Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 43
43 Gunnhildi Oddsdóttur sem flust hafði með foreldrum sínum frá Reyð- arfirði til Norð§arðar 1906, þá 6 ára gömul. Þau giftu sig 1923 og bjuggu á Norðfírði þar til þau fluttu til Keflavíkur 1954. Það var mikill samgangur milli þessara heimila og var oft leitað til Gunnhildar sem allt- af var boðin og búin að aðstoða Melsheimilið, þó sérstaklega í slát- urtíðinni á haustin við sláturgerð og frágang vetrarforðans. Þá var hún eina vertíð á Mel og tók að sér heim- ilið, því Björg dóttir Helga fór með honum til Homafjarðar sem ráðs- kona við bát hans, Skúla. Þá hafði Ólafía ráðist sem vinnukona að Tröllanesi, sem er næsta hús við Mel, þennan vetur og gat því ekki verið við heimilið þessa vertíð, þó svo hún væri það stundum. Þar sem Armann var á vertíð á Homafirði og Gunnhildur því ein heima með sína dóttur, Guðrúnu, þá fór hún að Mel þennan tíma. Þá voru aðeins gömlu • hjónin heima, Guðrún var orðin frekar lasburða því hún hafði fengið aðkenningu að slagi, en var orðin vel rólfær, en Guðmundur var vel hress, og svo Soffía sem var jafn- aldra dóttur Gunnhildar, fasddar 1925. Þetta mun hafa verið vertíðina 1937. Venjan var sú á þessum árum að þeir sem fóru í verstöðvar eins og Homafjörð, bjuggu í verbúðum og höfðu ráðskonu til að sjá um matseld og þjónustu við skipverja, bæði sjómenn og landmenn. Ólafía var einnig ráðskona hjá föður sfnum við Skúla eina vertíð. Helgi var sjómaður lengst af ævi sinnar. Formaður á ýmsum bátum um árabil, en er aldurinn færðist yfir þá dró smám saman úr sjósókn- inni, en þá fór hann að vinna við sér, þegar líður á ævi manns, og þá stundum með nokkmm fyrirvara. Og þessir sendiboðar hans komu einnig til Pálínu, þegar tími var kom- inn. Það var á árinu 1985, að hún fékk heilablæði og meðfylgjandi lö- munaráfall. Sfðan þá má segja að hún hafi verið illa haldin. Heilbrigð að mestu hafði hún ver- ið allt til þess tíma, þótt smávægileg- ur ellilasleiki hafi verið farinn að segja til sfn, eins og ávallt mun vera þegar aldur hækkar. En eftir að hún var flutt á sjúkrahús svo óvænt í þetta sinn, átti hún aldrei framar eftir að stíga fæti inn á heimili sitt. Ár hreysti og starfs vom að baki, en framundan beið langvinnt og er- fitt sjúkdómsstríð. Var hún fyrst í rúmt ár á Landspítalanum, þaðan var hún send á Kumbaravogsheimil- ið við Stokkseyri, þar sem hún dvaldi í tvö og hálft ár, en fyrir sex vikum var hún aftur send fársjúk á Lands- pítalann, og var þá orðin algjörlega lömuð og meðvitundarlaus að mestu. Það var svo á Öldrunarlækninga- deild Landspítalans í Hátúni 108, í Reykjavík, sem hún eyddi sfðustu ævistundunum, uns hún lést þar fimmtudaginn 13. maí sl. Veit ég að allir vom henni góðir á þessum fyrrtöldu stöðum, og vildu létta henni sjúkdómsþjáningamar eftir föngum. Viljum við aðstandend- ur hennar færa læknum og hjúk- mnarfólki þessara stofnana bestu þakkir okkar fyrir alla alúð og umönnun henni sýnda. Nú hefur Pálína loks sigrað þessa þungu þraut. Dauðanum tókst ekki fyrr að vinna bug á þessari hraust- byggðu konu, sem alla ævi, fram til síðustu ára, hafði lítt kennt líkam- legra meina. Nú er hún á brottu farin af okkar jörð, þangað sem áður fömum ætt- ingjum og vinum er að mæta á dýrð- legum stað og björtum, þar sem hreysti og heilbrigði em ríkjandi. Þess er ég viss, að þar hefur og fyrrum unnusti hennar verið til stað- ar og fögnuður beggja orðið gagn- kvæmur við endurfundi. Við hjónin og Sigurður sonur okk- ar samfögnum henni nú að vera komin til fyrirheitna iandsins, og við kveðjum hana öll með söknuði og kærleika um leið og við þökkum henni fyrir allt, sem hún var okkur á langri samleið. Ég veit að þá sömu kveðju má ég bera fram í nafni systkina henn- ar, þeirra, sem nú standa enn eftir, sem og annarra þeirra vina er hana þekktu nánast. Sé hún ávallt guðí falin um alla eilífð. Ingvar Agnarsson MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 fiskverkun í landi og önnur störf er til féllu. Dóttir hans, Ólafía, giftist Ólafí Sigurðssyni frá Ásgarði á Garðskaga og bjuggu þau lengi þar, en hafa átt heima í Garðinum síðan 1959. Helgj kom oftast í heimsókn hingað suður á haustin, það er að segja eftir sláturtíð, en það var föst venja hjá honum um árabil að vinna í sláturhúsinu á Norðfirði. í þá daga var öll vinna árstíðabundin og kannski lítið að gera á haustin eftir að sumarvertíð lauk og þar til 'farið var á vetrarvertíð. Eftir að hann var hættur til sjós vann hann tvær vert- íðir hér í Garðinum við fiskverkun hjá Guðmundi á Rafnkelsstöðum og Sveinbimi í Kothúsum. Eins og áður er getið, missti Helgi konu sína eftir skamma sambúð. Soffía Guðmundsdóttir var fædd 30. nóvember 1893 að Mel. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum þar til hún giftist Helga aðeins 19 ára gömul. Soffía var myndarleg kona og fríð sýnum. Þeir sem hana muna og kynntust, bera henni þá sögu að hún hafi verið mjög dugleg og myndarleg í verkum sínum. Helgi og hún voru mjög samrýnd og elskuleg hjón og höfðu búið sér gott og vinalegt heim- ili, þar sem bömum þeirra leið vel í sambýli við foreldra hennar. Það er kannski alger tilviljun, eða æðri stjórnun, en svo einkennilega vill til, að Ólafía, dóttir Soffíu og Helga, sem er á sjöunda ári þegar hún missir móður sína, eignast að- eins eina dóttur bama og er hún fædd 30. nóvember 1943, það er að segja á afmælisdegi ömmu sinnar, en hún hefði orðið 50 ára þá hefði hún lifað. Hún ber að sjálfsögðu nafn ömmu sinnar og heitir Soffía. Helgi fór aldrei frá Mel, þar átti hann heima til æviloka. Eftir að Björg dóttir hans giftist og tók við búsforráðum á- Mel, var hans heim- ili þar eftir sem áður. Helgi rejmdist tengdaforeldmm sínum vel, var þeim traustur og góður tengdasonur með- an þau lifðu. Helgi var góður og ástríkur faðir sem gerði allt fyrir böm sín sem hann gat. Þá fóm bamabömin ekki varhluta af gæðum hans, því ég held að það sé vand- fundinn betri afi en hann var. Síðustu árin sem Helgi lifði þjáð- ist hann af hjartasjúkdómi. Hann mátti ekki reyna mikið á sig og átti orðið erfítt um gang, mæddist fljótt. Þannig var það þetta sumar, 1953, er hann kom síðast til okkar, en hann var þá að leita sér lækninga í Reykjavík. Hann talaði þá um að hann vonaðist til að þurfa ekki að liggja lengi. Það er eins og honum hafí orðið að ósk sinni því hann varð bráðkvaddur á túninu á Mel, fékk hjartaáfall og dó samstundis. Þetta skeði á einum besta góðviðrisdegi sumarsins, eða réttara sagt að hausti til, sunnudaginn 6. september 1953, þá rúmlega 65 ára gamall. Nú þegar öld er liðin frá fæðingu Helga Bjamasonar og tæp 35 ár frá dánardægri hans, þá vil ég sem þess- ar línur rita, þakka honum fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af honum sem tengdaföður. Hann var traustur og trygglyndur eins og best kemur fram í lífshlaupi hans gagnvart böm- um sínum og tengdaforeldmm. Helgi flíkaði ekki tilfinningum sínum, en hann var vinur í raun. Með þessum línum viljum við minnast þessara mætu hjóna frá Mel, sem þó fengu ekki að njótast nema stuttan tíma hér á jörð, en njóta nú fullsælu á æðri stað. Guð blessi minningu þeirra. Ólafur Sigurðsson ÁLKLÆDDIR TRÉGLUGGAR KYNNING FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 13:00 -17:00 í SÝNINGARSAL GLUGGASMIÐJUNNAR, SÍÐUMÚLA 20. Álklæddir trégluggar er nýjasta vöruþróun- arverkefni Gluggasmiðjunnar. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Iðntæknistofnun íslands og markmiðið er að ná fram betri og þéttari gluggum, en áður hefur verið unnt. Auk þess eru þessir gluggar viðhalds- fríir að utan. Nú þegar hefur þessi aðferð verið reynd við nokkur sérhönnuð verkefni, til dæmis: Hótel Loftleiðir, Útvarpshúsið, Holiday Inn hótelið, Framtíð v/Skeifuna og Sunnuhlíð í Kópavogi. Sú þekking og reynsla sem fengist hefur við þessar framkvæmdir verður nú notuð til að þróa og aðlaga álklæðningu fyrir almenna notkun í íbúðarhúsum. HELSTU KOSTIR ÁLKLÆDDRA TRÉGLUGGA: • Gluggarnir eru viðhaldsfríir að utan. • Álklæddir trégluggar eru ódýrari en álgluggar og ekki dýrari en venjulegir trégluggar, ef tekið er tillit til viðhalds- kostnaðar. • Álklædda tréglugga er mun einfaldara að glerja við erfitt veðurfar. Ekkert kítti er notað að utan og því þarf ekki að bíða eftir þurru veðri. • Fúavandamál eru hverfandi. • Verðmæti hússins eykst. • Útlit hússins verður öðrum til fyrirmynd- ar. Gluggasmiðjan hf. SlÐUMÚLA 20 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 681077 o s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.