Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 29 Bretland: Thatcher tulkar heilaga ritningu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra hélt ræðu á kirkjuþingi skosku þjóðkirkjunnar á laugar- dag. Þar lýsti hún skilningi sínum á kristni og sambandi hennar við stjórnmál. Ræðan hefur vakið deilur meðal kirlq- unnar manna og stjórnmála- manna. Forsætisráðherranum var boðið að flytja ræðu á þessu kirkjuþingi, sem haldið er í Edinborg. Fimm klerkar hreyfðu mótmælum við ræðuflutningnum. Ekki var talin ástæða til að bera það undir at- kvæði, hvort ræðan skyldi flutt, vegna þess að vilji fundarmanna var látinn í ljós með því, að þeir stöppuðu ákaft niður fótunum, en það er hefðbundið merki um sam- þykki á þingum skosku kirkjunnar. Síðasti forsætisráðherra, sem sætti mótmælum, var Clement Atlee, og var það árið 1946. Sköpun auðs ekki röng’ í ræðu sinni fjallaði Thatcher um, hvað í því fælist að vera kristinn, og sagði í upphafí, að hún talaði sem kristin manneskja og stjórn- málamaður. í ræðunni voru tvö lyk- ilatriði. Annars vegar sagði hún, að sköpun auðs væri ekki röng, heldur ást á fé sjálfs þess vegna. Síðan bætti hún við: „Hin andlega hlið kemur til skjalanna, þegar við ákveðum, hvað á að gera við auð- inn. Hvemig gætum við kallað á hjálp eða fjárfest fyrir framtíðina eða stutt þá ágætu lista- og hand- verksmenn, sem vinna líka Guði til dýrðar, án þess að við hefðum unn- ið fyrst hörðum höndum og notað eigin hæfíleika til að skapa þann auð, sem nauðsynlegur er?“ Ábyrgð ein- staklingsins Hitt aðalatriðið var áhersla á ábyrgð einstaklingsins á gerðum sínum. Það væri ekki unnt að kenna samfélaginu um, ef við óhlýðnuð- umst lögunum. Thatcher sagði einnig, að stjómmálamenn gætu aldrei breytt einstaklingum, ein- ungis hvatt þá til að rækta sínar góðu hliðar og halda aftur af löstum sínum. Hún vitnaði til orða Páls postula til Þessalóníkumanna: „Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki að fá að eta.“ Samviskubit Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði, að í sögunni mætti finna aragrúa valdsmanna, sem reyndu að réttlæta ójöfnuð sinn og takmarkanir með völdum tilvitn- unum í Biblíuna. Það gæti svo sem vel verið, að Thatcher hefði sam- viskubit, af því að hún hefði skapað samfélag, þar sem hinir ríku yrðu sífellt ríkari og hinir fátæku fátæk- ari. Einn af klerkunum, sem vildu koma í veg fyrir, að Thatcher héldi ræðu sína, sagði, að gerðir stjómar- innar frá 1979 gerðu þessa ræðu hraksmánarlega. Aðrir klerkar and- mæltu ræðunni á þeim forsendum, að hún væri liður í aðgerðum Thatc- her til að bæta hag Ihaldsflokksins í Skotlandi og ætti lítið skylt við heilaga ritningu. Nauðsyn félags- legrar samheldni Douglas Hurd innanríkisráðherra sat fyrir svörum í sjónvarpinu um helgina um siðlega réttlætingu stjómarstefnunnar. Hann lagði áherslu á nauðsyn félagslegrar samheldni og sagði, að einstaklings- hyggja væri ekki græðgi og eigin- gimi. Það hefði verið sérstök ástæða til að hvetja til ábyrgðar einstaklinganna, þegar stjómin tók við 1979, en nú væri rétt, að menn notuðu ríkidæmi sitt til að bæta samfélagið. I skoðanakönnun, sem birtist í The Obsenrer síðastliðinn sunnu- dag, fékk íhaldsflokkurinn stuðning 44% aðspurðra, Verkamannaflokk- urinn 41%, Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn 10% og Jafnaðarmanna- flokkurinn 5%. Reuter Le Le ogNan Nan Risapöndurnar tvær, Le Le og Nan Nan, láta ser fátt um finnast þó um þær sé deilt í Bandaríkjunum. Þær eru í góðu yfirlæti þó fóik fái ekki að skoða þær vegna málshöfðunar náttúruvemdar- samtakanna World Wildlife Fund og samtaka bandarískra dýra- garða gegn dýragarðinum í Toledo í Ohio-ríki, sem hefur leigt pönduraar tvær í 100 daga af Kínverjum. Telja dýraverndar- sinnar að verið sé að hafa dýrin að féþúfu og að slíkir leigusamn- ingar ýti undir að fleiri pöndur verði leigðar til vestrænna ríkja. Pöndustofnin telur um 600 dýr. Forsvarsmenn dýragarðsins leigðu pöndurnar til þess að hafa þær til sýnis á meðan á af- mælishátíð bæjarins stendur. Táningar auka fíkni- efnaneyslu Stokkhólrni. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Erik Liden. Fíkniefnaneysla fer nú aftur vaxandi meðal sænskra unglinga eftir að hafa staðið í stað eða minnkað í mörg ár. Algeng veisluföng eru nú amfetamín, hass eða LSD í stað áfengis af ýmiss konar styrkleika. Fíkniefnum er smyglað til Svíþjóðar í meira mæli en nokkru sinni áður. Ungu neytendumir eru oft böm yfirstéttar- eða millistétt- arfólks, einkum í glæstustu hverf- um Stokkhólms, Gautaborgar og Málmhauga. Ríkulegir vasapening- ar duga til þess að fjármagna kaup- in og neyslan fer aðallega fram í heimahúsum. Lögreglan hefur komist á snoðir um athæfíð með því að yfirheyra táninga sem hafa tekið þátt í fíkni- efnaveislum á heimilum þar sem foreldrar eru víðs fjarri. Aukið framboð á fíkniefnum hef- ur valdið verðlækkun sem léttir neytendum róðurinn. Lögreglunni hefur reynst erfítt að afla úpplýs- inga um neyslu hjá yfírstéttarungl- ingum og foreldrar þeirra hafa sjaldnast hugmynd um veisluhætti bama sinna. Gaddafi friðmælist við Tsjad Líbíumenn vilja aðstoða við uppbyggingu borga Beirút, Addis Ababa, Reuter. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbiu, lýsti yfir á miðvikudag að Líbíumenn viðurkenndu Tsjad sem sjálfstætt riki og sagði að þeir vildu aðstoða við uppbygg- ingu borga sem orðið hafa fyrir árásum libíska hersins, að því er opinbera fréttastofan í Líbíu, JANA, hefur skýrt frá. Þessi yfirlýsing kofn á sama tíma og tilraunir Einingarsamtaka Afríku, OAU, til að koma á sátt- um i landamæradeilu Tsjadveija og Líbíumanna virtust engan árangur ætla að bera. Gaddafí sagði að ákvörðunin um að viðurkenna Tsjad væri gjöf sín til Afríku og lýsti yfír að öllum deilum milli Tsjadveija og Líbíu- manna væri lokið. Hann hefði ákveðið þetta til að afrískir þjóðar- leiðtogar, sem nú minnast 25 ára afmælis Einingarsamtaka Afríku í Addis Ababa, þyrftu ekki að „hafa áhyggjur af deilum milli tveggja nágranna- og bræðraríkja." Hann sagði að afrískir leiðtogar gætu nú einbeitt sér að því að leysa efna- hagsleg vandamál Afríku, beijast gegn kynþáttastefnu Suður-Afríku- manna, beijast fyrir frelsi Suður- Afríkumanna og Namibíumanna, og styðja frelsisbaráttu Palestínu- manna. Hann boðaði ennfremur „líbíska Marshall-aðstoð til að byggja upp Norður-Tsjad og borgir sem urðu fyrir loftárásum líbíska hersins." Afrískir þjóðarleiðtogar voru enn að athuga ræðu Gaddafis á fundi Einingarsamtaka Afríku í gær- morgun. Nefnd samtakanna, sem sett var á fót árið 1977 til að fínna lausn á landamæradeilunni, hélt fund á miðvikudagskvöld áður en fréttir bárust af yfírlýsingu Gaddaf- is. Fundinum lauk eftir 10 mínútur og formaður nefndarinnar lýsti þá yfír að aðeins beinar viðræður Gaddafis og forseta Tsjads gætu stuðlað að lausn vandans. í ræðu sinni sagði Gaddafí að leiðtogum hinna stríðandi fylkinga í Tsjad, Hissene Habre forseta og Goukouni Dueddei fyrrverandi for- seta, hefði verið boðið til viðræðna í Líbíu. Hann sagði að hætta væri á að borgarastyijöldin hæfist að nýju yrði ekki komið á sáttum milli þessara fylkinga. Vopnahlé hefur verið í Tsjad síðan í fyrra, en þar hefur ríkt borgarastyijöld með hlé- um síðustu tvo áratugi. I Y VÍKURHUGBÚNADUR mO0flUS IBM PS/2 og RÁÐ/2 MAGNUS OG VÍKURHUGBÚNAÐUR kynna IBM PS/2 og RÁÐ/2 aö Bolholti 6 Reykjavík dagana 25.-27. maí fró kl. 9.00—18.00 Ný valmyndavinnsla RÁD kerfin eru þannig úr garöi gerö, aö unniö er meö niðurfall- andi valmyndir og innsláttarskjái. Valmyndirnar eru notaöar til að gefa kerflnu skipanir um aögeröir sem síöan kalla fram innsláttar- skjái þegar viö á. í raun þarf aldrei aö ”skrífa“ skipanir á skjá- inn heldur aöeins aö velja viöeig- andi aögerö meö bendlinum. Myndrœn framsetning RÁÐ viöskiptakerfin eru alíslensk- ur hugbúnaöur. Þaö kemur sér vel viö framtíöaruppbyggingu, sem oft vill veröa vandamál ”ÞÝÐ- ENDA“ erlendra bókhaldskerfa.Til aö mynda er RÁÐ hugbúnaður eina kerfiö sem hefur myndrœna framsetningu á bókhaldsgögn- um, í formi línurita, súlurita og kökurita. IBM PS/2: Margföld afköst, Ijósmyndagœöi á skjánum, auðveld í notkun. RÁÐ hugbúnaöur er skrifaöur á háþróuöu gagnavinnslumáli og er í notkun hjá rúmlega 200 fyrirtœkjum þá.m. Stjórnunarfélaginu, Endurskoöunarmiöstööinni, Endurskoöun hf. og Verslunarráði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.