Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 31

Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 31 i fl 11111 kiptír hellinum í Lourdes þar sem Bernad- isa, frá vinstri: Evelyn Lebona frá luður-Afríku og Jóhanna Friðriks- bækur og hvers konar blöð. Tók hún því með undraverðri þolinmæði en þeir sem mótinu stjómuðu reyndu að bægja þessum ófriði frá henni eftir getu. Móðir Teresa sat flesta allsheijar- fundina og var í öndvegi ásamt for- ustuliði samverkamannanna. Öðm hveiju tók hún til máls og hvatti fólk til að gera sér ljóst að Kristur lifði áfram í mönnum og þegar menn gæfu hungruðum mat, hýstu hús- næðislausa og vitjuðu sjúkra, svo og aldraðs og einmana fólks, væru þeir að gera Kristi þessi kærleiksverk því það hefði hann sagt þegar hann minnti fólk á að það s?m menn gerðu hinum minnsta bróður, gerðu þeir sér. Peningamir frá Antwerpen Jacqueline de Decker er einn af forustumönnum samverkamann- anna, þeirrar deildar samtakanna sem kallast „sjúkir og þjáðir". Til þeirrar deildar teljast þeir einir sem jþekkja sjúkdóma og þjáningar af eigin raun. Jacqueline ætlaði að ganga í reglu Móður Teresu þegar hún var enn ung stúlka heima í Belgíu en veiktist þá af sjúkdómi sem lagðist á beinin. Hún hefur þolað 30—40 skurðaðgerðir í þau 40 ár sem síðan eru liðin og gengur nú við tvær hækjur og í hylki sem lykur um allan efri hluta líkamans upp á hnakka. Þrátt fyrir alla erfíðleika sína er hún kát og glöð og bregður fyrir sig gamansemi. Starf hennar sem sam- verkamanns felst í því að hafa sam- band við vændiskonur í Antwerpen. Hún reynir ekki að vanda um við þær eða segja þeim að þær drýgi synd með lífemi sínu, heldur heim- sækir hún þær og vingast við þær, hjálpar þeim ef þörf krefur og segir þeim frá líknarstarfí Móður Teresu og systranna. Reynir að hafa góð áhrif á þær með mildi og kærleika. Eitt sinn þegar hún kom til þeirra, fékk ein stúlkan henni troðfullan sparibauk og sagðist vilja gefa Móð- ur Teresu þessa peninga. Jacqueline spurði hana hvemig þeir væru til komnir og sagði stúlkan þá að sér þætti svo vænt um Móður Teresu að hún vildi gera eitthvað fyrir hana og starf hennar. Hefði hún því spari- bauk við rúmið sitt og bæði viðskipta- vini sína að leggja líka eitthvað í baukinn hennar Móður Teresu um leið og þeir borguðu fyrir sig. Jac- queline sagðist skyldu spyija Móður Teresu hvort hún vildi þiggja þessa peninga og það stóð ekki á því. Móðir Teresa sagðist taka þakklát- lega við öllum þeim peningum sem gefnir væru af góðu hjarta. Bágstöddum hjálpað Ræðumenn sögðu frá störfum sínum og reynslu, hver á sínu sviði, frá fjáröflun, starfí sjálfboðaliða, ættleiðingu ungbama, æskulýðs- starfí og starfí bræðra og systra í reglu Móður Teresu. Hópar sam- verkamanna ræddu sín sérsvið og leituðu ráða hjá forustumönnum. Hús bræðra og systra vom skoðuð og var okkur sagt frá starfi þeirra. Húsnæði þeirra er þröngt og þæg- indalaust en vel um gengið. Bræð- umir hýsa heimilisleysingja ' og áfengissjúklinga og systumar konur af sama tagi. Hús þessi em í þeim hverfum þar sem mest er af um- komulausu fólki. Systumar matreiða eina máltíð á dag handa bágstöddum og er tala matargesta þeirra milli 350 og 450 hvem dag. Eitt sinn urðu þær að flytja matarafgreiðslu sína á annan stað þvf bakpokaferðalangar vom famir að sækja til þeirra ókeypis mat í stómm stfl. Sjálfboðaliðar úr röðum samverkamannanna hjálpa bæði bræðmnum og systmnum við líknarstörfín. Mikil áhersla var lögð á að þeir sem að líknarstörfum ynnu væm ekki aðeins gefendur, heldur miklu fremur þiggjendur, þvf þeir fengju í sinn hlut kærleika þeirra sem þeir líknuðu, velþóknun Guðs og gleðina yfír því að líkna Kristi í mönnunum. Þeim veittist því hin sanna ham- ingja. Og kærleiksverkin eiga að hefjast heima. Fjölskyldan á alltaf að ganga fyrir því Guð hefur trúað okkur sérstaklega fyrir henni. Það er langt frá sönnum kærleika að vanrækja fjölskyldu sína vegna ann- arra, hversu mjög sem þeir þurfa á hjálp að halda. Kardináli messar Síðdegis á laugardag var hátíðleg messa í kapellunni og söng hana Jean-Marie Lustiger kardfnáli í París ásamt fímm eða sex prestum. Þá vom þeir mótsgestir klæddir þjóð- búningum sínum sem slíkan fatnað höfðu meðferðis. Mesta athygli vöktu búningar Papúa frá Nýju-Gíneu, Pilippseyinga, Indveija, Suður- Afríkukvenna svo og norskrar konu sem klædd var sínum þjóðbúningi. í messunni gekk á ýmsu hvað sönginn snerti. Þar kvað við gregor- fanskur kirkjusöngur, venjulegur sálmasöngur og „rytmískur" söngur þar sem menn klöppuðu saman lófum í takt við hljóðfallið. Við sáum til ungrar Zulu-stúlku sem kunni greini- lega að meta þessa tónlist því hún var öll á iði, allt frá hvirfli til ilja. Hár þeirrar stúlku var fléttað í ótal örmjóar fléttur og þegar við spurðum hana nánar um þessa hárgreiðslu, sagði hún að í hana fæm sex klukk- utímar. Þótti Jóhönnu alveg nóg um slíka setu á hárgreiðslustofu, þótt hún sleppti öllum útreikningum á verðlagningu þeirrar höfuðskreyt- ingar. Rætt við Móður Teresu Síðdegis á föstudag og sunnudag fengu fulltrúar þátttökulandanna einkaviðtöl við Móður Teresu. Fyrri daginn fékk hvert land sjö mínútur en fímm mínútur síðari daginn. Meira var ekki unnt að veita vegna tfmas- korts. Við Jóhanna fengum tíma á sunnudag. Þar sem ég hafði hitt Móður Tersu tvisvar áður og sagt henni nokkuð frá aðstæðum hér, vissi hún að hér er ekkert atvinnuleysi og engin fá- tækt af því tagi sem blasir við í er- lendum stórborgum, þar sem fólk betlar og sefur á götum úti og jafn- vel fæðist þar og deyr. En henni var jafnljóst að andleg fátækt er hér almenn og vaxandi, eins og í öðmm löndum Vestur- Evrópu; fráhvarf frá kristnum sið og þrotlaus eftirsókn í lffsþægindi og munað. Menn halda, eins og sviss- neski guðfræðingurinn Karl Barth sagði eitt sinn, að þeir séu kristnir en í rauninni setja þeir auð og efna- lega velsæld öllu ofar, em hættir að tilbiðja Guð en krjúpa frammi fyrir gullkálfínum. Og andlega fátæktin er miklu erfíðari viðureignar en hin efhahagslega. Hún bað okkur að sinna fyrst og fremst gömlu fólki, sjúku og ein- mana, heimsækja það og vingast við það, láta það finna að það skipti máli í samfélaginu, að það tilheyri hópnum og geti tekið þátt í lífi hans allt til dauðadags. „Verið alltaf við- búin að miðla kærleika Guðs til ann- arra manna því Kristur lifir í þeim eins og ykkur. Það er ekki aðalatrið- ið, hversu mikið þið gerið, heldur hversu mikinn kærleika þið leggið í starf ykkar," sagði hún. Við sögðum henni að við væmm hissa á því að hópur Samverkamann- anna hér hefði ekki stækkað neitt á þessum sex ámm, sérstaklega þar sem samtökin væm jaftit fyrir alla menn, hvort sem þeir teldust kaþól- skir eða evangeiískir, en hún bað okkur að hafa ekki áhyggjur út af því, hópurinn okkar ætti áreiðanlega eftir að stækka. Hún sagðist hafa áhuga á því að koma til lslands og myndi gera það ef sér entist aldur og heilsa en enga ákvörðun hefði hún tekið um það enn, hvenær af því gæti orðið. Þar mað lauk þessu stutta viðtali og við hlutum að víkja fyrir öðmm sem biðu. Sfðustu atriði mótsins fóm nú fram; stuttar skýrslur um hin og þessi mál. Hinn nýi framkvæmda- stjóri samverkamannanna, Margaret Cullis frá Suður-Afríku, ávarpaði hópinn og forveri hennar, Ann Bla- ikie, þakkaði fyrir samstarfíð. Þá flutti Móðir Teresa kveðjuorð. Lokaatriðið var að indversk stúlka dansaði helgidansa við tónlist og lest- ur bæna; grönn og falleg stúlka með fullkomið vald yfír öllum hreyfíngum. Hún beitti handieggjum sfnum og grönnum fingmm ekki síður en fót- um og reyndar öllum líkamanum. Það hefði mátt heyra saumnál detta, slík var þögnin meðal þessa fólks sem rétt áður hafði skvaldrað hvert í kapp við annað, og svo dundi lófa- klappið við. Síðan fóm sumir gestanna að tínast burt, fólk kvaddist með kær- leikum en þeir sem ekki þurftu að fara strax snæddu kvöldverð á mat- sölustað úti f borginni, í boði fran- skra samverkamanna. Norðurlandamenn fengu sér hressingu um kvöldið úti á gangstétt framan við litla veitingastofu og gengu síðan til náða. Þegar við Jóhanna komum á fætur snemma næsta morgun og bjugg- umst til brottferðar var klaustur- garðurinn auður af fólki, þar sem allt hafði iðað af lífí í fjóra daga. Nú vom þar aðeins smáfuglar á kreiki og gaukur kvakaði í fjarlægu tré. Við héldum af stað heim, hlaðin dýrmætum minningum og klyfjuð góðum áformum. Um það leyti mun Móðir Teresa hafa kropið í bæn í fábrotinni kapellu systra sinna, með lfkama og sál í návist Drottins og rósakransinn sinn í hendinni. TEXTI OG MYNDIR: TORFI ÓLAFSSON Stöð varfj örður: Hugmyndir um mikið sjókvíaeldi NÝSTOFNAÐ hlutafélag á Stöðvarfirði, Óseyri hf., undir- býr stóra sjókvíaeldisstöð í firð- inum. í áætlunum er miðað við stöð sem gæti tekið allt að 500 þúsund seiði í eldi. Fyrirtækið er í eigu sex einstaklinga á Stöðv- arfirði og fyrirtækja í Reykjavík. Meðal eigenda er Fellalax hf. á Kjalarnesi og hefur Óseyri gert samning um kaup á seiðum frá Fellalaxi. Óseyri hefur ekki fengið lánslof- orð hjá opinbemm sjóðum og ekki komist í bankaviðskipti, samkvæmt upplýsingum Bjöms Hafþórs Guð- mundssonar sveitarstjóra á Stöðv- arfírði. Nýlega kom hingað til lands full- trúi norska fyrirtækisins UFN a/s, sem er með mikið sjókvíaeldi við Noreg og selur auk þess kvíar og annan nauðsynlegan búnað. Til- gangurinn var að leita eftir sam- vinnu við Austfírðinga um upp- ^yggingu aðstöðu til sjókvíaeldis þar. Norðmaðurinn átti viðræður við fulltrúa Óseyrar hf. Bjöm Haf- þór sagði að Norðmaðurinn hefði verið með hugmjmdir um upp-4 byggingu aðstöðu í Stöðvarfírði sem síðan yrði leigð út til framleiðenda. Hefðu hugmyndir hans miðast við mjög stóra stöð, stærri en heima- menn teidu raunhæft að byija á, og væri enn verið að skoða þessa möguleika. Hann sagði að Norð- mennimir hefðu verið búnir að kynna sér vel aðstæður í fírðinum og litist vel á. Bjöm Hafþór sagði að þessi mál skýrðust öll betur á næstu vikum. , Morgunblaðið/BS Alverið í Straumsvík flytur út um 84.000 lestir af hrááli á ári. Sam- kvæmt skýrslu Iðntæknistofnunar fara um 300 lestir til málmsteypu innanlands en talið er að einungis '/s hluti framleiðslunnar sé nýttur innanlands. Til landsins eru að jafnaði fluttar 1.000 lestir árlega af fullunnu efni og annað eins af hálfunnu efni. Iðntæknistofnun: Á1 lítið hagnýtt og þekking fábrotin ÞEKKING á áli er fábrotin á ís- landi og málmurinn lítið hagnýtt- ur samkvæmt nýrri skýrslu Iðn- tæknistofnunar Islands. Álvinnsla tengist fremur þjónustuverkefn- um en framleiðslu, framleiðslu- tækni er einföld og vöruþekking af skomum skammti. Fyrirtæki í íslenskum málmiðnaði eru flest fjölskyldufyrirtæki og ráða fæst til sín tæknimenntaða menn. Virð- ist það meginástæða lítillar vöru- þróunar. Skýrslan er hluti af verkefninu íslenskt áltak sem Iðntæknistofnun, Háskólinn og ÍSAL standa að. Heið- ar Jón Hannesson vann skýrsluna. Spumingalistar voru sendir í rúm- lega 200 fyrirtæki í málmiðnaði, en eftir að úrtakið hafði verið þrengt í 171 fyrirtæki reyndust heimtur 49%. Upplýsingar um innflutning fengust úr innflutningsskýrslum undanfar- inna níu ára. Innflutningur á smíða- efni hefur verið nokkuð jafn undan- farin ár, eða 1.000 lestir. Á1 er eini málmurinn sem fram- leiddur er hérlendis. Á síðasta ári var útflutningur ÍSAL 84.000 tonn, 300 lestir fóru til steypu hérlendis og af þeim voru 100 lestir nýttar innanlands. Um 60% fyrirtækjanna í úrtakinu reyndust vera með 1-10 starfsmenn á launaskrá. Vöruþróun var lítt stun- duð í smærri fyrirtækjunum. Um 48% fyrirtækjanna sinntu nær ein- vörðungu þjónustu og var þar engri vöruþróun að heilsa. Heyrði til und- antekninga að smæstu fyrirtækin réðu til sín tæknimenn en þau sem höfðu fleiri en 20 starfsmenn höfðu tæknimönnum á að skipa í 78% til- fella. Helmingur aðspurðra kvaðst vinna eitthvað með ál en notkun þess var í meirihluta tilfella minna en fímm tonn á ári. Þriðjungur fyrirtækjanna notaði meira ál. Val manna á áli réðst oftast af tæringarþoli þess. Af þeim sem höfðu einhveija reynslu af álvinnslu tiltók helmingur vanda- mál í framleiðslu, þótt fæstir hafi leitað aðstoðar við lausn þeirra. Við efnisval stóiuðu fyrirtækin fremur á hyggjuvit en efnisfræðilega kunn- áttu. Almennt reyndust notendur lítt fróðir um úrval áltegunda og eigin- léika þeirra. Allt frá stofnun ÍSAL hefur verið rætt um að auka úrvinnslu áls hér- lendis. Hugmyndir hafa kviknað um framleiðslu á fullunninni vöru til út- flutnings, svo sem bílfelgum. Þá hef- ur komið til greina að framleiða hálf- unna vöru, „prófíla" eða plötur. Skýrsluhöfundar telja að allar hugmyndir um aukna notkun áls í íslenskum iðnaði hljóti að miða að útflutningi. Þeir segja torvelt að auka þekkingu í efnisfræði vegna þessu hversu iðnfyrirtækin eru mörg og smá. Fáir hafa sótt slíkt nám til út- landa og áhersla hefur ekki verið lögð á málmefnisfræði í skólum. Að loknu „áltakinu" munu liggja fyrir námsgögn sem eiga að leiða til þess að kennsla í skólakerfínu á þessu sviði stóraukist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.