Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 59
FRJÁLSAR íuémR FOLK ■ HSÍ verður með opið hús í íþróttamiðstöðinni i Laugardal í dag og morgun kl. 13-14. Þar verð- ur umsókn Handknattleikssam- bandsins á HM 1993 kynnt og einnig verða sýndar hugmyndir og teikningar af nýju íþróttahúsi, sem fyrirhugað er að reisa í Laugard- alnum ( sambandi við HM. ■ JESPER Olsen, sem Manc- hester United lánaði til Næstved í Danmörku, kom, sá og sigraði í sínum fyrsta leik. Hann skoraði sig- urmarkið, 1:0, gegn Siikeborg um sl. helgi. Sepp Piontek, landsliðs- þjálfari Dana, var á meðal áhorf- enda. Hann var ánægður með leik Olsens. Lyngby er efst í Dan- mörku, með 13 stig eftir átta um- ferðir. Bröndby, sem lágði Lyng- by, 1:0, er með 12 stig. Leikmenn Bröndby fengu 140 þús. kr. á mann í aukagreiðslu fyrir sigurinn gegn Lyngby. OB, Silkeborg og Herfölge er með 9 stig. ■ IFK Gautaborg• og Sundsvall eru efst í Svíþjóð, eftir sjö um- ferðir. Félögin eru með ellefu stig og í þriðja sæti er Malmö FF með níu stig. I DEREK Mountfield var í gær seldur frá Everton til Aston Villa fyrir 400 þúsund pund. Montfield, sem er 25 ára vamarmaður, hefur verið sjö ár hjá Everton. Hann var fastamaður í liði Everton í fyrra, en misti sætið er Dave Watson kom frá Newcastle í fyrra sumar. ■ TVEIR Íslendingar hafa fengið alþjóðleg dómararéttindi í borðtennis. Það eru þeir Gunnar Jóhannsson og Albrecht Ehmann. Þeir eru fyretu alþjóðlegu dómar- amir sem íslendingar eignast í íþróttinni. ■ HERRAKVÖLD Breiðabliks verður haldið í kvöld í félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 18.00. Miðar eru seldir í bókaversluninni Vedu. ■ OPNA Dunlop mótið í golfí verður haldið á Hólmsvelli í Leiru dagana 28. og 29. maí. Byijað verð- ur að ræsa út kl. 9 á morgun, laug- ardag. Leikinn verður 36 holu högg- leikur með og án forgjafar. Austur- bakki gefur verðlaun. Skráning fer fram í síma 92-14100 eða í golská- lanum í Leiru. ■ ÁRSÞING Borðtennissam- bands íslandsve rður haldið ( íþróttamiðstöðinni Laugardal 29. maí kl.14. Á þinginu verður tekin fyrir tillaga um breytt fyrir- komulag ! Flokkakeppni íslands í borðtennis. Samkvæmt tillögunni verður fyrsta deild spiluð heima og heiman í stað þess fyrirkomulags sem nú er að halda alla flokka- keppnina á einni helgi fyrir áramót og einni helgi eftir áramót. Einnig er tillaga um að koma á fyrstu deild hjá unglingum. Þá verður kosin ný stjóm á þinginu. Vildu að Alfreð yrðu á ferð og flugi á milli íslands og V-Þýskalands Alfreð boðið að vera eina viku á íslandi og tvær í Essen næsta keppnistímabil ALFREÐ Gíslason er í miklum metum í V-Þýskalandi. For- ráðamenn Essen hafa reynt allt sem þeir geta til að halda í Alfreð, sem er vinsælasti leik- maður Essen-liðsins. Þeir burðu honum ævintýralegan samning, ef hann vildi vera áfram hjá félaginu. Boðið var þannig, að hann fengi að vera eina viku í senn á íslandi og tvær vikur í Essen næsta keppnistímabil. Ef Alfreð hefði tekið þessu boði, hefði hann farið tíu ferðir fram og til baka - til og frá Essen næsta keppn- istímabil. Eg sagði að sjálfsögðu nei við þessu tilboði, enda þetta boð ævintýralegt. Ég er fyrir löngu búinn að ákveða að koma heim og leika með KR-liðinu næsta keppn- istímabil. Því verður ekki breytt. Hvað sem í boði er,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Morgunblaðið í gær. Alfreð var þá að undirbúa kveðjuveislu sína, sem hann hélt fyrir leikmenn Essen, forráðamenn félagsins og vini í gærkvöldi. „Ég kveð með söknuði, því ég hef eign- ast marga mjög góða vini hér í Essen," sagði Alfreð, sem kemur heim til íslands á þriðjudaginn kem- ur. „Alfreð, Alfreö..." Þeir íslendingar sem sáu leik Essen og ZSKA Moskva í Essen, urðu vitni að því hvað Alfreð er mikils metinn og vinsæll hjá stuðnings- mönnum Essen. Rétt eftir að leikn- um lauk og átta þús áhorfendur voru búnir að jafna sig eftir áfallið, risu þeir upp úr sætum sínum og hrópuðu „Alfreð, Alfreð, Alfreð..." mjög kröftuglega. Þegar Alfreð kom aftur inn á völlinn brutust út geysileg fagnaðarlæti og þessi hægláti og vinsæli leikmaður var hylltur ákaft. „Þetta var stórkostleg stund. Þegar ég var vitni að þessu, þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því hvað Alfreð er gífurlega vin- sæll í Essen," sagði Bjarni Eiríks- son, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem var á leiknum. í hófí eftir leikinn var Alfreð leyst- ur út með mörgum glæsilegum gjöf- Tillagaum fimm manna framkvæmda- stjóm Þrítugasta og fyrsta ársþing Handknattleikssambands ís- lands verður haldið á Hótel Esju í Reykjavík um helgina. Þingið hefst í kvöld kl. 18.00 og því lýkur síðari hluta sunnudags. Aðalmál þingsins verða væntanlega lagabreytingatillögur sem lúta að breyttu skipulagi sambandsins. Fyrir þinginu liggur tillaga sem felur m.a. í sér að héðan í frá verði fímm menn í stjóm HSÍ — svokall- aðri framkvæmdastjóm, en síðan verði í sambandsstjóm HSÍ — sem er nýtt fyrirbæri — 21 fulltrúi. Þar á meðal eiga að vera stjómarmenn- imir fimm, fulltrúar landshlutanna, einn fulltrúi frá 1. deildarsamtökum karla og ellefu aðrir fulltrúar, sem kjömir yrðú sérstaklega. Tillaga frá uppstillinganefnd um skipan í fimm manna stjómina er þessi: Jón Hjaltalín Magnússon, formaður, Steinar J. Lúðvíksson, Gunnar Kjartansson, Ólafur Jóns- son og Guðmundur Bjömsson. írls Grönfeldt. íris sigraði Iris Grönfeldt, spjótkastari úr UMSB, sigraði í spjótkasti á móti í Jesseheim í Noregi í gær- kvöldi. Hún kastaði lengst 54,62 metra og var töluvert frá sínu besta. Elisabeth Nágy frá Svíþjóð varð önnur með 54,28 metra. Nágy á best 62,92 metra frá því í fyrra. íris setti sem kunnugt er nýtt íslandsmet, 62,04 metrar, fyrir viku og var það undir islenska Ólympíulágmarkinu, sem er 61,50 m. Hún verður að kasta aftur lengra en Ólympíulág- markið til að öðlast keppnisrétt í Seoul. Morgunblaðið/Bjarni Alfreð Gislason veifar til stuðningsmanna Essen eftir síðasta leik sinn með félaginu. um, sem um ókomna tíð minna hann á skemmtilega dvöl í Essen. Á sunnudaginn verður haldin mikil útiveisla í miðborg Essen, gamla borgarhlutanum. Þar halda borg- arbúar Essen upp á bikarmeistara- titil Essen og um leið kveðja þeir Alfreð Gíslason og fjölskyldu hans. Reiknað er með að um tíu þús. borgarbúar taki þátt í hátíðarhöld- unum í gamla borgarhlutanum. KNATTSPYRNA / BELGIA Amór í annað sinn í bikar- úrslitum gegn Standard Liege ARNÓR Guöjohnsen og fólag- ar hans í Anderlecht mæta Standard Liege í úrslitum belgfsku bikarkeppninnar á morgun, laugardag. Arnór var þokkalega bjartsýnn fyrlr leik- inn er blaðamaður Morgun- blaðsins hafði samband við hann í gær, en sagði enn- fremur að leikurinn yrði erflð- ur. Amór er ekki alveg ókunnur bikarúrslitaleik við Standard Liege því hann kom inná í úrslita- leiknum 1980 er hann var hjá Lokeren. Þá lék Ásgeir Sigurvins- son sinn síðasta leik með Stand- ard áður en hann fór til Bayern Munchen í Þýskalandi. Standard sigraði Lokeren 4:0 og meiddist Ásgeir þá á hnéi eftir aðeins sjö mínútna leik. „Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn, en þess ber þó að geta að Anderlecht hefur ekki leikið vel síðustu tvo leikina í deildinni. Standard vann Antwerpen um síðustu helgi og gæti það gefíð leikmönnum liðsins aukið sjálf- straust. Úrslitaleikir eru alltaf erfiðir og erfítt að spá um úrslit fyrirfram. En við leggjum alla áherslu á að vinna bikarinn og bjarga þannig keppnistímabilinu," sagði Arnór. Uppselt er á leikinn sem fram fer á Heysel-leikvanginum ( Briissel á morgun. Þetta verður í fimmta sinn sem Anderlecht leikur gegn Standard Liege í lirslitum bikar- keppninnar. Anderlecht hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari en Standard fjórum sinnum. Síðast léku liðin í úrsiitum 1965 og þá sigraði Anderlecht 3:2. í kvöld TVEIR leikir verða í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Á Selfossi leika heimamenn við Þrótt og FH og KS mætast á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. MÖRGUNBLAÐÍÐ, ’fÖSTUDÁGÚR 27. MÁÍ1988 59 HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND Forráðamenn Essen buðu Alfreð Gíslasyni ævintýralegan samning: ÁRSÞING HSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.