Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 4988 23 Þetta er bók sem höfundinn virki- lega langaði til að skrifa og hafði tækifæri til. Allir helstu kvik- myndaleikstjórar hafa gert sam- bærilegar kvikmyndir. Þessi verk eru oft eins og langar ræður eða fyrirlestrar. Gjaman eitt af bestu verkum listamannanna." Þessi kenning Wilsons um hið eina verk hinna miklu meistara virtist heim- asmíðuð og það var augljóst að honum reyndist auðveldara að finna henni stað í heimi kvikmynda en í heimi bókmennta. „Mér finnst Kristnihaldið vera fyndin bók — kómedía," hélt hann áfram. „Hún er ekki ærslaleikur og í henni er ekki að finna aulafyndni. Hún er gólitísk og heimspekileg kómedía." Ég var e.t.v. eitthvað heimskulegur á svip því hann hélt áfram fullur glettni. „Láttu ekki svona! Það er ekkert í þessum heimi sem er hijúf- ara en íslensk frumspekileg kómedía." íslenskar kvikmyndir illagerðar Gerry líkar vel við persónur Kristnihaldsins. „Mer finnst Jón prímus vera idæll maður. Hann er alls ekkert óvenjulegur, í rauninni minnir hann mig talsvert á prest sem ég kannaðist við í bemsku í Kanada. Heillandi, léttur í sér, furðulegur en samt raunverulegur." Honum þótti Úa óraunveruleg og aðspurður kvaðst hann ekki hafa haft um það hugmynd að hún, né aðrar persónur sögunnar, stæðu fyrir eitthvað sér-íslenskt. „Það var að sjálfsögðu ókostur að vera ókunnugur því merkingarsviði sem þessar persónur standa á fyrir aug- um íslendinga en þar sem ég þekkti ekkert til þess plagaði það mig ekki neitt." Gerry sagði að það hefði ekki verið erfitt að umskrifa persónumar að öðru leyti en því að þær væru svolítið naktar þar sem þær spryttu ekki úr jarðvegi frá- sagnarinnar eins og t.d. Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki. „Það er saga sem hefur geysilega öfluga frásögn. Allar þjóðlegu, pólitísku, trúarlegu og goðsögulegu spumingamar eru samofnar at- burðarásinni og persónumar vaxa út úr þessum vef,“ sagði hann ákaf- ur. „Rétt eins og í góðum vestra eftir John Ford. Hann stöðvaði aldr- ei atburðarás til þess að koma ein- hveiju vitlegu að eða kynna persón- ur. Hann óf þetta saman," hélt Gerry áfram. Það var augljóst að honum fannst Sjálfstætt fólk hafa allt til að bera til að verða góð kvikmynd, en þó ekki endilega vin- sæl. Hann las þá bók 16 ára að aldri og vom það hans fyrstu kynni af Laxness. Geriy sagðist vita af því að einhveijar sögur eftir Lax- ness hefðu verið kvikmyndaðar en hann hefði ekki séð neina þeirra. Hann var þess fullviss að hefði hann séð einhveija hefði það engu breytt um meðferð hans á Kristni- haldi undir Jökli. Það er þó annar angi íslenskra bókmennta sem Gerry hefur meiri áhuga á að glíma við og semja kvikmyndahandrit eftir. Það em fombókmenntimar. Hann sagði að þær væm í raun skráðir sjónleikir. „Ég þrái að gera handrit eftir Egils- sögu. Það er alveg einstakt hvemig persónan Egill skapast í huga manns og þróast og breytist við hveija raun. Eins væri gaman að glíma við Njálssögu," hélt hann áfram eftir augnabliks umhugsun. „Þennan harmleik þar sem örlögin em kunn en enginn fær neinu breytt og bmninn á Bergþórshvoli virðist óumflýjanlegur." Hann sagðist hafa séð einhveijar íslensk- ar kvik- og sjónvarpsmyndir sem byggðar væm á íslendingasögunum þegar hann var í heimsókn á ís- landi fyrir nokkram ámm. Hann sagðist ekki muna eftir einstakri mynd því að hann sá þær allar með íslensku tali og ótextaðar. Honum fannst þær allar eiga það sameigin- legt að vera illa gerðar. „Það vant- aði í þær allar stórbrotnar goðsagn- ir og mýtur, svona eins og þú sérð í klassískum vestmm. Það vantar HALLDOR LAXNESS: „Það er ekkert í þessum heimi sem er hijúfara en íslensk frumspekileg kómedía," segir Gerald Wilson um Kristnihaldið. Sigurður Siguijónsson Helgi Skúlason Kristbjörg Kjeld Margrét Helga Jóhannsdóttir Baldvin Halldórsson PERSÓNUR OG LEIKENDUR: Umbi — Sigurður Siguijónsson Jón Prímus — Baldvin Halldórsson Úa — Margrét Helga Jóhannsdóttir Hnallþóra — Kristbjörg Kjeld Godman Syngmann — Helgi Skúlason allt samspil goðsagna, athafna og persóna. Þú sérð aldrei goðsagnim- ar vaxa upp af athöfnum persón- anna." Gerry Wilson þagnaði eftir þessar fullyrðingar sínar. Þegar ég spurði hvort þetta gæti stafað af því hversu menningararfleið Islendinga byggði mikið á ritmáli en ekki á myndmáli sagði har.n að það gæti svo sem verið. Hann bætti því síðan við hugsi að sumpart gæti þetta stafað af því að aðstandendur myndanna væm um of bundnir af hinu skráða orði. „Það er alveg á hreinu að ekki er hægt að kvik- mynda Egilssögu firá upphafi til enda í bókstaflegri merkingu. Það verður að finna kjama sögunnar og vinna útfrá honum." Geny sagði að sér hefði einhvem tímann verið sýnt handrit af íslenskri víkingakvikmynd sem hon- um leist vel á. Eftir nokkra stund komumst við að því að það hlyti að hafa verið af kvikmynd Hraftis Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur. „Það var frábært," úrskurðaði Geriy um það handrit. „Mig hefur alltaf langað til þess að sjá þá mynd og mér bámst fréttir af því að hún hefði víða verið sýnd við ágætar undirtektir. Höfundur þess handrits bar gott skynbragð á lcvik- myndir," sagði hann. Annars taldi Gerry að það færi illa á því að hann gagnrýndi íslenska kvikmyndagerð- armenn því þegar hann heimsótti ísland fyrir nokkm og flutti fyrir- lestur varð honum það ljóst að flest- ir þeirra vóm gamlir nemendur sínir. Úrvalsmyndir sjaldgæfari og sjaldgæfari Geriy Wilson varð daufur í dálk- inn þegar tal okkar barst að núver- andi ástandi kvikmyndaiðnaðarins. Þrátt fyrir að myndir yrðu alltaf dýrari í framleiðslu þótti honum þær sífellt fara versnandi. „Kvik- mjmdaiðnaðurinn núna er hræðileg- ur,“ sagði hann. „Hann er heimsku- legur. Það em komungir, fáfróðir bókhaldarar sem ráða ferðinni. Yfirmaður framleiðsludeildar Lor- imar- fyrirtækisins er 28 ára gam- all viðskiptafræðingur. Hann veit ekkert um kvikmyndir og hann hefur varla nokkum tímann séð góða kvikmynd og honum fínnst að gamlingjar eins og ég eigi heima á elliheimili," sagði Gerry og það kenndi beiskju. „Einn kvikmynda- framleiðandi hjá öðm fyrirtæki, sem ég hef haft tal af, man ekki eftir að hafa séð eina einustu John Ford-mynd og Psycho var eina Hitchcock-myndin sem hann rámaði í. Myndin Lethal Weapon með Mel Gibson var að hans mati góð mynd. Mér þótti hún hins vegar vera eins og ósamstæður mslahaugur. Engin persónusköpun — einungis fárán- legt ofbeldi hannað fyrir fólk sem ekki hefur hugarþrek til þess að fylgja söguþræði." Gerry talaði nú hratt og af miklum ákafa. „Colours er ný mynd með Sean Penn og Bob Duvall sem er smánarleg. Hún fjall- ar um stríð bófaflokka í LA. Þessi mynd er í alla staði hrikaleg. Hún er full af kynja- og kynþáttafordóm- um í versta skilningi þeirra orða og er yfírfull af ofbeldi ofbeldisins vegna," sagði hann og þagnaði. „En,“ bætti hann við og dró seim- inn, „hún mun mala gull.“ Geriy svaraði mér með þögninni þegar ég fullyrti að það hlytu að hafa verið framleiddar einhveijar góðar myndir nú hin síðari ár. „Af hveiju er Síðasti keisarinn frábær mynd?“ spurði hann mig þegar ég missti það útúr mér að hún hlyti að vera frábær mynd. Ég stamaði þá einhveiju á þá leið að hún væri stórbrotin, glæsileg og vel gerð epísk kvikmynd — sannkölluð stór- mynd, rétt eins og Gandhi. Hann sagðist þá vera sammála mér að því marki að þessar tvær myndir ættu margt sameiginlegt. Þær væra báðar hundleiðinlegar og lítt áhuga- verðar nema fyrir þá sem hafa gam- an af því að sjá fallega kvikmynda- töku, aðdáunarvert landslag og fal- lega liti. Honum fannst þær báðar holar að því leyti að þær glímdu ekki við persónugerð aðalpersón- anna. „Síðasti keisarinn er að sjálf- sögðu góð mynd,“ sagði hann síðan. „Mér líkar mjög vel við Bertolucci, leikstjórann, bæði sem persónu og kvikmyndagerðarmann. Hann er virkilega vingjamlegur náungi en Síðasti keisarínn er alls ekki frábær mynd. Hún er að sjálfsögðu miklu betri en Gandhi eða aðrar myndir sem em vinsælar um þessar mund- ir eins og Wall Street og Fatal Attraction. Það em einkar léttvæg- ar myndir, enginn tími gefínn til þess að þróa persónur eða aðstæð- ur. Annars er Fatal Attraction léleg eftiröpun á Play Misty for Me, sem Clint Eastwood gerði og lék í hér um árið. Ég gekk þess vegna út af sýningu á Fatal Attraction." Gerry Wilson var berlega mjög ósáttur við kvikmyndir þessa ára- tugar. Ég bað hann þó um að nefna eina nýlega mynd sem væri framúr- skarandi. „Ég veit að ég hljóma eins og gamall, fúll, nöldrandi skijóður sem fordæmir allt en ef ég á að segja eins og er þá verða úrvalsmyndir alltaf sjaldgæfari og sjaldgæfari og sjaldgæfari," sagði hann og þagnaði. Hann var að reyna að fínna einhveija nýlega mynd sem hann væri ánægður með. „Þú sérð hvemig ástandið er, — ég á í miklum erfiðleikum með að nefna eina almennilega mynd.“ Hann gafst að lokum upp á að reyna að finna einhveija mjmd. Tal okkar barst að leikstjómm. „Ég tel að nú séu engir framúrskar- andi leikstjórar starfandi,“ sagði Gerry. „Vandinn er sá að nú á tímum líta leikstjórar á sig sem listamenn. Hinir miklu leikstjórar fyrri ára eins og Minelli, Ford og Hitchcock, svo einhveijir séu nefnd- ir, sáu sjálfa sig alltaf sem fagmenn sem gerðu einungis það sem þeir vildu og þá langaði til að gera. í dag em leikstjórar drýgindalegir listamenn sem varla vita hvað snýr fram og aftur á kvikmyndatöku- vél.“ Hann hafði augljóslega ekki _ mikið álit á þessum mönnum og ekki var hann hrifnari af kvik- myndagagnrýnendum. Hann sagði að þeir þjáðust af einskonar vit- rænni geðtmflun og að þeir lofuðu þessa leikstjóra, sem leiddi til þess að leikstjóramir næðu aldrei fullum tökum á faginu. Hann sagðist þá vonast til að einhvem daginn kæmi fram á sjónarsviðið leikstjóri sem hefði áhuga á því sem hann gerði, ekki bara á því að verða frægur. Hann sagði einnig að það væri vegna þessarar vonar að hann væri enn að kenna við kvikmjmdaskól- ann. Án þess að fara neitt út í þá sálma sagðist hann halda að innan tíðar jrrði kvikmjmdaheimurinn fyr- ir miklum og jákvæðum áhrifum frá þriðja heiminum og löndum sem fram til þessa hefðu lítið látið að sér kveða. Krafa um persónusköpun Þessi þróun kvikmjmdanna hefur að vonum haft áhrif á starf Gerrys. Kröfur til kvikmjmdahandrits hafa breyst. „Núna kvarta framleiðendur jrfír því sífellt að það gerist ekkert og að miklu púðri sé eytt í persónu- sköpun. Þeir vilja klippa burt og hraða allri uppbyggingu. Hrejríing og athafnir em mikilvægari en söguþráður," sagði hann. „Ég held að þetta sé rangt. Merkasta kvik- mjmdahefðin er frásögnin — einu sinni var — og við emm að týna henni." Hann sagði að nú vildu stjóramir einungis athafnir og læti. Hann benti hins vegar á að hama- gangur væri þrejrtandi ef hann væri ekki samofinn trúverðugum persónum. „Hitchcock skapaði ekki spennu með látum," sagði Gerry. „Gary Grant og Ingrid Bergmann hrejrfa sig ekki mikið í mjmdinni Notorious þegar þau mjaka sér upp stigann. Samt er það ein magnað- asta sena kvikmyndasögunnar." Hann hafði augljóslega gaman af að tala um þetta og hann vildi að ég skildi hvað hann væri að fara. „Eins og t.d. með Njálssögu. Bmn- inn er mikilvægur af því að við emm orðin mjög kunnug því fólki sem deyr. Brennan sameinar marga lykilþætti sögunnar.“ Eitt var það þó sem hann taldi að hefði ekki breyst í kvikmynda- heiminum; Mikilvægi og hlutverk stjamanna. Leikarar með persónu- töfra em ennþá og verða f framtíð- inni ein helsta ástæðan fyrir vel- gengni kvikmjmda að mati Gerrys. Honum fannst þó stjömur síðustu tíu ára lítilfenglegar. „A1 Pacino, DeNiro og Dustin Hofftnan em all- ir eins,“ sagði hann. „Og bilið á milli Bette Davis og Meryl Streep er gífurlegt,“ hélt hann áfram. Þegar ég bað hann að setja fræg- ar stjömur í hlutverk aðalpersóna Kristnihaldsins hló hann dátt. Hann sagðist alls ekki geta sett neina af stjömum dagsins í dag í hlutverk þeirra Úu og Jóns prímusar. Hann sagði að mætti hann leita aftur í tímann þá þætti honum Ingrid Thul- in falla vel að hlutverki Úu, eða Jeanne Moreau. Hann vildi setja John nokkum Carradine eða Gunn- ar Bjömstrand í hlutverk Jóns Prímusar. Hann sagðist sjá hann fyrir sér sem teinréttan,_ háan, grannan og sterkan mann. Ég varð hálf hissa því Jón prímus er í huga mér eins og hann leit út á sviðinu í Iðnó fyrir næstum tuttugu ámm en þá var hann leikinn af Gísla Halldórssyni. Texti og myndir: Ásgeir Frið geirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.