Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 45 Eilítíð um Víkverja, Listahátíð og sjónvarp eftir Gauta Kristmannsson Tilefni greinarkoms þessa er e.t.v. ekki ýkja merkilegt en ég gat þó ekki á mér setið öllu lengur. Morgunblaðið hefur birt greinar undir dulnefni Víkveija um nokkurt skeið. Höfundur eða höfundar þessa pistils hafa helst verið með sparða- tíning um hitt og þetta og hafa fjöl- miðlar ekki farið varhluta af því. Mér virðist Víkveiji telja sig þjóð- legan málsvara íslenskrar menning- ar eins og svo margir fleiri. í því samhengi skeggræðir Víkveiji stundum frammistöðu sjónvarps- stöðvanna á ýmsum sviðum. Heldur hefur mér þótt hann hallur undir Stöð 2 en það er auðvitað hans mál. Þýðingar í sjónvarpi hafa stund- um verið umræðuefni Víkveija og er ekkert nema gott um það að segja. Að mínum dómi mættu fleiri flalla um þær og þá með það í huga hver áhrif þeirra eru á íslenska tungu. Á dögunum skaut Víkveiji í pistli sínum á einhvem þýðanda sem hafði orðið það á að breyta nafni hagfræðingsins Keynes í „Caines“. Þetta er auðvitað ólánleg villa og er ég sammála Víkveija um það. Hins vegar lét Víkveiji þess ógetið í hvorri sjónvarpsstöðinni þessi mynd var sýnd og finnst mér það undirstrika ágiskun mína hér að framan. Mér finnst óeðlilegt að far- ið sé svona loðnum orðum um jafn- meinlega villu. Hálfur sannleikur er nefnilega oft lyginni verri. Sá sem ekki vissi betur gæti alveg eins Arsþing norrænu endurvinnslu- samtakanna ÁRSÞING norrænu endur- vinnslusamtakanna NFR verður haldið að Hótel Ork í Hveragerði 17.—19. júní. Fundinn sækja um 40 aðilar frá öllum Norðurlönd- unum. Endurvinnslusamtökin voru stofnuð í Kaupmannahöfn árið 1967 af öllum helstu fyrirtækjum á þessu sviði á Norðurlöndunum. Samtökin eru aðilar að alþjóðlegu endurvinnslusamtökunum BIR og héldu aðalfund þeirra í Helsinki síðastliðið ár. Sindrastál hf. er eini íslenski fé- laginn í samtökunum og einn af stofnendum þeirra. Fyrirtæki í sam- tökunum endurvinna aðallega brotajám, málma og pappír en að auki er plast, gúmmí og fleiri efni endurunnin. (Úr fréttatilkynningfu) Gauti Kristmannsson „Það er ekki nóg að talsetja efni fyrir börn. Þýðinguna verður að vanda. Börnin, rétt eins og hinir fullorðnu, draga dám af því tungumáli sem þau heyra og lesa.“ haldið að myndin hefði verið sýnd í Sjónvarpinu. Lítill tími? Víkveiji veltir fyrir sér hugsan- legri skýringu á villunni í grein sinni og þykir mér hún sennileg hjá hon- um, þ.e. að þýðingin sé eftir segul- bandi og kannski á of skömmum tíma. Þetta er vandamál sem þýð- endur sjó'nvarpsstöðvanna kannast vel við. Því miður virðast forráða- menn Sjónvarpsins ekki lengur hafa skilning á þessum þætti. Áður tíðkaðist að þýðendur fengu álag fyrir svonefndar skyndiþýðingar. Þetta var stutt þeim rökum að menn þyrftu að ýta öðrum verkum til hliðar og þýða undir miklu álagi. Dæmið um „Caines" sýnir einmitt í hnotskum hvað getur gerst þegar þýtt er eftir segulbandi á naumum tíma. Þetta atvik vekur mann aftur á móti til umhugsunar um hvað Sjón- varpið ætlar að gera við eftii af Listahátíð sem þarf að þýða. Rekstrarráðunautur Sjónvarps sagði fulltrúum þýðenda að skyndi- þýðingar yrðu aflagðar með öllu en slíkt verður að teljast fremur van- Þakka alla vinsemd á 75 ára afmceli mínu. Unnur Kristjánsdóttir, Heiðmörk 69, Hveragerði. Cartler Foris 18 karata gullhringur. Sá eini sanni. Pennar - Armbandsúr - Kveikjarar Garðar Olafsson, úrsmiður, Lækjartorgi - sími 10081. hugsað. Sjónvarpsþýðendur hafa samþykkt að taka ekki að sér skyndiþýðingar nema gegn álags- greiðslum. Lifandi sjónvarpsstöð miðlar ekki rykföllnu efni til áhorf- enda. Á Listahátíð koma margir útlendir listamenn og varla er unnt að „geyma“ viðtöl við þá. Ætli Sjón- varpið hins vegar að fá viðvaninga til að þýða efni af Listahátíð er mikil hætta á að „Caines" eignist marga bræður. Gerurn kröfur Mig langar að lokum að minnast á þýðingar í sjónvarpi almennt. Víst er um það að stór hluti lesefn- is landsmanna er textinn í sjón- varpinu. Það skiptir því höfuðmáli að hann sé vel úr garði gerður. Það er ekki nóg að talsetja efni fyrir böm. Þýðinguna verður að vanda. Bömin, rétt eins og hinir fullorðnu, draga dám af því tungumáli sem þau heyra og lesa. Hjá Sjónvarpinu er áralöng hefð í þýðingum og má fullyrða að sæmi- lega hafi til tekist að framfylgja málstefnu sem hefur varðveislu íslenskunnar að leiðarljósi. Því mið- ur er tekið að hrikta í stoðum þeirr- ar stefnu eftir að samkeppni og útgjöld tóku að skipta mestu máli. Eg hef lítið sem ekkert minnst á Stöð 2 hingað til sem kemur af því að ég þekki þar lítið til. Ég veit að þýðendur þar eru enn verr launaðir en hjá Sjónvarpinu og kynni það að koma fram í jiýðingum þar að einhveiju leyti. Eg vil hins vegar ekki dæma um það heldur skora á alla sem vilja veg íslenskunnar meiri að fara að dæmi Víkveija og fylgjast með þýðingum á báðum sjónvarpsstöðvunum, í kvikmynda- húsum og á myndböndum og láta vita af því sem betur má fara. Kannski átta forráðamenn sig þá á hvað almenningur vill. Höfundur er formadur FéJags sjón varpsþýðenda. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Hétúni 12 - Simi 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavlk - tiUnd Fjöltefli Sofie Polgar teflir fimmtudaginn 16. júní kl. 20.00 í matsal Sjálfsbjargarhússins Hátúni 12, 2. hæð. Gjald kr. 500.- Þátttakendur hafi með sér töfl. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Taflnefnd Sjálfsbjargar. Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI Hraunbær, raðhús ORION SJÓNVARPSTÆKI nesco LRUGRI/EGUR HF Laugavegi 10, simi 27788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.