Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 16

Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 KLÚBBUR EÐA ALMANNAEIGN? Unnið að gerð leikrits í sjónvarpssal. „Útboðsstefna“ Sjónvarpsins 00 eftir Ogmund Jónasson Ekki alls fyrir löngu undirritaði dagskrárstjóri innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins, Hrafn Gunn- laugsson, samning við íslenska myndverið, en það fyrirtæki er í raun tæknideild Stöðvar tvö. Þessi samningur var á þá leið að Mynd- verið annaðist vinnslu á leikritinu Næturganga. Nokkru síðar var far- ið að hringja í ýmsa starfsmenn Sjónvarpsins frá Stöð tvö og bjóða þeim sumarvinnu við þetta tiltekna verkefni. Þótti mönnum þetta harla undarlegt, ekki síst þar sem aldrei hafði verið gengið úr skugga um það hvort hægt væri að sinna þessu verkefni innan veggja Sjónvarpsins. Starfsmannafélag Sjónvarpsins efndi til fundar til þess að mót- mæla þessari ráðstöfun og í kjölfar- ið ákvað framkvæmdastjóm Ríkisútvarpsins að endurskoða mál- ið frá gjunni. Nokkru síðar lýsti útvarpsstjóri því yfir að ekki kæmi til þess að Næturganga færi til ís- lenska myndversins enda hafði þá komið í ljós að tæknideild Sjón- varpsins gat leyst þetta verkefni. Þetta kom í ljós þegar málið á ann- að borð var kannað. Nú er ekki séð fyrir endann á örlögum Næturgöngu. Aðstandend- ur Stöðvar tvö munu hafa reiðst því mjög þegar rætt var um að rifta samningnum enda átti að greiða féð út heilu misseri áður en verkið var unnið og því skiljanlegt að mönnum þætti sárt að sjá af fjármunum sem hefðu getað nýst við uppbyggingu þessa fyrirtækis. Þetta er riQað upp hér vegna þess að í kjölfarið tóku að birtast yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum á borð við Samband ísl. kvikmynda- framleiðenda og Félag kvikmynda- gerðarmanna þar sem „harmað" var hversu „skammsýnt" Starfs- mannafélag Sjónvarpsins væri að standa gegn útboðsstefnu Hrafns Gunnlaugssonar. Sjálfur tók Hrafn síðan undir þetta viðhorf viðskipta- vina sinna í viðtali við Morgun- biaðið hinn 17. maí. Þar segir hann að mótmæli Starfsmannafélags Sjónvarpsins hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta fólk er öðru fremur að hugsa um eigin hagsmuni, en ekki um hag Sjónvarpsins eða betri dagskrá . .. Þetta fólk tefur fyrir breytingum, og því miður á fólk af þessari gerð alltaf auð- veldara uppdráttar innan ríkis- stofnana heldur en úti á hinum fijálsa vinnumarkaði_____Sjón- varpið er eign allra landsmanna og á að þjóna þeim, en ekki haga sér eins og klúbbur." Tveimur dögum síðar birtir Morgunblaðið síðan leiðara þar sem sjónarmið Hrafns Gunnlaugssonar eru hafin upp til skýjanna. „Útboðsstefnan" er góð því hún tryggir „viðskipta- vinum, sem endanlega borga rekstr- arkostnaðinn, sem best dagskrár- efni með sem minnstum tilkostn- aði“. Þetta virðast leiðarahöfundi vera einföld og augljós sannindi. Hér á árum áður voru ákafir vinstri menn oft sakaðir um að hugsa „eftir kenningunni", vera ídeólógískir eins og það var kallað. Á síðustu árum hefur dæmið snúist við. Nú eru það harðlínumenn til hægri sem hugsa eftir kenning- unni. í þeim anda var umræddur leiðari Morgunblaðsins, engin til- raun gerð til þess að kanna mála- vexti heldur byggt á ofurtrú á ágæti hins fijálsa markaðar. Nú er það svo að Starfsmannafé- „Sá maður leyfir sér nú að saka almenna starfs- menn Sjónvarpsins um að bera ekki hag stofn- unarinnar fyrir brjósti heldur láti þeir stjórn- ast af þröngnm eigin- hagsmunum. Kann að vera að hér eigi við gamalt orðtak, margur heldur mig sig? Er það ef til vill Hrafn Gunn- laugsson sem á heima í hinum litla klúbbi, sem honum verður svo tíðrætt um?“ lag Sjónvarpsins er síður en svo andvígt því að Sjónvarpið kaupi efni til sýningar eða feli fýrirtækj- um að vinna einstök verkefni. Starfsmannafélagið hefur einfald- lega mótmælt því að verkefni sem hægt er að sinna í Sjónvarpinu séu send út fýrir stofnunina. Jafnframt hefur Starfsmannafélagið vakið athygli á ákveðinni þversögn sem tók að gera vart við sig þegar farið var að keyra „útboðsstefnuna" áfram. Þessi þversögn fólst í því að fækka í starfsliði tæknideildar á sama tfma og kvartað var yfir því að ekki væri mannafli til að sinna verkefnum innan stofnunarinnar. Lítum nú á nokkrar staðreyndir þessa máls. íslenska Sjónvarpið er í rauninni mjög lítil sjónvarpsstöð þar sem tækjakostur allur er af skomum skammti. Enn er tækni- deild Sjónvarpsins stærri en tækni- deild Stöðvar tvö en munurinn hef- ur farið ört minnkandi. Ástæðan er einföld. Það eru takmörk fyrir því með hve fámennu starfsliði og litlum tækjabúnaði hægt er að reka fyrsta flokks sjónvarpsstöð. Það er varla svo að þessum lágmarksskil- yrðum sé nú fullnægt hjá ríkissjón- varpinu og fer því þess vegna fjarri að réttlætanlegt sé að draga saman seglin eins og gert hefur verið. Reyndar væri nær að efla Sjón- varpið með því að festa þar til upp- byggingar það fjármagn sem stofn- unin hefur með höndum í stað þess að veita því til tækjakaupa annarra aðila. Um það er ekki ágreiningur að ríkissjónvarpið eigi að vera í fyrsta gæðaflokki og ekki er heldur um það deilt að ríkissjónvarpið eigi sjálft að annast fréttaflutning og hafa með höndum þáttagerð. Deil- umar hafa snúist um það eitt, að hvaða marki innlend þáttagerð, leikrit og annað af því tagi, eigi að vinna innan Sjónvarpsins. Sjónarmið Starfsmannafélagsins hefur í stuttu máii verið þetta: Til þess að sinna þeim kröfum sem menn em almennt sammála um að beri að gera til Ríkisútvarpsins þarf lágmarks tækjabúnaður og sér- hæfður mannskapur að vera fyrir hendi. Það er síðan hlutverk verk- stjómenda að skipuleggja dag- skrárgerð þannig að þessi tækja- búnaður og mannskapur nýtist sem best. Þetta hefur forráðamönnum innlendrar dagskrárdeildar tekist misvel og ekki alltaf sem skyldi. En þegar þeir ætla nú að bjóða okkur að gleypa það gagnrýnislaust er þeir fela samkeppnisaðilanum, Stöð tvö, að vinna verkefni fyrir stofnunina sem hún getur annast sjálf, þá segjum við einfaldlega, að nú sé mælirinn fullur. Þetta kunni að vera hægt að bjóða fólki sem slegið er ídeólógískri blindu, en ekki okkur. Á einu sviði hefur orðið umtals- verð fjölgun og útþensla hjá Sjón- varpinu í seinni tíð og það er í skrif- stofuhaldinu hjá innlendri dagskrá- deild. Fram hefur komið í gögnum, að þessi deild hefur ekki aukið framleiðslu miðað við fjölgun starfsmanna. Skýringin er að hluta til sú að viðbótarmannafli hefur að vemlegu leyti farið í stjómsýslu af ýmsu tagi og þá einkum við að aðstoða dagskrárstjórann. Það er varla að undra að maðurinn hafi áhyggjur af ríkisrekstri eða eins og fulltrúi hans, Baldur Hermannsson, orðaði það nýlega í viðtali við Morg- unblaðið: „Það eru engin dæmi þess, nokkum tíma í mannkynssög- unni, að ríkið hafi verið betri fram- kvæmdaaðili en einkafyrirtæki. Sumum finnst jafnvel orka tvímælis að Sjónvarpið skuli yfirleitt fram- leiða nokkum skapaðan hlut...“ Ef áhöfnin hefur þessi viðhorf þá er það vissulega undravert að nokk- uð skuli yfirleitt framleitt. En hvað eru menn með svona viðhorf þá yfirleitt að gera hjá ríkinu? Hvers vegna vinnur Hrafn Gunnlaugsson ekki úti á hinum frjálsa markaði? Svarið virðist ein- falt. Staða hans hjá ríkinu hefur fært honum völd í hendur og nú hefur hann fundið leið til þess að efla þessi völd. í stað þess að nýta þá ijármuni sem honum er treyst fyrir til framleiðslu í Sjónvarpinu í samráði og samvinnu við aðra starfsmenn stofnunarinnar þá er hann nú kominn f aðstöðu til þess að deila þessu fé að eigin duttlung- um til fyrirtækja í landinu. Frá fyr- irtækjum í kvikmyndaiðnaði hafa að vísu heyrst lágværar óánægju- raddir um að þessu fé sé nokkuð misskipt. En þetta er ekki sagt hátt enda svo komið í þessari starfs- grein að menn telja sig ekki hafa efni á því að styggja Hrafn Gunn- laugsson. Sá maður leyfír sér nú að saka almenna starfsmenn Sjónvarpsins Forkeppni Ólympíuleikanna Island Italía Laugardalsvöllursunnudaginn 29. maí. kl. 20.00. Dómari: Keith Cooper. Línuvörður: Keith Burge og John Pearle. 0 Forsala á Laugardalsvelli S.G. einingahús, á leikdag frá kl. 11.00 Eyravegi 37, Selfossi, sími: 99-1376. Austurvegi 38, Selfossi, sími: 99-1011 Iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.