Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 29 Pressens Bild Myndin var tekin í Sigtúnum á mánudag, á fyrsta degi ráðherrafund- arins, en þá var Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, ekki mætt til leiks. Ystur til vinstri er Ingvar Carlsson, þá Harri Holkeri, Poul SchlUter og Þorsteinn Pálsson. Forsætisráðherrar Norðurlanda: Umhverfismál efst á baugi á fundinum Harpsundi. Ritzau Neytendasamtök í Afríku: Mótmæla innflutningi hættulegra úrgangsefna Ibúar þorps í Nígeríu flýja heimili sín „Þörungaplágan i Kattegat og Norðursjó er alvarlegt teikn um þá hættu, sem nú steðjar að okkur í umhverfismálum, og Norðurlönd komast ekki hjá því að verja milljörðum króna til mengunarvarna.“ Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, lét svo ummælt í gær á fréttamannafundi í Harpsundi, sumarsetri sænska forsætisráðherrans, en norrænu forsætisráðherramir eru þar nú staddir á óformlegum fundi. Auk Brundtlands eru þar þeir Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Poul Schliiter, forsætis- ráðherra Danmerkur, Harri Hol- keri, forsætisráðherra Finnlands, og Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra íslands. Umhverfismálin hafa verið efst á baugi á fundi ráðherranna og sagði Brundtland, að mengunin væri eins og tímasprengja, sem gæti sprungið fyrr en nokkum varði. Ingvar Carlsson lagði áherslu á, að hvert ríkjanna biði ekki eftir öðm, heldur léti hendur Belgflug bannað yfir dýragarði Stokkhólms Stokkhólmí. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að banna belgflulg yfir dýragarðinum í Stokkhólmi eftir að skelkaður húnn hrapaði niður úr tré og drapst er loftbelgur flaug yfir garðinn. „Það er augljóst að ofsahræðsla greip dýrið er 'loftbelgurinn flaug yfir garðinum. Af þeim sökum verð- ur belgflug bannað þegar vindur blæs úr ákveðinni átt og augljóst að belgina beri yfir garðinn," sagði Tommy Cederlund, talsmaður sam- taka loftbeljaeigenda á Stokk- hólmssvæðinu. Hræðsla greip húninn þegar belgfarar reyndu að koma loftfari sínu upp á við með því að kveikja á hitabúnaði belgsins. Atvikið átti sér stað lágt yfír garðinum og beint yfir trénu, sem björninn hafðist við í. Datt bangsi niður úr trénu, valt út í laug í búri hans og d.mkknaði. standa fram úr ermum. Nefndi hann sem dæmi, að takmarka yrði úrgang frá iðnaði, hreinsa skolp frá bæjum og borgum og taka gegndarlausa áburðarnotkun í landbúnaði föstum tökum. Af öðrum málum má nefna sam- skipti austurs og vestur og voru ráðherramir sammála um, að mik- ilvægasta framlag Norður- landabúa til þeirra væri að gæta stöðugleikans í sínum heimshluta. Þá var enginn ágreiningur um, að vegna norrænnar samvinnu gætu þjóðirnar komið fram gagnvart öðmm Evrópuþjóðum og á al- þjóðavettvangi sem ein sterk heild en ekki sem máttlítil kotríki. Lagos, Nairóbí. Reuter og Der Spiegel. KOMIÐ hefur á daginn að vest- rænir kaupsýslumenn hafa í stór- um stíl leigt land í nokkrum Afríkuríkjum undir eitraðan iðn- aðarúrgang. Skortur á alþjóðlegri löggjöf, áhrifaríkir þrýstihópar á Vesturlöndum og græðgi mann- skepnunnar valda því sem samtök neytenda í Afríku kalla „eitur- efnahryðverk í Afríku“. Umhyggja fyrir umhverfinu er viðhorf sem fest hefur rætur á Vest- urlöndum m.a. fyrir áróðúr græn- ingjasamtaka. En illa gengur að finna varanlegar lausnir á því hvað gera skuli við eitraðan og geislavirk- an iðnaðarúrgang. Fyrirtæki eiga sífellt erfiðara með að koma honum fyrir á heimaslóðum vegna þess hve almenningur er upplýstur. Því hafa óprúttnir menn gripið til þess að leigja land undir úrganginn af fá- tækum íbúum Þriðja heimsins. Samtök neytenda frá 18 Afrík- uríkjum komu saman í Nairobí í Kauphöllin í París: Dupont segir af sér París, Reuter. XAVIER Dupont, sem skipulagði breytingar á starfsemi kauphall- arinnar í París, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður kauphall- arinnar eftir að hún hafði tapað tapað 500 milljónum franka, 3,8 milljörðum fslenskra króna, vegna eftirlitslausra viðskipta. Fulltrúi frönsku stjómarinnar í stjóm kauphallarinnar þurfti einnig að segja af sér vegna þessa máls. „Trúverðugleiki markaðarins er í veði vegna þessa stórslyss," sagði varastjómarformaður kauphallarinn- ar, Regis Rousselle. „Við verðum að koma á reglu í kauphöllinni og rann- saka hvað gerðist." Kenýa í gær og fordæmdu slíkan kaupskap sem einkum hefur þrifist í Afríku. íbúar a.m.k. fimm Afríku- ríkja hafa tekið við sorpinu gegn greiðslu en einungis Nígería og Gu- inea hafa staðfest að slík viðskipti hafí átt sér stað. Upp komst um tilvist 1.200 tonna af úrgangi í Nígeríu þegar landeig- andi í hafnarbænum Kókó varð var við illan þef í garðinum hjá sér. Hann hafði þegið fé sem svarar 20.000 þúsund ísl. krónum fyrir að geyma efnið fyrir ítalskt fyrirtæki. Hluti úrgangsins er geislavirkur og DAGBLAÐ sovéska hersins, Krasnaja Zvezda sakaði í gær Bandaríkjamenn og Atlantshafs- bandalagið um að hafa aukið hernaðarumsvif sín á norður- heimskautinu til að vega á móti upprætingu eldflauga í Evrópu. I dagblaðinu segir að í áætlunum bandaríska varnarmálaráðuneytisins um norðurheimskautið sé gert ráð fyrir stýriflaugum sem skotið er af hafí. „Ljóst er að sumir Vestur- landabúar tengja áætlanir um að vega á móti upprætingu bandarískra eldflauga í Evrópu við norðurheim- skautið og norðlæg svæði.“ Blaðið segir að samkvæmt áætl- hafa íbúar bæjarins verið fluttir á brott. Efnin eru ættuð frá ýmsum stórum fyrirtækjum í efnaiðnaði í V-Evrópu og er PCB, sem komst í fréttirnar á Islandi fyrir skemmstu, þar á meðal. Stjómvöld í Guineu rekja skógar- dauða í landinu til iðnaðarúrgangs frá Bandaríkjunum sem geymdur er á eyju út af höfuðborginni Conakry. Stjóm Nígeríu heldur því fram að þessi útflutningur iðnríkja á eitur- efnum sé ólöglegur en sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja að svo sé ekki. Því sé brýnt að setja slíkum flutningum strangar lagaleg- ar skorður. unum Atlantshafsbandalagsins verði meðal annars Tomahawk-stýriflaug- um með kjamaoddum komið fyrir í kafbátum og herskipum sem sigla um norðurheimskautið. Að sögn blaðsins fara æfingar ! notkun eld- flauganna fram í Kanadahluta norð- urheimskautsins, og blaðið bætir við að sex eldflaugum hafí þar verið skotið í slíkum æfíngum frá janúar til mars. „Þessi undirbúningur vekur mikinn ugg nú þegar þjóðir heimsins vænta þess að samið verði um frek- ari afvopnun í kjölfar samningsins um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkueldflauga," segir í blaðinu. v •V t nmm Vicxúv, RjíJ íair t nm: *wCx»ktá.»**T I ERTU MEÐ HÁRLOS EÐA FLÖSU? HELST PERMANENT STUTT í HÁRINU? Nú er komin á markað hér á íslandi hin frábæra lína frá Manex sem leysir þessi vandamál. Nýju Manex hársnyrtiefnin gera miklu meira en að gefa hárinu stundargrið. Nærandi prótinblanda í Manex hártónik er náttúruleg jurtaupplausn, sem inniheldur 22 amínósýr- ur, en þær ganga í hárlegginn og endurlífga, styrkja og bæta ástand skemmds eða líflauss hárs, auk þess að stoppa hárlos, eyða flösu og í 73% tilfella kemur það óvirku hári til að vaxa á ný. Manex hársnyrtiefnin fást á eftirtöldum útsölustöðum: Rakarastofan Papilla, Nýbýlavegi 22, Kópavogi. Rakarastofan Papilla, Laugavegi 24, Reykjavík. Rakarastofa Ágústarog Garðars, Suðurlandsbr. 10, Reykjavík. Rakarastofan Klapparstíg 29, Reykjavík. Rakarastofan Fígaró, Laugarnesvegi 52, Reykjavik. Rakarastofa Ragga rakara, Vestmannaeyjum. Heildsölubirgðir: AmbrÓSÍa hf., sími 680630. IflNSÆLUSTU TÖLIfUR í EVRÓPU í DAG IBM-PC SAMHÆFÐAR ÁSAMT FJÖLDA FORRITA OG AUKAHLUTA STÓRKOSTLEG ÚTSALA! síðustu AMSTRAD tölvurnar Á GAMLA VERÐINU og AUKAAFSLÆTTI Næsta sending á nýju \/eröi TAKMARKAÐUR FJÖLDI PC 1512 2 drif 14“ litaskjár Afsláttarverð kr. 69.900,- Næsta sending kr. 89.900,- PC1640 MD HARÐUR DISKUR 20 MB 14“ sv/hv hágæðaskjár EGA, HERCULES OG CGA kort Afsláttarverð kr. 99.000,- Næsta sending kr. 121.800,- PC 1640 ECD harður diskur 20 MB 14“ hágæða iitaskjár EGA, HERCULES og CGA kort Afsláttarverð Næsta sending kr. 129.000,- kr. 156.000,- AMSTRAD DMP PRENTARI Breiður vals A3, PC staðall hraði 200 stafir pr. sek. NLQ gæðaletur. Afsláttarverð Næsta sending kr. 27.900,- kr. 37.900,- GreiAslukjör 12 mán. raögreiöslur VISA - EURO. Öllum AMSTRAD PC tölvum fylgir: (slensk handbók, MÚS - íslenskuöu GEM valmyndaforritin: Graphic, Desktopog Paint teikniforrit. ABILITY forritin: Ritvinnsla, súlu- og kökurit, Reiknivangur, Gagnasafn og Samskiptaforrit. 4 leikir: Bruce Loe, Dambuster, Wrestling og PSI 5 T.C. - o.fl. -O TÖU/ULOND LAUGAVEGI 116-118 V/HLEMM. S. 621122. öll verö miöast við staögr. VERSLUN V/ HLEMM.S. 621122 Sovétríkin: Saka NATO-ríki um aukin hemaðarumsvif á norðurheimskautinu Moakvu, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.