Morgunblaðið - 05.06.1988, Side 35

Morgunblaðið - 05.06.1988, Side 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Útgefandi mWfafetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Gleðilegan sjómannadag! Stgerstur hluti velmegun- ar, eigna og lífskjara þjóðarinnar er sóttur í sjó, í lífríki sjávar. Með setningu landgrunns- laganna 1948 var mörkuð framtíðarstefna um físk- vemd og hagnýtingu mið- anna umhverfís landið. Allar útfærslur fískveiðilandhelg- innar, 1952, 1958, 1972 og loks í 200 mílur 1975, vóru reistar á þessum lögum. Sama gildir og um allar stjómunaraðgerðir í því skyni að vemda fiskstofna og fískimið. Síðast en ekki sízt vóru lögin, eða þær rök- semdir sem þau vóru gmnd- völluð á, homsteinn baráttu þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi í hafréttarmálum, sem speglast meðal annars í haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fiskimiðin umhverfís landið em mikilvægustu auð- lindir okkar. Sjávarútvegur- inn hefur að stærstum hluta staðið undir efnahagslegum framfömm þjóðarinnar á tuttugustu öldinni. Nær öll sjávarvömframleiðslan hefur verið flutt út. Allt fram til ársins 1970 vóm sjávarvömr um 90% af heildarútflutn- ingsverðmæti. Á áttunda og níunda áratugnum hefur iðn- aðurinn aukið útflutnings- hlut sinn vemlega, einkum með tilkomu orkufreks iðn- aðar, áls og jámblendis. En þrjár af hveijum fjómm krónum útflutningstekna fást enn í dag fyrir sjávarvör- ur. Sjávarútvegur okkar hef- ur í meginatriðum verið fjór- skiptur. í fyrsta lagi veiðam- ar, hlutur þeirra er sækja björgina í sjávardjúp. Fisk- veiðar stunda um eða innan við fímm þúsund einstakling- ar. Það er sízt ofsagt, þótt staðhæft sé, að engin önnur starfsstétt skili jafnmiklum verðmætum í þjóðarbúið, hversu íjölmennar sem þær kunna að vera, hvað þá ef miðað er við hina margfrægu höfðatölureglu. Vinnslu- greinar em síðan í aðalatrið- um þtjár; frysting, saltfísk- verkun og vinnsla feitfísks í mjöl og lýsi. Morgunblaðið í dag er helgað sjómönnum og sjó- mannadeginum. Viðtöl við fískimenn, farmenn og sjáv- arútvegsaðila prýða síður þess. Það fer vel á því að skoðanir og viðhorf þessara aðila nái augum og athygli þjóðarinnar — ekki sízt á þessum degi. í viðtali við Svavar Ágústsson, skipstjóra á RÚN RE, 26 tonna báti, kemur fram, að hann byrjaði sjó- mennsku ellefu, tólf ára gamall. Fyrst var gráslepp- an, þá síldin, síðan bolfískur- inn. Nú stýrir hann eigin báti. „Við eigum hann, ég og vélstjórinn," segir Svavar í viðtalinu. í þessu stutta við- tali speglast íslenzk sjó- mannssaga, sem vemleikinn yrkir víða. Það em menn af þessari gerð sem sækja vel- megun þjóðarinnar á haf út. Þeir efna ekki til sjálfsaug- lýsinga, hvorki í Múlakaffí né í fjölmiðlum. Þeir beija ekki bumbur hégómans í samfélaginu. Þeir em ein- faldlega — og án fyrirgangs — bústólpar þess. „Kvótinn er of lítill fyrir okkur," segir Svavar. „Við emm líklega með 350 tonna kvóta núna, með ýsunni... Við þurfum alltaf að kaupa annað eins eða físka fyrir aðra.“ Kappsamir fískimenn þola illa fjötra kvótans á eig- ið framtak. Þeir gera sér engu að síður grein fyrir því að laga verður veiðisókn að veiðiþoli nytjafíska. Fisk- veiðistefnan verður hinsveg- ar að vera í sífelldri endur- skoðun — í ljósi reynslu og breytilegra aðstæðna. Um sjómannadaginn segir skipstjórinn; „Þetta er það sem við lif- um af, því ekki að halda upp á það.“ Þessi orð era í raun töluð fyrir munn þjóðarinnar allrar. Þetta er það sem hún lifir af. Þessvegna heldur öll þjóðin sjómannadaginn há- tíðlegan. Morgunblaðið ámar íslenzkum sjómönnum vel- famaðar. Gleðilegan sjó- mannadag! Islensk tunga í formi ljóðs og sögu var ein helsta útflutnings- vara þjóðarinnar í meira en fjór- ar aldir. Ágóðinn hefur síðan legið á vöxtum í ýmislegri mynd sem skerpt hefur vitund stærri þjóða um að íslensk tunga sé þeim ekki með öllu óviðkomandi. Víkingar gerðu víðreist. Vínlandssögumar lesa Norður-Ameríkumenn af kappi, að vísu í þýðingum. Njáls saga er vinsæi í Kalifomíu og Úkraínumenn sjá víst eitt- hvað af sjálfum sér í Örvar-Oddssögu. Um veigamikla þætti í sögu Englands em íslensk fomrit næstum því ein til frá- sagnar, og Sæmundar-Edda og Snorra- Edda em höfuðheimildir um trúarbrögð og andleg viðhorf Norður-Evrópu fyrir kristni. Eitt gleggsta dæmið sem ég kann að nefna um þessar inneignir íslendinga erlendis er að samkvæmt nokkurra ára gamalli könnun þeirra prófessoranna Her- manns Pálssonar og Hans Belker-Nielsen er íslenzka á kennsluskrá við rúmlega 200 háskóla utan íslands." Það er Haraldur Bessason, forstöðu- maður háskólans á Akureyri, sem þannig komst að orði í erindi á M-hátíð á Sauðár- króki'á dögunum. Latína norðursins Haraldur Bessason segir meðal annars í erindi sínu á M-hátíð á Sauðárkróki: „íslenskt ritmál á sér samfellda sögu aftur til fyrsta fjórðungs 12. aldar og er vissulega freistandi að fella þá staðreynd inn í skilgreiningu okkar á íslensku. Engu að síður kemst Snorri Sturluson svo að orði að á þessum tímum rituðu hérlendir höfundar „at norrænu máli“. Annars stað- ar í gömlum ritum er „dönsk tunga“ látin nægja til skilgreiningar. Ekki léttir það róðurinn að elstu ljóð sem íslendingar færðu í letur, og eru nú prentuð handa íslensku skólafólki og öðrum þeim sem í fróðleik þyrstir með nútímastafsetningu, voru að líkindum ort áður en landnám hófst á íslandi eða áður en þeir félagar og landnámsmenn, Eilífur Öm, Sæmundur hinn suðureyski og Skefill, komu í Skaga- Qörð. Þannig mætti halda áfram vangaveltum um það hvemig skilgreina beri íslenska tungu frá sögulegu sjónarmíði. Ekki er þó þörf á neinni smásmygli við athuganir af þessu tagi, því að höfuðmáli skiptir að þótt íslensku nútíðarmáli sé markaður fremur þröngur bás í bæði málfræðilegum og landfræðilegum skilningi, þá nýtur þjóðtunga okkar þess ríkulega sjálf og öll menningarverðmæti sem henni tengjast að hún er, ef svo mætti að orði komast, latína norðursins. Atvikin höguðu því þannig að íslendingar urðu einir þjóða til þess að skapa á þessari stórtungu, sem til foma var töluð víða um lönd, varanleg menningarverðmæti. Þau verðmæti vom framlag þeirra til heimsmenningarinnar og sá gmnnur sem íslenska þjóðin hlýtur ávallt að byggja á, því þangað liggja ræt- ur sérkenna hennar og sjálfstæðis." Ofurvald ritmálsins Síðar í erindi sínu segir Haraldur Bessa- son: „Þegar rætt er um orsakir þess að frá upphafi hefur íslenska varðveist betur en aðrar skyldar tungur, er gjama bent á landfræðilega einangmn þjóðarinnar. Hún kann að skipta nokkm máli. Ofurvald rit- máls var þó miklu þyngra á metunum og þá aðalforsenda þess valds ekki einungis ritun fræðanna heldur lestrarkunnátta sem gerði þau aðgengileg öllum þorra fólks. Þessi forsenda er ennþá í fullu gildi, og mega þeir sem fjalla um varðveislu og viðgang íslenskrar tungu draga af slíku mikinn lærdóm. í myndrænum skilningi rekur íslenzk tunga ætt sína til kynjaheima ímyndunar- aflsins, þar sem goðkynjaðar vemr svifu ofar skýjum. Rætur hennar liggja þó öðm fremur í raunheim íslenskra byggða í sveit og við sjó. Landbúnaður og fískveiðar, höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, vom um- dæmi hennar um aldir og ríkti þar slíkt byggðajafnvægi að fátækir og óskóla- gengnir Skagfírðingar komust í tölu höfuð- skálda og fræðimenn fóm í beitningar- skúra í þorpum til þess að nema ný orð. Viðhorf fólks til menningar og mennta var með þeim hætti að um gjörvallt landið væri íslensk tunga óaðskiljanleg íslenskum atvinnuvegum, og þá hvort tveggja hin eina akademía þjóðarinnar þar sem marka- línur bæri að forðast." Tungan og atvinnulíf íð Enn segir Haraldur Bessason: „Kunnugt er, að á tíð þeirra íslendinga sem nú em eitthvað yfír miðjan aldur hef- ur orðið gjörbylting í íslenskum atvinnu- háttum og þjóðin iðnvæðst á tiltölulega skömmum tíma. Hefur sú þróun að sjálf- sögðu valdið miklum hræringum í andlegu lífí og lagt fólki nýjar skyldur á herðar í málfarslegum efnum. Sérhæfing á sviði atvinnulífs veldur því að samkvæmt við- horfum ýmissa til æðri menntastofnana beri að draga skarpar markalínur milli akademískra fræða og verkmenntar. Við slíkum hugsunarhætti eða stefnu hygg ég að gjalda beri nokkum varhug. Háskóla- nám er til að mynda með þeim hætti að höfuðáhersla er lögð á það að þjálfa stúd- enta í vísindalegri hugsun og vísindalegum vinnubrögðum. Skiptir engu máli hvort um er að ræða greiningu bókmenntatexta eða athuganir í raungreinum. Sé þetta haft í huga, verður markalínan milli akademískra fræða og verkmennta ekki einungis óglögg, heldur hverfur hún með öllu. Þéim sem fræðslustörfum sinna dug- ir ekki að ætla að íslensk viðhorf til æðri menntastofnana þjóðarinnar séu þau hin sömu eins og tíðkast í háþróuðum iðnríkj- um Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem segja má að ávallt hafi staðið skilveggur milli atvinnuvega og andlegrar menningar. Er ensk tunga ef til vill gleggsta dæmið um þetta, og má rétt nefna að enskir tog- arasjómenn og iðnverkafólk eiga langt í land með að öðlast þann þegnrétt í heima- landi sínu sem tungan ein veitir. Um ís- lendinga gegnir öðru máli, enda ber þeim að fara með gát meðal þeirra staðhæfínga að háskólafræðsla um íslenska atvinnuvegi eða rannsóknir á þeim séu í eðli sínu óaka- demísk verkmennt. Raunar hygg ég að viðhorf almennings á þessu sviði séu mikl- um mun heilbrigðari, eins og eftirfarandi dæmisaga, örlítið stflfærð, bendir til. Þegar Sementsverksmiðjan á Akranesi tók til starfa fýrir um það bil þremur ára- tugum brá svo við að þegar fólk tók þar til starfa voru engin orð til á íslensku yfír aragrúa af tækjum verksmiðjunnar og tólum. Fyrstu dagana varð starfsfólk því að styðjast við táknmál og bendingar. Leiddi þetta málleysi fljótlega til þunglynd- is meðal fólks og í nokkrum tilvikum til fullkominnar örvæntingar. Brugðu þá stjómendur fyrirtækisins á það ráð að kalla sér til aðstoðar frá Háskóla íslands helsta nýyrðasmið þjóðarinnar. Málfræð- ingurinn dvaldi síðan nokkra daga í Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi, og þegar hann hélt aftur til Reykjavíkur, var enginn hlutur í verksmiðjunni lengur nafnlaus. Gerðist hér tvennt samtímis; starfsfólk tók gleði sína aftur og íslensk tunga auðgað- ist af nýjum orðum. Ég hygg að eitt höfuðverkefni þeirra sem um íslenzk menntamál fjalla sé að spoma við því að skilveggur rísi milli tungu þjóðarinnar og atvinnuvega . . . íslensk tunga hlaut kynngi sína frá Óðni. Hún er líftaugin sem tengir okkur landinu og öllum störfum sem þar eru unnin. Hún er eilífðarkjami íslenskrar menningar. Þegar í harðbakka slær, svo að ég vitni enn til Egils Skallagrímssonar, dugir hún okkur ein þegar allt annað þrýt- ur, bæði í vöm og sókn." Fastgengi æskilegt markmið Mánaðarrit Fjárfestingarfélagsins, Verðbréfamarkaðurinn (maí-hefti), íjallar meðal annars um fastgengisstefnu og MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 35 REYKJAVTKURBRÉF Laugardagur 4. júní Frá Eskifirði Morgunblaðið/Garðar Rúnar gengisfellingu. Þar segir — og gæti orðið mörgum íhugunarefni: „Fastgengisstefnan er í sjálfu sér æski- legt markmið sem flestir em sammála um. Hún getur hins vegar aðeins haldið til lengdar þegar verðbólgan hér er svipuð og í helztu viðskiptalöndum okkar, nema að viðskiptakjörin breytist okkur í hag. Þegar verðbólga hér á landi er hins vegar mun hærri en í viðskiptalöndum um þó nokkum tíma, verða innflutt vara og þjónusta ódýr- ari fyrir okkur og íslenzk vara og þjón- usta hlutfallslega dýr erlendis. Afleiðingin verður því eðlilega aukinn innflutningur og minnkandi útflutningur, og þar af leið- andi versnandi viðskiptakjör og auknar erlendar lántökur eða minnkandi gjaldeyr- isvaraforði. Erlendar lántökur em þannig yfírleitt ekki orsök viðskiptahallans, heldur afleiðing hans. Ef við náum ekki tökum á verðbólgunni á næstunni, svo og ef verð- þróun á fískmörkuðum erlendis verður okkur óhagstæð, er ekki útilokað að enn þurfi að grípa til nýrrar gengisfellingar síðar á árinu. Rétt fyrir síðustu gengisfellingu var þjóðinni ljóst að gengi krónunnar væri í raun fallið og formleg breyting á gengi þyldi í raun enga bið. Það kom því ekki á óvart að þeir sem þurftu fljótlega á gjald- eyn að halda, hlypu til og keyptu gjald- eyri sfðustu dagana fyrir gengisfellinguna, með þeirri afleiðingu að gjaldeyrisvara- forði þjóðarinnar minnkaði um ijórðung á örfáum dögum. Hins vegar vaknar sú spuming, í hvað gjaldeyririnn hafi farið og hvort allir sem hlupu til hafí raun- vemlega hagnast á umstanginu. Það er nokkuð ljóst, að þeir sem nýttu tækifærið til að greiða upp erlend skammtímalán sem þurfti fljótlega að greiða upp hvort sem er, eða þeir sem keyptu hluti sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda mjög fljót- lega, spömðu sér nokkum pening á hlaup- unurn." Tapað á hamstrinu Enn segir í mánaðarriti Fjárfestingarfé- lagsins: „Hins vegar em ýmsir aðrir sem telja sig mjög hólpna en hafa í raun tapað á hamstrinu. Þannig er til dæmis ástatt um þá sem keyptu óþarfa hluti eða annað sem þeir þurftu ekki á að halda fyrr en eftir nokkra mánuði og fjármögnuðu annað hvort með lánum eða með því að leysa fíármuni sína úr góðri ávöxtun. Enn aðrir naga sig í handarbökin yfir þvf að hafa verið of seinir til og misst af lestinni. En hverjir högnuðust þá í raun og vem? Það verður ef til vill bezt skýrt með einföldu dæmi: Koria nokkur sem ætlaði sér að leggja parkett á stofuna sína fyrir næstu jól hljóp til og keypti parkett fyrir gengisfellingu sem hún fjármagnaði með því að leysa út Kjarabréfín sín. Með þessu móti kom hún í veg fyrir að þurfa að greiða 11,1% hækkun á parkettið vegna gengisfellingarinnar. Ef betur er gáð kem- ur í ljós, að þetta er sýnd veiði en ekki gefín, því að á þeim 7 mánuðum sem enn em til jóla frá gengisfellingunni hefði hún fengið um það bil 22% viðbótarávöxtun á Kjarabréfín sín. Hún er því einungis betur sett ef parkettið hækkar um 10% til við- bótar frá gengisfellingunni vegna frekari gengisbreytinga eða erlendra verðhækk- ana, að ekki sé talað um óþægindin af því að geyma parkettið í allair þennan tíma. Þið sem teljið ykkur hafa misst af lest- inni getið verið alveg róleg. Kannski hafíð þið hagnast mest eftir allt saman. Leggið fyrir og geymið ú'ármunina í góðri ávöxtun þar til þið þurfið í raun og vem á hlutnum að halda, nema önnur gengisfelling sé yfírvofandi rétt áður en þið þurfið á honum að halda. Þannig er ykkur bezt borgið og komist ef til vill hjá því að kaupa óþarfa." Reagan í Moskvu Veröldin sem við lifum í er viðsjál. Það sýna tvær heimsstyijaldir á líðandi öld. Það sýna nokkrir tugir hemaðarátaka eða staðbundinna stríða á líðandi stund. Það sýna margs konar hryðjuverkasamtök, sem teygja net sín um lönd og álfur. Það sýnir sá vemleiki, sem við lifum, að minni- hluti mannkyns og þjóða býr við raunhæft lýðræði, þar sem almenn mannréttindi em fullvirt. Og það er á stundum erfíðara að gæta fullveldis þjóðar og þegnréttinda en afla. Þar horfír hinsvegar betur nú en oft áður í sambúð stórveldanna. Það hefðu til að mynda þótt tíðindi „til næsta bæjar“ á tímum kaldastríðsins svokallaða, ef frétzt hefði af forseta Bandaríkjanna á góðviðris- göngu með leiðtoga Sovétríkjanna á Rauða torginu í Moskvu. Eða að sá hinn sami Bandaríkjaforseti hafi ávarpað stúdenta í Moskvu-háskóla, lagt áherzlu á aukin mannréttindi í Sovétríkjunum og svarað fyrirspumum um álitamál í Bandaríkjun- um. Eða væri sérstaklega boðinn á hádeg- isverðarfund til rússneska rithöfunda- sambandsins. Eða efndi til fundar í Moskvu með sovézkum andófsmönnum. Allt þetta og raunar fleira til af sama toga var þó fréttaefni vikunnar sem leið. Vonandi standa viðræður leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem hóf- ust í Genf og í Reykjavík fyrir nokkmm missemm, til betri tíðar í sambúð stórveld- anna — og mannkyns alls. Bjartsýni í þess- um efnum verður þó að vera innan marka nauðsynlegrar varkámi. „Rætur tungiinn- ar liggja þó öðru fremur í raun- heim íslenskra byggða í sveit og við sjó. Land- búnaður og fisk- veiðar, höfuðat- vinnuvegir þjóð- arinnar, voru um- dæmi hennar um aldir og ríkti þar slíkt byggðajafn- vægi að fátækir og óskólagengnir Skagfirðingar komust í tölu höf- uðskálda og fræðimenn fóru í beitningarskúra til þess að nema ný orð. Viðhorf fólks til menning- ar og mennta var með þeim hætti að um gjörvallt landið væri íslensk tunga óað- skiljanleg íslensk- um atvinnuveg- um, ogþáhvort tveggja hin eina akademía þjóðar- innar þar sem markalínur bæri að forðast.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.