Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
39
Atriði úr kvikmyndinni „Sumar-
skóla“ sem sýnd er í Háskólabíói.
„Sumarskóli“
í Háskólabíói
Háskólabíó hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Sumarskóla"
með Mark Harmon, Kristie Alley,
Dean Cameron, Gary Riley og
Kelly Minter i aðalhlutverkum.
Leikstjóri er Carl Reiner.
Freddy Shoop er íþróttakennari í
fjölbrautaskóla og er í þann veginn
að halda af stað í sumarleyfi þegar
hann stendur frammi fyrir því að
missa kennslustarfið á næstu önn
eða taka að sér enskukennslu í tossa-
bekknum þá um sumarið. Þrátt fyrir
reynsluleysi í enskukennslunni kemst
hann brátt að raun um að nemendur
hans eru engir heimskingjar en hins
vegar algerlega afhuga námi. Hefj-
ast nú erfiðir samningar milli kenn-
arans og nemendanna.
(Fréttatilkynning)
Landssamband iðn-
verkafólks:
Afnámisamn-
ingsréttarins
mótmælt
STJÓRN Landssambands iðn-
verkafólks hefur harðlega mót-
mælt „þeirri aðför að samnings-
réttinum, sem felst í nýsettum
bráðabirgðalögum." í samþykkt
stjómarinnar segir að samnings-
rétturinn sé grundvallarréttur í
starfsemi stéttarfélaga og þann
rétt verði verkalýðshreyfingin að
vemda.
Síðan segir: „Kjarasamningurinn
sem gerður var í mars s.l. getur
ekki verið tilfefni til þeirrar kjara-
skerðingar sem efnahagsráðstafanir
ríkisstjómarinnar fela í sér. Þeir
gerðu ekki betur en að halda óbreytt-
um kaupmætti, miðað við undirskrift
eftir að verkafólk hafði tekið á sig
sex mánaða kaupmáttarskerðingu.
Afnám visitöluviðmiðanna og þar
með samningsréttarins er ósvffin
árás á grundvallar mannréttindi
fólksins í stéttarfélögunum."
120
/
STK.
Nellikur. Flauelsblóm. Lísur.
Pelargóníur. Petuniur(Tóbakshom).
LobelÍUÍ (Brúðarauga).
Á SKRAUTLEGU VERÐI
TjLBOÐ STOFUBLÓM
Lítil Í69,-
Stór1,2.800. “ Fíkusar, drekatré og pálmar.
OPIÐ TIL KL. 8 íKVÖLD
OPID KL 9-4 Á LAUGARDAC /MKLIG9RDUR
MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Vorum að fá nýjar sendingar • Lítið við og skoðið úrvalið
marimeklco
marimekko
• GÆÐI • ÞJÓNUSTA
GJAFAVÖRUDEILD
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 • Sími 625870
iittalaO
marimekkó
stelton
aF denmark
b juhovo og
/tecling ky
aarikka
I INLAND
s u,
f
jIMRT
GYLMIR/SlA