Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
37
Morgunblaðið/PJJ
Frímann Frímannsson formaður Flugmódelafélagsins Þyts
með nýja flugvöllinn í baksýn. Á innfelldu myndinni sést Matt-
hías Á. Mathiesen stjórna ferðum flugmódels undir hand-
leiðslu Einars Páls Einarssonar.
Völlur flugmódelmanna
tekinn í notkun í Hafnarfirði
NÝR flugvöllur var nýlega tekinn
í notkun sunnan við Hafnarfjörð
þar sem áður voru öskuhaugar
bæjarins. Hinn nýi flugvöllur
Hafnarfjarðar er með tvær mal-
bikaðar flugbrautir sem eru
merktar í einu og öllu eftir gild-
andi alþjóðareglum um merkingu
flugbrauta, en stórar flugvélar
mega samt vara sig á að lenda á
vellinum því brautirnar eru að-
eins 80 metra langar og 6 metra
breiðar og eru þær eingöngu ætl-
aðar flugmódelum. Þessi nýi flug-
völlur er framtíðarsvæði
Flugfmódelfélagsins Þyts, en í fé-
laginu eru um 130 áhugamenn
um flugmódelsmíði og módelflug.
Vígsla flugvallarins fór fram við
hátíðlega athöfn klukkan ellefu á
laugardagsmorgun að viðstöddu fjöl-
menni. Samgönguráðherra, Matt-
hías Á. Mathiesen, flutti smá tölu
áður en hann klippti á borða sem
strengdur var þvert yfir brautarmót-
um og að því loknu hóf fyrsta „flug-
vélin“ sig til flugs, Laser 200 módel
sem Þorsteinn Hraundal, Islands-
meistari Flugmálafélags íslands í
módellistflugi, stýrði. Jón Pétursson
sýndi síðan spilstart með módelsvif-
flugu og Gunnar Brynjólfsson lék
listir sínar með þyrlumódel. Því
næst flaug Einar Páll Einarsson
skalamódel af Piper J-3 Cub í fylgd
með Piper Cub í fullri stærð, TF-
KAO sem Otto Tynes og Hörður
Eiríksson flugu. Þótti mönnum þetta
samflug takast mjög vel og frá jörðu
séð var erfitt stundum að greina
hvort flugtækið væri hvað. Þar á
eftir sýndu tveir af okkar ágætu
flugstjórum listflug yfir nýja flug-
vellinum, Björn Thoroddsen á Pitts
Special TF-BTH og Magnús
Norðdahl á Zlin Trenermaster TF-
ABC Að lokinni listflugsýningu var
þremur heiðursgestum hátíðarinnar,
Matthíasi samgönguráðherra, Guð-
mundi Árna Stefánssyni bæjarstjóra
og Pétri Einarssyni fugmálastjóra,
boðið að kynnast því af eigin raun
að stjórna flugmódeli með fjarstýr-
ingu. Fylgdust nærstaddir vel með
tilburðum þeirra þremenninga og
voru menn sammála um að þeim
hefði tekist ágætlega til.
Með tilkomu nýju aðstöðunnar
sunnan við Hafnarfjörð er væntan-
lega búið að leysa flugvallarvanda-
mál flugmódelmanna á höfuðborgar-
svæðinu um fyrirsjáanlega framtíð.
Það var haustið 1987 sem félagar í
Flugmódelfélaginu Þyt fóru að huga
að framtíðarflugsvæði. Geirsnefið
við Elliðaárnar hefur verið helsta
flugsvæði módelmanna síðustu árin
en fer senn að verða óbrúklegt sök-
um nálægðar ýmiskonar atvinnu-
starfsemi þar sem notuð eru fjar-
skiptatæki sem senda út á tíðnum
sem geta haft truflandi áhrif á §ar-
stýringarbúnað módelmanna með
þeim afleiðingum að módelin láta
ekki af stjóm og geta valdið slysum
á fólki eða skemmdum á eignum.
Sem betur fer hefur slíkt ekki gerst
enn sem komið er en betra er að
byrgja brunninn áður en barnið dett-
ur ofan í hann.
Fljótlega beindust augu Þytsfé-
laga að svæði sunnan við Hafnar-
fjörð. Fulltrúar félagsins fóru á fund
bæjarstjómar Hafnarfjarðar sem tók
vel í málaleitun þeirra og úthlutaði
félaginu þetta svæði undir starfsemi
flugmódelíþróttarinnar. Byggingar-
framkvæmdir vora íjármagnaðar
með því að 40 félagar úr Þyt lögðu
fram krónur tuttuguþúsund hver en
auk þess lögðu fjölmargir á sig gey-
simikla sjálfboðavinnu. Ennfremur
var leitað til velviljaðra manna um
lán á tækjabúnaði og annað sem
þyrfti við flugvallargerðina þannig
að kostnaði var haldið í lágmarki.
Sem fyrr segir hafa verið gerðar
tvær malbikaðar flugbrautir en til
hliðar hafa verið gerðar samliggj-
andi grasbrautir. Eftir er að ljúka
ýmsum framkvæmdum á svæðinu,
s.s. gerð hreinlætisaðstöðu, sem von-
andi tekst áður en langt um líður.
Formaður Flugmódelfélagsins Þyts
er Frímann Frímannsson en for-
maður flugvallarnefndar er Ólafur
Sverrisson.
- PJJ
Stærsti stál-
stigi lands-
ins í fjar-
skiptamastrinu
á Gufuskálum
í gTein um Blönduvirkjun í Morg-
unblaðinu á laugardag var því
haldið fram að stálstigi í virkjun-
inni væri sá lengsti á landinu.
Það er ekki alls kostar rétt því
stálstigi í fjarskfptamastrinu á
Gufuskálum er 440 metra lang-
ur.
Mastrið á Gufuskálum var reist
af bandarísku strandgæslunni árið
1960 og var í mörg ár hæsta mann-
virki í Evrópu, að sögn Haralds
Sigurðssonar verkfræðings hjá Póst
og Síma. Það var ekki fyrr en sjón-
varpsturnar fóra að rísa í Evrópu
á sjötta áratugnum að fjarskipt-
amastrið á Gufuskálum varð að láta
undan síga. Til skamms tíma vora
Indíánar fengnir til að mála ma-
strið því þeir eru þeirri náttúru
gæddir að finna ekki til lofthræðslu
en það varð of kostnaðarsamt til
lengdar. Síðan hafa íslendingar séð
um að halda mastrinu snyrtilegu,
sagði Haraldur Sigurðsson.
-m Er "
•$>
happatalan
§| þín? |
BCCAD
í WAr
Gæöi á lágmarks verði
QHiiT
□M
wc
FVisch!
Hreinlætisvörur fyrir
baðherbergið:
Salernishreinsilögur,
sótthreinsandi steinar og
lyktareyðir.
"'iíúi
Einkaumboð Islensk /////
Ameríska
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ
Blaðið kemur ekki út næstkomandi laugardag
vegna þjöðhátíðarföstudaginn 17. júní.
Auglýsingar í sunnudasblað, 19. júní, þurfa
að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.
fimmtudaginn 16. júní.
BOÐSMÓT
TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR1988
hefst á Grensásvegi 46, mánudaginn 20. júní kl. 20.
Tefldarverða sjö umferðireftir Monrad-kerfi þannig:
1. umferð mánudag, 20. júní kl. 20.00
2. umferð miðvikudag, 22. júní kl. 20.00
3. umferð föstudag, 24. júní kl. 20.00
4. umferð mánudag, 27. júní kl. 20.00
5. umferð miðvikudag, 29. júní kl. 20.00
6. umferð föstudag, 1. júlí kl. 20.00
7. umferð mánudag, 4. júlí kl. 20.00
Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu.
Umhugsunartími er 11/2 klst. á fyrstu 36 leikina, en
síðan V2 klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni.
Engar biðskákir.
Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins
á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning verður sunnudag-
inn 19. júní kl. 19-22.
Taflfélag Reykjavíkur,
Grensásvegi 44-46, Reykjavík,
símar: 8-35-40 og 68-16-90.
Svínakótelettur
jÆÐI xjlli - GÆÐI