Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
H
FRANZ BECKENBAUER SKRIFAR:
Slæmt að missa Allofs
Eftir Heimsmeistarakeppnina
1986 þurftum við að byggja
upp nýtt landslið skipað tiltölulega
ungum leikmönnum. Þá hættu fleiri
í landsliðinu en Karl-Heinz Rumm-
enigge, sem enn er átrúnaðargoð
ungra knattspymumanna í Asíu,
Afríku og Ameríku.
Af þeim 13 leikmönnum sem skip-
uðu lansliðið þegar við töpuðum,
3:2, gegn Argentínu í úrslitaleik
Heimsmeistarakeppninnar voru
átta sem ekki eru lengur tiltækir.
Tvö ár eru hreinlega of stuttur tími
til að byggja upp sterkt lið. Sumir
leikmannanna hafa alls ekki næga
reynslu í landsleikjum.
Eg bind hinsvegar miklar vonir við
að góður stuðningur áhorfenda á
heimaslóðum komi okkur til góða.
Því miður hefur þó reynslan sýnt
. að þetta er ekki einhlýtt - að þýzk-
ur almenningur er mjög kröfuharð-
ur og fer að láta óánægju sína ó-
spart í ljós ef aðeins tvær sending-
ar mistakast. Það er mikil vinna
ffamundan hjá okkur fyrir úrslita-
keppnina og opnunarleik okkar
gegn ítölum í Diisseldorf 10. júní.
Við féllum snemma út úr síðustu
Evrópukeppni í París árið 1984
þegar Spánveijum tókst að skora
eina mark leiksins gegn okkur á
lokamínútunni. Eftir það tók ég við
stjóm liðsins af Jupp Derwall, og
margir spáðu því áframhaldandi
hrakförum. Það reyndist ekki rétt.
Okkur tókst mjög fljótt að snúa
dæminu við, öðlast rétt til þátttöku
í keppninni um Heimsmeistara-
” keppninnar í erfíðum riðli með Port-
úgal, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu og
Möltu, og þrátt fyrir allar hrakspár
lentum við í öðru sæti.
Þótt við höfum þurft að taka lítt
reynda leikmenn í liðið, hefur okkur
tekizt að byggja upp gott lið. En
við gerðum þau mistök að leika sjö
vináttuleiki á aðeins fjórum mánuð-
um. Það var of mikið.
Við höfum nú komizt að nýju sam-
komulagi við félagsliðin í Bundes-
ligunni (fyrstu deildinni): Færri
milliríkjaleikir, en á móti kemur
viku frí leikmanna í deildinni til
æfínga með landsliðinu fyrir þýð-
ingarmikla leiki í undankeppninni.
Til þessa höfum við þurft að láta
okkur nægja þriggja daga samæf-
ingar.
Það er slæmt fyrir okkur að fyrirlið-
inn Klaus Allofs (Olympique Mar-
seille) getur ekki leikið með vegna
meiðsla í hné. Eina von mín nú er
sú að aðrir leikmenn verði í essinu
sínu í júní - sérstaklega Rudi Völler
(AS Roma), Pierre Littbarski og
Lothar Mattháus, sem eru reynd-
ustu leikmenn okkar.
Eg vona að vamarmaðurinn
—jrMathias Herget (Bayer Urdingen)
geti samhæft vömina, og að meira
líf færist í markvörðinn Eike Immel
(Stuttgart), sem oft er einum of
hæglátur.
En við getum ekki ætlazt til þess
að 22 ára leikmenn eins og Hans
Jiirgen Kllnsmann, sóknarleikmaðurinn hættulegi frá Stuttgart, hefur unn-
ið sér fast sæti í landsliði V-Þýskalands.
Matthlas Herget er lykilmaður í vöminni.
ur ef Völler og Mattháus verða
ekki upp á sitt bezta í júní. Það er
hreinlega útilokað að skipta út leik-
mönnum með svona mikla reynslu,
eins og við sáum í Mexíkó þegar
Rummenigge, Littbarski og Völler
vom ekki komnir í þjálfun og það
bitnaði á leik okkar.
Nákvæmlega það sama gerðist hjá
Dönum án Laudrup og Elkjær, hjá
Spánveijum án Butrageno og Mic-
hel, eða hjá Hollendingum án Gullit
og van Basten. Það er ekkert lið í
veröldinni með varalið á borð við
aðallið.
Klinsmann kom sam kallaður
En þegar neyðin er mest birtast oft
lausnir sem lofa góðu fyrir framtí-
ðina. Það minnir mig á sóknar-
Olaf Thon er einn af ungu leikmönnunum í liði V-Þýskalands.
manninn Jiirgen Klinsmann frá
Stuttgart og sterka stöðu hans í
leiknum sem við töpuðum, 1:0, gegn
Argentínu í desember, þar sem
hann þurfti að glíma við vamar-
manninn sterka, Ricardo Giusti.
Klinsmann kom sem kallaður.
í stuttu máli: Við göngum ekki til
keppninnar um Evrópubikarinn sem
líklegastir sigurvegarar, og við höf-
um ekki á að skipa liði sem getur
leikið sömu snilldar-knattspymuna
og Brasilíumenn.
En ég er fullur af bjartsýni fyrir
keppnina vegna þess að við höfum
ungt og sterkt lið, sem leikur sams-
konar knattspymu og lið Englands
- sem ég tel sigurstranglegast.
1 -R *- Ctrt t
(U 0-0
Lothar Matthhus mun taka við
fyrirliðastöðunni af Klaus Allofs, sem
er meiddur á hné. Það verður hans
hlutverk að stjóma miðvallarspili v-
þýska landsliðsins.
Landslið
V-þýska-
lands
Tuttugu manna landsliðs-
hópur V-Þýskalands, sem
tekur þátt í Evrópukeppn-
inni, er skipaður þessum
leikmönnum - landsleikja-
fjöldi og aldur:
Markverðir: Eike Immel,
Stuttgart 14/27 og Bodo
Illgner, Köln 3/21.
Varnarleikmenn: Thomas
Berthold, Veróna 25/23, Uli
Borowka, Bremen 1/26,
Andreas Brehme, Inter
Mílanó 35/27, Guido Buch-
wald, Stuttgart 18/27, Matt-
hias Herget, Uerdingen
33/32, Jiirgen Kohler, Köln
14/22, Hans Pfluegler, Bay-
em Miinchen 6/28 og Gunnar
Sauer, Bremen 0/23.
Miðvallarspilarar: Hans
Dorfner, Bayem Munchen
3/22, Lothar Matthus, Inter
Mflanó 60/27, Wolfgang
Rolff, Leverkusen 30/28, Olaf
Thon, Bayem Munchen 23/21
og Wolfram Wuttke, Kaisers-
lautem 3/26.
Sóknarleikmenn: Dieter
Eckstein, Númberg 4/24,
Júrgen Klinsmann, Stuttgart
4/23, Pierre Littbarski, Köln
53/28, Frank Mill, Dortmund
9/29 og Rudi Völler, Róma
48/28.
Þad er mikil vinna
framundan
hjá okkur
ÞAÐ er erfitt fyrir mig að skrifa
um mitt eigið lið. En ég vil
gjarnan leiðrétta það ef ein-
hver telur okkur eiga örugga
sigurmöguleika á heimaslóð-
um. Ég lít möguleikana allt
öðrum augum.
Dorfner á miðjunni og Jurgen Ko-
hler í vöminni setji mikinn svip á
leikinn. Það verður að fyrirgefa
þeim ef þeir gera smá skyssur.
Það væri því mjög slæmt fyrir okk-
ONNUR GREIN
V-ÞYSKALAND
4