Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 HVERFASKIPULAG FYRIR BORGARHLUTA 5 KYNNT A BORGARAFUNDI AMIÐVIKUDAGSKVÖLD var haldinn í Réttarholtsskóla almennur borgfarafundur á vegum Borgarskipulags Reykjavíkur, þar sem hverfaskipulag i borgarhluta 5 var kynnt. Til borgarhlutans teljast Fossvogs- Bústaða- og Háa- leitishverfi, Hvassaleiti og Blesu- gróf. Starfsmenn Borgarskipu- lags og borgarverkfræðings kynntu skipulagið og svöruðu fyr- irspurnum og ábendingum íbúa um ýmsa þætti þess. Davíð Odds- son borgarstjóri og Jóhann Páls- son garðyrkjustjóri urðu einnig fyrir svörum. í framsögu Þorvald- ar S. Þorvaldssonar, forstöðu- manns Borgarskipulags, kom fram að borginni er skipt f nfu hluta og skipulag hvers og eins er kynnt sérstaklega fyrir fbúun- um og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir og tillögur til breytinga. Haldinn er borgara- fundur f hveiju hverfi og að hon- um loknum er dreift inn á öll heimili í hverfinu bæklingi með uppdráttum og upplýsingum um skipulag hverfisins. Hverfaskipu- lagið er nýtt skipulagsstig, nokk- urs konar millistig milli aðalskipu- lags og uppdrátta einstakra reita. „Með hverfaskipulaginu er reynt að færa skipulagið nær fólkinu, og allar ábendingar og athuga- semdir eru vel þegnar,“ sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson. "K. w ▼ 'vs. ' Kort af borgarhluta fimm. Neðst á myndinni má sjá legu fyrirhugaðrar Fossvogsbrautar. Fossvogsdalur var aðalumræðuefnið Birgir Sigurðsson, deildarstjóri á Borgarskipulagi, kynnti skipu- lagjð í grófum dráttum og gerði grein fyrir ýmsum lagfæringum og endurbótum, sem myndu eiga sér stað á næstunni. Meðal annars munu framkvæmdir við útivistarsvæði við Stjömugróf hefjast í sumar, lagfær- ingar verða gerðar á svæðinu í kring um Fákshúsin, gengið verður frá leiksvæðum og reynt að leita uppi óræktarsvæði og koma þeim í betra horf. Þá hefjast framkvæmdir við íþróttasvæði Víkings í Fossvogsdal, þar sem á að gera bflastæði og byggja vallarhús. Hjólreiðastígar verða lagfærðir og kemur nýr stfgur eftir Fossvogsdal endilöngum. Þá verða gerðar lagfæringar á nokkrum stöðum við nýja hitaveitustokkinn, sem liggur í gegn um Bústaðahverf- ið, þar sem slysahætta hefur skap- ast. Birgr greindi einnig frá fyrir- huguðum umbótum á gangbrautum yfir Bústaðaveg og Réttarholtsveg, en þar fer fjöldi skólabama um. Málfríður Kristiansen, arkitekt hjá Borgarskipulagi, gerði grein fyrir húsnæðismálum á svæðinu, þróun byggðarinnar og einkennum. Hún sagði þennan borgarhluta, eink- um smáíbúðahverfíð, einkennast af fíngerðri og skemmtilegri byggð. Það væri stefna borgaryfírvalda að þessi einkenni byggðarinnar héldu sér, og menn færu því varlega í að byggja við eða breyta húsum. Fossvogsbraut aðalumræðuefnið Þórarinn Hjaltason, yfirverk- fræðingur hjá umferðardeild borgarverkfræðings, ijallaði um umferðarmál á svæðinu. Þórarinn fjallaði um Fossvogsbraut, sem varð svo eitt aðalumræðuefnið á fundin- um. Eigi gott ástand; sæmilegur ökuhraði og lágmarksslysahætta, að haldast á stofnbrautum borgarinnar, em einkum tveir kostir, sem koma til greina. Annars vegar að breikka Miklubraut í 6-8 akreinar og gera öll gatnamót við hana tvær hæðir með brúm og göngum, eða að leggja Fossvogsbraut. Tilkoma Fossvogs- brautar myndi draga úr umferð á Miklubraut og minnka beygju- strauma út af henni, sem draga myndi verulega úr slysahættu, að sögn Þórarins. Þórarinn sagði að gert væri ráð fyrir að brautin yrði lögð á árunum 1995-2004. Hún mun liggja eftir endilöngum Fossvogsdal og fram- hald hennar yrði Hlíðarfótur, sem lægi sunnan Óskjuhlíðar, norðan við Reykjavíkurflugvöll. Þórarinn sagði að ljóst væri að brautin myndi valda mikilli röskun á umhverfinu í Foss- vogsdal. Það væri hins vegar nú þegar ráðgert að grafa brautina nið- ur að mestu leyti og yfirbyggja hana að hluta þannig að góð tengsl héld- ust áfram milli útivistarsvæða og gönguleiða í dalnum. Síðan yrði lögð áhersla á að planta tijám við jaðra brautarinnar. „Með þessum frágangi mun dalurinn líta mun betur út en hann gerir í dag,“ sagði Þórarinn. Kostnað við lagningu niðurgraf- innar brautar um dalinn sagði Þórar- inn vera áætlaðan um 350 milljónir króna. Bæta mætti einum milljarði við þá tölu ef brautin yrði yfirbyggð alla leið, en yrði brautin niðurgrafin að hluta samkvæmt núverandi hug- myndum, yrði kostnaður um 600 milljónir króna, sem væri svipaður kostnaður og við breytingar á Miklu- braut. Ibúar sýndu mikinn áhuga á hug- myndum um Fossvogsbrautina, en sitt sýndist hveijum um það hvort hún ætti rétt á sér eða ekki. Jón Valdimarsson vildi fá að vita hvort áætlunum um breikkun Bústaðaveg- ar yrði hrint í ffamkvæmd ef Foss- vogsbrautin yrði lögð. Sr. Andrés Ólafsson spurði einnig um breikkun Bústaðavegar og hvort hún þyrfti að bíða ákvörðunar um lagningu Fossvogsbrautar. „Það þekkja allir hér hvemig það er að aka um Bú- staðaveginn á háannatíma," sagði sr. Andrés. „Þar sem engin útskot eru fyrir strætisvagnana hanga 20-30 bílar í halarófu aftan í hveij- um vagni og einn og einn reynir að skjóta sér fram úr.“ Sr. Andrés lagði til að útskotum á Bústaðaveginum yrði að minnsta kosti fjölgað. „Ef það er ekki hægt er eins gott að gera þetta að göngugötu," sagði hann. Davíð Oddsson borgarstjórí sagði að það væri rétt að Bústaða- vegurinn gæti ekki beðið lagningar Fossvogsbrautar. Það væri alls ekki ljóst hvenær lagning brautarinnar gæti hafist, þar sem ágreiningur væri um framkvæmdina milli bæjar- yfirvalda í Kópavogi og Reykjavík og samkomulag ekki fyrirsjáanlegt, þannig að jafnvel gætu orðið mála- ferli. .„Það ér ekki einu sinni víst að þessi braut verði nokkum tíma lögð, sé horft raunsætt á málið," sagði borgarstjóri. Hann sagði hins vegar að nauðsynlegt væri að gera lagfær- ingar á Bústaðaveginum, einkum útskot og breytingar á gatnamótum, en ekki væri hægt að svo stöddu að tvöfalda breidd götunnar, enda teldu margir það ekki hollt fyrir hverfið. Ingileif Ólafsdóttir spurði hvort skólamálayfirvöld í Reykjavík og Kópavogi hefðu fjallað um hugsan- lega hættu, sem til dæmis skólaböm- um í Fossvogsskóla kynni að stafa af Fossvogsbrautinni. Auður Sveinsdóttir vildi taka umhverfis- vemdarsjónarmið fram yfír bíla og götur og sagði stórkostlega mögu- leika felast í útivistarsvæði í Foss- vogsdal. Það væri jafnvel hægt að skapa þannig samfellt útivistarsvæði Reykvíkinga allt frá Heiðmörk um Elliðaárdal, Fossvogsdal, Naut- hólsvík og Öskjuhlíð, um Ægissíðu og út á Seltjamames. Þessi hug- mynd Auðar vakti greinilega hrifn- ingu á fundinum og klöppuðu fund- armenn henni lof í lófa. Þá gagn- rýndu menn að ekki hefði verið gert ráð fyrir umferðarþunganum í skipu- lagsvinnu fyrri ára, þannig að hægt hefði verið að leggja hraðbrautir hæfilega langt frá íbúðahverfum komast hjá því að beina mikilli um- ferð um Bústaðaveg. Anna Einarsdóttir sagði að Fossvogsdalur væri eitt skjólsælasta svæðið í borginni og þess vegna væri til dæmis tilvalið að byggja þar sundlaug og hús fyrir aldraða. Um- ferðarvandann vildi Anna leysa með lagningu rafmagnsjámbrautar um dalinn, ekki síst vegna þess að þann- ig mætti losna við mengun, sem fylgdi bifreiðum. Björgvin Hannes- son tók undir með Önnu um að þörf væri á sundlaug í hverfinu, ekki síst þar sem meðalaldur íbúanna færi nú hækkandi og þeim veitti ekki af hollri og hressandi hreyfing. Guðmundur Hansson tók hins vegar hugmyndum um Fossvogs- brautina fagnandi. „Brautin mun taka slysaþungann af Bústaðavegin- um,“ sagði Guðmundur. „Út um gluggann minn við Hæðargarð hef ég séð tvö bílslys síðan á sunnudag og það er of mikið." Davíð Oddsson sagði að skólamála- yfirvöld hefðu ekki rætt áhrif Foss- vogsbrautar, en það væri hins vegar ljóst að hún myndi auka öryggi skólabama í hverfinu, meðal annars með því að létta umferðarþunga af Bústaðavegi, sem mörg böm þyrftu að fara yfir á leið í skólann. Davíð sagði að það væri vandamál í borg- inni hve ófullkomið stofnbrautakerf- ið væri; umferðin leitaði inn í íbúða- hverfin, þar sem bömum væri mest hætta búin. Borgarstjóri sagði að skipulags- fræðingum væri nokkur vorkunn að hafa ekki gert ráð fyrir allri þeirri umferð, sem nú þyrfti að glíma við. Hugmynd Borgarskipulags: Almenmngsgarður við Armúlaskóla HUGMYNDIR eru nú uppi í Borgarskipulagi Reylqavíkur um að gera stórt, opið svæði við Ármúlaskóla, sem fram til þessa hefur lítið ver- ið notað, að almenningsgarði. Er meðal annars tekið mið af hótelrekstri á Hótel Esju og Hótel íslandi, sem bæði eru mjög skammt frá, og væntanlegri aukningu á þjónustustarfsemi í Múlunum. Birgir H. Sigurðsson, deildarstjóri hjá Borgar- skipulagi, sagði í samtali við blaðið að enn væri þessi hugmynd á frumstigi. Hins vegar mætti hugsa sér að hún fengi staðfestingu um leið og hverfaskipu- lag fyrir Múlana og yrði síðan sett inn á fram- kvæmdaáætlun sem eitt af stærstu verkefnum borg- arinnar í þessu hverfí. Samkvæmt hugmynd borgarskipulags yrðu gerðir stígar á svæðinu, plantað tijám og sett upp leik- tæki. Garðurinn yrði þá bæði fyrir hótelgesti á hótel- unum tveimur, og fyrir vegfarendur, sem erindi ættu við þjónustufyrirtæki í Múlahverfinu og vildu hvíla sig frá amstri dagsins. Morgunbladið/Júlíus Hluti svæðisins, sem um ræðir. Til vinstri er Armúlaskóli, en við hægra horn hans ber nýbyggingu Hótels íslands við Ármúla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.