Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
Slippstöðin:
Gaf VMA vélarrúms-
líkan af Nökkva HU
Lionsmenn gefa gjafir
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Félagar í Láonsklúbbi Akur-
eyrar afhentu tvær góðar gjafir
fýrir skömmu. B-deild Fjórðungs-
sjúkrahúss Akureyrar, eða öld-
runardeild öðru nafni, fékk 22
tommu sjónvarpstæki af gerðinni
Tatung til eignar. Þá afhentu
þeir 430.000 krónur til svæðis-
stjórnar fatlaðra til nota við bygg-
ingu og frágang sundlaugar við
Sólborg svo hægt verði sem fyrst
að taka laugina í notkun. Á mynd-
inni sjást Lyonsmenn afhenda
Agli Olgeirssyni peningaupphæð-
ina.
Framkvæmdir hafnar við 5. áfanga VMA:
Þurfum aukafjárveitingu ef
leysa á húsnæðismál Háskólans
— segja skólameistarar Verkmenntaskólans
Slippstöðin á Akureyri gaf
vélstjóradeild Verkmenntaskól-
ans líkan af vélarrúmi Nökkva
HU 15 fyrr i vikunni. Gunnar
Ragnars forstjóri Slippstöðvar-
innar sagði við tækifærið að fyr-
irtækið sæi sér mikinn hag í skól-
anum. Hann héldi áfram að út-
skrifa væntanlega starfsmenn
Slippstöðvarinnar og því væri
það mikill akkur fyrirtækisins
að hafa skólann sem best búinn
kennslutækjum. „Með tilkomu
Verkmenntaskólans hefur orðið
mikil hagræðing í menntunar-
málum þessara manna. Áður
tíðkaðist að nemar kæmu inn á
verkstæði í viðkomandi fyrir-
tækjum án þess að hafa séð nokk-
uð af því sem þar fór fram. Við
höfum alltaf haft áhuga fyrir
uppgangi skólans og vonum svo
sannarlega að aðsókn að deildun-
um komi til með að aukast frek-
ar.“
Gunnar sagði að fyrir nokkrum
árum hefði gerð slíkra líkana komið
til sögunnar í stað teikninga að
hluta til og hefði Slippstöðin ákveð-
ið að taka upp þá aðferð er stöðin
hafði í smíðum hjá sér tvo samskon-
ar togara, Oddeyrina EA og Nökkva
HU. „Við náðum því þó aldrei að
byggja vélarrúmin í báðum þessum
■*" skipum á nákvæmlega sama hátt,
en þessi eftirlíking sem Verk-
menntaskólinn nú fær er úr Nökkva
Fyrsta
golfmót
sumarsins
FYRSTA stórmót sumarsins í
golfi á vegum Golfklúbbs
Akureyrar fer fram að Jáðri
um helgina. Mótið, sem hlotið
hefur heitið Nissan-mótið,
hefst kl. 10.00 á laugardags-
morgun.
Leiknar verða 36 holur með
og án forgjafar og er §ölda
þátttakenda vænst. Árni Jóns-
son framkvæmdastjóri GA sagði
í samtali við Morgunblaðið að
þetta væri rétt byijunin, en í
sumar verða golfmót haldin um
hveija einustu helgi að Jaðri.
HU og er af mælikvarðanum einn
á móti tíu.“ Magnús Ottósson vann
líkanið og vinnur nú að gerð vélar-
rúmslíkans í skip, sem nýlega er
komið í smíði hjá Slippstöðinni.
Gerð slíkra líkana sparar töluvert
fé þó mikil vinna liggi í verkinu. í
verkinu liggur um það bil eitt árs-
verk tæknimanna og modelsmiða.
Kostnaður við gerð líkansins nemur
á bilinu 500 til 600 þúsund krónur.
Bemharð Haraldsson skóla-
meistari Verkmenntaskólans tók
við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd
skólans. „Gjöfín kemur til með að
bæta möguleika okkar á að mennta
góða vélstjóra. Þetta er ekki fyrsta
gjöfín sem Slippstöðin færir okkur
á starfstíma skólans og sjást þess
merki víða innan veggja hans. Sér-
staklega vil ég nefna hugarfarið
sem slíkum gjöfum fylgir því fé er
forgengilegt, en hugarfar er varan-
legt.“
Framkvæmdir eru nú hafnar
við 5. áfanga A Verkmenntaskól-
ans á Akureyri. Þijú tilboð bár-
ust í verkið. Fjölnismenn áttu
lægsta tilboðið, 26.995.060 krón-
ur, og var gengið til samninga
við þá eftir að meirihluti skóla-
nefndar hafði samþykkt það með
þremur atkvæðum gegn tveimur.
SJS bauð næstlægst, 27.345.576
krónur, og Aðalgeir Finnsson
bauð hæst í verkið, 28.239.013
krónur. Kostnaðaráætlun hljóð-
aði hinsvegar upp á 29.418.000
krónur.
Fimmti áfanginn er um 1.400
fermetrar alls og er áætlað að hús-
ið verði tilbúið til innréttinga í
haust. Fimmti áfangi skólans á að
hýsa matsal fyrir nemendur, bóka-
safn skólans, lestrarsali og próf-
sali, sem verða í beinu framhaldi
af teríunni, þannig að á meðan
ekki er verið að nýta þá í prófín
verða þeir hluti af teríunni.
Ekki er búist við að hægt verði
að taka 5. áfangann í notkun fyrr
en eftir rúmt ár, eða haustið 1989.
„Okkur vantar peninga, fyrst og
fremst peninga. Gert er ráð fyrir
níu byggingaráföngum við hinn
nýja Verkmenntaskóla og erum við
aðeins búnir að koma upp fjórum
þeirra nú. Húsnæðisvandræði hijá
jafnframt Háskólann á Akureyri
sem lítur björtum augum á að fá
gamla Iðnskólahúsið allt undir sig
í haust. Einn formgalli er þó á því.
Við erum þar ennþá og hreyftim
okkur ekki þaðan fyrr en við fáum
aukafjárveitingu," sagði Baldvin
Bjamason aðstoðarskólameistari í
samtali við Morgunblaðið.
Skipuð hefur verið þriggja
manna nefnd, sem leysa á hús-
næðisvandræði Háskólans. Hana
skipa Sigfús Jónsson bæjarstjóri,
Amdís Steinþórsdóttir fulltrúi §ár-
málaráðherra og Guðrún Hilmis-
dóttir fulltrúi menntamálaráðherra.
Uppi eru hugmyndir um að leysa
þetta mál með því að hraða fram-
kvæmdum við Verkmenntaskólann
á Eyrarlandsholti, en það væri ein-
göngu mögulegt með aukafjárveit-
ingu og hefur verið talað um 22
milljónir í því sambandi. Ef auka-
Qárveitingin fengist, gæti VMA
fymt húsnæði tæknisviðs skólans
við Þórunnarstræti og þar með
fengi Háskólinn á Akureyri aukið
rými, sem nauðsynlegt verður að
teljast fyrir starfsemi hans.
Baldvin sagði að þetta mál hefði
velkst um í kerfínu vikum saman.
Verkmenntaskólinn fékk til bygg-
ingarframkvæmda á árinu um það
bil 34 milljónir kr. Menntamálaráð-
herra mun hinsvegar sjálfur hafa
rætt um 22 millj. kr. aukafjárveit-
ingu svo leysa megi húsnæðisvand-
ræði Háskólans. „Þessi upphæð, 22
millj. kr., er nákvæmlega einn sjötti
hluti af 132 milljónum króna sem
fjármálaráðherra neitar að borga
og utanríkisráðherra kallar innan-
sleikju af umframkostnaði við flug-
stöðvarbyggingu Leifs Eiríksson-
ar,“ sagði Bemharð Haraldsson
skólameistari VMA.
Fegrunarvika verður á Akur-
eyri 30. maí til 3. júní. Starfs-
menn Akureyrarbæjar munu
fjarlægja rusl, sem eigendur og
umráðamenn lóða hreinsa af lóð-
um sínum og koma út á götu-
kanta.
Slík fegrunarvika er orðin hefð
á Akureyri og hefur gefíst mjög
vel. Tugir bílfarma af afklipptum
greinum og öðm garsorpi fara á
haugana dag hvem þessa viku, þó
svo að stöðugur straumur fólks
hafi verið á sorphaugunum að und-
anfömu með hlaðna bíla og keirur
af sorpi.
Fegrunarvika á Akureyri
FÖSTUD. 27. MA(
Nadine
sýnd kl. 9 og 11.
Outlaw
sýnd kl.9.10og 11.10.
LAUGARD. 28. MAÍ
Nadine
sýnd kl. 9.
Outlaw
sýnd kl. 9.10
Sunnud. 29. maí
Flakkararnir
sýnd kl. 3.
Tarzan
sýnd kl. 3.
Nadine
sýnd kl. 5,9 og 11.
Outlaw
sýnd kl. 5,9.10og11.10.
Blaöburðarfólk
óskast í eftirtalin hverfi:
Skarðshlíð II, Kotárgerði og Lerkilund
JHttgtm&Iafrffr
Hafnarstræti 85 - sími 23905.
ALLTAF AUPPLEIÐ
Landsins bestu Opnunqrtím
PIZZUR
opió um neígar frá kl 11.30 - 03.00
Virka daga frá kl. 11.30 - 01 00