Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 49

Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 49 Melónukarfa MELONUR Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Melóna er samheiti ýmissa stórra og safaríkra ávaxta af gra- skeraætt, nafnið mun komið úr grísku og þýðir í reynd stórt epli. Melónur hafa lengi verið ræktaðar en þær eru upprunnar í Asíu og vaxa á suðlægum slóðum, beggja vegna Miðjarðarhafsins. Þær eru fluttar á markað víðsvegar um heim og eru drjúg tekjulind þeirra sem rækta. Melónur eru vatns- miklar, oftast um 90%, aldinkjötið er hvítt, gult eða gulgrænt. Vatns- melónur hafa þó enn meira vatn- sinnihald og annar litur er á aldin- kjötinu eins og kunnugt er. Melónur eru ekki hitaeining- aríkar, í hverjum 100 g eru 30 hitaeiningar svo ekki þarf það að fæla frá neyslu. Þær eru ríkar af A og C bætiefnum, talsvert er af Bi og B2 ásamt kalki og fosfór, og dálítið af járni. Melónur eru ekki ódýrar hér á landi frekar en aðrir ávextir og grænmeti, því miður, og því ef til vill ekki eins oft á borðum og óskandi væri. En hægt er að hafa þær í forrétt, í salat með öðrum mat eða í eftir- rétt, ef hugur stendur til, sem líkast til algengasti mátinn að neyta þeirra. Melónukarfa Skorið er langsum eftir melón- unni þó þannig að ræma verður eftir í miðju (einsog halda af berk- inum) aldinkjötið skorið úr og brytjað. Saman við það er svo blandað öðrum ávöxtum í bitum, t.d. kiwi, banönum, jarðarbeijum. Avaxtablandan er svo sett aftur í ske- lina og melónan bor- in fram í eftirrétt. Melónu-ís 1 melóna, V2 1 vanilluís, */4 1 rjómi, örlítill flórsykur. Melónan skorin í tvennt, aldinkjötið skafið eða skorið úr báðum helmingun- um og núið í gegn- um sigti (eða sett í blandara). Melónu- mauki og ís blandað samán og sett aftur í annan melónu- helminginn, flór- sykri hrært saman við þeyttan ijómann og skreytt með toppum ofan á ísinn. Melónuhelmingar með ávöxtum 2 litlar melónur, 1 banani, 1 lítil dós ananasbitar, 200 g jarðaber, 1—2 matsk. sykur, V2 dl sherry eða appelsínusafi. Hvor melóna skorin í tvennt þversum, kjarninn tekinn úr, ald- inkjötið losað og skorið í bita. Safinn látinn síga vel af ananas- bitunum, bananinn skorinn í sneiðar og berin í tvennt. Öllu blandað vel saman, sykri stráð yfir ef þurfa þykir, sherry (eða safi) hellt yfir. Avöxtunum skipt niður á fjóra barkarhelminga og kælt aðeins fyrir neyslu. Melóna með marengs 2 litlar melónur, 500 g af ferskum eða niðursoðn- um ávöxtum í bitum, örlítill sykur. Marengs: 2 eggjahvítur, 50 g sykur. Melónumar skomar í tvennt, kjarninn tekinn úr og aldinkjötið skafið eða skorið úr. Ávextir og aldinicjöt blandað saman og skipt niður á barkar- helmingana. Eggjahvíturnar þeyttar, sykrinum bætt í smám saman. Marengs sett eins og lok yfir hvern helming, sett undir grill í ofninum í ca. 5 mín. Borið fram strax. Melóna í forrétt: Rækjur og melóna er ljúffengur forréttur. Sama er að segja um humar og fleira úr sjávarríkinu. Þunnt skorin skinka og melónu- sneið er einnig góð samsetning og getur sómt sér vel sem forrétt- ur. Fylltir melónuhelmingar •7. J U Falleg fötfyrir þjóðhátíðina og sumarið Röndóttirjakkar. Stœrðir, 2ja-6 ára. Verðkr. 1.490.- Lrtir. Rautt og blátt. Buxur. Stœrðin4-12ára. Verðkr. 1.240.- Litir. Drappl., grœnt, rauttog blátt. Skyrta, einlit. Verð kr. 1.690.- Skyrta, róndótt. Verð kr. 1.790,- Buxur. Verð kr. 1.690,- Pils.Verðkr. 1.790,- i 17.JUNI Rellur, fánar, blöðrur og sumarleikföng í miklu úrvali. OPIÐ: Mánud.-fimmtud. kl. 10-18.30, Föstudaga kl. 9-20 Laugardaga LOKAÐ Ath.: Fimmtud. 16. júnf eropið kl. 10-20. KAUPSTADUR / MJÓDD - SÍMI73900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.