Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 41 Um höfunda- og útgáfurétt Leiðréttur misskilningur ritstjóra Skírnis efiir Hannes Jónsson I Morgunblaðinu í dag er „At- hugasemd" eftir Vilhjálm Áma- son, ritstjóra Skímis, þar sem hann lýsir furðu sinni og vanþókn- un á því, að ég birti grein mína „Varnar- og öryggismálin í nýju ljósi" í Morgunblaðinu 11. þ.m. Segir hann mig hafa „svikið bæði ritstjóra Skímis og Morgunblaðs- ins“ með þeim verknaði, „því ekki trúi ég því, að þeir (Mbl.) hafi birt grein Hannesar vitandi að hún er hluti af ritgerð úr Skírni“. Hér er í stuttu lesmáli merkilega margt og mikið missagt, sem þarf að leiðrétta. 1. Morgunblaðsgrein mín er ekki „orðrétt samhljóða síðasta hluta ritgerðar" minnar „Forsend- ur og framtíð íslenskra öryggis- mála“, sem birt var í vorhefti Skímis 1988 og kom út áður en Mbl. birti grein mína. Getur hver einasti lesandi beggja greinanna sannfært sig um þetta með saman- burði. Skímisgreinin er samin til birtingar í tímariti, Morgunblaðs- greinin til birtingar í dagblaði. Tímaritsgreinin er um þrefalt lengri en dagblaðsgreinin í hand- riti. í Skímisgreininni er margt, sem ekki er í Morgunblaðsgrein- inni og margt er í blaðagreininni, sem ekki er í tímaritsgreininni, þótt báðar fjalli í meginatriðum um sama efni, hvor með sínum hætti, önnur lúti stíllögmáli tíma- ritsgreina, hin dagblaðsgreina. 2. Ég samdi ekki Morgunblaðs- ■ greinina fyrr en eftir símasamtal við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra, þar sem ég sagði honum frá Skímisgreininni og spurði hvort hann hefði áhuga á, að ég tæki saman styttri grein fyrir Morgun- blaðið um sama efni. Hann sagði að blaðið yrði opið fyrir henni, svo sem raun ber vitni á bls. 24, 25 og 42 í Mbl. 11. þ.m. „Trú“ V.Á. um að einhver svik hafí verið í tafli gagnvart Morgunblaðsrit- stjóranum byggist því á röngum getsökum og vísa ég henni til föð- urhúsa. 3. Mér er einnig hulin ráðgáta á hvem hátt ritsjóri Skímis rétt- lætir það sjónarmið, að ég hafi svikið sig með birtingu Morgun- blaðsgreinarinnar. Hann vissi áður en Skímisgreinin birtist, að ég ætlaði að skrifa styttri grein um þetta efni til birtingar annars stað- ar. Einnig vissi hann, að ég hef all lengi unnið að rannsóknum og ritstörfum með það fyrir augum að birta að forfallalausu á þessu eða næsta ári bók um „þróun íslenska ríkisins og utanríkis- og ö'Tggisstefnu þess“. Honum var því Ijóst, að ég myndi halda áfram að vinna að rökrænni greiningu þessara mála og birta ýmsa þætti þess hér og þar, eftir því sem hugur stæði til. Hann setti engin einkaréttarskilyrði fyrir að birta grein mína í Skírni og ég afsalaði mér ekki einkarétti mínum til að birta. verk mitt „í upphaflegri mynd eða breyttri", en rétt þennan á hver höfundur samkvæmt 3. gr. höfundarlaga nr. 73/1972. Ekki hefur heldur verið gert framsal á höfundarétti til Skímis eða neins annars. Það er því meiri háttar misskilningur ritstjórans að telja höfund Skírnisgreinarinnar hafa svikið Skími með því að birta í Mbl. grein um sama efni í styttu og breyttu formi nokkru eftir út- komu Skímis, sbr. einnig 33 gr. höfundarlaga. í ljósi framanritaðra staðreynda vísa ég öllum svikabrigslum rit- stjóra Skímis til föðurhúsa sem markleysu. Ritstjóri Skírnis biður lesendur tímaritsins afsökunar á, að ég skuli hafa birt í Morgunblaðinu styttri grein um sama efni og Skímisgrein mín fjallar um. Ég vil á hinn bóginn hvetja lesendur Morgunblaðsins, sem áhuga hafa á utanríkis- og öryggismálum, til þess að lesa Skímisgreinina og lesendur Skímisgreinarinnar til að lesa Morgunblaðsgreinina. í báð- um er fjallað um mjög mikilvægt mál, sem vert er að skoða nánar. Greinamar bæta hvor aðra upp. í báðum er margt umhugsunarvert, sem er ekki í hvorri þeirra fyrir sig, þótt meginskoðunin í niður- stöðum beggja sé eðlilega hin sama. Reykjavík, 14. maí 1988. Athugasemd ritstjóra í samtali við Hannes Jónsson var sérstaklega tekið fram, að ekki væri unnt að birta sömu grein í Morgunblaðinu og Skírni. Hins vegar væri blaðið reiðubúið að birta grein um sama efni, sem skrifuð væri fyrir Morgunblaðið. Grein Hannesar Jónssonar í Mbl. er u.þ.b. 270 dálksentimetr- ar. Samkvæmt athugun eru um 160 dálksentimetrar sami texti og í Skími. Sápugerðin Frigg hefur hafið framleiðslu á tauþvottalegi. Tauþvotta- lögur frá Frigg SÁPUGERÐIN Frigg hefur nú hafið sölu á tauþvottaleginum Bio-Iva. Tauþvottalögur er fljót- andi lögur sem er notaður á sama hátt og þvottaduft. Tauþvottalögur er nýjung á ís- landi og reyndar er Bio-íva fyrsti tauþvottalögurinn sinnar tegundar á íslandi. Tauþvottalögur hefur á síðustu árum rutt sér til rúms bæði í Evrógu og Bandaríkjunum. Bio-Iva er ætlað fyrir allar tau- tegundir, allar þvottavélategundir og öll hitastig. Kostir Bio-íva eru að það nær fullri virkni fyrr en þvottaduft. Bio-íva rennur beint niður í vélina og leysist strax upp í þvottavatninu. Með Bio-íva þarf því engan forþvott. Bio-Iva inniheldur m.a. ensím sem leysa auðveldlega upp erfiða bletti (svita, súkkulaði, eggjahvítur, blóð, grasgrænu, olíuóhreinindi o.fl.). Tappinn er notaður sem mæliein- ing og nægilegt er að nota hálfan tappa í hvern þvott. (Fréttatilkynning) Ananda Marga: Námskeið í hugrækt og matreiðslu Hugræktarskóli Ananda Marga heldur um þessar mundir námskeið og einkatíma í alhliða jóga og hug- rækt. Þá býður Ananda Marga einnig upp á námskeið í matreiðslu heilsufæðis. Nor mark sjálfum sér Ukur Frumlegur, fyndinn, hlýr. - Einfaldlega góður. „Bækurfallaeinogein allarsaman holastein!" Fimm fyrstu bækur Þórarins fást nú í einu failegu bindi og á verði einnar: Kvæði, Disneyrímur, Erindi, Ofsögum sagt og Kyrr kjör. 500 blaðsíður með skemmtilegum kvasðum og sögum. Tilvalin stúdentsgjöf! Síðumúla 7-9. Simi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.