Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
49
Nemendur á þríðja ári við skólann íóIri lagið fyrir gestina. Morgunbiaðia/Þorkeii
LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS
Tíu ár liðin frá fyrstu
brautskráningu nemenda
Fjöldi gesta var við skólaslit Leiklistarskóla íslands.
Nýlega lauk þrettánda starfsári
Leiklistarskóla íslands, og
samkvæmt upplýsingum Helgu
Hjörvar skólastjóra, þá stunduðu
tuttugu nemendur í þremur bekkj-
ardeildum nám við skólann síðast-
liðinn vetur, auk eins gestanemanda
frá Færeyjum. Engir nemendur
luku námi frá skólanum nú í vor,
en aldrei eru nema þrír árgangar í
skólanum samtímis, og í vetur var
enginn 4. bekkur. Engin inntöku-
próf voru í skólann nú í vor, og
þess vegna verður enginn fyrsti
bekkur í skólanum næsta vetur.
í vor eru liðin tíu ár frá því fyrstu
nemendumir voru brautskráðir frá
skólanum, og voru þeir viðstaddir
skólaslitin nú ásamt þeim sem luku
námi við skólann fyrir fímm árum
siðan. Einnig voru viðstaddir tveir
afmælisárgangar frá Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins og tveir frá
Leiklistarskóla Leikfélags
Reykjavíkur, en Leiklistarskóli Is-
lands hefur lagt ríka áherslu á
tengsl við eldri nemendur skólans
og einnig við nemendur gömlu leik-
listarskólanna. Við skólaslitin bár-
ust skólanum margar góðar gjafír
og meðal þeirra voru ljósmyndir af
öllum árgöngum sem útskrifuðust
frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins,
en áður hafði skólinn fengið að gjöf
ljósmyndir af öllum árgöngum frá
Leiklistarskóla Leikfélags
Reylqavíkur. Einnig bárust skólan-
um merkar bókagjafír, og í vetur
færði frú Dóra Guðbjartsdóttir,
ekkja Ólafs Jóhannessonar fyrrver-
andi forsætisráðherra, skólanum
veglega gjöf frá henni og bömum
hennar til minningar um son henn-
ar.Guðbjart Ólafsson.
Fyrsti visirinn að ríkisleiklistar-
skóla var stofnun Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins, en hann braut-
skráði fyrstu nemenduma árið
1951. Næsta skref var síðan stofn-
un Leiklistarskóla Leikfélags
Reykjavíkur, en þaðan voru fyrstu
nemendumir brautskráðir árið
1962. Fyrir daga þessara skóla og
síðar hafa einnig verið starfandi
einkaskólar.
Leiklistarskóalr leikhúsanna
voru lagðir niður í þeim tilgangi
að þrýsta á um stofnun ríkisleiklist-
arskóla, og brautskráði skóli Leik-
félags Reykjavíkur síðast nemendur
árið 1969, og frá Þjóðleikhúsinu
brautskráðust síðustu nemendumir
árið 1972. Þessir tveir skólar voru
ekki heilsdagsskólar, og var for-
ráðamönnum þeirra ljóst, að til þess
að uppfylla þær kröfur sem gera
þarf til menntunar leikara yrði að
stofna sérstakan heilsdagsskóla.
Frumvarp til laga um ríkisleiklistar-
skóla var lagt fram veturinn
1970-71, en hugmyndin um slíkan
skóla varð ekki að vemleika fyrr
en stofnaðir höfðu verið tveir leik-
listarskólar, sem báðir vom heils-
dagsskólar og kostaðir að vemlegu
leyti af ríkinu. Veturinn 1974-75
var síðan lagt fram fmmvarp um
Leiklistarskóla íslanads, og vom lög
um hann samþykkt þá um voirið.
Flestir þeir nemendur sem nú
stunda nám vi Leiklistarskóla ís-
lands hafa stúdentspróf, og auk
þess þurfa umsækjendur um nám
við skólann að gangast undir
strangt inntökupróf þar sem aðeins
um það bil tíundi hluti umsækjenda
fær skólavist.
Nú þegar hafa verið sanmin drög
að fmmvarpi til laga um leiklistar-
háskóla, en skólastjórar Leiklistar-
skóla íslands, Myndlista- og handí-
ðaskólans og Tónlistarskóalns í
Reykjavík hafa í vetur unnið saman
að mótun fmmvarps um háskóla-
stig þessara skóla.
COSPER
© PIB
UPIlaMIR
— Ha, ha, ha, ég er að lesa hér um þjóðflokk í Afríku þar
sem karlmaðurinn er enn við völd.
R brúð-
kaup
ínánd ?
PANTAÐU TÍMANN
SEM HENTAR ÞÉR
V/f^MVIIín L JÓSM YN 0 ASTO FT
iLllifflll I 111 GUÐMUNDUR KR JÓHANNESSON
IlrlWJ'ÍIIHill/ LAUGAVEG1178 SlMI 689220
Vönduð vinna og góö þjónusta skiptir máli.
Glæsileg karlmannaföt
margir litir.
Klassísk snið og snið fyrir yngri menn.
Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,-
Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og
1.795,- teryl./uil/stretch.
Gallabuxur kr. 895,- og 975,-,sandþvegnar kr. 875,-
Ný komið sumarbuxur, bíljakkar, bolir margar
gerðir, köflóttar skyrtur, peysur o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22a,
sími 18250.
REYKJALUNDUR
Hestamenn
Viljum leigja góða hesta til notkunar við
heilsusport vistmanna frá júníbyrjun til
ágústloka.
Upplýsingar veitir Guðrún Jóhannsdóttir
í síma 666807.
Reykjalundur - endurhæf ingarmiðstöð.
í|í
DAGVIST HAHM
AUSTURBÆR
Laugaborg v/Leirulæk
Fóstra eða þroskaþjálfí óskast til starfa nú
þegar eða sem fyrst.
Upplýsingar gefa forstöðumenn
í síma 31325.
SAAB-eigendur
Við flytjum starfsemi okkarfrá Bíldshöfða 16.
Vegna flutninganna verða SAAB-varahluta-
verslun og SAAB-verkstæðið lokuðfrá og með
föstudeginum 27. maí nk.
Opnað verður aftur að Lágmúla 5
miðvikudaginn 1. júní nk.
Við bjóðum SAAB-eigendur velkomna til nýrra
höfuðstöðva SAAB á íslandi og vonum að
þessi 3ja daga röskun á starfseminni valdi
þeim sem minnstum óþægindum.
G/obus?