Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Nicaragua: Stefnt að stríðs- lokum í september Managua, Reuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða komu til Managua, höfuðborgar Nicaragua, á miðvikudag til þriðju samningalotunnar f friðarviðræð- um þeirra við sandinistastjórn landsins. Stjómin hefur einhliða framlengt tveggja mánaða vopna- hléi sem ljúka átti 31. maí. Helsti herforingi kontranna, Enrique Bermudez, tekur nú þátt í viðræðunum í fyrsta sinn. Hann hef- ur fram til þessa verið vantrúaður á gildi þeirra. Sandinistar kröfðust Viðræðum Grikkja og Tyrlga lokið þess að fundað yrði í höfuðborginni eins og í fyrri viðræðulotum. Skæru- liðar töldu sig ekki hafa fengið trygg- ingu fyrir viðunandi aðbúnaði og athafnafrelsi þar en létu þó að lokum undan. Á hinn bóginn varð sam- komulag um að stefnt yrði að lyktum borgarastríðsins í september en ekki í júní eins og sandinistar höfðu kraf- ist. Talsmaður sandinistastjómarinn- ar sagði að komandi mánuðir yrðu notaðir til að ræða tillögur kontra- skæruliða um aukin lýðréttindi og aðrar pólitískar umbótatillögur. Kontramir krefjast þess m.a. að rof- in verði hin nánu tengsl milli sandin- istaflokksins, hersins og ríkisstjóm- arinnar. Reuter Ronald Reagan Bandarikjaforseti og eiginkona hans Nancy ásamt Mauno Koivisto forseta Finnlands og eiginkonu hans við komuna til Helsinki. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í Helsinki: Ankara. Reuter. TYRKNESKIR og grfskir ráð- herrar luku þriggja daga við- ræðum sinum í gær og sögðust ætla að vinna áfram að sam- komulagi um samvinnu á sviði verslunar, iðnaðar og ferða- mála. Adnan Kahveci, oddviti tyrk- nesku viðræðunefndarinnar, sagði, að fundimir hefðu verið árangursríkir og stuðlað að gagn- kvæmu trausti milli ríkjanna. í sameiginlegri fréttatilkynningu sagði, að aðilar hefðu samþykkt að auka fjárfestingu í löndum hvór annars, koma í veg fyrir tvísköttun og taka upp samvinnu í vísindum og tækni. Einnig var samþykkt að koma á samstarfí á sviði byggingarstarf- semi, í orku-, umhverfís-, menn- ingar- og heilbrigðismálum, auk þess sem ákveðið var að skipa sérstaka nefnd, sem koma á sam- an í Aþenu til þess að skipuleggja sameiginlegt átak í ferðamálum. „Það verða nóg verkefni fyrir okkur á næstu árum og við verðum að leggja okkur alla fram til að sigrast á þeim erfíðleikum, sem sett hafa svip á sambúð ríkjanna," sagði Kahveci. Panayotis Raumeliotis, efna- hagsmálaráðherra grísku stjómar- innar, sagði, að fundimir hefðu verið „mjög góð byijun og traust undirstaða" efnahagssamvinnu ríkjanna. Finnskum blaðamanni meinað að fylgjast með heimsókninni Shultz tafðist um hálfan sólarhring vegna viðræðna um Panama Blaðamanni meinað að Helsinki, frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunblaðsins. FLUGVÉL Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta lenti klukk- an eitt aðfaranótt fimmtudags að staðartíma í Helsinki. For- setinn heimsótti Helsinki á leið sinni til fundar við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Moskvu. Forsetinn og fylgdar- lið hans dvelja í Helsinki fram á sunnudag til hvíldar og undir- búnings fyrir fundinn í Moskvu. Erfíðleikar í samskiptum Bandaríkjanna og Panama var það sem vakti mestan áhuga meðal fréttamanna sem fylgjast með ferð forsetans. George Shultz utanrík- isráðherra varð að fresta för sinni til Finnlands um hálfan sólarhring vegna viðræðna í Washington um afsögn Noriega hershöfðingja í Panama. Þegar ljóst varð að Nori- ega hafði ekki í hyggju að segja af sér yfírgaf Shultz fundinn í Hermálanefnd NATO: Orð og athafnir Gorb- atsjovs fara ekki saman Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. WOLFGANG Altenburg hershöfðingi, formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær og greindi frá umræðum á fundi nefnd- arinnar daginn áður. Hermálanefndin fjallaði ítarlega á fundi sínum um hugsanlega breyttar áherslur í stefnu Sovétríkjanna í vígbún- aði. Eins var fjallað um áhrif stórveldasamkomulagsins um uppræt- ingu meðal- og skammdrægra eldflauga í Evrópu á áherslur NATO í framtiðinni. Jafnframt gerði nefndin tillögur til varnarmálaráð- herra um að 401. orrustuflugsveit Bandaríkjanna, sem fljótlega yfir- gefur Spán, yrði flutt til Ítalíu og var hún samþykkt. Undirbúningur undir leiðtogafundinn í Moskvu stendur nú sem hæst. Byggingaverkamenn vinna að því að setja upp pall fyrir sjón- varpstökumenn fyrir utan bandaríska sendiráðið í Moskvu þar sem forsetahjónin munu dvelja. Washington og flaug til Helsinki. Þangað kom hann á hádegi í gær. Beðið er eftir að Reagan taki ákvörðun um á hvem hátt eigi að bregðast við því að Noriega ætlar að sitja áfram við völd í Panama. Shultz sagði við fréttamenn við komuna til Helsinki að forsetinn myndi ekki taka ákvörðun um aðgerðir fyrr en í fyrsta lagi í dag. Noriega hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefna- smygl og hafa bandarísk stjóm- völd krafíst þess að hann segi af sér. Altenburg hershöfðingi sagði við blaðamenn að nefndin hefði farið ofan í saumana á yfírlýsingum Sov- étmanna um vígbúnað og vamir, eins hefði nefndin kynnt sér þær upplýsingar sem liggja fyrir um vígbúnað þeirra frá leyniþjónustum NATO-ríkjanna. Ljóst væri að full- yrðingar Sovétmanna um að Atl- antshafsbandalagið ræki árásar- stefnu stönguðust alvarlega á við viðhorf á Vesturlöndum. Ekkert benti til þess að Sovétríkin hygðust draga úr vígbúnaði sínum og þau gætu á engan hátt sýnt fram á að stefna þeirra hafí breyst. Það blasti því við að Míkhail Gorbatsjov sé annar í orði en á borði. Sá stuðningur sem hann njóti frá sovéska hemum byggist líklega á þeirri staðreynd að hann hefur á engan hátt hróflað við honum. Alt- enburg sagði að það væri ljóst að ríki miðuðu herafla sinn við að hann þjónaði þeim markmiðum sem þau hefðu sett sér, það væri augljóst að markmið Sovétríkjanna í hemað- aruppbyggingu væru allt önnur en Vesturlandanna. Fullyrðingar þeirra um árásarstefnu NATO og eigin vamarstefnu stönguðust á við raunveruleikann. Hermálanefndin komst að þeirri niðurstöðu að óumflýjanlegt væri að efla hefðbundnar vamir Atlants- hafsbandalagsins í kjölfar stór- veldasamkomulagsins og að áfram verði að leggja áherslu á kjamorku- vopn í fælingarskyni og möguleika NATO á sveigjanlegum viðbrögðum ef til ófriðar kemur. Altenburg sagði að hermálanefndin hefði orðið sammála um að mæla með því við vamarmálaráðherrana að 401. flugsveitin bandaríska, sem haft hefur aðsetur í Torrejon í nágrenni Madrid á Spáni, yrði flutt til Italíu. Jafnframt lagði nefndin til að flutn- ingar yrðu kostaðir af mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins. Ráðherramir samþykktu þessa til- lögu í gær og verður flugsveitin sem télur um 4.000 menn og 72 F-16- orrustuflugvélar flutt til Ítalíu á þessu ári. Finnskir stjómmálaskýrendur telja að með því að velja Helsinki sem viðkomustað á ferð sinni til Moskvu sé Bandaríkjastjóm að þakka Finnum þátttöku þeirra í öryggisviðræðum og samstarfi í Evrópu. Reagan mun væntanlega fjalla um þátt Finna í vestrænni samvinnu í ræðu sem hann flytur í Finlandia-höllinni, þar sem Hels- inki-sáttmálinn var undirritaður árið 1975, í dag. Forsetinn og fylgdarlið hans áttu rólegan dag í gær. Mikill fjöldi fínnskra öryggisvarða er að störf- um í höfuðborginni og þeim til fulltingis hefur verið fengið herlið til að annast öryggisvörslu á flug- velli borgarinnar. Nokkur hundmð vopnaðir öryggisverðir komu með forsetanum frá Bandaríkjunum. fylgjast með forsetanum Finnsk dagblöð hafa gagnrýnt öryggisráðstafanir vegna heim- sóknar forsetans, aðallega hafa þeir gagnrýnt það að einum fínnskum blaðamanni var meinað að fylgjast með heimsókn forset- ans. Utanríkisráðuneytið neitaði blaðamanni finnska kommúnista- blaðsins Tiedonantaja um leyfi til að fylgjast með Reagan meðan á dvöl hans í Helsinki stendur. Nú er deilt um það hvort slík útilokun samræmist lögum um borgaraleg réttindi í Finnlandi. Talsmenn ut- anríkisráðuneytisins segja synjun- ina vera af öryggisástæðum en hafa neitað að gefa nánari skýr- ingar á henni. Vitað er að blaða- maðurinn sem hér um ræðir hef- ur, auk þess að starfa við Tiedon- antaja, sem er róttækt vinstrisinn- að blað, átt samskipti við Frelsis- samtök Palestínu (PLO) og írska lýðveldisherinn (IRA). Shultz valdi Helsinki sem viðkomustað Finnar telja að George Shultz standi að baki því að Reagan hafði viðkomu í Helsinki á leiðinni til Moskvu. Upp á síðkastið hefur Shultz oftsinnis komið til Helsinki til fundar við Edúard Shevardnad- ze utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Shultz hefur á þessum ferð- um sínum alla jafna átt fundi með fínnskum ráðamönnum og hafa samskipti verið ánægjuleg. Reagan átti fund með blaða- mönnum við komuna til Helsinki í gær og sagði hann meðal annars að Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkj- anna gerði sér grein fyrir því að stjómmálalegar og efnahagslegar breytingar væru nauðsynlegar í Sovétríkjunum. „n það er margt ógert,“ sagði forsetinn. „Við verð- um að vona að sovésk stjómvöld bæti samskipti sín við nágrann- aríkin og hætti að beita hótunum í samskiptum við þegna sína,“ sagði forsetinn í samtali sem tekið var áður en hann lagði af stað til Helsinki og sýnt var í finnska sjón- varpinu í gær. Helsinki skartaði sínu fegursta fyrir Bandaríkjaforseta og fylgd- arlið hans í gær og er spáð áfram- haldandi góðviðri. Formleg dag- skrá forsetans fyrir daginn í dag er þriggja klukkustunda löng og síðan er búist við að hann noti tækifærið til að litast um í borg- inni í góða veðrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.