi það sem við nefnum ófreskigáfur ekki einmitt vera leifar þessara skilningarvita? Álykta má, að þessu hafí mað- urinn smátt og smátt tapað með tilkomu siðmenningarinnar og að hann tapi því með meiri hraða en áður, á örtölvuöld spymi hann ekki við fótum. Allt þetta sjáum við í hnotskum er böm okkar setjast á skólabekk og glata á fáum árum heilmiklu af þessum hrífandi og uppruna- legu kenndum sínum, sem ég skil- greindi hér áður. Fari þau svo seinna í listaskóla eru þau í mörg ár að tileinka sér það með miklum erfíðismunum, sem þeim var full- komlega eðlilegt í æsku — og svo á þessi þróun að nefnast menntun og þroski! Þetta allt hefur mönnum verið kunnugt lengi, og því eru forskól- amir tilkomnir og allur hinn mikli fjöldi tilraunaskóla um skapandi kennslu. í stað þess að búa til miðstýrt hegðunarmynstur hefur verið leitast við að opna umhverf- ið fyrir baminu og gera það að sjálfstæðum, hugsandi og fullgild- um þátttakanda. En að sjálfsögðu hefur einnig verið reynt að búa til annað og engu minna miðstýrt mynstur undir nafni nýrra kenn- inga og frelsis, en það er annað mál, sem ekki skal farið inn á hér. Mikilvægast er að hér hefur verið unnið mikið og merkilegt starf á undanfömum árum og gegna hér forskólamir mikilvægu hlutverki en eru þó ekki algild lausn. Sýningin „Böm hafa hundrað mál, en frá þeim tekin nítíu og níu“ var upprunalega sett upp í Modema Museet í Stokkhólmi árið 1981. Hún ijallar einmitt, svo sem segir í sýningarskrá, um með- fædda getu og hæfileika bama til að lesa umhverfí sitt með öllum skilningarvitunum og afla fróð- leiks og þekkingar, sem er margf- alt meiri og flóknari en almennt hefur verið talið. Efni sýningarinnar var sótt í myndlistarvinnustofur bamaheim- ilanna í Reggio Emilia í Norður- Ítalíu og vakti undrun og aðdáun sýningargesta. Hvemig gat það staðist, að svo ungar manneskjur gátu skapað hluti, sem voru ein- stakir að Qölbreytileika og listræn- um gæðum og sýndu þekkingu á viðfangsefninu, sem er óvenjuleg á þessum aldri. Öll verkin báru vott um næman skilning bamanna og ljóðræna mýkt, sem sameinað- ist óheftri og kraftmikilli sköpun- argleði. Víst er þetta framtak í Reggio Emilia merkilegt, en á þó ekki að koma á óvart, því að löngu er við- urkennt að böm hafa þetta allt í sér, svo sem ég vék að, og þannig séð kemur þessi sýning mér á engan hátt á óvart. Hér kemur einungis fram það, sem margur hefur vitað, en vanrækt hefur verið og víðast hvar mjög svo gróf- lega með ómældu tjóni fyrir þroska einstaklingsins og þjóð- félagsins um leið. Hér má og einnig koma fram, að nýjar rannsóknir vísindamanna hafa leitt í ljós að skynsvið ung- bama er öllu meira en álitið var áður — þetta hefur bamið þó löngu gefið til kynna í rissum sínum eins og margur hefur vísað til. Og hér vil ég enn einu sinni benda á hin vísu orð Plató, að grundvöllur allrar menntunar væri „að ala upp í list“ og meinti hann þar, að listin væri grundvöllur menntunarinnar. Þetta voru forréttindi hinna efnameiri um aldir en gleymdist fullkomlega að tengja almennu skólakerfí eftir iðnbyltinguna með skelfilegum afleiðingum fyrir ein- staklinginn, sem smám saman varð að ósjálfstæðum og sinnu- lausum múg. Sýningin „Böm hafa hundrað mál“ á erindi til allra hugsandi manna í öllum skilningi. Á henni er ótal margt sem gleður augað og maður staldrar við og því er farsælast að gesturinn gefi sér góðan tíma til skoðunar hennar. Hún er þörf og brýn áminning fyrir ráðamenn skólamála um að gefa meiri gaum að skapandi at- riðum í menntakerfínu. Þetta er ekki einasta stórfalleg sýning og merkileg heldur meiri háttar viðburður — hún er í senn fróðleg og uppbyggjandi jafnt fyr- ir hinn almenna sýningargest sem skólafólk. Barna- heimilið Mar- bakki Sköpunargleði Myndgerðarsam- keppni á tækniári í tengslum við sýninguna „Böm hafa 100 mál“, en þó sjálfstætt framtak, er sýning Bamaheimilisins Marbakka í vest- ari gangi Kjarvalsstaða. Þar hóf starfsfólk þemavinnu með böm- unum í anda starfseminnar í Reggio Em- ilia í febrúar á þessu ári og var hér Ragn- heiður Sigurðardóttir, fóstra, sérstakur leiðbeinandi. Þemavinnan er öll í kringum einn kött, sem fenginn var í heimsókn og markmiðið var að kynnast honum frá mörgum sjónar- homum og urðu menn margs vísari um hegðun hans. Bömin áttu að setja sig í spor kattarins og hegðunarmynstur hans — hvemig hann borðar, hreyfir sig og þetta leikið eftir. Skoðuð voru augu hans, eyru, rófa, loppur, klær o.s.frv. og ýmsar ályktanir dregnar af þeirri rannsókn. Að öllum þessum flóknu málum athug- uðum var svo köttuinn færður yfir í mynd- mál — teiknaður, málaður og mótaður og það gert á hinn fjölbreytilegasta hátt og allur efniviður notaður, sem hendi var næst. Hér var um að ræða mjög ung böm og hlýtur þetta tímabil að hafa verið þeim mikið ævintýri og víst er það að árangur- inn er hinn skemmtilegasti til skoðunar — einungis hefði sjálf sýningin mátt vera sett dálítið betur upp. Af slíkum vinnubrögðum má draga mikinn lærdóm en til að forða misskiln- ingi skal þess getið, að slíkur lestur á umhverfið í gegnum myndmál er af miklu eldri toga en svo að eiga upphaf sitt í Reggio Emelia. Á borði mínu er t.d. bók sem ég eignaðist upp úr 1970, sem nefn- ist „Vorschulkinder" (Forskólaböm) og var gefin út í þriðja upplagi árið 1970 af for- lagi Emst Klett Stuttgart. Man ég að ég skrifaði grein um bókina hér í blaðið, því að hún hafði vakið mikla athygli ekki síður en sýningin „Böm hafa 100 mál“. Það skiptir nú ekki höfuðmáli heldur sú staðreynd að hér er farið rétt að og meðal þess sem lærist án nokkurra erfið- leika og án þess'að bömin átti sig á því er móðurmálið, þ.e. orðaforðinn eykst til muna ásamt skilningi á almennum hugtök- um, sem er þrautinni þyngri að kenna beint. Á þessu vildi ég vekja sérstaka athygli auk skemmtilegrar sýningar. Það var árið 1986 að Norðurlandaráð og iðnaðarráðherrar Norðurlanda ákváðu að árið 1988 skyldi tileinkað tækninni og nefnast Norrænt tækniár 1988. Eitt helsta markmið Tækniársins er að efla þekkingu á tækni og auka skilning á mikilvægi tækniþróunar. Þessu markmiði hefur verið reynt að ná á ýmsa vegu og dæmi um eina hlið viðleitninnar getur að líta í eystri gangi Kjarvalsstaða og nefnist sýningin „Myndgerðarsamkeppni á Tækniári". Aðdragandi sýningarinnar er sá, að í janúar sl. hófst samvinna Norræns tækni- árs, Skólaþróunardeildar menntamála- ráðuneytisins, Samtaka myndmennta- kennara og Félags íslenzkra móðurmáls- kennara um að efna til myndgerðarsam- keppni í ij'órða bekk grunnskóla (10 ára böm) og ritgerðasamkeppni í sjötta bekk grunnskóla (12 ára börn). Kennarar þessara árganga voru beðnir um að stuðla að samkeppni og senda í hana tvær ritgerðir og myndverk, er þeir teldu að ættu þangað erindi. Þátttaka var mjög góð og í eystri gangi Kjarvalsstaða getur sem sagt að líta nokk- ur sýnishom af því sem barst í keppnina. Hvað myndgerðarsamkeppninni viðvíkur var viðfangsefnið „Tækni framtíðarinnar". Markmiðið var að örva hugarflug bam- anna og fá þau til að lýsa í mynd þeirri framtíðarsýn sem þau hugsuðu sér að yrði raunveruleiki fólks sem lifði á 21. öldinni eða síðar, — t.d. borgir, samgöng- ur, heimili eða skóli. Mátti vinna myndirn- ar sem einstaklingsverkefni eða hópverk- efni og tækni var frjáls. Hér var gott tækifæri til að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarþörfunni lausan tauminn. Það er skemmst frá að segja að 130 nemendur úr 13 skólum í öllu fræðsluum- dæminu tóku þátt í samkeppninni. Mynd- imar vom mjög margar og vel unnar og sýndu ríkt hugarflug. Dómnefndinni var því nokkur vandi á höndum að velja sýnis- hom mynda á þessa litlu sýningu. Allar fyrrgreindar upplýsingar em sótt- ar í skýrslu um sýninguna og skal sérstak- lega taka undir það, að sýningin er lítil, að mínu mati er hún alltof lítil, því að kynningargildið hefði margfaldast ef hún hefði verið stærri og hnitmiðaðra frá henni gengið. Eg tek undir það að erfítt hefur verið fyrir dómnefndina að velja úr myndum, hvað þá að finna verðlaunamyndina, því' að hér komu margar til greina og einung- is smekksatriði getur ráðið úrslitum í slíkum tilfellum. Þannig sker verðlauna- myndin sig naumast úr þó áhugaverð sé, en hún er eftir einhvem meistara Albert og ber hinn hugvitssamlega titil „Bólu- hreinsarinn— sem tekur bólur og fíla- pensla — líka spik og allt búið." Hvað ritgerðarsamkeppninni viðvék þá var viðfangsefnið „Tæknilaus dagur“, en það skýrir sig nær sjálft. Þó skal greint frá því að bömin áttu að lifa sig inn í dag án tækni frá því að þau vöknuðu að morgni og þar til þau sofnuðu að kvöldi. Mörgum mun hafa brugðið við að setja sig inn í slíkan dag, svo sem auðséð er af ritgerðunum og vissu- lega hefur þetta aukið skilning þeirra á þýðingu tækninnar í daglegu lífi. Þannig sofnaði verðlaunahafinn, Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, út frá kertaljósi og í al- gerri þögn en vaknaði við hljóð í bílflautum og skallapoppi — og virtist bara fegin! Á þennan hátt er hægt að lifa sig inn í tækni og hávaða, að tæknilaus veröld og þögn virki sem martröð. Áð öllu samanlögðu prýðilegt fram- tak...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.