Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 49 Melónukarfa MELONUR Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Melóna er samheiti ýmissa stórra og safaríkra ávaxta af gra- skeraætt, nafnið mun komið úr grísku og þýðir í reynd stórt epli. Melónur hafa lengi verið ræktaðar en þær eru upprunnar í Asíu og vaxa á suðlægum slóðum, beggja vegna Miðjarðarhafsins. Þær eru fluttar á markað víðsvegar um heim og eru drjúg tekjulind þeirra sem rækta. Melónur eru vatns- miklar, oftast um 90%, aldinkjötið er hvítt, gult eða gulgrænt. Vatns- melónur hafa þó enn meira vatn- sinnihald og annar litur er á aldin- kjötinu eins og kunnugt er. Melónur eru ekki hitaeining- aríkar, í hverjum 100 g eru 30 hitaeiningar svo ekki þarf það að fæla frá neyslu. Þær eru ríkar af A og C bætiefnum, talsvert er af Bi og B2 ásamt kalki og fosfór, og dálítið af járni. Melónur eru ekki ódýrar hér á landi frekar en aðrir ávextir og grænmeti, því miður, og því ef til vill ekki eins oft á borðum og óskandi væri. En hægt er að hafa þær í forrétt, í salat með öðrum mat eða í eftir- rétt, ef hugur stendur til, sem líkast til algengasti mátinn að neyta þeirra. Melónukarfa Skorið er langsum eftir melón- unni þó þannig að ræma verður eftir í miðju (einsog halda af berk- inum) aldinkjötið skorið úr og brytjað. Saman við það er svo blandað öðrum ávöxtum í bitum, t.d. kiwi, banönum, jarðarbeijum. Avaxtablandan er svo sett aftur í ske- lina og melónan bor- in fram í eftirrétt. Melónu-ís 1 melóna, V2 1 vanilluís, */4 1 rjómi, örlítill flórsykur. Melónan skorin í tvennt, aldinkjötið skafið eða skorið úr báðum helmingun- um og núið í gegn- um sigti (eða sett í blandara). Melónu- mauki og ís blandað samán og sett aftur í annan melónu- helminginn, flór- sykri hrært saman við þeyttan ijómann og skreytt með toppum ofan á ísinn. Melónuhelmingar með ávöxtum 2 litlar melónur, 1 banani, 1 lítil dós ananasbitar, 200 g jarðaber, 1—2 matsk. sykur, V2 dl sherry eða appelsínusafi. Hvor melóna skorin í tvennt þversum, kjarninn tekinn úr, ald- inkjötið losað og skorið í bita. Safinn látinn síga vel af ananas- bitunum, bananinn skorinn í sneiðar og berin í tvennt. Öllu blandað vel saman, sykri stráð yfir ef þurfa þykir, sherry (eða safi) hellt yfir. Avöxtunum skipt niður á fjóra barkarhelminga og kælt aðeins fyrir neyslu. Melóna með marengs 2 litlar melónur, 500 g af ferskum eða niðursoðn- um ávöxtum í bitum, örlítill sykur. Marengs: 2 eggjahvítur, 50 g sykur. Melónumar skomar í tvennt, kjarninn tekinn úr og aldinkjötið skafið eða skorið úr. Ávextir og aldinicjöt blandað saman og skipt niður á barkar- helmingana. Eggjahvíturnar þeyttar, sykrinum bætt í smám saman. Marengs sett eins og lok yfir hvern helming, sett undir grill í ofninum í ca. 5 mín. Borið fram strax. Melóna í forrétt: Rækjur og melóna er ljúffengur forréttur. Sama er að segja um humar og fleira úr sjávarríkinu. Þunnt skorin skinka og melónu- sneið er einnig góð samsetning og getur sómt sér vel sem forrétt- ur. Fylltir melónuhelmingar •7. J U Falleg fötfyrir þjóðhátíðina og sumarið Röndóttirjakkar. Stœrðir, 2ja-6 ára. Verðkr. 1.490.- Lrtir. Rautt og blátt. Buxur. Stœrðin4-12ára. Verðkr. 1.240.- Litir. Drappl., grœnt, rauttog blátt. Skyrta, einlit. Verð kr. 1.690.- Skyrta, róndótt. Verð kr. 1.790,- Buxur. Verð kr. 1.690,- Pils.Verðkr. 1.790,- i 17.JUNI Rellur, fánar, blöðrur og sumarleikföng í miklu úrvali. OPIÐ: Mánud.-fimmtud. kl. 10-18.30, Föstudaga kl. 9-20 Laugardaga LOKAÐ Ath.: Fimmtud. 16. júnf eropið kl. 10-20. KAUPSTADUR / MJÓDD - SÍMI73900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.