Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
Stríðsmyndir í Vestur-Beirút
Kona g'cngur fram hjá kvikmyndaauglýsingn í Vestur-Beirút.
Meðan á stríðinu þar hefur staðið hafa ofbeldis-, klám- og
stríðsmyndir orðið mjög vinsælar.
Armenía og Azerbajdzhan:
Gálgafrestur í deílunni
um Nagomo-Karabakh
Moskvu. Reuter.
Allsherjarverkfalli í Jerevan,
höfuðborg Armeníu, var aflýst í
gær en þá hafði formaður komm-
únistaflokksins í ríkinu lýst yfir,
að Æðstaráðið armenska myndi
taka undir kröfuna um endur-
heimt héraðsins Nagorno-Kara-
bakhs. Það tilheyrir nú nágrann-
aríkinu Azerbajdzhan en Æðsta-
ráðið er jafn ákveðið í að láta
ekki undan kröfum Armena.
Formenn kommúnistaflokkanna
í báðum ríkjunum hafa varað fólk
við að gefa tilfínningunum lausan
tauminn í deilunni um Nagorno-
Karabakh en héraðið var á sínum
tíma fært undir Azerbajdzhan þótt
Armenar byggðu það. Serun Arut-
unyan, formaður armenska komm-
únistaflokksins, sagði á mánudag á
fundi, sem 100.000 manns sóttu,
að Æðstaráðið armenska myndi
taka undir kröfuna um endurheimt
Nagomo-Karabaks og var þá alls-
heijarverkfalli í Jerevan aflýst.
Forsætisnefnd Æðstaráðsins í
Azerbajdzhan sagði hins vegar í
gær, að krafa Armena væri „óað-
gengileg" og „andstæð hagsmunum
íbúa ríkjanna beggja". Deilan um
héraðið kom upp í febrúar en í
mars sögðu stjómvöld í Moskvu,
að engar breytingar væru fyrir-
hugaðar á landamæmm ríkjanna.
Æðstaráðið í Armeníu kemur
saman í dag og verður sjónvarpað
frá fyrsta fundinum. Jafnvel þótt
þar verði samþykkt, að Nagomo-
Alnæmi síst í rénum
Skipst er á upplýsingnm í Stokkhólmi
FJÓRÐA alþjóðlega ráðstefnan
um alnæmi, sem haldin er á
vegum Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, WHO, stendur
nú yfir í Stokkhólmi. Rðastefn-
una sækja um 7000 fulltrúar frá
125 löndum.
Þrír íslenskir læknar, þeir Har-
aldur Briem, Sigurður Guðmunds-
son og Sigurður B. Þorsteinsson
sitja þessa ráðstefnu auk hjúkr-
unarfræðinganna Hildar Helga-
dóttur og Hmndar Sch. Thor-
steinsson og Auðar Matthíasdótt-
ur, félagsráðgjafa frá embætti
Borgarlæknis.
Jonathan Mann framkvæmda-
stjóri WHO setti ráðstefnuna að
viðstöddum Karli Gústafi, Svía-
konungi og Ingvari Carlsson, for-
sætisráðherra Svíþjóðar. í setning-
arræðunni sagði Mann að fímm til
tíu milljónir manna hefðu smitast
af HIV vírusnum sem veldur al-
næmi. Sé miðað við lægri töluna
mætti búast við að alnæmissjúkl-
ingum muni fjölga um eina milljón
á næstu fímm ámm. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin hefur fengið
upplýsingar um 96.433 alnæmistil-
felli en það er helmings aukning
frá síðasta ári. Almennt er þó tal-
ið að alnæmissjúklingar séu um tvö
hundmð þúsund talsins.
Jonathan Mann lýsti yfír
áhyggjum af þróun mála í Asíu.
Þar em þeir sem em í eiturlyfjum
og vændi í mestri hættu að fá sjúk-
dóminn. í höfuðborg Thailands,
Bangkok, em 5% þeirra sem
stunda vændi og 16% eiturlyfja-
neytenda sem sprauta sig, með
HIV vímsinn í blóði sínu, en ein-
ungis 1% eiturlyfjaneytenda
greindust með vímsinn á síðasta
ári.
William Haseltine, sem stundar
rannsóknir við læknaskóla Har-
vard, greindi frá því í gær að hjá
sumum sjúklingum hefði HIV
Conference
on Aids
William Haseltine sést hér
ávarpa alnæmisráðstefnuna í
Stokkhólmi.
vímsinn hætt að ijölga sér um
tíma, og ruglað þannig ónæmis-
kerfí líkamans, en síðan hefði
vímsinn blossað upp aftur.
Svartir verr settir
í Bandaríkjunum em skráð 61.580
alnæmistilfelli. Hlutfall svartra
sjúklinga er mjög hátt eða 40%
og lífslíkur þeirra em verri en hjá
hvítum alnæmissjúklingum. Svört
kona sem komin er með alnæmi
lifir að jafnaði í 11 vikur og svart-
ur maður í 19 vikur. Meðallífslíkur
hvítra alnæmissjúklinga eru hins
vegar um tvö ár. Kjör þeirra em
slæm þar sem lyfín em dýr og
margir sjúklinganna hafa misst
vinnu sína. Þetta kom fram hjá
fréttamanni bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CBS.
Vonir bundnar við lyfið
AZT
Tilraunalyfið AZT hefur gefíð góða
raun við meðferð á alnæmissjúkl-
ingum. Rannsóknir hafa sýnt að
hjá bömum, sem haldin eru alnæmi
og var gefíð lyfið í hálft ár, batn-
aði starfsemi heilans og þau fengu
aukna matarlyst og þyngdust. Lyf-
ið hefur einnig áhrif á sæði og
gefur það von til þess að í framtíð-
inni verði það til að hamla gegn
útbreiðslu alnæmis. Einnig hafa
komið fram upplýsingar um að
böm upp að 20 ára aldri lifí lengur
eftir smit, heldur en þeir sem
fengju sjúkdóminn á ftillorðins-
aldri. Robert Gallo, sem var einn
af þeim fyrstu sem uppgötvuðu
HIV vímsinn, taldi ástæðu til að
ítreka að einu þekktu leiðimar til
að smitast af HIV vímsnum væm
við samfarir, blóðblöndun og frá
vanfærri konu til fósturs.
Hjúkrunarfólk undir álagi
Ráðstefnugestir geta tekið þátt
í starfí margra vinnuhópa. Einn
þeirra íjallar um álagið sem hvílir
á starfsfólki sem sér um með-
höndlun og aðhlynningu alnæmis-
sjúklinga. Starfsfólkið sém margt
er ungt að ámm horfír upp á jafn-
aldra sína deyja af völdum þessa
sjúkdóms sem engin lækning
fínnst við. Þessi nálægð dauðans
veldur því að starfsfólkinu fínnst
það ekki geta veitt neina hjálp og
minnir það á eigin ódauðleika.
Þekking á sjúkdómnum er sífellt
að aukast svo heilbrigðisstéttin
þarf ailtaf að fylgjast vel með þró-
un mála.
Næstu viku munu vísindamenn,
hjúkmnarfólk og þeir sem vinna
að forvamarstarfí skiptast á upp-
lýsingum. Margir munu flytja er-
indi og 3.600 rit verða gefín út
meðan á ráðstefnunni stendur.
Auk ráðstefnugestanna 7000 em
um eitt þúsund blaðamenn í Stokk-
hólmi að fylgjast með gangi mála.
Karabakh gangi aftur undir Arm-
eníu getur ekki af því orðið nema
Azerbajdzhanar og Kremlarstjómin
játi því einnig.
í Nagomo-Karabakh búa
184.000 manns og hefur allt at-
hafnalíf þar verið lamað vegna alls-
heijarverkfalls um þriggja vikna
skeið. Hafa yfírvöldin viðurkennt,
að þau ráði ekki lengur við ástandið.
Ráðherrafundur EFTA:
Hvattir til að móta
stefnu um samgöngn-
og flutningamarkað
Tampere, Reuter.
Ráðgjafarnefnd Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA, hvatti í gær
ráðherra bandalagsins til að móta sameiginlega stefnu um flutninga
á vinnuafli og um samgöngu- og flutningamarkað Vestur-Evrópuríkja
áður en viðræður við Evrópubandalagið hefjast.
Ráðgjafamefndin, sem meðal amvinnu við Evrópubandalagið.
annars er skipuð fulltrúum úr iðnaði
og verkalýðsfélögum EFTA-ríkjanna
sex, bar þessa áskorun fram á fundi
ráðherra EFTA-ríkjanna í fínnska
bænum Tampere. Fyrirhugað er að
ráðherrarnir ræði við Willy de
Clercq, sem annast samskipti EB við
ríki utan bandalagsins, í dag.
„Áður en viðræður EFTA og EB
heijast verðum við að kanna í hveiju
við erum sammála og koma á reglu
innan Fríverslunarbandalagsins,“
sagði talsmaður EFTA við frétta-
menn í gær. Talsmaðurinn sagði að
slíkt væri nauðsynlegt áður en við-
ræður hæfust um frekari efnahagss-
Ráðherrarnir voru ennfremur
hvattir til að reyna að koma á sam-
eiginlegum samgöngu- og flutninga-
markaði Vestur-Evrópuríkja sem
kæmi í stað tvíhliða samninga milli
einstakra EB- og EFTA-ríkja sem
falla úr gildi þegar heimamarkaði
Evrópubandalagsins hefur verið
komið á fót árið 1992.
Fyrirhugað er að ráðherramir
ræði hugmyndir um fijálsa fiskversl-
un á fundinum. íslendingar og Norð-
menn hafa óskað eftir að verslun
með físk verði gerð frjáls, en önnur
EFTA-ríki, einkum Svíþjóð og Finn-
land, hafa lagst gegn því.
Alhaji Lukman, olíumálaráðherra Nígeríu og forseti OPEC-ráðstefn-
unnar í Vín.
OPEC-ríkin:
Óbreytt fram-
leiðsla út árið
Vín. Reuter.
Olíumálaraðherrar / OPEC-
ríkjanna, samtaka olíuútflutn-
ingsríkja, samþykktu í gær að
láta núgildandi framleiðslukvóta
gilda áfram og til áramóta. Er
vonast til, að þetta verði til að
hækka olíuverðið eitthvað en hér
var um að ræða málamiðlun með
þeim, sem vildu auka kvótana,
og þeim, sem vildu minnka þá
enn.
Samkomulagið verður raunar
ekki formlegt fyrr en á fundi
OPEC-ríkjanna á laugardag en full-
trúar þeirra sögðu samt, að ekki
væri annað eftir en að skrifa undir.
Á mánudag lækkaði olía heldur í
verði á mörkuðum í Evrópu vegna
þess, að ekki var búist við neinu
samkomulagi en í gær hækkaði
verðið verulega aftur.
OPEC-ríkin eru 13 en heildar-
kvótinn, 15,06 milljónir fata á dag,
tekur ekki til íraka. Þeir neituðu
að samþykkja hann vegna þess, að
þeim var ekki áætlaður jafn stór
kvóti og írönum. Með olíuvinnslu
þeirra er framleiðsla OPEC-ríkj-
anna 18,2 millj. fata á dag.