Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 Málefni fatlaðra; Stórar stofnan- ir eða lítil heimili Hvaða hlutverki gegna sambýli fyrir fatlaða? eftirAstuM. Eggertsdóttur Ótrúlega stutt er síðan sú skoðun var ríkjandi að þeir sem fæddust eða urðu síðar andlega og/eða líkamlega fatlaðir og urðu þar af leiðandi „öðruvísi" en aðrir, ættu að vera afsíðis, þar sem almenning- ur yrði helst ekki var við þá. Hæli voru byggð í útjaðri þéttbýlis og vegna fjölda þeirra sem þurftu á aðstoð að halda urðu þau fjölmenn, oft yfirfull, stórar deildir, rúm við rúm í hveiju herbergi. Ópersónulegt umhverfí stofnunarinnar og við- tekinn skilningur á eðli umönnunar á „sjúklingnum" stuðluðu að því að gera hann ósjálfbjarga með athafn- ir daglegs lífs. Vistmennimir lifðu innihaldssnauðu lífí í þröngum heimi stofnunarinnar allan sólar- hringinn án markmiðs eða sjáanlégs tilgangs. Við það bættist að oft rofnuðu tilfinninga- og fjölskyldu- bönd vegna flarlægðar hælisins frá heimilum vistmanna. Nýlega var haldin ráðstefna í Reykjavík á vegum félagsmálaráð- herra þar sem m.a. var rætt um framtíðarhlutverk sólarhringsstofn- ana. Þar var lögð fram skýrsla nefndar sem kannað hafði aðstæður og umönnun vistmanna á Skála- túni, Sólborg og Sólheimum í Grímsnesi. Niðurstaða nefndarinn- ar er í stuttu máli sú að sólarhrings- stofnanimar í núverandi mynd sam- rýmist ekki markmiðum laga um málefni fatlaðra. Stefna beri að því á næstu 15 ámm að leggja þær niður. I því skyni verði unnið mark- visst að uppbyggingu annarra og fijálsari búsetuforma og stoðþjón- ustu fýrir íbúa þeirra. í stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un ríkisstjómarinnar er lögð áhersla á að þjónusta við fatlaða verði bætt með því að koma á fót sambýl- um og vemduðum vinnustöðum. Með því vill ríkisstjómin framfylgja markmiði laga um málefni fatlaðra að „tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.“ Jafnréttishugsjónin gengur eins og rauður þráður í gegnum lögin sem em víðfeðm og ná til allra aldurshópa og margvís- legrar þjónustu þar á meðal búsetu. Jafnfrétti fatlaðra felst m.a. í því að geta valið sér búsetuform og stað eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Málefni fatlaðra em ekki einangrað fyrirbæri í þjóðlífinu heldur sam- tvinnuð því. Þau lúta t.d. sömu lög- málum og önnur þjóðmál á tímum harðnandi samkeppni um þjóðar- kökuna. Samkeppni er viðurkennd upp- eldisaðferð í okkar vestræna menn- ingarsamfélagi. Hún er talin stuðla að auknum framfömm í andlegum og veraldlegum efnum. Fjölmiðlar og ör tækniþróun eiga dijúgan þátt í að kynda undir samkeppni af öllu tagi. Nú stendur 'Jfsgæðakapp- hlaupið yfir þar sem fegurðin, hreystin og ríkidæmið em vegsöm- Ásta M. Eggertsdóttir uð. Sá fallegasti, sterkasti og ríkasti vinnur. Eins og flestir vita standa ekki allir jafnt að vígi í samkeppn- inni. Þeir sem verst standa em þeir sem ekki geta barist sjálfir fyrir tilvem sinni. Á undanfömum ámm hafa augu manna verið að opnast fyrir því að heppilegt og örvandi umhverfi getur dregið úr áhrifum fötlunar. Ef umhverfið er lagað að þörfum hinna fötluðu og þeim búin skilyrði líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar búa við, aukast möguleikar þeirra til sjálfs- hjálpar og innihaldsríkara lífs. Pög- luðum er að sjálfsögðu afar mikil- vægt eins og öðmm að stunda vinnu og íþróttir, eiga íjölskyldu og vini, fara í ferðalög o.s.frv. Öll Norðurlöndin vinna nú mark- visst að því að bæta aðbúnað fatl- aðra utan stofnana sem innan. Ákvarðanir hafa verið teknar um að leggja stórar stofnanir niður og er unnið að því að búa íbúum um- hverfi í venjulegum húsum í venju- legum íbúðarhverfum. Hér á landi hófst uppbygging á þjónustu við fatlaða með lagasetn- ingum, fyrst með lögum um aðstoð við þroskahefta, sem giltu frá 1. jan. 1980, síðan með lögum um málefni fatlaðra, en þau tóku gildi 1. jan. 1984. I Reykjavík, þar sem ég þekki best til, em nú starfrækt 14 sam- býli og önnur lítil heimili, skv. lög- um um málefni fatlaðra, þar sem em 82 íbúar. Álíka fjöldi sem nú dvelur í foreldrahúsum eða hjá ætt- ingjum bíður eftir að eignast heim- ili með þessum hætti en þar fyrir utan em þeir sem dvelja á sólar- hringsstofnunum og óska eftir að komast á sambýli. Jafnframt er talið að fjölmargir þurfí á vistun að halda sem ekki sækja um fyrr en í óefni er komið. Að jafnaði búa fimm til sex manns á hveiju sambýli. Þar er leit- ast við að búa hveijum heimilis- manni þá umgjörð að hann fínni sig ömggan og jafnframt er honum veitt nauðsynleg aðstoð í formi leið- sagnar og þjálfunar. Markmið með starfseminni er að hjálpa íbúunum til sem mestrar sjálfshjálpar og sjálfsstæðis í ákvarðanatöku um eigið líf. Reynslan af starfsemi sambýl- anna er stutt, en þó má sjá árangur af því starfi sem þar er unnið. Nýlega fluttu 12 íbúar af sambýlum í íbúðir með minni stuðningi en þeir hafa öðlast færni til að annast heimilishald að mestu sjálfír. Sambýli gegna sama hlutverki og önnur heimili landsmanna. Þar er m.a. lagður homsteinn að þjóð- félagslegri þátttöku þeirra eins og annarra. Þroskavænlegt umhverfi og uppeldi er fötluðum ekki síður mikilvægt en ófötluðum. Fatlaðir eru hluti af þjóðarheildinni og þeir eiga að sjálfsögðu að sitja við sama borð og aðrir í velferðarríkinu ís- landi. Höfundur starfaði í sjö ár sem framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra íReykjavík. í þessu húsi eru þrír íbúar sem áður dvöldu á „hæli“ í útjaðri bæjar- ins. Frá Evensölund í „venjulegt" raðhús í Præstö. Evensölund í Præsö í Danmörku. Fyrrum berklahæli varð heimili þroskaheftra í rúm 20 ár. Unnið er að því að flytja vistmennina í „venjuleg" hús. Hæstiréttur: Maður sem nam í Noregi má starfa hér sem tæknifræðingur Tæknifræðingafélagið neitaði að viðurkenna menntun hans sem fullgilda HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest héraðsdóm í máli, sem Tæknifræð- ingafélag íslands höfðaði til að fá ógilta þá ákvörðun iðnaðarráð- herra að veita manni rétt til að starfa hér á landi sem læknifræðing- ur, en maðurinn er menntaður i norskum tækniskóla. Ákvörðun iðn- aðarráðherra stendur óhögguð og taldi Hæstiréttur að Tæknifræð- ingafélagið hefði sýnt af sér tómlæti þar sem málið hefði ekki ver- ið höfðað fyrr en liðið var á sjöunda ár frá leyfisveitingunni. Málið snerist um það að iðnaðar- ráðherra veitti árið 1978 íslenskum manni, sem lauk prófí frá tækni- skóla í Noregi, leyfi til að starfa sem tæknifræðingur hér á landi. Þessu vitdi Tæknifræðingafélag ís- lands ekki una og var vísað til þess að vorið 1969 hefði félagið ákveðið að hætta að viðurkenna norska tækniskóla sem fullgilda til náms í tæknifræði, þar sem nám í slíkum skólum fullnægði ekki kröfum fé- lagsins um fullgilt tæknifræðinám. Meirihluti félagsmanna hefði verið samþykkur þessari ákvörðun. Hafði manninum verið synjað um inn- göngu í Tæknifræðingafélag ís- lands af þessum ástæðum. Tækni- fræðingafélagið taldi, að norsku skólamir hefðu slakað svo mjög á menntunarkröfum að þeir teldust ekki sambærilegir við aðra viður- kennda tæknifræðiskóla. Þegar ráðuneytið leitaði til félagsins vegna umsóknar mannsins um leyfi til að fá að kalla sig tæknifræðing, hafnaði félagið þeirri málaleitan. Ekki slakað á kröfum Iðnaðarráðuneytið skoðaði stöðu norskra tæknifræðiskóla og leitaði til Norges Ingeniör Organistation og norska kirkju- og menntamála- ráðuneytisins. Báðir ofangreindir aðilar komust að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði verið slakað a mennt- unarkröfum í norskum tæknifræði- skólum. Ráðuneytið ákvað því að veita manninum rétt til að kalla sig tæknifræðing, þrátt fyrir andmæli Tæknifræðingafélagsins. Héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu í mars 1986 að gögn þayi, er Tækni- fræðingafélag Islands studdist við er það ákvað að hætta að viður- kenna norska tæknifræðiskóla, hafi verið ófullkomin. í gögnunum var borið saman tæknifræðinám í Dan- mörku, Noregi og Vestur-Þýska- landi, en sá samanburður byggðist einkum á að mæla lengd námstíma í einstökum löndum án þess að sam- anburður færi fram á námsefni, kennsluaðferðum og kennslugögn- um. Þá hafí norskir og danskir tæknifræðiskólar verið skráðir í sama flokk samkvæmt viðmiðunar- reglum Evrópusamtaka tækni- og verkfræðingafélaga um svipað leyti og Tæknifræðingafélag íslands hafnaði að mæla með löggildingu mannsins. Héraðsdómur benti á, að löggjafinn hafí gert ráð fyrir að tæknifræðinám yrði millistig milli menntunar verkfræðinga og fag- lærðra iðnaðarmanna og hafí sjón- armið Tæknifræðingafélagsins ver- ið andstæð þessu þegar því var haldið fram að stefnt væri að því að tæknifræðingar og verkfræðing- ar yrðu nokkum veginn samhliða. Samkvæmt þessu taldi héraðs- dómur að þegar Tæknifræðingafé- lagið neitaði að samþykkja leyfís- veitingu ráðherra til mannsins hafi sú ákvörðun ekki verið byggð á málefnalegum forsendum. Þvi hafi iðnaðarráðherra ekki verið bundinn af þeirri synjun og því heimilt að veita manninum leyfið, svo sem gert var. Iðnaðarráðherra og mað- urinn voru því sýknaðir af kröfum Tæknifræðingafélagsins, sem áfrýj- aði dóminum til Hæstaréttar. Tómlæti Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu, að þar sem Tæknifræðingafélag íslands hefði ekki höfðað málið fyrr en liðið var á sjöunda ár frá leyfisveitingunni teldist félagið hafa sýnt siíkt tóm- læti að það gæti af þeirri ástæðu ekki fengið hnekkt greindri stjóm- valdsákvörðun, er varðaði ríka hagsmuni mannsins, sem málið snerti. Vom hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Hrafn Braga- son og Þór Vilhjálmsson og Sigurð- ur Líndal prófessör, sammála um að staðfesta yrði héraðsdóminn að niðurstöðu til. Hjörtur Torfason, settur hæsta- réttardómari, skilaði sératkvæði í málinu og taldi varhugavert að hafna kröfum Tæknifræðingafé- lagsins á grundvelli þess eins að félagið hafi sýnt af sér verulegt tómlæti. Hjörtur taldi meðal annars að þó atkvæðagreiðsla félagsins um þá ákvörðun að hætta að viður- kenna norska tækniskóla hafi verið lýðræðisleg leiddi hún ekki til eigin- legrar rökstuddrar niðurstöðu. Fé- lagsmenn hafí einungis verið beðnir að svara játandi eða neitandi hvort þeir væru samþykkir áframhaldandi viðurkenningu Tæknifræðingafé- lags íslands á norskum tæknifræði- skólum. Ekki hafi verið sýnt fram á að félagsmenn hafí verið að taka afstöðu til mótaðs málefnalegs rök- stuðnings. Ákvörðunin hafí verið haldin þeim formgöllum og efnis- legum annmörkum að iðnaðarráð- herra hafi verið leyfílegt að telja sig óbundinn af henni við ákvörðun um leyfisveitingu til mannsins. Hjörtur kvaðst sammála niðurstöðu meirihluta réttarins um að iðnaðar- ráðherra og maðurinn skyldu sýkn- aðir af kröfum Tæknifræðingafé- lagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.