Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
47
Minning:
Olafía Kjartansdóttir
frá Kaldrananesi
í dag barst mér í hendur nokk-
urra vikna gamalt Morgunblað
heiman frá íslandi. Þar sá ég birta
andlátsfregn Ólafíu Kjartansdóttur
fyrrum húsfreyju á Kaldrananesi í
Bjarnafírði í Strandasýslu. Þótt
golan hér suður við hafíð sé hlý
verður gustur dauðans ævinlega
kulsæll meðan hann líður hjá.
Ólafía var fædd á Kaldrananesi
hinn 6. janúar 1908 og hafði því
lokið áttatíu ára lífsferli þegar hún
kvaddi þann 17. mars sl.
Foreldrar hennar voru Kjartan
Ólafsson bóndi á Kaldrananesi og
kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, sem
þar bjuggu allan sinn búskap,
Kaldrananes er mikil jörð og
gagnsöm enda bjuggu þar jafnan
þrír bændur. Foreldrar mínir
bjuggu þar yfír ljörutíu ár. Við
Olafía þekktumst því frá fyrstu
bemsku og síðan öll okkar æsku-
og uppvaxtarár. Segja má að heim-
ilin lægju um þjóðbraut þvera því
þar var kirkjustaður, þingstaður og
einnig samkomuhús og ég held
óhætt að segja að þá hafí jörðin
verið vel setin.
Kjartan faðir Ólafíu var hygginn
og þrifvirkur bóndi, efnaður í betra
lagi. Hann bjó á fjórða hlut jarðar-
innar en faðir minn á hálflendunni
og hélst sú skipan öll okkar upp-
vaxtarár.
Á einum fjórða hluta jarðarinnar
var nokkuð oft skipt um búendur.
Ólafía var einbirni og ólst upp
með foreldrum sínum til fullorðins-
ára og yfírgaf það heimili aldrei til
lengri dvalar. Hún giftist Kristvin
Guðbrandssyni, ættuðum af Snæ-
fellsnesi, og þau bjuggu síðan á
Kaldrananesi sinn búskap allan, en
þar sem hvorugt þeirra hjóna var
heilsuhraust þegar á ævina leið
gáfu þau upp búskapinn og fluttust
til Keflavíkur. Þar andaðist Kristvin
fyrir nokkrum árum en Ólafía var
eftir það í skjóli bama sinna, nú
síðustu árin hjá Kristínu, dóttur
sinni sem annaðist aldraða móður
sína af einstakri alúð og nákvæmni.
Böm þeirra Kristvins og Ólafíu
era þrjú. Dætumar Ingibjörg og
Kristín og sonurinn Guðbrandur
Kjartan.
Ég þekkti Ólafíu best á æsku-
og uppvaxtarárunum. Ýmsar land-
nytjar á Kaldrananesi vora félags-
eign bændanna þar og því unnið
sameiginlega að hagnýtingu þeirra,
t.d. við æðarvarp, selveiði og reka.
Þetta hafði í för með sér töluvert
Minning:
Margrét Gísladótt-
ir, Hafnarfirði
Fædd 13. desember 1899
Dáin 19. mai 1988
Ég hef oft hugleitt hve heppin
ég var, þegar ég fluttist til íslands
fyrir tæpum 30 áram, að við hjónin
skyldum setjast að við Skúlaskeið
í Hafnarfírði, gegnt heimili hjón-
anna Júlíusar Sigurðssonar og
Margrétar Gísladóttur. Á móður-
máli mínu bauð Margrét mig strax
velkomna til íslands og þar fann
ég svo sannarlega að hugur fylgdi
máli. Eftir það leið varla svo dagur
að við ekki ættum vinsamlegt sam-
tal. Oft var þá vikið að yngri kyn-
slóðinni.
Þau hjón mættu því mótlæti aft-
ur og aftur að missa bam í fram-
bemsku, en því betur skyldi búið
að þeim fjórum sem upp komust,
bæði með menntun og annað. Og
alltaf mundi Margrét afmælisdaga
bama okkar hjónanna, þótt árin
færðust yfír. Já, hún unni æskunni
og var góð móðir og amma. Þegar
maðurinn minn skrapp þangað,
sveigðist umræðuefnið hinsvegar
oft að gengnum hafnfírzkum kyn-
slóðum og margvíslegum ættar-
tengslum þeirra. Þar um vora fáir
eða engir fróðari en hún, enda inn-
fæddur Hafnfírðingur og einnig
foreldrar hennar.
Já, ég er svo sannarlega þakklát
fyrir þessi 25 ár sem ég blandaði
geði við Margréti Gísladóttur. Hún
er, eftir langt líf í meðlæti og mót-
læti, farin á annað tilverastig. Guðs
friður veri með henni.
Dagný Pedersen
samstarf milli heimilanna og þar
af leiðandi meiri kynni. Einhvern
tíma hef ég heyrt það, að fáir lofí
einbýli sem vert sé. Þetta þekki ég
ekki, ég var aldrei í einbýli, en mér
fínnst þegar ég lít til baka að sam-
býlið á Kaldrananesi hafí verið til-
tölulega gott miðað við almenn
mannleg samskipti. Kjartani föður
Ólafíu og Matthíasi föður mínum
féll mjög vel og hafi eitthvað kast-
ast í kekki milli heimilanna á upp-
vaxtaráram okkar Ólafíu fór það
a.m.k. fram hjá okkur krökkunum.
Við nutum okkar í leik og starfí á
eðlilegan og óþvingaðan hátt án
afskipta hinna fullorðnu.
Eftir að Ólafía tók við húsmóður-
störfum bjó hún manni sínum og
bömum gott heimili.
Á uppvaxtaráram okkar Ólafíu
var félagslífíð heima í Kaldrananes-
hreppi mikið og gott. Hún var mjög
sönghneigð og tók þátt í leikstarf-
semi Ungmennafélagsins. Á því
sviði tókst henni að skila hlutverki
sínu flestum betur.
Eftir að ég fór að heiman og
Ólafía varð önnum kafin við búskap
og bamauppeldi bar fundum okkar
sjaldnar saman, svo þegar hún
fluttist til Keflavíkur hvarf tilvera
hennar að mestu sjónum mínum,
aðeins fáar svipmyndir að sumar-
lagi heima á Kaldrananesi. En svo
var það á síðasta ári að ég lagði
leið mína heim til hennar í Keflavík.
Hún var þá orðin að mestu rúm-
liggjandi en hress og kát. Ég átti
þama með henni góða stund. Við
rifjuðum upp okkar æsku- og ungl-
ingsárakynni meðan við voram í
foreldrahúsum og lífíð fyrir okkur
átakalítið ævintýri. Þannig röktum
við saman þræði minninganna. Ég
sat við rúmstokkinn hennar og við
borðuðum ber sem dóttir hennar
hafði tínt heima í lyngbrekkunumn
á Kaldrananesi. Það var eins og
nútíðin hyrfi úr sjónmáli og fortíðin
endurspeglaðist í líðandi stund. Við
gamla fólkið gleymdum ellinni og
lékum okkur að gullastokki minn-
inganna frá liðnum æskudögum.
Báðum var okkur ljóst að veröld
æskunnar heima á Ströndum er nú
öll önnur og ólík þeirri sem við
þekktum best. Mannlífið með allt
öðram svip.
Nú er Ólafía gengin á vit nýrrar
veraldar ellegar algleymi hins
óþekkta. Að því ég best veit var
ellin henni svo góð sem vænta má
gangi menn ekki heilir til skógar.
Þessi stutta stund í herberginu
hennar sannfærði mig um það að
henni var einskis þess vant sem
dóttir hennar var fær um að veita.
Það er engin ástæða til að
hryggjast þótt gamalt fólk sem lok-
ið hefur starfí sínu og lifað vel
hverfí af sviðinu. Kynslóðin sem
kemur tekur upp merkið og þannig
heldur lífíð áfram. Dætur hennar
tvær eiga góð heimili í Keflavík og
sonurinn, Guðbrandur Kjartan, er
bóndi og útgerðarmaður á Kald-
rananesi þar sem ættarstuðull móð-
ur hans hefur átt rætur um langa
fortlð.
Megi þeim öllum vel farnast.
Þorsteinn frá Kaldrananesi
Verslunarráð íslands:
Kannaður áhugi á stofn-
un félags smáfyrirtækja
VERSLUNARRÁÐ íslands gengst
fyrir árdegisfundi um sérstöðu
smáfyrirtælga á íslandi f Leifs-
búð, Hótel Loftleiðum, næstkom-
andi mánudag. Tilgangur fundar-
ins er meðal annars að kanna
hvort áhugi sé á stofnun félags
smáfyrirtækja. Stutt erindi flytja
Loftur Þorsteinsson verkfræðing-
ur, framkvæmdastjóri Hlutverks
sf, Vilhjálmur Egilsson fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs og
Haukur Alfreðsson rekstrarverk-
fræðingur þjá Iðntæknistofnun.
Að lokinni framsögu verða al-
mennar umræður.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Loftur Þorsteinsson að forsvarsmenn
smærri fyrirtækja hafí um nokkurt
skeið rætt sín á milli um að stofna
samtök lftilla fyrirtækja. Slík samtök
sé að finna víða í nágrannalöndunum
og gæti þau sameiginlegra hags-
muna félagsmanna og miðli til þeirra
upplýsingum. Ætlunin sé að samtök-
in nái til sem flestra greina atvinn-
ulífsins. „Smáfyrirtæki hafa átt í
vissum erfiðleikum með að hasla sér
völl hérlendis, einkum vegna opin-
bera kerfísins, sem er frekar óvin-
veitt litlum fyrirtækjum. Víða erlend-
is er lögð áhersla á að hjálpa litlum
fyrirtækjum og þeim veitt ýmis fyrir-
greiðsla," sagði Loftur. Hann nefndi
sem dæmi að hérlendis væra engir
sérstakir sjóðir sem smáfyrirtæki
ættu aðgang að og einnig ættu
smærri fyrirtæki í erfiðleikum með
aðgang að færam sérfræðingum til
að annast skattamál og framtöl.
„Ég geri mér vonir um að af stofn-
un einhvers félags eða sambands
verði og að á fundinn mæti menn
sem vilja vinna að því," sagði Loft-
ur. Hann sagði að enn væri ekki frá-
gengið hvar mörkin yrðu dregin milli
smáfyrirtækja og annarra, sagði að
erlendis væri víðast miðað við fyrir-
tæki með 100 starfsmenn en sagði
ljóst að hér yrði að draga mörkin
miklu neðar, einhvers staðar í kring-
um 10 starfsmenn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
GUÐRÚN EGILSDÓTTIR,
sem lést 19. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudag-
inn 31. maí kl. 10.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjólparstofnun kirkjunnar.
Danfel Nfelsson,
Ingibjörg Danfelsdóttlr, Jón Sigurðsson,
Elsabet Danfelsdóttir,
Guðrún R. Danfelsdóttir, Björn Jóhannsson,
Nfels E. Danfelsson, Auður Stefánsdóttir
og barnabörn.
Útför konu minnar, móður okkar, dóttur, stjúpdóttur, systur,
tengdamóöur, mágkonu og ömmu,
GUÐRlÐAR (LILLÝ) KARLSDÓTTUR,
fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 30. maí kl. 15.00. Blóm
vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Kristniboðið í Konsó. Kortin fást í húsi K.F.U.M. við Amt-
mannsstíg.
BJarney Bjarnadóttir,
Ragnar Sigurðsson,
Ragnar Ragnarsson,
Karl Agnarsson,
Gfsli Lfndal Agnarsson,
Sigurður Agnarsson,
Sigurrós Agnarsdóttir, Jón Kristbergsson,
Jóna G. Sigurðardóttir, Brynjólfur Magnússon,
Margrót Karlsdóttir, Herbert Svavarsson,
Siguröur Brynjólfsson, Guðborg Kristfn Olgeirsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andiát og jarðar-
för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNEU HELGU (SLEIFSDÓTTUR.
Sigurður Hallmannsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
inmlegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og
útför,
MAGNÚSAR VILMUNDARSONAR.
Fyrir hönd vandamanna.
Asdfs Guðlaugsdóttir.
+
Þökkum öllum er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og
útför
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Dalbæ, Hrunamannahreppl.
Sórstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi.
Börn, fóstursynir, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu samúö og hlýhug við
andlát og jarðarför,
EINARS SIGURÐSSONAR
brúarsmiðs,
Mónagötu 8,
Reyðarfirði.
Elfnbjörg Guttormsdóttir,
Sigurður Einarsson,
Þórunn Björk Einarsdóttir,
Berglind Einarsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og jarðar-
för eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdafööur og afa,
MARELS EIRfKSSONAR,
Vfkurbraut 26,
Grindavfk.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki á Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir
góöa umönnun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir,
Lára Marelsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson,
Guðlaugur Gústafsson, Kristfn Vilhjálmsdóttir,
Guðni Gústafsson, Guðbjörg Torfadóttir
og barnabörn.