Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 9 Þrír nýbylgjarar fá sig fullsadda af New York og skella sér þvl upp I bíl og aka sem leið liggur til Kaliforníu, en það gengur nú ekki áfallalaust, þvi einn þeirra er myrtur á grimmilegan hátt af suðurríkjagengi. Ákveða þeir félagar þvi samstundis að hefna og það svo út yfir tekur og fá til liðs við sig ansi skrautlegt lið. Pottþétt unglingamynd fyrir fullorðna. Frumsýning á myndbandi. Þriggja tíma tryllir, gerður eftir metsölubók Roberts Ludlum. Aðalhlutverk Richard Chamberlain (Þyrni- fuglarnir, Shogun), Jaclyn Smlth (Charlies Angels, Nightkill). Einstakur viðburður á myndbandamark- aðnum. Væntanlegar á allar úrvals mynd- bandaieigur. Aðalhlutverk Debra Winger (An Officer and a Gentleman, Terms of Endearment). Hann er í eituríyfjum, þeirri tegund sem drepur. Hún er ástfangin af þeirri tegund sem særir. Saman lenda þau á milli steins og sleggju í miðjum átökum eiturlyfjasala í baráttu þeirra um völd. Spennandi róman sem lætur engan ósnortin. 8ICHARS JflClYN CHAMBERUUN SMITH IN ROBERT lUDlOM'S BESTSEllER THi á úrvals myndbandaleigum Enskir,danskirogþýskirherrafrakkar meðogánbeltis. Yfirstærðir. Aidreiglæsilegra úrval. Burt með vest- ræna menmngu Mikilvægi sögukennslu Fyrir nokkru urðu töluverðar umræður um kennslu íslandssögu. Þótti mörgum ein- kennilega að henni staðið og vakti furðu, að ekki væri starfað samkvæmt því mark- miði að upplýsa grunnskólanemendur um alla meginþætti íslenskrar sögu. Umræður um þá stefnu í skólamálum, að leggja minna en áður upp úr fræðslu um staðreyndir, hafa verið miklar hér og annars staðar. Þykir mörgum sem sú skólastefna, sem ráðið hefur ferðinni sé beinlínis afmennt- andi, ef þannig mætti orða það. Siglaugur Brynleifsson er í hópi þeirra, sem hafa kvatt sér hljóðs um þessi mál á síðum Morgun- blaðsins. Á fimmtudaginn í síðustu viku skrifaði Siglaugur um bókina Samferða um söguna, mannkynssögu fyrir efri bekki grunnskóla, sem kennd er hér á landi. Sagði hann að bókin, sem er sænsk að uppruna, væri skrifuð gegn vestrænni menningu und- ir formerkjum þessastefs:„Hey hey, ho ho, Western Culture’s got to go.“ Er vitnað í Siglaug í Staksteinum í dag. Viðmiðunin í upphafi greinar Sig- laugs Brynleifssonar um bókina Samferða um söguna eftir Bengt Ake Hager er vakið máls á því, að mannskynssaga fyrir islenska nemendur ætti væntanlega að miða við menningarsvæði islenskrar menningar, þ.e. vestræna menningu án þess að gera hlut ann- arra menningarsvæða smærri. Kennslubók í mannkynssögu þurfi að vera gluggi að fortíðinni allt fram undir okkar tíma, frá upphafi. í þess- ari bók sé upphafstíma og þróunartima vest- rænnar menningar sleppt. Þáttur kirkjunnar í mótun vestrænnar menningar virðist svo til enginn. Tímabilinu frá upphafi miðalda um 500 og fram undir lok 18. aldar séu ekki gerð nein skil, á sex blaðsíðum sé fjallað um: Trúboð, sam- félag miðalda, krossferð- ir, valdabaráttu, verslun, endurreisn og nýlendur. Bókin sé alls 292 blaðsið- ur, en mannkynssaga fram að frönsku stjóm- arbyltíngunni sé á 75 siðum og beri bókin öll merki vikublaðsstíls. Meginhlutí bókarinnar sé umfjöllun um 19. og 20. öldina, en þar sé skotíð inn köflum, þar sem for- saga sósíaliskra og ný- fijálsra ríkja sé rakin og megináherslan lögð á timabilið eftír stofnun alþýðulýðvelda. Siðan segir Siglaugur: „Þetta er mannkyns- saga stéttabaráttunnar, sem stefnir að hinum samvirku samfélögum. Fortiðin skiptir litíu máli nema í sambandi við marxíska söguskoðun. Listir og menning fyrri alda skipta „nútíma- manninn" engu . . . Minnst er á nokkra listamenn og skáld en ýmsum er sleppt, t.d. Shakespeare og Dante, forðast er að minnast á höfund kristínnar trúar- bragða, _ Krist, hvað þá Móses. ÖUum listamönn- um endurreisnarinnar er sleppt og klassisk evr- ópsk tónlist er á sama bátí. Það er nokkuð hlálegt að íslenskum skólanem- endum skuU haldið i ein- hverskonar marxískum vanþekkingarmyrkviði um þá tíma Evrópusög- unnar, og íslenskrar menningarsögu þar með, þegar reisn islenskra bókmennta var jafnvel meiri en samtímans í Evrópu.“ Lágkúra í lok greinar sinnar ræddi Siglaugur Bryn- leifsson um hlut Náms- gagnastofnunar, sem gefur þessa bók út með Máli og menningu. Telur hann að einokun Náms- gagnastofnunar standi því fyrir þrifum, að i skólum sé viðunandi námsefni. Yrði einokun- inni aflétt myndu þeir skólastjórar og kennar- ar, sem ekki hefðu ánetj- ast þeim bastarða-marx- isma, er virðist móta skólastefnuna, vafalaust velja námsefni sem „ein- kenndist ekki af þröng- hyggju og ónákvæmni og sem myndi jafnframt stuðla að sjálfsvitund og sjálfstraustí nemenda". Ogþá segir Siglaugur: „I þessari bók er skotíð inn i smákafla um „Óvin sögunnar nr.l“ sem var Shi-huang-tí, keisari í Kina um 200 f.Kr. Keis- ari þessi lét brenna öll sagnfræðirit sem hann komst höndtun yfir, „þvi fólk áttí ekki að kynnast öðru úr fortíðinni, en því sem honum hentaði". Hugmyndafræðingar og harðstjórar hafa löngum litíð bækur illu auga, bókmenntir og sagn- fræði. Ef þeir brenna ekki bækumar þá taka þeir það ráð að falsa þær, falsa atburðarás og orsakimar til atburða- rásar fortíðarinnar á þann hátt að það falli vel að hugmyndafræði þeirra. Sú aðferð er brennunum hættulegri því að ísmeygilegar lygar sljóvga meðvitundina, ekki sist þeirra, sem stunda þær og gera þá sem við taka að þýjum enda er það tilgangurinn. Hugmyndafræðileg „samþætting" Máls og menningar og Náms- gagnastofnunar með útgáfu þessarar bókar er fullkomnun hinnar hug- myndafræðilegu lág- kúm. Sá þröngi skilning- ur á atburðarás aldanna og því sem útgefendur nefna „menningarskeið" er ekki boðlegur islensku námsfólki. Meðvitundin um heiminn og söguna, eins og hún birtist á siðum þessarar bókar, minnir ónotalega á hug- myndaheim veranna i helli Platóns, þar sem aldrei sá sól. Það er Oiugunarvert að mannkynssaga skuli nú aðeins vera valgrein i 9. bekk og sýnir svart á hvitu hverskonar óburður Grunnskólalög- in vom og em í höndum skólastefnu-hugmynda- fræðinganna og skóla- málaráðs, sem myndi kyrja með mikilli innÚfun stefið, sem er formerld að bók Hagers, með smá staðfærslu: „Hey hey, ho ho, Icelandic culture’s got to go“.“ Hvað á ég að gera? Í988 1998 2008 2018 9099 „Ég á litil réttindi í lífeyrissjóðum ..." Margir hafa ágætar tckjur en eiga lítil réttindi í lífeyrissjóðum jþegar kemur að eftirlaunaárunum. Fyrir þá borgar sig að leggja fyrir reglulega í því skyni að eiga eftirlaunasjóð á efri árum. Með Eftirlaunareikningi VIB losnarðu við alla fyrirhöfn og færð heimsenda gíró- seðla og yíirlit um eignina reglulega. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ©NAÐARBANKANS HF Armúla 7, 109 Reykjavik. Simi 681530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.