Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 60
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Umskrán-
ingumhætt
á næstunni
Lindalax hf. á Vatnsleysu:
Þreföld seiðakaup
vegna offramboðs
STJÓRN Lindalax hf., sem er að byggja stóra strandeldisstöð
á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að taka í eldi 1,5 milljónir
gönguseiða í sumar sem er þrefalt það magn sem áður var
reiknað með að kaupa. Framkvæmdir við byggingu stöðvarinn-
ar ganga vel, að sögn Þórðar H. Ólafssonar framkvæmda-
stjóra. Fyrstu seiðin verða tekin í stöðina þann 17. júní og
verður framkvæmdum að fullu lokið fyrir áramót.
Þórður sagði að vegna mikils
framboðs af seiðum á þessu ári
og vandræða seiðastöðvanna
hefði verið ákveðið að taka við
einni milljón seiða aukalega í
sumar og setja í eldisker sem
ekki þarf að nota fyrir reglulega
starfsemi stöðvarinnar fyrr en á
næsta ári. Tíminn fram á næsta
vor yrði síðan notaður til að leita
leiða til að koma aukaseiðunum
annað í áframeldi.
Sagði Þórður að vænlegur
kostur væri að setja þau í sjó-
kvíar næsta vor. Þá yrðu seiðin
500 gramma og hægt að ala þau
í sláturstærð áður en veruleg
hætta yrði af tjóni af völdum
kulda í sjónum næsta vetur.
Þessi hugmynd hefði fengið góð-
ar undirtektir hjá eigendum
sjókvía en einnig kæmi til greina
að Lindalax kæmi sér upp sjókv-
íum til eldisins. Þórður sagði að
fleiri möguleikar væru fyrir
hendi. Til dæmis væri hægt að
hefja slátrun fyrr á næsta ári
en áætlað hefur verið, þegar far-
ið verður að þrengjast um í stöð-
inni, því nú væri ágætur markað-
ur fyrir lax um eitt kíló að þyngd.
Þá eru ótaldir hugsanlegir mögu-
leikar á útflutningi stórra seiða
til Noregs í haust vegna tjóns í
norsku sjókvíastöðvunum af
völdum eitraðra þörunga. Hann
sagði að allar þessar leiðir væru
betri en að láta þessi seiði fara
forgörðum í seiðastöðvunum eða
henda þeim meira og minna
óundirbúið í hafbeit.
Þórður sagði að tiltölulega
hagstætt verð væri á gönguseið-
um núna í samanburði við verðið
undanfarin ár. Verðið mun vera
nálægt því það sama og í fyrra,
eða 70—80 krónur stykkið. Þórð-
ur Ólafsson sagði að Lindalax
keypti seiðin frá Fjallalaxi, Silf-
urlaxi, Búfíski og Vatnarækt og
væri verið að vinna að fjármögn-
un kaupanna.
Heimilt að færa
gamla númerið á
nýjan bíl til áramóta
Umskráningarskylda á bif-
reiðum verður afnumin á næstu
dögum. Áfram verður þó skylt
að tilkynna eigendaskipti og til
staðar verður heimild til um-
skráningar fram til áramóta.
Þangað til gefst því tækifæri til
þess að flylja gamla númerið
yfir á nýjan bíl.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Unnið við að steypa upp vatnsgeymi hjá Lindalaxi hf. á Vatns-
leysu. Búið er að setja upp 8 af alls 16 kerum sem eru 13 m í
þvermál og steypa undirstöður undir 4 af alls 8 stærri kerum.
Alþingi samþykkti skömmu fyrir
starfslok frumvarp frá dómsmála-
ráðherra um að taka upp nýtt
bílnúmerakerfí, svokallað fastnúm-
erakerfí, og stofna hlutafélag um
rekstur Bifreiðaeftirlits ríkisins.
Einhver bið verður þó á því að
fyrstu fastnúmerin komist í gagnið
því nýju plötumar eru ekki tilbúnar.
Jón Sigurðsson, dómsmálaráð-
herra, sagðist búast við því að
umskráningarskylda, til dæmis
þegar bílar væru seldir milli um-
dæma, yrði felld niður fljótlega,
jafnvel um mánaðamótin. Ákvörðun
um þetta yrði tekin á næstunni.
Einnig yrðu þá gerðar einhveijar
breytingar á skráningargjöldum.
Áfram yrði skylt að tilkynna eig-
endaskipti og verða útbúin sérstök
eyðublöð til þess sem munu liggja
frammi til dæmis á bílasölum. Þetta
myndi strax þýða nokkrar breyting-
ar á starfí Bifreiðaeftirlitsins, sagði
dómsmálaráðherra, en í næsta mán-
uði er ráðgert að stofna hlutafélag
sem smám saman mun taka við
rekstri þess.
Jón Sigurðsson sagði það vera
alveg víst að menn fengju að halda
gömlu númerunum á þeim bílum
sem þau eru á í dag og þótt um-
skráningarskyldu hefði verið hætt
væri enn til staðar heimild til um-
skráningar. Um næstu áramót er
ráðgert að hætta allri umskráningu
og er því hægt að flytja gamla
númerið yfir á nýjan bfl ef endumýj-
að er fyrir árslok.
Ekki ágreiningur um að
innlán verði verðtiyggð
Jafna ber sveiflur í sjávarútvegi með breyttum skattareglum segir forsætisráðherra
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í
gær var rætt hvort nauðsynlegt
væri að setja ákvæði til þess að
heimila bönkum að verðtryggja
Nesjavallavirkjun tengd sumarið 1990:
Upphitun gatna aukin
BÚAST má við að gangstéttir og
stígar í Reykjavik verði i auknum
mæli hituð upp með heitu vatni
er fyrsti áfangi Nesjavallavirkjun-
ar verður tekinn í notkun eftir
um tvö ár. Götur verða einnig hit-
aðar upp i auknum mæli, til dæm-
is brattar brekkur þar sem færð
er erfið á vetrum. Davið Oddsson
borgarstjóri sagði frá þessu á
borgarafundi í Reykjavík á mið-
vikudagskvöldið.
Davíð tók sem dæmi að brekkan
neðst á Réttarholtsvegi, upp frá
Miklubraut, yrði hugsanlega hituð
upp með vatninu frá Nesjavöllum.
Foreldrar bama í Breiðagerðisskóla
hafa viljað fá stöðvunarskyldu á bíla,
sem aka upp brekkuna, vegna þess
að á brekkubrúninni við Sogaveg er
gangbraut, sem sést illa úr brekk-
unni og bíiar á leið upp hana sjást
líka illa frá gangbrautinni. Borgar-
yfírvöld hafa ekkl viljað koma á
stöðvunarskyidu þama vegna þess
hve brekkan er bjrött og seinfær á
vetrum, en þar kann nú að verða
breyting á.
„Við höfum sett upphitun í götur
Morgunblaðið/Sverrir
Brekkan neðst á Réttarholtsvegi, við Miklubraut. Borgarstjóri nefndi
þessa brekku sem dæmi um götu sem hituð yrði vegna hálku á vetrum.
á nokkrum stöðum, til dæmis í Bak-
arabrekkuna, á Laugaveg og í Aust-
urstræti og ennfremur í brattar ein-
býlishúsagötur í Hólahverfí," sagði
Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri.
„Við höfum ekki gert meira af þessu
vegna þess að vatnið er ekki fyrir
hendi og verður ekki fyrr en Nesja-
vallaveitan kemur í gagnið. Vatnið
er uppurið eins og er og hefur ekki
mátt missa það í svona lagað.“
Ingi sagði að byijað yrði á því,
er vatnið væri komið, að leggja hita
í götur þar sem færð væri slæm á
vetrum, til dæmis í brattar hliðargöt-
ur í Grafarvogi.
innlán til skemmri tíma en
tveggja ára. Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
ekki væri ágreiningur innan
ríkisstjórnarinnar um að slík
heimild verði veitt en eftir sé að
ná samkomulagi um útfærslu.
Hann sagðist reikna með að þetta
mál yrði afgreitt í næstu viku.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, sagði á framhaldsaðalfundi
Félags íslenskra iðnrekenda í gær,
að raunvaxtastefnan ætti ekki sök
á óarðbærum fjárfestingum í versl-
un og þjónustu, heldur væri þar
fyrst og fremst pólitískri fyrir-
greiðslu um að kenna. Þá sagði
hann að verðjöfnunarsjóður fiskiðn-
aðarins hefði ekki skilað tilætluðum
árangri og því ætti að stefna að
þvf að leggja hann niður, en jafna
sveiflur í sjávarútvegi með breytt-
um skattareglum.
Forsætisráðherra sagði að ekki
mætti hverfa til þess að fella geng-
ið daglega með sjálfvirkum hætti
til að mæta innlendum kostnaðar-
hækkunum, heldur þyrftu stjóm-
völd að veita aðhald í gengismálum.
Víglundur Þorsteinsson, formaður
FÍI, sagði í ræðu sinni að þær tvær
gengisfellingar sem gerðar hefðu
verið á árinu leiddu aðeins til um
4-5% raungengislækkunar í árslok
og því væri ljóst að raungengið hlyti
að lækka meira í ár.
Þorsteinn sagði að ekki hefði
verið hægt að grípa til aðgerða fyrr
á árinu, þar sem ekki hefði tekist
að ná samningum fyrr en eftir
margra mánaða þóf og útilokað að
grípa til aðgerða áður en niðurstöð-
ur úr þeim viðræðum lágu fyrir.
Það væri óþolandi fyrir alla aðila —
launafólk, atvinnurekstur og stjóm-
völd — að þurfa að bíða í óvissu
svo lengi, og nauðsynlegt væri að
breyta vinnubrögðum við samn-
ingagerð.
Sjá útdrátt úr ræðu Víglundar
Þorsteinssonar á bls. 25.
Tengivagn
sökk í aur
VÖRUBÍLL með tengivagn, full-
hlaðinn áburði, sökk í aurbleytu
á Borgarfjarðarvegi skammt frá
Eiðum á miðvikudag.
Öxulþungi á veginum, eins og
flestum öðrum vegum án bundins
slitlags, er nú takmarkaður við 7
tonn en við vigtun kom í ljós að á
bílnum voru sjö tonn umfram það
sem leyfílegt er.
Kalla þurfti á gröfu til að losa
vagninn og síðan var ökumaðurinn
látinn létta á bílnum áður en hann
fékk að halda leiðar sinnar. Nokkr-
ar skemmdir urðu á veginum og
er talið ólíklegt að 12 þúsund króna
sektin sem ökumanni verður gert
að greiða nægi fyrir þeim kostnaði.