Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 30

Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Jltargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Ríkisstjórnin bannar verkföll Frá því síðasta haust hefur verið órói á vinnumarkaðin- um. Tóku viðræður launþega og vinnuveitenda á sig ýmsar myndir. Til dæmis var um tíma lögð mikil áhersla á samnings- rétt félaga í einstökum lands- hlutum, þannig að launþegar skiptust bæði í fylkingar eftir búsetu og starfsgreinum. Undir lokin voru það félög launþega er lúta forystu sjálfstæðis- manna, verslunarmenn í Reykjavík og félagar í Alþýðu- sambandi Suðurlands, sem börð- ust af hvað mestri hörku ásamt fískvinnslufólki í Vestmannaeyj- um. Eins og alltaf náðust samn- ingar að lokum. Hafði verið sam- ið um laun meginþorra manna, þegar ríkisstjómin stóð frammi fýrir því að þurfa að fella geng- ið. Má segja að síðast hafí þeir staðið eftir, sem almennt eru taldir njóta bestu kjara í hópi launþega. Á síðustu vikum samninganna bámst fréttir um atvik, sem hafa valdið reiði al- mennings; má þar nefna umræð- ur um háar launagreiðslur til forstöðumanns SÍS í Banda- ríkjunum og nú síðast um óheppileg bflakaup vegna stjóm- arformanns Granda hf. Áður en ríkisstjómin ákvað þær ráðstafanir, sem jafnan fylgja gengisfellingu, efndu full- trúar hennar til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins. Fyrir þriggja flokka ríkisstjóm er ekki auðvelt að ná saman um íþyngj- andi aðgerðir og sú leið sem valin var að samkomulagi innan stjómarinnar að þessu sinni gerði meðal annars ráð fyrir samráði við verkalýðshreyfíng- una. Hefði að sjálfsögðu verið æskilegast, að hreyfíngunni tækist undir forystu Alþýðusam- bands íslands að standa að sam- komulagi við stjómvöld og vinnuveitendur til að tryggja hag hinna lægst launuðu við þær erfiðu aðstæður, sem nú hafa skapast fyrir þjóðarbúið. Alþýðusambandið hafði ekki bol- magn til þess og ríkisstjómin setti lög, sem hún telur stefna að því að vemda hag hinna lak- ast settu og setja hinum hæfíleg- ar skorður. Var þetta gert með bráðabirgðalögum og jafnframt voru allir gildandi og síðast gild- andi iq'arasamningar framlengd- ir til 10. apríl 1989. Þá eru verk- bönn, verkfoll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða aðr- ir aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjara- mála en lög þessi mæla fyrir um íheimilar. Hafa aðilar vinnu- markaðarins að sjálfsögðu mót- mælt þessum lögum enda stríða þau gegn grundvallarhugmynd- um jafnt stjómmálaflokka sem annarra lýðræðislegra félaga- samtaka um það, hvemig haga eigi úrlausn kjaradeilna: hinn fijálsi samningsréttur er sú stefna, sem allir aðhyllast í orði. Þessa fögru vordaga er það að gerast, sem margir hafa ótt- ast um nokkum tíma, að hið háa fískverð heldur ekki lengur. Er óþarft að endurtaka dapurlegar fréttir af því hér og nú. Þær hafa ekki hætt að berast, eftir að gengið var lækkað, en sterk- ustu rökin fyrir þeirri ákvörðun snertu einmitt atvinnuhorfur hjá fískvinnslufyrirtækjum um land allt. Það leiðir ekki tii kjarabóta hjá neinum hér á landi, að fískur lækkar í verði í helstu markaðs- löndum okkar. Lækkun á gengi krónunnar breytir ekki verðlag- inu á fískmörkuðunum í útlönd- um, þótt hún hafí í för með sér að fleiri (en verðminni) krónur fáist fyrir hvem dollar. Því mið- ur höfum við ekki enn séð fyrir endann á þessum lækkunum eða afleiðingum þeirra. Hin ströngu ákvæði í bráðabirgðalögum ríkisstjómarinnar og íhlutun hennar í kjarasamninga hafa fært ráðhemim mikið vald í stjóm efnahagsmála. Vald sem við allar venjulegar aðstæður telst óhæfílegt. Verður nú fylgst nánar en áður með öllum gjörð- um stjómarinnar í efnahagsmál- um. Nýlega var vakið máls á því hér á þessum stað, að 1. maí hefði íslenska verkalýðshreyf- ingin ekki séð ástæðu til að minna á baráttu pólskra verka- manna og launþega í samtökun- um Samstöðu. Nú eftir setningu bráðabirgðalaganna vilja ýmsir íslenskir verkalýðsfrömuðir hins vegar líkja ástandi hér við stöð- una í Póllandi. Slíkur saman- burður er senn út í hött og ósmekkleg viðleitni til að gera lítið úr baráttu Samstöðu og Póiveija. Hér sitja þrír flokkar í ríkisstjóm og jafn afdrifarík ákvörðun og bann við kjara- samningum og verkfölium er ekki tekin nema með samþykki þeirra allra. Þeir sem eru á móti bráðabirgðalögunum hafa fullan rétt til að reyna að hnekkja þeim. Fyrir okkur öll skiptir hins vegar mestu í bráð og lengd að í sæmi- legum friði fyrir innri átökum verði unnt að sigla þjóðarskút- unni áfallalaust út úr þessari röst. Það er kærleikui sem mestu máli s Á fundi með Móður Teresu Flugvélin rennir sér niður á Char- les de Gaulle-flugvöllinn í París og farþegamir ganga inn í flugstöðina. Þeirra á meðal eru tveir fslendingan Jóhanna Friðriksdóttir og undirritað- ur, hingað komin til að sitja leið- togafund (Chapter) Samverkamanna Móður Teresu, sem á að halda í París í þetta sinn. Slíkir fundir eru á sex ára fresti og var sá síðasti í Róm 1982. Þann fund sat ég einn af hálfu íslendinga því þátttaka okk- ar í starfí samverkamannanna hófst ekki fyrr en þá um haustið. Forsaga þess var sú að ég var á ferð í Kaupmannahöfn 1974 og litað- ist þá um eftir einhveiju fréttnæmu sem hægt væri að segja frá á fundum kaþólskra manna heima. Kom ég þá auga á bók Malcolms Muggeridges um MóðurTeresu, Something Beaut- iful for God. Keypti ég hana og end- ursagði efni hennar á fundi hjá Fé- lagi kaþólskra leikmanna. Dr. Hinrik Frehen biskup lagði þá til að við gæfum þessa endursögn út sem bækling, til þess að kynna Móður Teresu og starf hennar hér á landi. Við gerðum það árið eftir og sendum þá peninga, sem inn komu fyrir bæklinginn, til systranna í Englandi, til stuðnings við starf Móður Teresu. En ekki leið á löngu þangað til gjaf- ir og áheit tóku að berast og sendum við þá peninga sömu leið. Síðar fékk ég bréf frá Ann Blaikie, fram- kvæmdastjóra (Intemational Link) Samverkamanna Móður Teresu, sem hafði frétt af þessum peningasend- ingum. Bað hún mig að senda söfn- unarféð til systranna í Róm og þær miðluðu því síðan þangað sem þörfín væri mest. Síðar opnuðum við í sam- vinnu við samtökin „Vini Indlands", gíróreikning nr. 23900-3, „Söfnun Móður Teresu", til þess að taka á. móti gjöfum og áheitum. 1981 fékk ég svo tilmæli frá Ann Blaikie um að koma á leiðtogafund Samverkamanna Móður Teresu í Róm 1982 og bað hún mig að koma við hjá sér í Englandi ef ég gæti. Gerði ég það og gisti í ferðinni eina nótt í húsi sem systumar reka í Lon- don fyrir umrenninga og drykkju- sjúklinga. Ég hafði áður hitt Móður Teresu á móti kaþólskra manna í Freiburg í Vestur-Þýskalandi, en á þessum leiðtogafundi báðu þær Ann Blaikie og Móðir Teresa mig að reyna að koma á fót hópi samverkamanna hér og var það gert haustið 1982. Sá hópur hefur starfað síðan. Það skal tekið fram að samtök þessi em eng- an veginn kaþólskt félag. Mikill meirihluti félaganna er kristið fólk en þó er með í samtökunum fólk sem ekki játar kristna trú, fólk sem þrátt fyrir það virðir og dáir Móður Teresu fyrir starf hennar í þágu þjáðra og snauðra og vill leggja henni lið. Mótmælendur taka mikinn þátt í starfí samverkamannanna og t.d. hefur forustumaður þeirra í Dan- mörku verið fram að þessu Maja Holst, prestur í evangelísku kirkjunni þar. David Jarret, leikprédikari í hópi meþódista, er einn af forustu- mönnum í Englandi og Gerrit Jan Colenbrander, hollenskur mótmæl- andi, hefur haft yfírumsjón með miðl- un hjálpargagna og fjár til nauð- staddra undanfarin sex ár, en í þess- um samtökum er skipt um forustu- menn á sex ára fresti, þ.e. á hveijum leiðtogafundi. Markmið samtakanna er að endurspegla kærleika Krists til allra manna og þó fyrst og fremst þeira sem mest þarfnast hjálpar. En þarna vorum við komin, Jó- hanna og ég, á þennan stóra flugvöll í Paris, til þess að hitta Móður Ter- esu og samverkamenn hennar, ég til að skila af mér forustunni hér á landi eftir hin tilskildu sex ár og hún til að taka við. Við vorum svo heppin að hitta strax konu sem komin var á bfl til að sækja mótsgesti sem reyndust ekki véra komnir og ók hún okkur þessa 50 km eða þar um bil til móts- staðarins á tveimur tímum, í stað þess hálftíma sem sá akstur tekur að jafnaði, því hún villtist og virtist um tíma naumast rata betur um höfuðborgina sína en við. Úr öllum heimshornum Þetta var miðvikudagurinn 11. maí og dreif nú að mótsgesti, 145 að tölu frá 41 landi, hvíta menn og svarta, brúna menn og gula. Þama var fólk frá Japan, Indóneslu, Nýju- Gíneu, Filippseyjum, Nýja-Sjálandi, ýmsum Afríkulöndum, Astralíu, Norður- og Suður-Ameríku og Evr- ópu. Tvær konur komu frá Austur- Evrópulöndum, önnur frá Ungveijal- andi og hin frá Póllandi og sagðist hún hafa ekið Karmelsystrum á flug- völlinn, þegar þær komu hingað til íslands frá Póllandi, í mars 1984. Sumt af þessu fólki hafði kynnst hvert öðru í Róm 1982 og urðu nú fagnaðarfundir með gömlum vinum og nýjum. Sannur bræðralagsandi ríkti á þessu móti, menn notuðu ein- göngu skímamöfn og þéringar heyrðust ekki. Litarháttur hafði greinilega engin áhrif á viðmót manna hvem við annan. Konur voru í greinilegum meirihluta. Við kvöldmatarborðið vildi Jó- hanna sýna að sér væri jafnkært að sitja hjá svörtu fólki og hvítu og settist hjá negrakonu sem hafði und- ið litríkum klút um hár sér svo af því varð hár strókur upp af höfðinu. En þegar við höfðum ræðst við um stund, kom í Ijós að Johanna hafði sfður en svo tekið niður fyrir sig, því hér var komin Buthulezi prinsessa, náfrænka Buthulezis, konungs Zulu-ættfíokksins í Suður-Afríku. Var hún viðræðugóð og glaðleg og sagðist ekki trúa á ofbeldi í réttinda- baráttu manna. Spurði ég hana hvort réttindabaráttan í landi hennar mundi ekki sækjast seint ef hún væri ekki háð með hörku. En prins- ■ essan kunni svör við þvf. „Hvað sagði Jesús?“ spurði hún og varð mér þá svarafátt. Mót þetta var háð í húsakynnum systrareglu sem kennir sig við hjarta Maríu, „Soeurs du Coeur de Marie". Annast þær kennslu og hýsa mót og námskeið, enda hafa þær stóreflis hús til umráða með stórri kapellu, gistiherbergjum, skrifstofum, eldhúsi og matsal, svo og stóru fundahúsi sem stendur sér í klausturgarðinum. Sá garður er vaxinn tijám og jurtum, rósarunnar stóðu í blóma og fuglar margir skemmtu gestum með söng. Dagamir hófust með morgunmat kl. 8, síðan var bænastund í kapell- unni, eftir það hófust fundastörf, messa var kl. 12 og síðan miðdegis- verður, þá fundahöld til kl. 19, en því næst kvöldverður. Þar eftir var að jafnaði eitthvað á dagskrá en eft- ir 11 stunda fundahöld og fyrirlestra í 30 stiga hita verður mönnum naum- ast láð þótt þeir brygðu sér stundar- kom út fyrir klausturmúrana að kvöldinu til þess að fá sér eitthvað svalandi eða skoða í búðarglugga. Móður Teresu fagnað Móðir Teresa kom í fylgd tveggja systra sinna á fímmtudagsmorgnin- um; lftil kona vexti, nokkuð bogin, andlitið brúnt og hrukkótt, augun lifandi og athugul, fljót til að brosa en ákveðin kona sem ekki lætur neinn komast upp með moðreyk. Hún er sögð krefjast mikils af systrunum, og þó fyrst og fremst af sjálfri sér, en er óendanlega mild og kærleiksrík t klausturgarðinum. Eftirmynd af etta sá Mariu mey. Móðir Teresa I hópi samverkama Á fundi Samverkamanna. Við bla Lesotho, Butulezi prinsessa frá S dóttir. gagnvart þeim sem sjúkir eru og umkomulausir og heimurinn metur einskis. í annarri hendinni heldur hún á rósakransi sinum (talnabandi) og leggur hann helst aldrei frá sér. Eitt sinn var sagt í ræðu þar sem Móðir Teresa var heiðruð að hún væri nokkuð frek kona. Til dæmis hefði hún heimtað af páfanum að hann léti sér eftir húsnæði í Vatikan- inu fyrir reglu sína, Kærleiksboð- berana. Móðir Teresa svaraði því til að víst gæti hún verið frek á milli en stundum veitti ekkert af því. Páf- inn ætti nóg af húsum en sig hefði vantað húsnæði. „Annars er talað um alla menn og fundið að þeim," sagði hún. „Einn var t.d. rógborinn þangað til hann var krossfestur." Fólkið þyrptist að Móður Teresu þegar hún kom og smellir myndavél- anna voru eins og vélbyssuskothríð. Hún var elt af ljósm}mdurum hvar sem hún var og stundum fannst henni meira en nóg komið af þessu ónæði og neitaði að stansa. Eins var sótt óhæfílega mikið af henni af fólki sem vildi láta hana árita myndir,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.